Þjóðviljinn - 26.03.1983, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Qupperneq 5
Helgin 26.-27. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Ljósritunarvélin stóra. 120 ljósrit á mínústu takk og að sjálfsögðu í öllum stærðum og gerðum. Ljósritunarvélar á sýningu hjá Xerox: Sú stærsta í heimi var mætt Xerox-umboðið á íslandi opnaði í gær á Hótel Loftleiðum sýningu á þeim Ijósritunarbúnaði sem fyrir- tækið hefur upp á að bjóða. Innan um og saman við Ijósritunartæki af öllum mögulegum stærðum og gerðum er á sýningu stærsta Ijósrit- unarvél heims með afkastagetu uppá 120 ljósrit á mínútu sem jafn- framt skilar offsett gæðum. Vél þessi er búin tölvuborði sem er tengt hverjum einstökum hluta hennar, þannig að fari eitthvað úr- skeiðis segir Ijósborðið til um hvað að er. Að auki eru á sýningunni margar aðrar gerðir af ljósritunarvélum í mun lægri verðflokkum, en talið er að stærsta vélin kosti eitthvað í kringum 45 þús. ensk pund. Fyrir utan stærstu vélina sem beitir Xer- ox 9500 þá ber ódýrasta vélin, sem framleiðir um 10 ljósrit á mínútu, heitið Xerox 2370, og kostar um 100 þús. íslenskar. Xerox 2830 framleiðir 20 ljósrit á mínútu og kostar um 120 þús. íslenskar, Xer- ox 3107 framleiðir 20 ljósrit á mín- útu er auk þess búin ýmsum auka- búnaði, Xerox 3450 sem gerð er fyrir um 10-35 þús. eintök á mán- uði og loks má nefna að Xerox er með til sýnis tölvu og símamynda- vél. Símamyndavélin kostar um 85 þús. íslenskar. - F. - Þú getur gjörbreytt heuniíi með sfáírúmum, fumdriðum og skápum jrá Ásjdá hf. Henta á milli veggja i op, l'H) cm, til 250 cm. Húsgiign i úrvaii — sófasett, boriistofusett Kristalvörur og /leira. Hafiö samband strax. OPIÐ LAUGARDAG TIL KL. 4. ARMULA 20 - SIMAR: 84630 og 84635 „Viö teljum tvímælalaust gagn af því að koma á svona ráðstefnu bænda og sérfræðingaum landbúnaðinn ekkisíst þar sem ræddar eru nýjar leiðirog skipstá skoðunum um þessa atvinnugrein, sem nú um stundir áundirhögg að sækja“, sögðu hjónin Sigríður Sigurfinnsdóttir og GunnarSverrisson í Hrosshaga í Biskupstungum, en þau sátu landbúnaðarráðstefnu Alþýðubandalagsins áAkureyri. Hjónin Sigríður Sigufinnsdóttir og Gunnar Sverrisson í Hrosshaga: afleysingaþjónusta i landbúnaði er sjálfsagt mál. - Ljósm. Atli. Tvímælalaust gagn af svona ráðstefnu Þau Sigríður og Gunnar búa félagsbúi með foreldrum hans að Hrosshaga og reka þar kúabú með 56 mjólkandi kúm en 90-100 gripi samtals á fóðrum. „Við værum ekki hér á Akureyri nú nema vegna þess að við búum félagsbúi og það leiðir auðvitað hugann að þeirri bindingu sem kúabúskapurinn óneitanlega er“, sögðu þau Sigríð- ur og Gunnar. „Félagsbúin leysa þetta vandamál að nokkru leyti en hvað einyrkjana varðar þarf að koma hið fyrsta á skipulagðri af- leysingaþjónustu. Nú er til staðar nokkur afleysingaþjónusta, t. d. vegna veikina og þess háttar, en hvað lengri fjarvistir eins og sumar- frí varðar, er langt í land ennþá. Ungt fólk velur sér ekki störf í landbúnaði í auknum mæli nema þessi mál verði leyst með einhverj- um hætti. Öll aðstaða til félagslífs hefur á síðustu árum batnað veru- lega almennt í þjóðfélaginu en innan landbúnaðarins hafa hlutirn- ir staðið í stað, því miður“. Hvað viljið þið segja um þá sam- dráttarstefnu sem um stundir hefur ríkt í íslenskum landbúnaði? „Það er erfitt að sjá hvernig menn eiga í dag að geta stofnað bú ef litið er til stöðunnar á lánamark- aðinum og svo hins vegar hvernig mönnum hefur verið gert að draga saman seglin. Til dæmis má mefna að í Biskupstungum hefur skepnum fækkað á fóðrum um 10% hvort árið 1981 og 1982ogþað er enginn vafi á því að þessi sam- dráttarstefna hefur sín áhrif á atvinnuna í þéttbýlinu sem þjóna sveitahéruðunum. Fjöldi fólks vinnur í úrvinnslugreinum ýmiss konar og heilu þorpin hafa sprottið upp þar sem íbúarnir lifa nær ein- göngu á þjónustu við sveitirnar. Eflaust verður landbúnaðurinn, eins og aðrar greinar, að laga sig eftir markaðinum að vissu marki en þar verður að fara með gát ef ekki á illa að fara“. Og hvernig hefur þetta gengið hj á y kkur? U rðu þið að skera niður ykkar bústofn þegar kvótinn var settur á mjólkurframleiðsluna? „Þegar kvótaskiptingin og niðurfærslan var ákveðin bjuggum við ekki félagsbúi heldur sem ein- yrkjar með blandaðan búskap. Með stofnun félagsbúsins og því að við snerum okkur eingöngu að kú- abúskap náðum við upp ágætum kvóta sem fullnægir vel okkar þörf- um. Hvað sjálfan reksturinn varðar vorum við svo heppin að búið var að byggja hér upp á staðnum áður en verðtrygging lána var almennt tekin upp þannig að við höfum ekki þurft að taka á okk- ur þær byrðar sem margir bændur þurfa að bera í dag“, sögðu þau Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Gunnar Sverrisson, bændur að Hrosshaga í Biskupstungum að lokum. Landssambandi samvinnu- starfsmanna Hlotnast myndarleg gjof Landssamband samvinnustarfs- manna hefur verið að leita fyrir sér um land fyrir orlofshúsabyggð á Norðausturlandi. Nú hefur sú leit borið árangur. Stjórn LIS hefur borist bréf frá nokkrum eigendum Rcykjahlíðar við Mývatn, þar sem þeir færa Landssambandinu að gjöf spildu úr landi jarðarinnar. Eru gefendur Illugi Jónsson, Bára Sigfúsdóttir, Sverrir Tryggvason og Hólmfríður Pétursdóttir. Þessl myndarlega og kærkomna gjöf er gefin í tilefni af 100 ára af- mæli Kaupfélags Þingeyinga á sl. ári og til minningar um samvinnu frömuðinn Jakob Hálfdanarson og konu hans, Petrínu Pétursdóttur frá Reykjahlíð, svo og aðra látna Mývetninga, sem stóðu með Jako- bi að stofnun Kaupfélags Þingey- inga. Fyrirvari er gerður um sam- þykki allra landeigenda, sveitar- stjórnar og annarra umsagnar- aðila. Stjórn LÍS hefur sent gefendum bréf, þar sem þökkuð er sú virðing og vinátta, sem samtökunum er sýnd með þessari gjöf. “ - mhg Ármúla 20 Sími 84630 ÁRFELLSSKILRÚM FYRIR FERMINGAR Mismunandi möguleikar í uppstillingu, sérstaklega gert ráð fyrir innbyggðri raflögn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.