Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN • Fimmtudagur 30. desember 1982 Sigurjón Ólafsson myndhöggvari F. 21. okt. 1908 D. 20. des. 1982 Ég er ekki fær um að tjá mig í orðum, að segja allt sem kemur í hugann á þessari stundu, en langar aðeins að kveðja þig, sem varst vin- ur og féiagi í áratugi, ævinlega varpandi birtu fram fyrir þig, litrík-í ur og ógleymanlegur bæði í lífi og verkum. Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að leyfa mér að lifa samtímis þér. Þorvaldur Skúlason. Með dauða Sigurjóns Óiafs- sonar er óvenjulega snögg og hörð sorg að okkur kveðin. Svo snögg fyrir það, að lífsfjörið var í raun maðurinn sjálfur, í merg og blóð, og að harðari fyrir þá vissu, að þessi snillingur ætti enn margt verk óunnið, okkur bæði og veröldinni. Því verk Sigurjóns eru heimslist í klárustu merkingu þess orðs. Þau eru alin af þeim frjóa samleik efnis, hugar og forms, sem hefur hvert listaverk yfir land og stað. Hug- mynd er þar aldrei þvinguð fram, heldur kveikt til lífs af viðfangi við efnið, og sem oftast af konunglegu frelsi manns sem engan þarf að spyrja nema eigin huga sinn og hönd. Vinnan ein færir listamanni frelsi. Og Sigurjón Ólafsson hafði unnið sér til þess frelsis við vel hálfrar aldar þrotlaust verk, allt síðan Verkamaður hans sveiflaði hakanum til gullverðlauna danska akademísins árið 1930. Hvertskeið hans á þeirri löngu leið hefur fætt sitt sérstaka eðli af efninu, leirnum og gifsinu, graníti, gabbrói og grá- grýti, málnti, steinsteypu - og loks tré. Þarsem margurannarsjötugur festist spakur í sínu fari, kastaði Sigurjón enn eitt sinn hamnum og lék sér af svo hugkvæmnisfullum gáska, að vart á sinn líka. Þau verk voru eintal hans við sjórekinn druntb eða maðksmogna spýtu, tunnustafi úr gömlum sjerrýkút - eða þá hátíðlegan harðvið: Hver ertu? Hvað varstu? Hvað viltu verða? Og spýtan svarar með laumulegum kvisti eða fattri sveigju, eða þá að hún stendur skyndilega á haus, með aftur- gengna rótina upp í loftið. Þar með hefur hún, undir augum lista- mannsins, ofurselt sig nýrri um- turnun og endurfæðingu. Séu steinverk Sigurjóns allegro og ma- jestoso, þá er þessi síðasti kafli í list hans hreint scherzo, og meira að segja con brio. Því hittir hið snögga lát hans okkur svo óviðbúin: allt nema dauðann tengdum við þess- um manni. Atlantshafið kostar íslenzkan myndhöggvara dýrt til frægðar. Hér renndi enginn vagn að húsdyr- um á Laugarnesi og ók verkunum út, til Parísar, Feneyja eða Rómar. Á boð hefur ekki skort, en því mið- Kveðja frá Robert Jacobsen, myndhöggvara í Kaupmannahöfn Ég verð leiður þegar ég heyri um andlát Sigurjóns Ólafssonar. En ég er glaður þegar mér verður hugsað til heimsóknarinnar til hans í Reykjavík. Sigurjón kunni öðrum betur að vera sjálfum sér samkvæmur, einfaldlega vegna þess að hann var frumlegur lista- maður. Hann vareinn afþeim fyrstu sem gerði abstrakt höggmynd- ir í Danmörku. Myndirnar hans í Álaborg hafa haft áhrif á heila kynslóð. Þær eiga eftir að standa fyrir sínu. Allir listamenn gátu lært af honum, því hann var dásamlegur handverksmaður. Hann var góður félagi þó viö værum oft ósammála urn ýmsa hluti. En það var farsælt að vera ósammála Sigurjóni, því hann vissi hvað hann söng. Myndin af knattspyrnumönnunum erafarfínt verk. Ekki má gleyma brjóstmyndinni af móður hans. Hún er einhver fínasta höggmynd sem til er á Norðurlöndum. Fari vinur minn Sigurjón í friði. Robert Jacobsen ur ekki á dýran farmkostnað held- ur. Hafið hefur þannig haft af heiminum þennan listamann og gefið hann okkur, nær einum, til yndis. f staðinn hefur það fært hon- um þetta gáfaða, sjórekna góss, svo sem í sárabætur fyrir hitt. Sagan um Sigurjón og Hafið minnir á drekann okkar góða í út- skurði fyrri alda: hún bítur í sporð sér. Sigurjón er alinn upp á úthafs- strönd, þar sem brimið kastar mörgu keflinu á land. Síðan hann kom heim frá Danmörku hefur hann einnig búið við sjóinn, og næstum því ofan í honum þegar norðvestan gállinn var á, - og raun- ar líka í Kaupmannahöfn, þótt Ný- höfnin sé harla ólík Einarshöfn og sýnu óskemmtilegri þar rekinn. En það sakaði ekki: Akademíið var steinskóli í höggmyndalist; leir, gifs og brons til mjúklátari hluta. Heimkominn að stríðslokum gekk hann enn í fang við steininn um margra ára skeið. En svo gerðist það, þar sem hann stóð við grágrýt- isbjargið, með meitil í höndurn, að óvænt lykkja lagðist á lífsleið hans. Hann veiktist og dvaldist á Reykja- lundi í rúm tvö ár. Þegar heim kem- ur aftur á Laugarnes er grásteins- tímanum og steinrykinu lokið. Hvað þá? Var þetta örlagapunkt- urinn aftan við sögu myndhöggv- árans? Nei. Þess í stað rættust enn eitt sinn orð Birtings Voltaires, að allt hvað sé fyrir beztu. Skrýtileg maðksmogin spýta flaut upp á hleinunum undir gluggum hans, og þegar hann fór austur á Bakka að stinga upp garðinn sinn, þá átti þar við hann erindi drumbur, uppalinn í Amasón eða Síbirí. Og með sínu kvika fjöri gaf hann sig á tal við þessa fjarkomnu gesti. Rýnendur skáldskapar segja að hið fullkomna Ijóð sé stutt og um- fram allt einfalt. En á þann veg þó, að það geymi í sér stærðina handa mannshuganum sem það nemur. Þessi knöppu, þrívíðu trjáljóð Sig- urjóns eru einmitt afþeirri ætt. Þau eru hugsuð með augunum, rímuð með gáskanum, og í hverjum nagla og fleyg alþjálfuð sýn listamanns. Höggmyndir hans og mótuð verk hafa svo annan hljóm, oft þyngri og alvarlegri, en allt er það Sigurjón. Því listin var honum söm og heil, eins og hann lifði henni heill og samur. Björn Th. Björnsson Sigurjón Ólafsson myndhöggv- ari er fallinn frá og nú eru hinir þrír stóru frumherjar í íslenskri myndhöggvaralist gengnir á fund feðranna, Einar, Ásmundur og Sigurjón. Allir hafa þeir markað skýr og óafmáanleg spor í íslenska menningu með stórbrotinni list sinni. Sigurjón Ólafsson varð ungur uppáhald og eftirlæti fagurkera og færustu sérfræðinga í myndmennt. Móðir listamannsins, 1938. Eir. Dýrlingur, 1978. Sjórckinn drumbur, birki og eir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.