Þjóðviljinn - 30.12.1982, Side 2

Þjóðviljinn - 30.12.1982, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. desember 1982 Sérstakir tón- leikar í Stúdenta- kjallaranum á mánudagskvöld Hundafæði Eftirfarandi ráöleggingar um fæðisval, rákumst við á í blaði nokkru. Dæmi um morgunverð: Hafragrautur, grjónagrautur al- mennt, corn flakes, cerios, súrmjólk, jógúrt (ca 1 matskeið) brauð, ostur, sólblómasmjör. Dæmi um kvöldverð: Kjötmeti, soðið eða steikt, fiskmeti, soðið eða steikt, kartöflur, hrísgrjón, brauð, spag- hetti, grænmeti. rifnar gulrætur. Það er ekki hægt að segja að hér sé um neitt hundafæði að ræða, en hitt er samt satt að þess- ar ráðleggingar um fæðisval er að finna í tímariti hundaræktafélags- ins, um dagiega fóðrun fullvaxta hunda. að leika með öðrunt. Hún verður að fá að njóta sín ein, og Itver verður að fá að spila í sinni tón- tegund, með sínunr stfl. Tónninn í þessunt pípunr et' nrjög þýður og hljóðlátur, líkist einna helst cellói. Nýtur þetta hljóðfæri mikilla vinsælda á írlandi enn í dag? Já, alveg ótrúlegra vinsælda einkum meðal ungra hljómlistar- manna. Margir telja þessar pípur hin fullkomnu hljóðfæri fyrir ein- leikstúlkun á hinu viðanrikla og ríka danslagasafni 18. aldar. Er erfitt að leika á þetta hljóðfæri? Já það er nokkuð strembið. Til að leika vel á pípurnar þarf geysi- lega þjálfun. Þetta er mjög flókið hljóðfæri. Þú hefur alltaf jafn gaman af að írsk píputónlist All óvenjulegir tónleikar verða haldnir í Stúdentakjallaranum á mánudaginn kemur 3. janúar. Engilsaxneski Irinn Konnie Wat- hen ætlar að spila á „Olnboga- pípu“af írskri gerð, eða Villeann- pípu eins og hún er nefnd. Um- ræddar pípur eru blásnar með fýsibelg sem festur er við olnboga spilarans. I’ípan sjálf nemur við jörð og styðst við hné spilarans sem leikur sitjandi. Af lýsingunni sjá ókunnir að hér er um gjörólíkt hljóðfæri að ræða skosku sekkjapípunum. Ronnic var því miður ekki með pípuna góðu með sér, sem er smíðuð í Astralíu, en þess í stað bendir hann á mynd al' pípu sömu gerðar. Mynd -Atli. Gœtum tungunnar Sagt var: Fólkiö á bænum skammaði hvert annað. Rétt væri: Fólkið ... skammaði hvað annað. Skák Pípuleikur af þessari gerð er ekki með öllu ókunnur landan- um, því þetta er í annað sinn sem Wathen heldur hljómleika hér- lendis. Aður spilaði hann í Stúd- entakjallaranum árið 19756 fyrir fullu húsi og hlaut mjög góðar undirtektir, að því er hann tjáði tíðindamanni síðunnar. Wathen er í stuttri jólaheint- sókn á Islandi ásamt konu sinni íslenskri, Ástu Kristinsdóttur, og tveimur börnum. Einungis verð- ur um þessa einu hljómleika að ræða, þar sem þau munu halda utan 4. janúar. Þetta er fimmta íslandsheim- sókn pípuleikarans. Fyrst kom hann hingað 1952, þá með skólafélögunt. Aftur 1964 og 1972 en þá starfaði hann m.a. sem sjómaöur og kenndi tónlist í höfuðborginni. En hvenær kynntist hann írsku pípunni? Eg er uppalinn á Englandi, en hef alltaf haft miklar mætur á ír- landi og írskri menningu. Eigin- lega er ég íri. Á sama ti'ma hef ég verið mikill