Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. desember 1982 5. grein Óskar Guðmundsson skrifar fréttaskýringu með pólitísku ívafl um stjórnmálaflokkana Alþýðubandalagiö — Seinni hluti: 1 sókn eða á undanhaldi? í fljótu bragði virðist ekki mikið um átök innan Alþýðubandalags- ins. Alþýðubandalagið er t.d. eini flokkurinn sem hefur skipt um for- ystu án þess að hafi komið til ill- vígrar togstreitu. I Sjálfstæðisflokki, Framsóknar- flokki og Alþýðflokki hafa forystu- skipti sundrað flokkunum án þess að nokkuð annað komi til en per- sónulegar væringar milli manna. Alþýðubandalagið hefur að mestu leyti sloppið við þess háttar bræðravíg á seinni árum og er því eins og hinn trausti hornsteinn í samanburði við hina flokkana. Trúlega er það fáum mönnum jafn mikið að þakka og Lúðvík Jóseps- syni sem stýrði flokknum yfir til nýrrar forystu án þess að nokkur færi fyrir borð. Og í dag gefur að líta nokkuð samhenta sveit forystu- manna Alþýðubandalagsins, þar sem persónustríð er víðs fjarri þótt málefnaágreiningur sé að sjálf- sögðu fyrir hendi eins og vera ber í víðfeðmu bandalagi. Lúðvik Jósepsson hafði búið svo um hnútana að mannaskiptin gengu átakalaust fyrir sig. Hann ákvað til að byrja með að verða ekki ráðherra, en hann var þó for- maður flokksins og hann ákvað síðar að fara ekki í framboð. Hins vegar nýtur hreyfingin starfskrafta hans cnn og Lúðvík nýtur mikils trausts innan bandalagsins þar sem hann situr m.a. í miðstjórn og framkvæmdastjórn auk þess að vera með í öðrum ráðum. Forystusveitin, Svavar Gests- son, Ólafur Ragnar Grímsson, Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson, hefur setið í stafni á erfiðum tímum og tekist bærilega (a.m.k. miðað við aðstæður). Spurningin um framhaldið er bundin við margt af því sem rakið var í fyrri greininni um Alþýðu- bandalagið. Tekst bandalaginu að læra af reynslu, beita ofurlítilli sjálfsgagnrýni og að endurnýja pólitíkina í ljósi reynslunnar? Verður bandalagið áfram opið fyrir þjóðfélagshræringum og nýj- um straumum? En ef vel á að ganga fyrir forystuliðið verður það að vara sig á tveimur gryfjum a) það verður að komast hjá persónu- legum átökum og bræðravígum b) það má ekki kappkosta svo pólitíska einingu að hún hindri um- ræðu um pólitískan ágreining, sem er og verður að vera fyrir hendi - eðli bandalagsins samkvæmt. Hætt er við að á yfirborðinu hafi verið of kyrrlátt uppá síðkastið, því auðvitað hefur verið ágreiningur um kjaraskerðingar, hermálið, álmálið og fleiri brennandi mál innan Alþýðubandalagsins. Ein- hver millivegur er að sjálfsögðu vandrataður í þessu efni, en hann ætti þó að finnast. Gáfumannafélagið og verkalýðsrekendur Þeirri goðsögn er haldið við, að tvær blokkir eigist við t' Al- þýðubandalaginu í Reykjavík. Annars vegar séu það mennta- mennirnir í flokknum, sem Magnús Kjartansson hafi eitt sinn farið fyrir og Svavar Gestsson nú en hins vegar sé það verkalýðurinn með sigg í lófum, sem á undir högg að sækja íbandalaginu,efMorgun- blaðið er notað sem aðalheimild. Ég held að ekki sé jafn mikið ti! í þessari skiptingu og Morgunblaðið vill vera láta. Auðvitað eru uppi mismunandi viðhorf innan Alþýðubandalagsins eins og þjóðfélaginu almennt um hvað sé verkalýðshreyfingunni fyrir bestu. Og öfugt. Innan Alþýðubandalagsins eru margir þeirrar skoðunar að verka- lýðsfélögin hafi orðið skrifræðinu að bráð og iðki þrönga verka- lýðshyggju auk mikils leiðtoga- valds. A hinn bóginn telja margir forystumenn verkalýðshreyfingar- innar að flokkurinn styðji ekki nægilega við bakið á hinni skipu- legu verkalýðshreyfingu. Meira að segja telja margir þeirra, að Þjóð- viljinn sé aldeilis ómögulegur í þágu hinnar skipulegu verkalýðs- hreyfingar, hann vaði uppi með Tarsanhistoríur af fólki sem er með uppsteit innan verkalýðshreyfing- arinnar og. rómantiseri alis íconar uppþot innan hennar. M.