Þjóðviljinn - 04.03.1983, Síða 2

Þjóðviljinn - 04.03.1983, Síða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. mars 1983 Bridge Spil no 4 Kaftistofubridge er alþekkt hugtak, en einnig staöreynd. Þaö þýöir, að bridge er raunar afar útbreidd íþrótt, meira en marg- an grunar. Einsog gengur, er ekki ávallt um fína drætti aö ræöa, en þó er hægt að uppgötva ýmsar perlur, ef athyglin er vak- andi. Hér er dæmi frá mínum vinnustað og hötundur er Grétar Samúelsson (meö aöstoð góöra manna...): S. D H: Á109x T: ÁG10x S: ÁKxx L: Á10xx S: Gxxxxx H: Gxx H: KD T: xx T: xx L: K8xx L: 9xx S: xx H: 87xx T: KDxxx L: DG Sagnir gengu: Noröur Austur Suður Vestur 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 tíglar Pass 5 tiglar Allir pass Útspil Austurs var hjartakóngur. Sagnhafi drap á ás, tók tígulás og meiri tígul, inn á drottningu. Laufadrottning, kóngur og drepið á ás, meira lauf á gos- ann, allir meö. Inni á laufagosa, spilar Grét- ar smáum spaöa. Vestur stakk upp ás og spilaði svo spaðakóng (ath. þetta gaf spil- iö). Trompað í boröi, tekin laufatíaog hjarta hent úr Suöri. Fjóröa laufinu spilaö úr borði og trompað heima. Siðan smáu hjarta spil- að. Austur var nú neyddur til aö spila spaöa uppí tvöfalda eyðu, þannig að Suður henti síöasta hjartanu sínu og trompaöi í borði. Slétt staöiö. Ef Vestur spilar hjarta, inni á spaðahá- slag, tapast spiliö alltaf, aö sjálfsögðu. Skák Karopov að tafli - 106 Eftir átta skákir og Karpov með vinnings forskot átti Spasskí enn möguleika. Þó haföi hallast mjög á hann í síðustu skákum einvígisíns, þannig aö ef sigurmöguleikar ættu aö veröa verulegir þyrfti til aö koma hrein umbylting í taflmennsku. Sálfræði- hliöin vegur þungt í þessum einvígjum, og Karpov var allur aö færast í aukana á meö- an Spasski hrakaði. Spasskí var á tímum þessa einvígis aö ganga frá skilnaði viö Larissu eiginkonu sína, og það hefur á- reiöanlega haft sín áhrif. 9. einvígisskákin var besta skák Karpovs í einviginu, snilld- arlega tefld: Karpov - Spasskí 24. Rb1l! Db7 25. Kh2! (Hindrar í eitt skipti fyrir öll, - Bg3.) 25. .. Kg7 26. c3 Ra6 27. He2! Hf8 28. Rd2 Bd8 29. Rf3 f6 30. Hd2 Be7 31. De6! Had8 32. Hxd8 Bxd8 33. Hd1 Rb8 34. Bc5 Hh8 35. Hxd8! - Spasskí gafst upp eftirþennan bráödrep- andi leik. Svarið viö 35. - Hxd8 er 36. Be7 og eftir þann leik hrynur svarta staöan til grunna. Staðan: Karpov 3 - Spasskí 1. Nú þyrfti Karpov aðeins eina vinningsskák til viðbótar. „Við höfum miklu meiri ánægju af því að fá að fást við hlutina sjálf, heldur en að fá einhverjar unglingahallir réttar upp í hendurnar,” segja hinir eitilhressu unglingar Kópavogs. Hér sjást nokkrir talsmenn þeirra ásamt unglingafrömuðum sínum. Talið frá vinstri: Þorlákur Kristinsson, Davíð Davíðsson, Asdís Skúladóttir, Elín Smáradóttir og Ragna Saemundsdóttir. (Ljósm. -eik-). Unglingaráðstefna í Kópavogi: Skipuleggja starfið sjálf Nýstárleg vinnubrögð í unglingamálum „Skiptistöðin er mikilvægasta menningarmiðstöð Kópavogs. Þarna eru stundum tugir krakka á kvöldin og eins í undirgöngun- um. Verðirnir eru frábærir og þarna kemur sjaldan til vand- ræða. Hins vegar finnst okkur ekki rétt, að þetta skuli vera eini samkomustaður unglinga í Kópa- vogi og við viljum fá einhvern stað til að hittast. Fagrabrekka og Sjálfstæðishúsið hafa komið mik- ið til umræðu meðal okkar og eins finnst okkur sjálfsagt að nýta skiptistöðina