Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Bjarnaborgin rifin? Bjarnaborgin, reist 1902 og þá stærst húsa í Reykjavík. Ljósm. - eik. „Það er raunar íhugunarefni, hvort borgarsjóður eigi að verja miklum fjármunum til endurbóta á húsum, eins og t.d. Bjarnaborg við Hverfísgötu, sem mun kosta óhemju mikið fé, en eftir sem áður verða mjög lélegar vistarverur“, sagði Davíð Oddsson m.a. við um- ræðu um fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar. Verða þessi orð hans svo og þau að „frestað verði endur- bótum á húsum, sem talin eru hafa sérstakt varðveislugildi“, tæpast skilin á annan veg en þann að nú eigi að láta Bjarnaborgina hverfa. Samkvæmt áætlun bygginga- deildar borgarinnar kostar endur- gerð Bjarnaborgar í heild 8.3 milj- ónir króna. Er þá miðað við að hús- ið yrði gert upp í upprunalegri mynd, en það var á sinni tíð stærst húsa í Reykjavík. íbúðir, sem nú eru yfir 20 talsins þar, yrðu þá 10 og hefur byggingadeildin lagt til að farið verði í að gera eina og eina íbúð í senn. Hefur ein íbúð á neðri hæð, næst Hverfisgötu staðið auð í langan tíma rneðan beðið hef- ur verið ákvörðunar urn hvort gera eigi hana upp með varðveislusjón- armið í huga eða hvort aðeins eigi að framkvæma þar bráðnauðsyn- legar úrbætur. Bjarnaborg er meðal þeirra húsa sem öll umhverfismálaráð borgar- innar hafa einróma iagt til að verði friðuð. Önnur sem nefna mætti og gerð hafa verið upp eru Miðbæjar- skólinn, Tjarnargata 20 og Tjarn- arborg. Heildarfjárveiting til viðhalds á húseignum og íbúðum borgarinn- ar, en þær skipta hundruðum, er 26 miljónir króna 1983. Byggingadeild borgarinnar hafði farið fram á 59 miljónir til viðhalds. í ræðu borgar- • stjóra kom fram að þessar 26 milj- ónir duga aðeins til að varna skemmdum og gera við bilanir á rafkerfi, hreinlætistækjum og öðru þess hattar. Þann 17. júní 1944 urðu íslend- ingar frjáls og fullvalda þjóð. Mikill fögnuður ríkti. Menn ræddu mikið um hið nýfengna frelsi og jafnframt var á orði haft að erfitt gæti reynst að halda því. Nú á dögum er einnig rnikið rætt um frelsi, ekki hvernig á að halda fengnu þjóðfrelsi, heldur um aukið frelsi einstaklingsins. Maður gæti haldið að við værum öll fangar í þessu landi í dag. Voru foreldrar okkar þá að heimta þjóðfrelsi tii að hneppa afkvæmi sín í fangelsi? Hvernig hangir þetta saman? Lítum á atburðarásina frá stríðslokum. Fyrsta verk Islendinga eftir stríð var að byggja upp öflugt atvinnulíf, nýsköpun var það kallað. Næst kom hin svonefnda Marshall-aðstoð, sent íslenskir þjóðernissinnar voru ekki of hrifnir af. Væri ástæða til að gera nánari grein fyrir tilkomu þessar- ar umdeildu aðstoðar, en hún var ætluð þeim ríkjum sem verst fóru út úr heimsstyrjöldinni. Við feng- um nefnilega „stríðsskaðabætur" án þess að hafa nokkurn tíma átt í ófriði. Það hlaut eitthvað að hanga á spýtunni. Næstu árin gengu hlutirnir líka nokkuð hratt fyrir sig. Innganga í NATO, herverndarsamningur við Bandaríkin og endurkoma „varnarliðs“ til Keflavíkur, allt gerðist þetta á fáum árum. Ráða- menn íslensku þjóðarinnar og vinir okkar í vestri höfðu orðið ásáttir um að ísland skyldi herset- ið land „á ófriðartímum". (Sem sagt: til langframa). Enn er spurningum ósvarað: Var þetta óhjákvæmilegt? Hverju var hótað ef við hefðum ekki verið til viðræðu? Voru vióskiptahagsmunir í veði? Ekki var þjóðin hress með þennan framgang rnála, en þó hefur verið látið sitja við orðinn hlut til þessa dags, og enn er eng- in leið að grilla nokkra skímu í herstöðvamálinu. Fiskveiðar voru þá og eru enn aðal „búgrein" þjóðarinnar. A 6. áratugnum var barist hart fyrir út- færslu landhelginna.r, en varla er hægt að segja að vinir okkar í vestri hafi verið okkur hliðhollir í því efni, þó 12 mílna landhelg- in hafi fljótlega verið viðurkennd af flestum þjóðum heims. Flytja inn kreppu og atvinnuleysi Arið 1959 urðu örlagaríkustu stjórnarskipti á öllum lýðveldis- tímannm. Hin svonefnda viðreisnarstjórn komst þá til valda, samstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks undir for- ystu Ólafs Thors. Þessi stjórn sat í tólf ár. Voru skoðanir mjög skiptar um ágæti hennar, hún hafði alltaf frekar tæpan meiri- hluta á þingi en hafði þó góðan starfsfrið. Við upphaf valdatíma var meginboðskapurinn þessi: „Við höfunt lifað unt efni fram", og hafði Ólafur