Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 10
1« SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. desember 1982 Hannyrðir í Úkraínu Sauðfjárbúskapur í Kirgisíu SOVÉTRÍKIN SEXTUG í dag, þrítugasta desember, eru Sovétríkin sextug. Þau eru meö öðrum orðum fimm árum yngri en októberbyltingin sem varð upphaf þeirra. Ástæðan er sú, að borgara- stríð og ýmislegt annað tafði bolsé- vikastjórnina frá því verkefni að finna svar við því, hvernig hún ætti að leysa þann vanda aö hún hafði tekið við landi fjölmargra þjóða. Um tíma hafa ýntsir bolsévikafor- ingjar sjálfsagt hugsað sent svo, að þeim málum mætti fresta þar til byltingin hefði sigrað um víða ver- öld. En 1922 voru stórtíðindi íþeim efnum ekki í vændunt og meira en brýnt orðið að setja hinu víðlcnda ríki stjórnskipunarlög. Sambands- hugmyndin Diog að þeint voru lögð á ráðstefnu sem fram fór í desentber- lok 1922 í Kremlarhöllu. Þar var lýst yfir stofnun sambandsríkis og voru fjögur lýðveldi aðilar að því - hið rússneska, úkraínska, hvítrúss- neska og svo Kákasussambandið sem síðar varð að sovétlýðveldun- um Armeníu, Grúsíu og Aserbæd- sjan. Síðar hefur lýðveldunum fjölgað og eru þau nú fimmtán, auk þess eru svonefnd sjálfstjórnar- lýðveldi 20, átta sjálfstjórnarhéruð og 10 sjálfstjórnarsvæði. Þessi skipting endurspeglar fyrst og fremst búsetu og stærð einstaka þjóða. Lýðveldin eru öll á útjöðr- um ríkisins, (nema Kazakstan) og í flestum þeirra er meirihluti íbú- anna ekki rússneskur. Sjálfstjórn- arlýðveldi eru t.d. Baskíría ogTat- aría, þarsem inni í miðju Rússlandi búa allfjölmennar þjóöir (flestar hinnar helstu mæla á tyrkneskum málum). Á þessum svæðum hefur iðnþróun og vöxtur borga leitt til þess, að frumbyggjum hefur fækk- að mjög hlutfallslega (það hefur líka gerst í ýmsum lýðveldum), og eru þeir einatt í minnihluta en Rússar eða rússneskumælandi fólk í meirihluta. Fögur fyrirheit Þessi skipan mála er jafnan mjög lofuð í opinberum málflutningi Sov- étríkjanna. Þar er staðhæft, og nú síðast í gögnum sem APN dreifir í tilefni afmælisins að lýðveldin séu: „fullvalda ríki. Þau hafa sína stjórnarskrá, eigin löggjöf, skjald- armerki og fána. Hvert lýðveldi getur með sjálfstæðum hætti tekið upp bein samskipti við erlend ri'ki, gert við þau samninga skipt við þau á diplómötum... Það er tryggt að eining lýðveldanna sé frjáls með því að þau hafa rétt til að ganga úr bandalaginu (SoVétríkjunum) - aðeins hvert lýðveldi fyrir sig getur tekið þá ákvörðun". Ekki mundu þeir margir, sem Arni Bergmann tók saman þekkja til Sovétríkjanna, sent taka þessar fullveldisstaðhæfingar alvar- lega: sannleikurinn er sá, að Sov- étríkin búa við geysisterkt miðs- stjórnarkerfi og frávik frá al- mennum reglum eru í lágmarki. Formlegur réttur til að ganga úr sambandinu er víst álíka rnikils virði og staðhæfingarnar í stjórnar- skrá landsins um að þar ríki hið besta málfrelsi. En engu að síður væri rangt að staðhæfa að það svar sem sovéskir ráðamenn reyndu að finna við sínum þjóðernavanda sé einskis virði. Hver var vandinn? Vandinn var vissulega mjög mik- ill. í því Rússaveldi sem varð að Sovétríkjunum búa meira en 100 þjóðir. Rússar eru nú um helming- ur af 270 milipnum íbúa, önnur þjóð náskyld, Úkraínumenn, kem- ur næst og mun um 40 miljónir en hin þriðja í röðinni er Úzbekar, tyrknesk þjóð í Mið-Asíu - þeir munu álíka fjölmennir og Svíar og Norðmenn til samans. En svo er mikill fjöldi örsmárra þjóða, bæði veiðiþjóðir norðurhjarans, sem að lifnaðarháttum hafa verið skyldir Eskimóum, og svo sú undarlega þjóðblanda sem hefur safnast saman í Kákasuslöndum: í fjalla- landinu Dagestan eru íbúarnir hálf önnur miljón, en þeir tala víst einar þrjátíu tungur. Mestur vandinn var þó ekki sjálfur fjöldi þjóða, heldur það á hve misjöfnu stigi þamvoru. Sumar voru hámenningarþjóðir sem stóðu á gömlum merg, en aðrar mjög fátækar, ólæsar og óskrifandi og lítt amboðum búnar. Menntunar- átak Það sem Sovétríkin geta svo stát- að sig af í framvindu þjóðernamála er fyrst og fremst það, að þróunin hefur leitt til jafnari menntunar- og lífskjara en áður ríktu. Það var gert merkilegt átak til að iyfta t.d. veiðiþjóðum norðursins eða þjóð- um Mið-Asíu til jafns við Rússa, Armena eða aðra sem betur voru settir í menningarlegum og tækni- legum