Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. desember 1982 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 7 Saltfískstöflun, 1935 - 1936. Steinsteypt lágmynd við Sjómannaskólann í Reykjavík. Á námsárum sínum í Kunstaka- demíunni í Kaupmannahöfn var hann sæmdur gullmedalíunni stóru, sem er mesti heiður sem sá skóli veitir úrvals nemendum sín- um. Eftir það eignuðu Danir sér Sigurjón að nokkru, eins og þeir hafa oftar gert um okkar bestu syni og Danmörk varð hans annað föðurland í rúman áratug. Þar fékk hann mörg gagnmerk verk að vinna. Hann kom heim til íslands strax eftir stríðið og var hér í farar- broddi myndlistarmanna allt fram á síðasta dag. Sigurjón Ólafsson var óvenju fjölhæfur myndhöggvari. Hann var jöfnum höndum ástríðufullur og eldsnar í afstrakt formsmíð, hins- vegar var hann portrett myndhöggv- ari og þar í hópi fremstu af- burðasnillinga í veröldinni á 20. öld. Hann fór töfrahöndum um leirinn, svo létt að eins var sem list- amaðurinn hefði rétt snert hann. Sigurjón Ólafsson sýndi nokkrum sinnunt með okkur í Myndhöggv- arafélaginu á samsýningum í Reykjavík og útum land. Við myndhöggvarar vottum Sigurjóni Ólafssyni virðingu okkar með þess- ari kveðju og þökkum það sem hann var og vann fyrir íslenska myndhöggvaralist. Konu hans og börnum sendum við samúðarkveðjur. Fyrir hönd Myndhöggvarafélags íslands: Ragnar Kjartansson. Bróðir minn hringdi og sagði að Sigurjón Ólafsson væri látinn.-Ó- sjaldan hefur undirritaður verið spurður um hans hagi. Var Sigur- jón afar virtur hér í landi. Ekki verður skemmtilegt að segja kunn- ingjum hans þessa fregn. Kynnin við Sigurjón voru stutt en sérkennileg. Kom oft til hans í Laugarnesi á árunum '59-’61. Oft- ast var erindið að spyrja um Einar Baldvinsson, málara, ef hann var ekki heirna. Stundum bauð hann manni inn til sín og virtist hann sí- vinnandi, féll greinilega ekki verk úr hendi. Það sem situr eftir frá þessum heimsóknum er minningin um andrúmsloft mikils verkmanns og völundar. Við hittumst aðeins einu sinni aftur, hér í Kaupmanna- höfn. Var hann þá í för með Júlíönu heitinni Sveinsdóttur, málara, á sýningaropnun. Samt var einhvernveginn nær- vera hans virkileg alla tíð, rétt eins og hann væri alltaf í seilingarfjar- lægð. Vinir hans hér töluðu ávallt um hann með gleði og virðingu. Sama var hvort um prófessorana við Konunglega listaskólann var að ræða eða gesti á krám í nágrenn- inu. Þar var hann kunnur sem frá- bær billiardspilari. í því sambandi kemur upp í hugann saga: Við Svavar Guðnason og Alfreð Flóki gengum okkur niður á krá í Ný- höfninni sem heitir Gilleleje. Ung stúlka kom til okkar. Svavar spurði eftir gestgjafanum sem mun hafa heitið Reimann. Stúlkan sagði hann vera uppi hjá sér. Eftir að hafa farið rneð boð til hans kom lítill aldraður maður niður stigann. Kom hann í áttina til okkar, gekk við staf. Kyssti Reimann Svavar og gladdist auðsjáanlega mikið við að sjá hann. Síðan spurði hann um Sigurjón og heilsufar hans, hafði ekki séð hann lengi. Síðan sagði Reimann með ákveðni og stjarfri eftirvæntingu í augunum: „Sig mig, Svavar, spiller Ólafsson stadig bil- liard?