Þjóðviljinn - 26.03.1983, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Qupperneq 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. mars 1983 um helgina tónlist Háskólakórinn: Aukatónleikar I Félagsstofnun stúd- enta á sunnudag Pálmasunnudag kl. 17.00. Á efnisskrá eru íslensk verk, þjóölög og verk samtímatónskálda, sem kórinn flutti á vel heppnaðri söngferö sinni um Sovétríkin ekki alls fyrir löngu. Söng- stjóri er Hjálmar H. Ragnarsson. SATT: Lifandi tónlist á veitingahúsum borgar- innar um helgina. I Klúbbnum í kvöld frá kl. 21-24 Q4U og Þeysarar. Sýndur verður músíkþáttur SATT og Imyndar frá Músiktilraunum í Tónabæ um sl. áramót meö hljómsveitinni EGO. íslenska hljómsveitin: Ungu tónskáldin í dag, laugardag, heldur fs- lenska hljómsveitin sérstæða tón- leika: þar verða leikin verk eftir Mozart, Benjamin Britten og fleiri tónskáld, m.a. eitt íslenskt, sem öll eiga það sameiginlégt, að höfundarnir voru kornungir, tví- tugir eða yngri, þegar verkin voru samin. Og það fer vel á því að Sigrún Eðvaldsdóttir, kornungur fiðluleikari, sem hér sést á mynd- inni, leikur einleik í einu verka- nna. Tónleikarnir hefjast kl. 14 í Gamla bíoi. Tónskóli Sigursveins: Árlegir vortónleikar verða haldnir í sal Fellaskólans i Breiðholti á sunnudag kl. 15.00. Fjölbreytt tónlist á einleikshljóðfæri og samspil yngri og eldri nemenda. Ein- nig verður kynnt áætlun um byggingu við Hraunberg í Breiðholti sem nú er í . undirbúningi og fjársöfnun til bygging- arinnar. Norræna husið: Dóra Reyndal, sópransöngkona og Guðríður St. Sigurðardóttir, píanó- leikari halda tónleika í Norræna húsinu n.k. mánudagskvöld þ. 28. mars kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Pál Isólfsson, Jórunni Viðar, Haydr>, Mozart, Richard Strauss og Moussorgsky. myndlist Hjördís Bergsdftir sýnir tauþrykk Ásmundarsalur: Jón Þór Eggertsson sýnir 70 olíu- og vatnslitamyndir unnar á siðustu árum. Margar landslagsmyndir af Vest- fjörðum einkum úr Dýrafirði. Oþið um helgina frá 14 - 22. Gallerí Austurstræti 8: Hanna Kr. Hallgrímsdóttir sýnir málv- erk í veggkössum. Eina sýningin í borginni sem er oþin allan sólar- hringinn. Gallerí Djúpið: Guðlaugur Ásgeirsson sýnir oliu- og grafíkverk fram til 10. apríl. Gallerí Lækjartorg: Skúli Ólafsson opnar í dag mynd- listarsýningu þar sem hann sýnir ex- pressioniskar litblýantsmyndir og blekteikningar. Gerðuberg Breiðholti: Samsýning 16 .myndlistarmanna sem allir eru búsettir í Breiðholti. Málverk, grafík, skúlptúrar og teikningar. Ath. Síðasta sýningarhelgi. Hallgrímskirkja: I anddyrinu stendur nú yfir sýning á 50 teikningum eftir Barböru Árnason sem unnar eru við Passiusálma Hallgrims Péturssonar. Opið nema mánudaga frá 16-22. Nytjalist í Langbrók Hjördís Bergsdóttir opnar sýn- ingu á tauþrykki í Gallerí Lang- brók við Amtmannsstíg í dag, kl. 14.00. Á sýningunni eru málaðar myndir á tau, handþrykktir púðar og handþrykktar lengjur sem hægt er að panta eftir í metratali. Einnig er hægt að kaupa púðaverin á sýningunni. Hjördís sýnir 4 mynstur í mis- munandi litum, sem ekki hafa verið sýnd áður, en myndefnið sækir hún að eigin sögn í jap- anska grafíklist og einnig í gamlar búningabækur. Sýningin verður opin frá kl. 12 - 18 daglega frarn til 20. apríl. Nýja málverkið Árni Ingólfsson, Daði Guðbjörnsson, Helgi Þ. Friðjónsson, Kjart- an Ólafsson, Kristinn G. Harðarson, Tumi Magnússon og Valgarður Gunnarsson sýna málverk, grafík og teikningar í Norræna húsinu. Þessir myndlistamenn eru allir boðberar nýja málverksins og hafa sýnt verk sín víða erlendis á undanförnum árum. Hásselbý-höllin i Stokkhólmi: Ef einhver lesanda Þjóðviljans á leið um Stokkhólm næstu