Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 1
DJQÐVIUINN Er Alþýðubanda- lagið í sókn eða á undanhaldi? Eru átök undir hinu friðsæla yfirborði? Hver verður fram- tíðarþróunin? Sjá 8. desember 1982 fimmtudagur 47. árgangur 291. tölublað 60 ár eru liðin frá stofnun Sovétríkjanna. Sjá grein eftir Arna Bergmann. Enn verða upphafs- mínútur síðari hálf- leiks í handknatt- leik að falli, nú gegn Dönum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Um 200 starfsmcnn Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fengu uppsagnarbréf fyrir hátíðarnar. A myndinni sjáum við hvar Ólafu 'íalar Olafsson tæmir síðustu pönnurnar úr frystiklefanum fyrir lokun. Sjá viðtöl á baksíði Ujósm. Atli Verkamannabústaðir við Ásenda í Kópavogi. Þar voru 18 íbúðir afhentar í gær og jafn margar verða tilbúnar í mars n.k. Verkamannabústaðir í Kópavogi 18 nýjar íbúðir í gær afhenti stjórn verkamann- abústaða í Kójjavogi 18 íbúðir til notkunar við Ástún 14 í Kópavogi. Björn Ólafsson forseti bæjar- stjórnar sagði að rekja mætti sögu þessa framtaks aftur til ársins 1978, en þávcrandi meirihluti bæjar- stjórnar gerði með sér málefna- samning er fól í sér að stöðugt yrði unnið að smíði verkamannabú- staða í Kópavogi. Sagði hann að verkamannabú- staðakerfið væri merkilegt átaka er skipti sköpum um efnahagslegt sjálfstæði þess lágtekjufólks er yrði þess aðnjótandi og væri auk þess fjárhagslega hagkvæmt fyrir bæjar- félagið. Sagði hann að jafn margar íbúðir yrðu tilbúnar til afhendingar í mars n.k. og þegar hefðu verið fengnar nýjar lóðir fyrir nýbyggingar. Loftur Þorsteinsson formaður stjórnar verkamannabústaða í Kópavogi sagði að 2 herbergja íbúð kostaði nú 761.000 kr., 3 herb. íbúð kostaði 997.000 og 4 herb. íbúð kostaði 1253.000 krón- ur. Greiðslukjör eru þau að út- borgunarverð er 10% af kostnaði, en afgangurinn er lánaður til 42 ára, verðtryggður með '/2% vöxt- um. Tvær af þeim íbúðum sem nú voru teknar í notkun eru leiguíbúð- ir sem Kópavogsbær mun leigja út. Fréttamönnum voru í gær sýndar íbúðirnar, og eru þær vel hannaðar og snyrtilegar með góðu geymslu- rými og vönduðum eldhúsinnrétt- ingum. - ólg. Svavar Gestsson 1 áramótagrein á morgun: Róttækar kerfisbreytingar verða þungamiðjan í vor Forsenda árangursríkra efna- hagsaðgerða er róttæk kerfis- breyting í cfnahagsmálum, segir Svavar Gestsson formaður Ál- þýðubandalagsins m.a. í ára- mótagrein sinni scm birtist í blaðinu á morgun. Alþýðubanda- lagið muni leggja aðaláherslu á breytingartillögur í þessa veru í kosningabaráttunni í vor og gera þær að þungamiðju viðræðna um stjórnarmyndun, fari svo að bandalagið verði þar kvatt til eftir kosningar. í áramótagreininni er að venju víða komið við. Svavar fer yfir mismunandi áróðursaðstöðu flokkanna nú við áramót í upphafi kosningabar- áttu. Þessu næst gerir hann grein fyrir þeim málum sem helst hafa breytt stjórnmálastöðunni á ár- inu sem nú er að kveðja. Þá gerir hann grein fyrir tillögum Alþýðu- bandalagsins um leiðir út úr þeim efnahagsvanda sem nú er við að etja og ræðir um afstöðu annarra flokka til þeirra. Síðan fjallar formaðurinn um stöðu íslenskra stjórnmála og bendir á að Sjálf- stæðisflokkurinn sé of stór - það þurfi að skapa sterkt mótvægi við hann til þess að tryggja eðlilegt jafnvægi íslenskra stjórnmála. f síðari hluta greinarinnar ræðir Svavar Gestsson hvaða málefna- forsendur þurfi að vera grundvöll- ur víðtækrar pólitískrar samstöðu á næstu mánuðum, en víkur svo að kosningastöðu Alþýðubanda- lagsins. Hann minnir á það ákall til einingar sem Alþýðubandalag- ið hefur látið frá sér fara að undanförnu, ræðir leiftursóknar- tillögur Sjálfstæðisflokksins í borgarstjorn Reykjavíkur og dregur af þeim ályktanir. í loka- orðunum segir: „í vorkosningunum 1983 þurf- um við að kjósa gegn kreppu og kvíða og hefja hátt á loft merki raunsæis, félagslegra viðhorfa - og bjartsýni. íslendingar hafa áður tekist á við miklu stærri vandamál, en þau sem eru fram undan. Ef okkur tekst að róa í gegnum brimgarðinn bíður okkar góð höfn, því möguleikar ís- lensku þjóðarinnar til blómlegs og batnandi þjóðlífs eru meiri en flestra annarra þjóða, ef við mun- um líka að fara með gát og fyrir- hyggju að auðlindum okkar, hefjum ræktun til vegs, en höfn- um rányrkju.“ - ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.