Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir Umsjón: Viöir Sigurösspn Byrjun síðari hálfleiks felldi íslenska liðið í gær Sagan endurtekur sig alltaf hjá íslcnska landsliðinu í handknatt- lcik. í síðari lciknum gegn Dönum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi urðu upphafsmínútur síðari hálf- leiks liðinu að falli eins og svo oft hcfur skeð áður í gegnuni árin. ís- land lciddi 14:13 í háltlcik og Leif Michaclscn þjálfari Dana var greinilega ekki par ánægður með frammistöðu sinna inanna. Hann þreif óþyrinilega til nokkurra þeirra á leiðinni fram í búnings- klefa og þar virðist hann hafa mess- að vel og lengi yfir þeim. Að minnsta kosti þurfti að sækja þá fram til að síðari hálfleikur gæti hafist. Þcir komu þá til leiks af full- uni krafti, léku vörnina framarlega og tóku Pál Ólafsson og Hans Guð- mundsson úr umfcrð til skiptis. Þetta riðlaði sóknarleik íslenska liðsins gersamlega, Danir komust í 18:15 og sigruðu með fjögurra marka mun, 26:22. Fyrri hálfleikur var fjörugur og þokkalega leikinn af íslenska liðinu. Brynjar Kvaran varði eins og berserkur og liðið í heild barðist vel, bæði í sókn og vörn. ísland komst fyrst yfir á 16. mínútu, 9:8, og síðan í 12:10. Sfðan átti liðið gullið tækifæri á að ná tveggja marka forskoti fyrir hálfleik en sóknarmistök komu í veg fyrir það og Brynjar sá til þess að Dönum tækist ekki að jafna með því að verja glæsilega frá Nielsen á loka- sekúndunni eftir hraðaupphlaup. íslenska liðið átti ekkert svar við varnaraðferð Dananna í upphafi síðari hálfleiks og sífellt seig meir á ógæfuhliðina. Munurinn hélst tvö til fjögur mörk og það var oft grát- legt að sjá hve vörnin opnaðist illa, einkum vinstra megin. Um leið datt markvarslan niður, þó Gísli Felix Bjarnason næði ágætum kafla um miðjan hálfleikinn. Vonar- neisti kviknaði þegar Kristján Ara- son braust í gegn upp á eigin spýtur nákvæmlega tveimur mínútum fyrir leikslok og minnkaði muninn í 22:24. Islenska vörnin feistaði þess að stöðva Danina framarlega en það gekk ekki upp og Haurum skoraði tvö síðustu mörkin úr horninu. Það voru margfalt fleiri veilur í Leif Michaelsen þjálfari Dana í öngum sínum yfír frammistöðu sinna manna í fyrri hálfíeik. íslenska liðinu en í fyrri leiknum þó þessi hafi verið um margt skemmti- legri á að horfa, einkum fyrri hálf- leikurinn. Sérstaklega var það vörnin sem náði ekki eins vel saman. Þá var sóknarleikurinn oft ansi ráðleysislegur, enda „kipptu" Hans Guðntundsson, cinn bestu leikmanna íslcnska liðsins í gær- kvöldi, cr stöðvaður af dönskum varnarmönnum. Mynd: -eik. Danirnir mjög framarlega í horn- amennina okkar. Bjarni Guð- mundsson og Guðmundur Guð- mundsson áttu því erfitt uppdrátt- ar, en Guðmundi tókst þó oft að skapa usla. Kristján Arason var besti maður liðsins og lék mun bet- ur í sókninni en í fyrri leiknum. Þá átti Hans Guðmundsson mun yfir- vegaðri leik og er í stöðugri fram- för. Hann á hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Páll Ólafsson lék ágætlega og ekki má gleyma Brynj- ari í markinu í fyrri hálfleiknum en aðrir voru með daufara móti. Kristján var markahæstur, skoraði 8 rnörk. þrjú þeirra út vít- um. Hans kom næstur með 6, Guðmundur 3, Bjarni 2, Páll, Steindór Gunnarsson og Þorgils Óttar Mathiesen skoruðu eitt mark hver. Danska liðið var erfitt viður- eignar í síðari hálfleiknum enda ró- aðist Leif Michaelsen mjög þegar á leið. Góð breidd er á þeim bæ og sést það best á markaskoruninni en ntörkin dreifðust á níu leikmenn. Sá tíundi, Skaarup, var marka- hæstur í fyrradag. Jörgen Gluver, Morten Stig Christiansen, Christi- an Haurum og Kjeld Nielsen skoruðu 4 mörk hver. Þáttur vestur-þýsku dómaranna var einstakur og þeir fóru langt með að eyðileggja leikinn á köfl- um. Danirnir högnuðust vel á dóm- gæslu þeira, svo mjög að annars hógværum íþróttafréttaritara sem sat við hlið undirritaðs varð að orði: „Þeir hljóta að vera frá þýska hluta Jótlands þessir!