ö.o. neyti færis til að velgja forystunni undir uggum. Flestir lesendur, eru trú- lega á öndverðri skoðun, telja að blaðið sé ámóta álútt og hnípið gagnvart verkalýðsforystunni og gagnvart ráðherrunum. Ef á reynir - er verkalýðs- hreyfingin sterkust Hvað sem gagnkvæmri gagnrýni „menntamannaarms" og „verka- lýðsforystu" líður, þá er það víst að ef verkalýðsforystan beitir sér, ræður hún því sem hún vill. Rétt er að benda á að ef verkalýðsmálaráð Einar Olgeirsson. Alþýðubandalagsins stæði á móti stjórnaraðild, ætti bandalagið allt ekki annars úrkosta en hlýða því kalli. En hin samvirka forysta Al- þýðubandalagsins hefur gætt þess vel að hagsmunaárekstrar og ólík viðhorf einstakra hópa yrðu ekki tilefni sundrungar. Og í þeim efn- um virðist hafa gengið skár síðustu árin en áður fyrr. Óánœgja með seinagang í hermálinu í friðarmálum og utanríkispóli- tík hefur það helst verið að gerast sem að Alþýðubandalaginu snýr, að friðarhreyfingar hafa á undra- skömmum tíma eflst mjög á þeirri kringlu heims sem mannfólkið byggir. Stór hluti mannkyns lítur á friðarhreyfingar sem eina stærstu von um áframhaldandi líf á jörðu. Alþýðubandalagið hefur verið mjög opið og vakandi fyrir þessum hreyfingum og verið í alþjóðlegu sambandi við margar þeirra. Bandalagið og málgagnið höfðu á margan hátt forgöngu um að vekja athygli á friðarhreyfingunum hér á landi ásamt Samtökum herstöðva- andstæðinga. Því er ekki að leyna að mikil óá- nægja er meðal margra fylgis- manna Alþýðbandalagsins vegna þess hversu hægt miðar og ekkert í því að koma hernum úr landi og fá .hljómgrunn fyrir úrsögn úr Nató. Aðrir benda á að sitthvað hafi áunnist. Nú sé umræða ekki eins tilfinningaþrungin um þetta mál. Fólk sé nauðbeygt til að taka efnis- lega afstöðu til málsins, hvað mælir með og hvað á móti. Nú sé um- ræðan á „hærra plani“. Enn fremur að friðarhreyfingar hafi ýtt við margnum hér á landi og að í rök- réttu framhaldi af slíkri starfsemi og umræðu muni æ fleiri fallast á grundvallarviðhorf um brottför hers og úrsögn úr hernaðarbanda- laginu. Borgaraflokkar og fjölmiðlar halda því fram að þrátt fyrir minnihluta hafi Alþýðubandalag- inu tekist að koma í veg fyrir bygg- ingu flugstöðvar og framkvæmdir í Helguvík. Það sé ósigur fyrir „lýðræðið“ í landinu að þessi minnihluti skuli geta stöðvað svoddan framkvæmdir sem hinir þingflokkarnir séu sammála um. Fjöldi herstöðvaandstæðinga telur hins vegar að Alþýðubandalagið hafi svikið í hermálinu með því að hafa engan skýran fyrirvara um einhvern áfanga í þessu máli í stjórnarsáttmálanum. Ennfremur að framkvæmdir séu í rauninni hafnar í Helguvík og að flugstöðin fari í gagnið hvað sem tautar og raular. Ekki verður neinn dómur felldur á það hér fremur en margt annað í þeim viðkvæmu málaflokk- um sem falla undir það víðáttu- mikla bandalag-Al- þýðubandalagið. Magnús Kjartansson. Er rofið skarð í varnarmúrinn? Alþýðbandalagið telur að hægt sé að kollvarpa íslenska kapital- ismanum og þróa þjóðfélagið í átt til sósíalisma. Til skamms tíma litið, vill og ætlar Al- þýðubandalagið að gera þjóðfé- lagið þolanlegra. Hins vegar hafa mál þróast þannig að bandalagið hefur til margra ára talið sig þurfa að heyja varnarbaráttu fyrir verka- lýð allan. Og langtímamarkmið hafa sannast sagna þokað fyrir þeirri hvunndagsbaráttu sem bandalagið telur sig þurfa að reka frá degi til dags. Þessi „varnar“-pólitík hefur virkað útávið eins og um sérstak- lega hægfara krataflokk væri að ræða. Ríkisstjórnarþátttakan með Framsókn og Gunnarsarmi hefur ekki fegrað þessa ímynd sem bandalagið hefur verið að gefa af sér. Ríkisstjórnin var mynduð til þess a) að verja félagslega ávinn- inga launafólks, b) til að Ieysa stjórnarkreppu og koma í veg fyrir utanþingstjórn, c) til