betur.” Davíö Davíðsson, Elín Smára- dóttir og Ragna Sæmundsdóttir hafa undanfarið unnið með jafn- öldrum sínum í Kópavogi að því að gera úttekt á stöðu unglinga í Kópavogi og rætt hugsan- legar leiðir til úrbóta, þar sem það á við. Upphafið að starfi þeirra má rekja til Ásdísar Skúla- dóttur, Sveins Allans Morthens og Þorláks Kristinssonar, en fé- lagsmálaráð Kópavogs réð þau í desember sl. til starfs í unglinga- málum í Kópavogi til þriggja mánaða. Þau skipulögðu samstarfshópa unglinga á aldrinum 12-16 ára og leituðu í því skyni til nemendafé- laga skólanna og einnig til „skiptistöðvarklíkunnar”; sem svo er nefnd í Kópavogi. Ur þessu varð 40 manna hópur, sem fljót- lega ákvað að efna til unglinga- ráðstefnu, þar sem hægt yrði að taka málefnið lýðræðislegum tökum. Þessi ráðstefna verður haldin n.k. laugardag, þ.e. 9. mars, í Manhattan í Kópavogi og er öllum unglingum í Kópavogi hér með boðið til hennar. Hún hefst klukkan níu stundvíslega og þar verða tekin fyrir mál eins og: fyrirhuguð félagsmiðstöð í Fögrubrekku, Sjálfstæðishúsið, útideild í Kópavogi, unglinga- vinnan og félagslíf í skólum. Starfshóparnir skila áliti sínu, fólk mætir frá Unglingaathvarf- inu í Reykjavík, Útideildinni og frá einni félagsmiðstöðinni og segir frá reynslu sinni. Þá verða skemmtiatriði og bæjarstjórn býður í hádegisverð (samlokur og kók). Umræður verða opnar og geta allir lagt orð í belg um þetta þýðingarmikla mál. Þá verður kosið í framhaldsnefndir til að vinna áfram ötullega. Um kvöld- ið verður svo ball í Tónabæ, Ori- on leikur fyrir dansi og 2 aðrar hljómsveitir úr Kópavogi mæta ásamt Tappa tíkarrassi.Séð verð- ur fyrir ferðum heim í Kópavog- inn að ballinu loknu. „Við erum eitilhress - bæði á landsmælikvarða og þótt víðar væri leitað,” gall í þeim Davíð, Elínu og Rögnu, þegar spurt var um andann í unglingunum í Kópavogi. Við skulum láta þetta verða lokaorðin og óska þeim alls góðs í skipulagningu unglinga- starfsins í Kópavogi. -ast I síðustu viku voru afhent verð- laun fyrir bestu tillögur að nýju verkfræðingahúsi sem meiningin er að rísi á lóð Verkfræðingafé- lagsins sem markast af Suður- landsbraut, Kringlumýrarbraut, Sigtúni og göngustígnum sem á að koma á milli Suðurlands- brautar og Sigtúns. Þessa mynd sem tekin var þegar verðlaun voru afhent tók Ijósmyndari Þjóðviljans -eik af verðlauna- höfunum. Það er Bárður Daní- elsson formaður dómnefndar sem veitir arkitektunum Agli Guðmundssyni t.h. og Þórarni t.v. 1. verðlaun. 2. verðlaun komu í hlut Dagnýjar Helgadótt- ur arkitekts og Guðna Pálssonar arkitekts. Veitt voru tvenn 3. verðlaun og þau hlutu annarsveg- ar arkitektarnir Hróbjartur Hró- bjartsson og Sigurður Björgúlfs- son, og hinsvegar arkitektarnir Sigrún Sigurðardóttir, Guð- mundur Jónsson, Terje Sörelie og Tom Wike. 1. verðlaun voru að upphæð kr. 60 þús., 2. verð- laun 40 þús. krónur og 3. verð- laun voru tvöfölduð og voru því 25 þús. krónur á hvorn verðlaunahafa. Carole Laure í hlutverki sinu. 99 Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise sýnir í Regnboganum í kvöld kl. 20.30 nýja franska saka- málamynd (Un Assassin qui passe) Morðingi á ferli. Myndin var gerð árið 1981 af Michael Vianney, en í aðalhlut- verkum eru þau: Cafole Laure, Jean-Louis Trintignant og Ric- hard Berry. Myndin er sýnd með enskum texta. Morðingi áferli”

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.