“. - VS Jóhannes Bárðarson til Nes- kaupstaðar Jóhannes Bárðarson, knatt- spyrnumaðurinn kunni úr Víkingi, hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildarliðs Þróttar frá Ncskaup- stað. Jóhannes er afar reyndur varnarmaður sem hefur verið orðaður við landsliðssæti og verð- ur mikill styrkur fyrir hið unga lið Þróttar að fá hann í sínar raðir. Mikill hugur er í Þrótturum, sem fcllu úr 2. dcildinni í haust eftir scx ára dvöl, og þeir vonast til að endurheimta nokkra af þeim leik- mönnum sem þeir misstu fyrir síð- asta keppnistímabil. Að sögn Guð- mundar Bjarnasonar hjá Þrótti kemur ekkert annað til greina hjá þeim en að vinna aftur sæti sitt í 2. deild. -VS Enska knattspyrnan: Watford vann West ham og er í 3. sæti Nýliðar Watford komust upp í þriðja sæti 1. deildar ensku knatt- spyrnunnar í gærkvöldi með því að sigra West Ham, annað toppbar- áttulið, 2:1 á Vicarage Road í Wat- ford. Nýliðarnir eru þó heilum átta stigum á eftir efsta liðinu, Eng- landsmeisturum Liverpool. Úrslit í ensku knattspyrnunni í gærkvöldi: 1. deild: Aston Villa-lpswich..............1-1 Swansea-Birmingham................0-0 Watford-West Ham.................2-1 2. deild Blackburn-Oldham..................2-2 Charlton-Q.P.R....................1-3 Derby-Shrewsbury..................2-3 3. deild Bristol Rovers-Exeter........... 4-4 Wigan-Walsall.....................1-3 Staðan í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar eftir leiki vikunnar er þá þessi: Liverpool 21 13 5 3 50-19 44 Nottm.For 21 12 2 7 38-30 38 Watford 21 11 3 7 39-24 36 Manch.Utd 21 10 6 5 28-17 36 West Ham 21 11 1 9 37-32 34 Coventry 22 10 4 8 30-28 34 Aston Villa 21 10 2 9 31-28 32 W.B.A 21 9 4 8 34-32 31 Manch.City 21 9 4 8 27-32 31 Johan Barnes og félagar í Watford eru komnir í þriðja sætið. Tottenham........21 9 3 9 32-29 30 Everton..........21 8 5 8 35-28 29 Southampton......21 8 5 8 27-34 29 Ipswich..........22 7 7 8 35-28 28 Notts Co.........21 8 4 9 30-36 28 Stoke............21 8 3 10 33-35 27 Arsenal..........21 7 6 8 25-28 27 Swansea..........21 6 5 10 28-33 23 Luton............21 5 8 8 37-44 23 Norwich..........21 3 2 10 24-35 23 Brighton.........21 6 4 11 19-40 22 Birmingham.......21 4 9 8 15-29 21 Sunderland.......21 4 7 10 24-37 19 2. deild Wolves..........21 13 4 4 40-19 43 Q.P.R...........22 13 4 5 35-20 43 Fulham..........21 11 5 5 42-28 38 Leicester.......21 10 3 8 37-24 33 Sheff.Wed.......21 9 6 6 32-23 33 Shrewsbury......21 9 5 7 27-28 32 Oldham..........21 7 10 4 36-28 31 Leeds...........21 7 10 4 26-21 31 Grimsby.........29 9 4 8 32-36 31 Blackburn.......21 8 6 7 34-32 30 Chelsea.........21 7 7 7 25-24 28 Newcastle...... 21 7 7 7 30-30 28 Rotherham.......21 7 7 7 26-30 28 Barnsley........21 6 9 6 27-26 27 Cr.Palace.......21 6 8 7 24-25 26 Carlisle........21 7 4 10 39-43 25 Charlton........21 7 4 10 30-43 25 Middlesboro.....21 6 7 8 26-41 25 Bolton..........21 5 6 10 21-29 21 Cambridge.......22 5 6 11 23-34 21 Burnley.........21 4 3 14 27-41 15 Derby...........21 2 9 10 20-34 15 - vs Vladimir Petrovic Petrovic til Arsenal Vladimir Petrovic, júgóslavneski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, var í gær keyptur endanlega af en- ska 1. deildarliðinu Arsenal. Lund- únaliðið var búið að festa kaup á honum í surnar en jógóslavnesk knattspyrnuyfírvöld leyfðu honum þá ekki að fara. _ Vs Hess skor inn upp Erika Hess, skíðadrottningin svissneska sem sigraði í heimsbik- arkeppni kvenna síðasta vetur, var í fyrradag skorin upp við mciðslum í hné. Þau hafa þjakað hana síðan í nóvember. Að sögn forráðamanna svissneska skíðalandsliðsins ætti hún að vera búin að jafna sig nægi- lega til að geta keppt á móti í heimsbikarnum í Vestur- Þýskalandi þann 8. janúar. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.