Þjóðviljinn - 26.03.1983, Side 21

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Side 21
Helgin 26.-27. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Tíu ára leit vísindamanna: Skrímslið fræga í Loch Ness gæti verið til! Vísindamenn hafa eftir tíu ára rækilega leit í Loch Ness játað, að þar geti verið skrímsli að finna. Að minnsta kosti hefur þessi leit, sem gerð hefur verið með bestu ratsjárkerfum og neðansjávarmyndatökutækju- m ekki getað afsannað sögurnar um skrímslið í vatninu. Það var skömmu eftir 1930 að mikið líf færðist í sögur af skrímsl- inu, hundruð manna hafa talið sig séð það og menn hafa verið ósínkir á alls konar kenningar um það hvað þarna væri á ferð. Hin kerfis- bundna og vísindalega leit hefur að minnsta kosti kveðið niður skýr- ingar á borð við þær, að hinar undarlegu sýnir ættu rætur að rekja til rotnandi vatnagróðurs sem gas- bólur lyftu, eða að menn hefðu séð trjástofna skjótast upp úr vatninu. Mjög vel var til leitarinnar vand- að. Tæknimenn og háskólaprófess- orar skipulögðu leitina og margir áhugasamir sjálfboðaliðar komið við sögu. Þeir komust svo að þeirri niðurstöðu, að það séu engar yfir- þyrmandi líffræðilegar ástæður gegn því að Loch Ness, hið fræga skoska stöðuvatn, geti ekki haldið lífi í einhvers konar skrímsli. Stórar skeprtur? Adrian Shine, sem stjórnaði leitinni, kemst svo að orði í tímarit- inu New Scientist: „Eitthvað er það í vatninu sem skilar mjög sér- kennilegum hljóðmerkjum þegar fullkomnum tækjabúnaði er beitt - og þetta „eitthvað” krefst skýr- ingar.” Tvær tegundir leitartækja skráðu um 40 tilfelli sem ekki verða skýrð með því að venjulegir fiskar hafi verið á férð í vatninu. Bergmálsmerkin sem vísinda- mennirnir skráðu voru mjög sér- stæð. Hér er átt við allsterk boð, sem fundust yfirleitt fyrir neðan 60 metra dýpi, en stundum ofar. Suma daga varð ekki vart við þessi merki á svæðinu en eins gat verið að í næstu leitarferð væru skráð tvö eða þrjú slík merki. Adrian Shine segir á þá leið, að færustu sérfræðingar hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um einhver tilviljunarkennd merki frá dauðum hlutum að ræða. „Við getum ekki haldið því fram að skrímslið sé fundið - en ef að í vatn- inu væru stórar skepnur, þá mundu þær koma fram á ratsjám eins og þau boð sem við höfum skráð.” áb tók saman (London Press Service) Hvað er að gerast í Háskólanum? STÚDENTABLAÐIÐ er málgagn allra stúdenta við Háskóla íslands og andlit stúdentasamtaka út á við. Blaðið er vettvangur umræðu um málefni háskólans, námsmannahreyfinga og menntamál almennt. STUDENTABLAÐIÐ kemur út 8 sinnum á ári. Áskrift kostar kr.150 - Gerist áskrifendur að STÚDENTABLAÐINU! Fyllið út seðilinn hér að neðan og þú færð blaðið ásamt gíróseðli fyrir áskrift 1983 sent í næsta mánuði. Ég undirrit. óska eftir að gerast áskrifandi að.Stúdentablaðinu. Nafn Heimili Þóstnr. Sendist: Stúdentablaðinu Stúdentaheimilinu v/HringbrautlOl Reykjavík. Amammun UGLÝSIR Svínakjöt nýtt og reykt Úrbeinað hangikjöt Londonlamb Léttreyktir lambaframpartar Kjúklingar Hangikjöt að norðan Úrval annarra kjötvara Mjólk, brauð og nýlenduvörur í miklu úrva Grillaðir kjúklingar Leitið ekki langt yfir skammt Kvöld-og helgarþjónusta Opiö alla daga frá kl. 9-22 Laugardaga frá kl. 9-20 Sunnudaga frá kl. 10-20 Verslið í hverfinu Sendum heim KREDITKORT ARNARHRAUN Arnarhrauni 21, sími 52999 VELKOMIN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.