heimshornaflakkari, ferðast vítt um Evrópu, Ameríku og Ástralíu. Upp úr 1950 fékk ég mikinn áhuga á þjóðlegri tónlist hvers konar og kynnti mér náið bæði írska tónlist, gríska og ara- bíska, og víðar kynnti ég mér tón- list. Ég féll alveg fyrir þeirri írsku, í og með vegna þess að ég komst upp á lag með að spila hana, og hef síðan gert það meira og minna. Spilar þú einn eða með öðrum? -Irska pípan er ein- leikshljóðfæri. Það er ekki hægt spreyta þig á því? Já, fyrir okkur pípuleikara sem erum líklega eitthvað um 1000 í öllum heiminum, þá er írsk pípu- hljómlist sú besta sem til er. Ronnie Wathen hefur undan- farin ár verið á tónleikaferð víða um heim. Þeim sem áhuga hafa að kynnast írskri píputónlist er bent á að mæta tímanlega í kjall- arann á ntánudaginn kemur. Tón- leikarnir hefjast kl. 20 og munu standa til miðnættis. Aðgangur er ókeypis. -Ig. Karpov að tafli — 74 Þaö var Ijóst aö baráttan um sætin þrjú í Áskorendakeppninni yröi geysihörð. Bent Larsen sem haföi unnð fimm fyrstu skákir sínar varö aö draga dálítíö í land. I sjöttu skák sinni gegn Torre varö hann aö gera sér jafntefli aö góðu eftir að hafa haft gjör- unnið tafl og i 7. umferð hékkTukmakov á jafntefli eftir langt og strangt endatafl. Kort- snoj komst við þaö upp að hliöinni á honum með því aö sigra Qinteros á meðan Karpov vann landa sinn Kusmin auöveldlega. Staöa efstu manna eftir 7 umferðir: 1 -2. Larsen og Kortsnoj 6v. 3.-4. Karpov og Byrne 5'/2 v. Frammistaða Roberts Byrne vakti verðskuldaða athygli en hann átti eftir aö koma mikið við sögu í mót þessu: abcdefgh Karpov - Kusmin Karpov hefur byggt upp stööu sína á rök- réttan hátt: 27. g4! Dc7 28. g5 Hh8 29. Kg3! Rc5 30. bf5 g6 31-. b4! Re4+ (Eöa 31. - gxf5 32. bxc5 Dd7 33. Rd4! o.s.frv. eöa 31. - Rd7 32. Bxg6! fxg6 33. Dxg6 og mátar.) 32. Bxe4dxe4 33. Dxe4 Kg7 34. b5! (Karpov teflir þessa stööu af mikillí ná- kvaemni.) 34. .. Ra5 35. De7! (Meö hótuninni 36. Df6+ o.s.frv.) 35. .. Dxe7 36. Hxe7 Hd3 37. Hc7 Rb3 38. Kg4! Hf8 39. Hee7 - Svartur gefst upp. Togara- inga frá upphafi Þessi fróðlega talla um togara- eign Islendinga frá upphafi inn- lendrar togaraútgerðar árið 1904 til ársloka 1982, birtist í nýjasta tölublaði Ægis. í upphafi var einn togari í eigu íslendinga „Jón forseti“ en 6 árum síðar, árið 1910 hafði þeim fjölgað um 5. 1915 voru togarar í eigu íslendinga orðnir 20 talsins og 10 árum síðar alls 45. Eftirstríðslok 1945 áttu íslend- ingar aðeins 28 togara en nýsköp- unarstjórnin 1944—46 bætti um betur og árið 1950 voru þeir orðnir alls 43. Árið 1970 var nýsköpunarflot- inn úr sér genginn og endurnýjun flotans hafði í engu verið sinnt, og aðeins 23 togarar í eigu lands- manna - litlu fleiri en árið 1915. Vinstri stjórnin lét til sín taka og árið 1975 voru íslenskir togar- ar orðnir 65 talsins. Fjöldinn hafði hátt í þrefaldast á 5 árum. í lok þessa árs eru íslenskir tog- arar orðnir 103. Á rúmunr áratug hefur fjöldi þeirra rúmlega fjór- faldast. -Ig. L , eign Islend

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.