Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 V innings númerin Seyðisfjörður: Frystíhúsín segja upp starfsfólkinu Karíus og Baktus herja á borgarsjóð: 42 MILJÓNIR KR. í TANNLÆKNINGAR Áætlað er að kostnaður við tannlækningar skóla- barna í grunnskólum Reykjavíkur nemi á næsta ári 42 miljónum króna. Sá kostnaður skiptist jafnt á borgarsjóð Reykjavíkur og Sjúkrasamlag Reykja- víkur. í Reykjavík starfa nú við skóla- tannlækningar 29 tannlæknar lang- flestir í hiutastarfi. Stefnt hefur verið að því að hafa 19 tannlækna í fullu starfi við skólatannlækningar, auk yfirskólatannlæknis. Á móti hverju stöðugildi tannlæknis er 1,3 stöðugildi aðstoðarmanns eða 24,7 í heild. Árslaun til tannlæknanna nema 18,2 miljónum á árinu 1982, árs- laun aðstoðarmannanna 4,7 milj- ónum, og 15 miljónir eru áætlaðar til greiðslu tannviðgerða hjá öðr- um en skólatannlæknum. Reykja- víkurborg Ieggur sem kunnugt er til aðstöðu fyrir tannlæknana. Hinn mikli kostnaður við tann- lækningar skólabarna hefur löngum verið umræðuefni í borgar- stjórn, og starfar nú nefnd á vegum heilbrigðisráðs að endurskoðun núverandi skipunar mála. Þorskveiðibanninu kennt um — í allt haust ast á fmmlagí þínu, í Happdrætti S Við tölum um að tvær hliðar séu á þessu máli, -miða í happdrætti SÍBS. Með fjöldaþátttöku sinni fjármagnar fólk umfangsmikið þjálfunar- og endurhæfingarstarf á Reykjalundi og Múlalundi. Hin hliðin: góðir möguleikar þínirtil veglegs vinnings því meira enfjórði hver miði hlýturvinning. HAPPDRÆTTISÍBS Fleiri vinningar skapa meiri möguleika til vinnings. hefur óunninn fiskur verið fluttur til Belgíu Frystihúsin á Seyðisfirði sögðu upp starfsfólki sinu frá og með 24. desember s.l. og kenna um hráefn- isskorti vcgna þorskveiðibannsins. Sagði Ólafur Óskarsson, skrif- stofustjóri Fiskvinnslunnar á Seyðisfirði, að ekki væri hægt að búast við að vinna hæfist aftur fyrr en í fyrsta lagi um miðjan janúar. Fiskvinnslan á Seyðisfirði hefur í haust flutt út óunninn fisk til Belgíu með færeyskum skipum. Hefur verið losað úr togurunum beint yfir í þessi erlendu skip sem flytja aflann úr landi. Sagði Ólafur að mest hefði þetta verið karfi, sem erfiðast væri að vinna í frystihús- inu, og sagði hann jafnframt að Rússlandsmarkaðurinn fyrir karfa Happdrætti Þjóðviljans 1982: væri ótryggur, ef ekki þegar lok- aður. Hefði fengist gott verð fyrir karfann í Belgíu. - S.dór Frá Seyðisfirði Á Þoriáksmessu voru vinnings- númerin í Happdrætti Þjóðviijans 1982 birt og verða endurbirt hér vegna áskorana. Jafnframt eru um- boðsmenn og þeir sem tekið hafa að sér innheimtu í cinstökum hverf- um, einkum í Reykjavík, hvattir til þess að gera skil strax á skrifstof- unni, Grettisgötu 3. Mjög brýnt er að hægt sé að gera happdrættið upp nú um áramótin. Vinningar komu á eftirtalda miða: 1. Bifreið, Daihatsu Char- ade, nr. 14125. 2. Húsgögn frá TM-húsgögnum nr. 27075. 3. Normende litstjónvarpstæki nr. 18181. 4. Ferð frá Samvinnuferðum/ Landsýn nr. 14324. 5. Ferð frá Ferðaskrifstofunni Úrval nr. 552. 6. Ferð frá Samvinnuferðum/ Landsýn nr. 12774. 7. Ferð frá Fcrðaskrifstofunni Úrval nr. 25446. Þjóðviljinn þakkar stuðnings- mönnum sínum en vinninganna má vitja á afgreiðslu blaðsins, Síðumúla 6, síma 81333. Hættum að reykja í Lögbergi Til aðstoðar og hvatningar hin- uin fjölmörgu, sem ætla að hætta að reykja um áramótin, heldur Is- lenska bindindisféiagið 5-daga áætlun sína með tilstyrk Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og Reyk- ingavarnar. Námskeiðið hefst sunnudags- kvöldið 2. janúar 1983 kl. 20:30 og verður til húsa í Lögbergi, Háskóla íslands, stofu 101. Leiðbeinendur verða Jón Hjörleifur Jónsson frá íslcnska bindindisfélaginu og lækn- arnir Sigurður Björnsson, Auðólf- ur Gunnarsson, Tryggvi Ásmunds- son, Sigurgeir Kjartansson og Snorri Ingimarsson. Innritun fer fram í síma 13899 fimmtudaginn 30. desember kl. 09- 16:00 og í síma 36655 sunnudaginn 2. janúar. Þátttökugjald er 200 krónur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.