að freista þess að kljúfa pólitíska breiðfylkingu burgeisanna, Sjálfstæðisflokksins. Við skapadægur ríkisstjórnar- innar er ekki seinna vænna að láta sér skiljast að það sem hér hefur verið nefnt sem tilgangur AB með myndun ríkisstjórnarinnar hlýtur að orka tvímælis. í fyrsta lagi hlýtur árangur varnar fyrir launafólk, að ráðast af viðmiðun. Launafólk hef- ur það almennt ekki betra nú en það hafði við myndun ríkisstjórn- arinnar. Hér er ekki verið að gera lítið úr félagslegum ávinningum á þessari stjórnartíð né gefa skít í erf- iðar aðstæður og aðsteðjandi kreppu, heldur einungis að geta staðreyndar sem verður að horfast í augu við. í öðru lagi hefur a.m.k. frá því í sumar verið í raun ríkjandi stjórnarkreppa þar sem ríkisstjórn- in hefur ekki haft starfhæfan meirihluta á alþingi. Meðal af- Lúðvík Jósepsson. leiðinga þess er auðvitað að bur- geisar „úti í bæ“ hafa meira olboga- rými til þess að „stjórna" þjóðfé- laginu eftir eigin höfði þ.e. utan- þingsstjórn. I þriðja lagi er auðstætt a.m.k. allt frá íhaldssigr- inum í sveitastjórnakosningunum að ekki tókst að kljúfa þá skipu- lagslegu einingu sem burgeisarnir hafa með sér í Sjálfstæðisflokki. Fyrir nú utan spurningar um hvort slíkt sé eitthvað skárra fyrir Al- þýðubandalag; hvort slíkur klofn- ingur rýri yfirleitt borgaralegt for- ræði í landinu. Verkalýðshreyfingin hefur held- ur ekki verið á neinum baráttu- brókum uppá síðkastið og hefur ekki þrýst á Alþýðubandalagið að draga sig út úr þessari ríkisstjórn, þó stjórnarþátttakan sé lítið annað en vörnin ein. Máske vegnaþess að verkalýðshreyfingin á engan betri kost tii að verjast við þessar að- stæður og máske vegna þess að hún hefur ekki fundið neinn sókn- arflöt? Erfiðir samstarfsaðiljar Ekki hefur ríkisstjórnarþátt- takan gengið betur fyrir þá sök, að samstarfsaðiljarnir hafa keppst við að reka aðra pólitík en Al- þýðubandalagið undanfarin miss- eri. Sýnt var þegar fyrir tæpu ári, að Gunnarsmenn í Sjálfstæðis- flokki leituðu sátta í flokknum og sveitarstjórnarkosningarnar voru á margan hátt staðfesting þessa. Enda var þess skemmst að bíða að volgir og hálfvolgir Gunnarsmenn á þingi runnu yfir í fjandafylking- una eftir kosingarnar. Framsókn- arflokkurinn sem hefur verið með vígtennurnar á lofti gagnvart kjör- um almennings og hrópað á enn meiri kjaraskerðingar en orðið hafa, kemur fram eins og afsakandi kaupfélagsstjóri sem hefur orðið uppvís að því að selja gráfíkjur á of háú verði. Alþýðubandalagið hef- ur dregið úr honum vígtennurnar þannig að alltof fáir sjá hvað undir Svavar Gestsson. býr. Og Framsóknarkórinn með sínar Helguvíkur og hjásetur á þingi sameinuðu þjóðanna kyrjar nær einradda; hægri stjórn sem fyrst! Kerfið að gleypa okkur? Þær geta líka orðið hættulegar þessar þrásetur við kjötkatlana. Menn geta átt alltof erfitt um gang eftir slíkar setur. Því verður heldur ekki í móti mælt, að fáir eða engir stjórnmálaflokkar íslenskir geta státað sig af jafn einvala liði í kerf- inu. Þar er traustið, ábyrgðin og öryggið þar sem Al- þýðubandalagsmenn fara með lyklavöld. Það er auðvitað gott í sjálfu sér, en menn verða að átta sig á þeim hættum og mótsögnum sem verða í vegi breytingasinna þegar þeir axla ábyrgðina. Með stjórnarstörfunum hefur aflast dýr- mæt reynsla sem mun nýtast bandalaginu, einnig í stjórnarand- stöðu. En við megum ekki gleyma ætlunarverkinu að breyta kerfinu en ekki verja það eða gera það að safngrip. Of mörg störf á fárra hendur Alþýðubandalagið hefur mis- stigið sig varðandi ýmislegt þegar það er að reyna að raungera sósfal- íska starfshætti sína innávið og útá- við. Þannig hefur bandalagið sí og æ dottið ofan í þann pyttinn að í- Garðar Sigurðsson og Guðrún Helgadóttir. Líkleg til átaka í forvali.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.