“ Þá fórum við hinir að skilja að Sigurjón var hálfgerð goðsaga í Nýhöfninni. Mikið er það leitt í dag að hafa ekki komið aftur á verkstæðið til hans. Þetta stóð oft til en ekki varð úr. En það tekur ekki gleöina frá neinum að hafa vinnubrögð hans til eftirbreytni. Varla er nokkur vafi á að Sigurjón hafði til að bera alveg sérstaka snilligáfu. Myndirnar hans af Otto Gelsted á safninu í Esbjerg og myndin af móður hans í Reykjavík eru snilldarverk. Það er mikil kunnátta og einfaldur agi í lágmyndinni af konunum í saltfisk- vinnu á bak við Sjónianna- skólann. Sigurjón reisti mörgstórvirki. Ef tii vill verður brjóstmyndin eftir hann á gamla staönum hans, Café West, minnisvarðinn um hann, þeim félögum hans sem vilja skála fyrir „Siggí“, einavirkilega „mynd- höggvaranum" á íslandi. . Khöfn, des. Tryggvi Ólafsson Krían, 1957. Sjórckin spýta og eir, 1957. Eftir þcssari mynd var síðar unnið verkið stóra við Eyrarbakka, 14m. hátt, scm Listasafn alþýðu og Alþýðusamband íslands reistu þar Ragnari Jónssyni til heiðurs. Jólabókaflóðið í ár Dræmari sala og fleiri titlar Flestir þeir bókaútgefendur sem Þjóðviljinn ræddi við í gær voru ánægðir með útkoniu síns forlags í hinu árvissa jólabókaflóði seni nú er gengið yfir. Á hinn bóginn Voru bóksalar ekki jafn hressir og heyrðist talað um allt að 40% sam- drátt í bóksölunni. Þctta mun þó vera rnjög breytilegt eftir verslun- um t.a.m. fengust þær upplýsingar hjá bókavcrslun Máls og menning- ar, að salan í ár hefði verið mjög svipuð nú og í fyrra. Þeim sem Þjóðviljinn talaði við kom saman um að verð á bókum væri ekki hærra en verið hefði og hækkanir í raun minni milli ára en oft áður. Af nýútkomnum íSlenskum bókum voru æviminningar Krist- jáns Sveinssonar víðast hvar í sæti þegar söluhæsti dagurinn rann upp, Þorláksmessan. Ljóst er að nteð æviminningum Kristjáns eru í hæstu sætum bækur eins og Bréfin hans Þórbergs, Seld norðurljós, Kvistir í lífstrénu, Persónur og leikendur. Ó, það er dýrðlegt að drottna og af barnabókum Pabba- strákar. Nákvæmari tölur verða gefnar út af bókaútgefendum síðar. Af erlendum bókunt er Dauða- fljót Alistair McLean í efsta sæti og er það ekki í fyrsta sinn sem sá höfundur er í efsta sæti. Hjá einni stærstu bókaverslun- inni, Máli og menningu, skipuðu þessar bækur sér í efstu sætin: 1. Seld norðurljós 2. Bréfin hans Þór- bergs 3. Lífið á jörðinni 4. Per- sónur og leikendur 5. Æviminning- ar Kristjáns Sveinssonar 6. Geir- fuglarnir 7. 555 gátur 8. Hjartað býr enn í helli sínum 9. Kvistir í lífstrénu. -hól. SALTFISKMAT UUlCIMNOii Leiðbemingabæklingar um fiskmat og veriom Framleiðslueftirlit sjávarafurða hefur nýverið dreift síðasta upplýs- ingaritinu í röð leiðbciningahæk- linga um liskmat, fiskverkun og meðferð sjárafla. Þessi síðasti bæk- lingur nefnist „Meðferð á ferskum fiski“ og er eftir þá Jóhann Guð- mundsson, Jóhann J.E. Kúld og Jón Helgason. Áður höfðu kontið út „Skreiðarverkun og skreiðarmat", „Saltfiskverkun" og „Saltfiskmat". Útgáfa þessara bæklinga hefur það að markmiði að fræða og leiðbeina um meðferð og verkun sjávarafla, sem er þáttur í þeirri viðleitni að auka gæði hans. -S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.