efnum. Árangurinn er sá nreðal annars, að þótt Rússar séu í helstu lykilsstöðum mjög víða - einnig í lýðveldunt sem kennd eru við aðrar þjóðir, þá verður því ekki haldið fram að rússneskur almenningur búi við betri lífskjör en ýmsar þjóðir aðrar. I ýmsum tilvikum eru Rússar almennt held- ur verr settir en t.d. Eystrasalts- þjóðir sem njóta góðs af eigin verk- menningu, eða Kákasusþjóðir sem njóta góðs af blóntlegri ávaxta- rækt í suðlægum héruðum. í annan stað hefur hin alnrenna fræðslu- bylting sem orðið hefur í landinu efit þjóðir sem áður töldust „van- þróaðar" til vísinda og fræða- iðkana sem þættu drjúg afrek ef borin væru saman við þjóðir sem eiga sér hliðstæða forsögu t.d. í Asíu. Smærri þjóðir hafa reyndar lagt fram furðu drjúgan skerf til þess sem forvitnislegast er í sovéskum bók- menntum. Líklega er Kirgísinn Tsjingis Ætmatof í hópi þriggja eða fimm núlifandi manna sem gera til- kall til að véra frenrstu höfundar ríkisins. Avarar í Dagestan, sem eru litlu fjölmennari en Isiending- ar, eiga sér jafnágætt skáld og Ra- súl Gamzatof. Og svo mætti lengi telja. Það er ekki nema rétt, að mikið er gert til að útbreiða rúss- nesku og hin opinbera stefna er sú, að allir smærri þjóða rnenn læri svo rnikið í henni að þeir verði tví- tyngdir. En þetta hefur ekki komið í veg fyrir allmikla útgáfustarfsemi á tungunr smærri þjóða, eða fyrir það, að tungur þeirra hefðu þann tíma í skólum og útvarpi sem þjóðir eins og Bretónar eða Baskar hefðu - a.m.k. til skamms tíma - mátt öfunda þær af. Mínusarnir En þegar þetta er fram tekið er ekki þar sem sagt, að allt sé í því himnalagi sent opinber sovéskur málflutningur vill vera láta. Unt þjóðernamálin sovésku má stað- liæfa, að það sem jákvætt hefur verið í sovéskri fræðslubyltingu, iönvæðingur og almannatrygging- um, hefur komið hinum einstöku þjóðum nokkuð jafnt til góða. Tiltölulega jafrit. En þær munu svo una hlutskipti sínu misjafnlega vel eftir fyrri sögu og eftir því hvernig stalínsárin hin verstu ár sovéskrar sögu léku þær. Það er ljóst að til dæmis Armenar suður í Kákasus hafa sem þjóð heldur jákvæðari taugar til Rússa en t.a.m. Lettar við Eystrasalt. Erfðaféndur Arm- ena voru tyrknesk yfirvöld - en Lettland var innlimað í Sovétríkin með fjöldahandtökum og útlegðar- dóntum og ýmsu gerræði, sem hef- ur leitt til þess, að smám saman hafa Lettar orðið rúmlega helm- ingur íbúa lands síns en voru nálægt 75%. Og ef hægt er að tala um þjóðarlíðan þá gefur það auga leið, að hvað sem öðru líður, þá er betra að vera Rússi en Letti: Rússinn veit að hans tunga og menning er ekki í neinni hættu (nema þeirri sem at- ómvopnin skapa öllum), en Lett- inn hefur að vonunr þungar áhyggjur um framtíð, sjálfa tilveru smárrar þjóðar sinnar, og svo er um fleiri smáar þjóðir. Sameiginlegur vandi Að öðru leyti skipta þjóðir Sov- étríkjanna með sér ókostum stjórnarfarsins með nokkuð svip- uðum hætti og kostum þess, Valda- einokum Kommúnistaflokksins, sem getur bæði þýtt skerðingu mannréttinda og svo ýmisleg efna- hagslega vandræði - hún bitnar í svipuðum mæli á sovéskum þegn- urn. Sömuleiðis hið stranga eftirlit með listum og félagslífi, takmark- anir á starfi trúfélaga. Þó má færa að því mörg rök, að margt af þessu tagi kemur ver' niður á ýmsum smærri þjóðum en hinum rúss- nesku þegnum Bréjsnéfs og And- ropofs. Gyðingar eru þar sérmál, sem ekki verður farið út í hér, og hafa reyndar óspart greitt atkvæði gegn Sovétríkjunum „með fótun- um“ eins og sagt var við annað tæki- færi: þeir liafa í stórum stíl flust úr landi meðan kostur hefur verið. í annan stað er það ljóst, að hin há- timbraða valdabygging sovéska, sem er afar óhagstæð frávikunr, og þar með margbreytileika sem tekur dýpra en til nrataræðis og þjóðbún- inga - hún er í reynd þungbærari ýmsum smærri þjóðum. Að minnsta kosti er það víst, að úr þeirra röðurn kernur meirihluti þess fólks sem kallað er andófs- ntenn. Þjóðernismálin, senr bjartsýnar samþykktir frá 30. desember 1922 áttu að byrja að leysa - þau eru bæði í vissum skilningi stolt Sovét- rnanna og urn leið þeirra veika hlið. Einmitt vegna þessarar þverstæðu er sérstök ástæða til að fylgjast vel nteð framvindu þeirra. AB. Teuppskera í Grúsíu Hátíðarskrúðganga á Rauða torginu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.