Þjóðviljinn - 04.03.1983, Page 1

Þjóðviljinn - 04.03.1983, Page 1
DWDVnUNN Árni Bergmann skrifar um Fröken Júiíu Gránufjelagsins og Galdra-Loft Menntaskólans við Sund. Sjá 14 4mars 1983 föstudagur 31. tölublað 48. árgangur Tillaga þríflokkanna um að taka álmálið úr höndum iðnaðarráðherra „Þetta er stórhneyksli” Öfl í Framsóknarflokknum vilja rjúfa stjómarsamstarfið, segir Svavar Gestsson „Ég tel þessa tillögu þríflokkanna stórhneyksli“, sagði Svavar Gestsson, er Þjv. spurði hann um þá tillögu Sjálfstæðismanna, Framsóknarmanna og Ál- þýðuflokks í atvinnumálanefnd Alþingis, að taka ál- málið úr höndum iðnaðarráðherra. „Hún bendir til þess að í Framsóknarflokknum séu öfl, sem vilja rjúfa stjórnarsamstarfið. Hún er einnig hneyksli vegna þess að tillagan sýnir viðhorf gagnvart hinum erlenda auðhring, sem ég hélt að væri í mesta lagi til í skúmaskotum álfélagsins og Verslunarráðs fslands. í tillögunni er beinlínis gert ráð fyrir því að Alþingi íslendinga álykti að Alusuisse fái stækkun álversins í eins konar forgjöf í hugsanlegum samninga- viðræðum. Okkar afstaða í Alþýðubandalaginu hefur legið fyrir lengi. Við höfum talið að íslendingar ættu ekkert eftir annað en einhliða aðgerð og þess vegna höfum við flutt frumvarp á Alþingi um hækkun raforkuverðs til álversins. Það er hinsvegar ljóst að meirihluti Alþingis vill kanna málið aðeins betur og við erum tilbúnir til þess, enda verði staðið að málinu með eðlilegum hætti undir forystu Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráð- herra. Tillaga okkar ráðherranna þriggja í ríkisstjórn í morgun laut einmitt að þessu atriði, að farið yrði í viðræður undir forystu iðnaðarráðherra, enda snúist þær um tafarlausa hækkun raforkuverðs. Við höfum viljað stíga skref til samkomulags í með- ferð þessa máls, en Framsókn hefur nú hafnað því sáttaboði. Viðleitni stjórnarandstöðunnar og nokkurra Fram- sóknarmanna hefur einkennst af því undanfarið, að taka málið úr höndum iðnaðarráðherra. Með tillögu okkar ráðherranna er þessum kröfum í raun hafnað og gert ráð fyrir því að Hjörleifur fari áfram með málið. Þess vegna leyfi ég mér að láta þá von í ljós að tillaga þríflokkanna í þinginu í dag verði aldrei annað en tillaga og þeim til verðugs sóma sem að henni standa.” Þjv.: En hver verða áhrifin á stjórnarsamstarfið? „Við skulum ekki hrapa að ályktunum um bað fyrr en séð er hvað verður um þessa tillögu", sagðiSv'avar Gestsson. - en8 Framsókn er gengin í varnarlið Alusuisse Þingflokkurinn felldi tillögu sem formaður Framsóknar- flokksins stóð að Sameiginleg tillaga ráðherranna Steingríms Hermannssonar, Svav- ars Gestssonar og Gunnars Thor- oddsen um viðræður við Alusuisse var felld af þingflokki Framsóknar- flokksins í gær, en samþykkt af þingflokki Alþýðubandalagsins. Þessi sameiginlega tillaga var sáttatilraun vegna þeirrar hættu fyrir stjórnarsamstarfið, sem skap- aðist er fulltrúi Framsóknarflokks- ins í atvinnumálanefnd þingsins gekk inn á tillögu Sjálfstæðis- flokksins um að taka álmálið úr höndum iðnaðarráðherra. í tillögunni, sem einnig nýtur stuðnings Alþýðuflokksins, er gert ráð fyrir að þingflokkarnir tilnefni nefnd til viðræðna við