Thors sjálfsagt oft meiru logið um ævina. Aðgerðir: Skipulega var dreg- ið úr kaupmætti almennings, öll stjórnun á innflutningi (sem nú gengur undir nafninu höft og bönn) var gefin upp á bátinn, og kórónan á sköpunarverkinu var að afsala þjóðinni rétti til að færa út landhelgi sína án samþykkis þeirra sem töldu sig hafa hags- rnuna að gæta. Blessunarlega hefur þeirri ánauð nú verið aflétt, en meðferð gjaldeyris okkar hef- ur síðan verið í tröllahöndum. Erlendir viðskiptaaðilar heimta af okkur hverja krónu löngu áður en hennar er aflað og líður æ iengri tími frá því við festum kaup á vörunni, þar til við getum borg- að hana. Afleiðingin heitir víst „viðskiptahalli við útlönd" á fínu máli. Til að konta í veg fyrir að ís- lendingar verði nokkurn tíma borgunarmenn fyrir skuldum sín- um gengum við í EFTA. Þar með erum við skyldugir til að flytja inn niðurgreidda framleiðslu ná- Sigurjón Bjarnason skrifar grannaþjóða meðan við höfum ekki efni á að koma okkar veik- burða iðnaði sæmilega á legg. Illorðir menn hafa kallað þetta að flytja inn atvinnuleysi og kreppu. Frjálshyggjumenn krossa sig í bak og fyrir „þetta er frelsið", segja þeir. Þetta er helsið, segi ég. Spekúlantar ot?kar í utanrík- ismálum gefa út þann boðskap að ef við eigum að geta selt okkar framleiðslu, þurfum við að hafa fyrrgreint skipulag á innflutn- ingsmálum. Gæti útlagst: „Við kaupurn ekkert af ykkur, nema þið múlbindið ykkur á okkar skuldaklafa og leggið atvinnuvegi ykkar í rúst". Ungmennafélag íslands stóð fyrir gagnmerkri landsreisu sl. sumar. Þrjú reiðhjól voru látin ferðast hringinn um landið. Var tilgangurinn sá að vekja athygli á nauðsyn þess að efla innlenda framleiðslu. Góður rómur var gerður að herferð þessari nteðal almennings og hafa menn vitnað í þetta á ýmsum vettvangi. Inn- lendunt framleiðslufyrirtækjum var boðið að kynna framleiðslu sína jafnframt, en ekki erhægt að segja að undirtektir hafi verið líf- legar. Hins vegar upphófst gamli jarmurinn um betlið. Með þann söng í eyrum mátti íslensk æska vinna vel skipulagt verkefni með þjóðarhag að leiðarljósi. Hinir svonefndu „aðilar vinnu- markaðarins" hafa látið sig þetta litlu skipta. Þetta virðist ekki snerta hagsntuni atvinnuveganna að áliti þeirra sem þar ráða. Þá hafa stjórnmálamenn ekki séð ástæðu til að gera mikið úr slíku og þvílíku. Til þess eru þeir of uppteknir við að halda sinni eigin afrekaskrá til haga svo þeir geti hampaö henni í næsta kosn- ingaslag, sem getur brostið á þá og þegar. Eftir öllum sólarmerkj- um að dæma var ungmenna- hreyfingin hér heldur til óþurftar. Áfram verður hún baggi á þjóðinni að áliti ráðamanna. Þrátt fyrir þetta allt vildi ég biðja utanríkisráöherra og aðra þá sem með hagsmuni okkar fara gagnvart erlendum þjóðum og viðskiptaaðilum fyrir eftirfarandi skilaboð: Ágætu viöskipta- og grann- þjóðir! Enn hefur það gerst sem Ólafur Thors forðum tjáði þjóðinni. Við höfum lifað um efni fram. Ef við tökum ekki upp stjórn á innflutningi okkar og gjaldeyrismálum, þarf ekki að reikna með ríflegri vörusölu til íslands í náinni framtíð. íslend- ingar eru sæmilega upplýst þjóð, og það þarf engan speking til að sjá að ef við höfum ekki sjálfir óskipt vald til að ráða okkar mál- um, verða þau auðæfi sem þetta land gæti gefið af sér fáum að gagni. Við frjálshyggjupostulana vil ég segja þetta: Ættum við ekki heldur að bindast samtökum um að endur- reisa merki íslands sem sjálfstæðs ríkis og láta af þeim óvana að selja okkur til hlýðni við þá sem ekki hugsa unt annað en að hafa af okkur fé í bráð, en fleygja okk- ur eins og slitinni flík þegar við leitum réttar okkar. Hvernig sem allt snýst verður þjóðin santeigin- lega kölluð til ábyrgðar, þó ó- ráðsían megi skrifast á ykkar reikning. Þið megið trúa því, að þegar frelsi okkar meðal þjóð- anna er fyrir borð borið, er hinu marglofaða einstaklingsfrelsi á íslandi stefnt í stóran voða. Sigurjón Bjarnason er starfsmaður Ungmenna- og íþrótt asambands Austurlands og er búsettur á Egilsstöðum. Hann er ættaður vestan úr Rauðasandshreppi og er af Kollsvíkurætt. »> „Við höfum lifað um efni fram. Ef við tökum ekki upp stjórn á inn- flutningi okkar og gjaldeyrismálum, þarf ekki að reikna með ríflegri vörusölu til íslands í náinni framtíð‘ Um frelsið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.