vikur, þá getur hann litið inn í menningarmiöstöðina í Hásselbýhöll þar sem á morgun verður opnuð samsýning 9 íslenskra myndlistarmanna undir heitinu Is- lenskt landslag. Heimilisiðnaðarfélagið: Sýning um helgina að Laufásvegi 2 í tilefni 70 ára afmælis félagsins á þessu ári. Sýndir verða handprjónaðir munir úr eingirni; hyrnur, dúkar, lang- sjöl, veggmyndir, skermar og fatnaður ýmiss konar. Opið kl. 14 - 19 laugar- dag og sunnudag. Kjarvalsstaðir: Geysimerk sýning á íslenskri kirkjulist í öllum sölum. Hátt á annaö hundrað kirkjuleg verk sem unnin hafa verið á síðustu árum og nærri 30 gamlir kirkju- Langbrók: Hjördís Bergsdóttir opnar sýningu á tauþrykki en þetta er fyrsta einkasýn- ing Hjördísar. Handþrykktar lengjur eða púðar sem hægt er að kaupa eða panta á sýningunni. Listasafn ASÍ: Kristján Guðmundsson og Ólafur Lár- usson . sýna skúlptúra, teikningar, bækur og málverk þar sem ævintýrin og sofandi prinsessur eru í aðalhlut- verkum. Listmunahúsið: Samsýning 7 ungra og vel þekktra listamanna. Alls 50 verk á mjög fjöl- breyttri sýningu. Norræna húsið: Þeir Árni Ingólfsson, Daði Guðbjörns- son, Helgi Þ. Friöjónsson. Kjarlan Óla- son, Kristinn G. Harðarson, Tumi Magnússon og Valgarður Gunnars- son sýna málverk, grafík og teikningar. Þessir myndlistamenn hafa sýnt viða heima og erlendis undanfarin ár og eru yfirleitt flokkaðir undir svokallað nýja málverk. I tilefni sýningarinnar gefa þeir félagar út grafíkmöppu í fimmtíu eintökum. Sigriður Gunnarsdóttir sýnir listrænar Ijósmyndir í anddyrinu. Nýlistasafnið: Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir mál- verk, teikningar, skúlptúra, grafík- myndir og bækur. Rauða húsið Akureyri: Jón Gunnar Árnason opnar sýningu í dag þar sem hann sýnir sambland af málverki og skúlptúr og um leiö um- hverfisverk þar sem áhorfandinn gengur inn í verkið sjálft og verður hluti af því... Safnahúsið á Selfossi: 23 félagar i Myndlistarfélagi Árnes- sýslu eru með sölusýningu á verkum sínum, alls 80 talsins. Málverk, vatns- litamyndir, teikningar, skúlptúr, textíl og hnýtingar. Opið kl. 14 - 22. Skruggubúð: Sýning á málverkum, teikningum og klippimyndum eftir súrrealistana Su- sann Vald og Ludwig Zeller. Opið 15 - 21 um helgina. Gránufjelagið: Nú eru allra siðustu forvöð aö sjá hina umtöluðu sýningu fjelagsins á Fröken Júlíu eftir meistara Strindberg. Síðasta sýning verður í Hafnarbíó á laugardag- inn kl. 20.30. Jafnvel síðasta leiksýn- ingin í gamla bragganum. Islenska óperan: Gamanóperan Míkadó eftir þá félaga Gilbert og Sullivan verður sýnd á sunnudagskvöld kl. 21.00, Leikfélag Hveragerðis: I boði menningarmiðstöðvarinnar við Gerðuberg i Breiðholti ætla Hvergerð- ingar að setja upp tvær sýningar í höf- uðborginni á gamanleiknum Delerium búbónis eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni. Sýnt verður á mánu- dagskvöld og þriðjudagskvöld í menn- ingarmiðstöðinni og hefjast báöar sýn- ingar kl. 21.00. Leikfélag Mosfellssveitar: Revian, „Allir á bomsum" í Hlégarði á laugardags- og sunnudagskvöld kl. 21.00. Miðapantanir eru í símum 66195 og 67150. Leikstjóri er Guöný Halldórsdóttir. Leikfélag Reykjavíkur: I fyrrakvöld var nýjasta íslenska leik- rit, „Guðrún" eftir Þórunni Sigurð- ardóttur leikara frumsýnt í Iðnó. Þriðja sýning er á sunnu- dagskvöld. Leikritið er byggt á Lax- dælasögu og þá einkum ástar- og harmsögu þeirra þremenninga Guðrúnar Ósvífursdóttur, Kjartans Ólafssonar og Bolla Þorleikssonar. Með aðalhlutverk fara þau Ragn- heiður Arnardóttir, Jóhann Sigurðar- son og Harald G. Haraldsson. Á laugardagskvöld verður Salka Valka á sviðinu og Hassið hennar mömmu á miðnætursýningu í Austurbæjarbíói. Leikklúbbur