Alusuisse, að fallist verði á stækkun álversins og að leiðrétting sú á sköttum, sem nýverið var gerð, skuli endur- kölluð. í hinni sameiginlegu ráðherratil- lögu er gert ráð fyrir viðræðum við Alusuisse, með áherslu á tafar- lausa hækkun raforkuverðs.i Nefndin verði 5 manna, 3 frá stjórnarflokkunum, 2 frá stjórnar- andstöðu. Iðnaðarráðherra skipi nefndina og tilnefni formann. Veðurfarið hefur verið rysjótt og umhleypingasamt. Snörp él hafa gengið yflr öðru hverju og gera mönnum lífíð leitt eins og sjá má á þessari mynd eik. Nú þurfa börn að borga 10 kr. í hvert sinn sem þau fara inn á gæsluleikvelli borgarinnar. Við litum inn á gæsluvöllinn við Iðufell í Breiðholti. AUJSUISSK Ú707 / ■ v- jf; *>< Það væri háðung við íslenskt fullveldi ef íslcnsk stjórnvöld yrðu til þcss að vísa deilumálum við ÍSAL fy rir erlcndan gerðardóm. Greinargerð „samningamannanna” frá 1975 staðfestir niðurstöðu iðnaðarráðherra: Rafmagnshækkun öll greidd úr ríkissjóði Engar skýringar á mörgum atriðum, og enn þögn um endurskoðun reikninga ÍSAL 1974 Greinargerð Jóhannesar Nordal og Steingríms Her- mannssonar, sem send var fjölmiðium í gær, staðfestir upplýsingar Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra að endurskoðun samninganna við Alusuisse 1975 hafi reynst hrikaleg mistök, sem fært hafi Alusuisse meira í hlut auðhringsins á heildina litið en fékkst til baka með nokkurri hækkun raforkuverðs. í sex blaðsíðna greinargerð er engu hnekkt af því sem Hjörleifur hafði greint frá og hér er því um endanlega staðfestingu á máli hans að ræða, ef einhverjir hafa velkst í vafa. „Um þessa tölulegu niðurstöðu er í sjálfu sér ekki ágreiningur”, segir í greinargerðinni, og það liggur því ótvírætt fyrir að raforku- verðshækkunin frá ÍSAL var sótt beint í ríkissjóð með eftirgjöf í sköttum. Helsta „málsvörn” þeirra Stein- gríms og Jóhannesar er sú, að taka ekki leiðréttingu íslenskra stjórn- valda á skattgreiðslum ÍSAL, sem byggð er á endurskoðun Coopers og Lybrand fyrir tímabilið 1976-80, með inn í dæmið. .Hins vegar forð- ast þeir með öllu að minnast á önn- ur atriði, sem miklu skipta, Alu- suisse í hag. Þar á meðal að gefinn var eftir eignarréttur á skattinni- stæðu, að Alusuisse hefur hagnast stórlega af vaxtamun á þessari inni- stæðu, að ÍSAL var veitt heimild til að leggja allt að 20% af hagnaði í skattfrjálsan varasjóð, og síðast en ekki síst er áfram hrópandi þögn urri það athæfi að stinga undir stól niðurstöðum af endurskoðun á árs- reikningum ÍSAL 1974, sem leiddi í ljós dulinn hagnað upp á rúmar þrjár miljónir dollara. Sérstaka athygli vekur yfirklór varðandi verðlagningu á raforku til Íieirrar 20 megawatta stækkunar á SAL sem um var samið og komst í gagnið á árinu 1980. Stjórnarfor- maður Landsvirkjunar virðist í því sambandi hafa gíeymt mikilvægri ákvörðun sem fyrirtækið tók, eins og nánar er skýrt annars staðar í blaðinu. Greinargerðin er síst til þess að bæta hlut höfunda og sýnir vel að ítrekaðar viðvaranir iðnað- arráðherra um nauðsyn þess að koma í veg fyrir að samningavið- ræður við Alusuisse féllu í sama farveg og 1975 voru meira en tíma- bærar. -ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.