Fjölbrautaskólans í Breiðholti: Leikritið „Jakob og Hlýðnin" eftir Eug- ene lonesco verður sýnt í Menning- armiðstöðinni við Gerðuberg laug- ardaqs- oq sunnudaqskvöld kl. 21.00. Sýningarnar hafa hlotið góða dóma áhorfenda og eru tvær síðast- nefndu sýningarnar aukasýningar. Þjóðleikhúsið: Jómfrú Ragnheiður verður á sviði Þjóðleikhússins á sunnudagskvöld. Lína langsokkur verður tvisv- ar á feröinni á laugardag og sunnu- dag og að sjáltsögðu er löngu upp- selt. Griski þrileikurinn Oresteia verður sýndur á laugardagskvöld og Súkkulaðið hennar Silju verður sýnt á þriðjudagskvöld. ferðalög Myndsköpun í Þórsmörk: I tengslum við ferðir Útivistar í Þórs- mörk um páskana veröur þátttakend- um gefinn kostur á aö vera með í frjálsri myndsköpun í skála félagsins í Básum. Það veröur Björgvin Björ- gvinsson myndlistarkenneri sem leiðbeinir. Sogin og Lambafellsgjá: Sogin eru gamalt útbrunnið hvera- svæði á miðjum Reykjanesskaganum þar sem litadýrðin minnir á Land- mannalaugar og Lambafellsgjá er þröng hraunsprunga sem liggur í gegnum fjallið Lambafell. Utivist fer á þessar slóðir kl. 13.00 á sunnudag. Tunglskinsganga: Gengið um Bessastaðanes og tendrað fjörubál á mánudagskvöld ef veður leyfir. fundir Heimspekideild Háskólans: Málþing á vormisseri. Rætt um menntastefnu og kennsluhætti i , heimspekideild. Áttundi fundur verður í Árnagarði stofu 201 kl. 14 á laugar- dag. Fundarefni: Heimspekideild, Há- skólinn og þjóðfélagið. Framsögu- menn: Halldór Guöjónsson kennslu- stjóri, Halldór Halldórsson fréttamaður og Páll Skúlason prófessor. Allir vel- komnir. Fuglaverndarfélagið: Fræðslufundur verður haldinn i Norr- æna húsinu á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Magnús Magnússon sýnir þar nýja kvikmynd sem hann nefnir „Fuglar í dag - menn á morgun'1. Myndin er tekin i samráði við liffræðideild Há- skólans af fuglalífi á Mývatnssvæðinu. Öllum heimill aðgangur. ýmislegt MÍR-salurinn: Sovéska kvikmyndin „Prinsessan á bauninni" byggð á ævintýri H.C. Andersens verður sýnd á sunnudag kl. 16.00 i MÍR-salnum við Lindargötu. Myndin er gerð 1975 og er Boris Ryts- arév leikstjóri. Lífeflisæfingar: Á mánudaginn hefjast í fræðslumið- stöðinni Miðgarði kvöldnámskeið í lífe- flisæfingum. Þessar æfingar eru tölu- vert frábrugðnar þeirri likamsrækt sem flestir þekkja, því markmið þeirra er ekki að hlaða vöðvum utan á likamann heldur veita útrás fyrir ýmsar nei- kvæðar og jákvæðar tilfinningar. Hugstjórnarþjáifun: Á sunnudag verður Miðgarður með námskeið í hugstjórnarþjálfun en slík þjálfun kennir aðferðir sem auka hlut- fall af alfa-heilabylgjum i vökuástandi. Alexanderstækni: Enn eitt námskeið á vegum Miðgarðs, miðstöðvar fyrir lífefli. Það er breski kennarinn Rosalind R. Ross sem kennir svonefnda Alexanderstækni sem hefur það að markmiði að kenna fólki rétta líkamsPeitingu, leiðrétta rangar líkamsstellingar og auka fegurð og samhæfingu líkamans. Frekari auglýsingar um þessi nám- skeiö öll er að fá í sima (91) 12980. Fjárhagsráð Sunnuhlfðar: Páskamarkaður verður haldinn á veg- um Fjárhagsráðs Sunnuhlíðar, hjúkr- unarheimilis aldraðra í Kópavogi í kjall- ara heimilisins á morgun og hefst hann kl. 13.00. leiklist í dag opnar Skúli Ólafsson myndlistarsýningu í Gallerí Lækjartorgi. Skúli er fæddur í Vestmanna- eyjum 12. sept. 1952. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands í fimm ár og lauk þar nánti í grafík árið Í977. Skúli hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og er- lendis, og auk þess haldið tvær einkasýningar í Gallerí Landlyst, Vestmannaeyjum, en Skúli býr nú og starfar í Vestmannaeyjum. Að þessu sinni sýnir Skúli ex- pressioniskar litblýantsmyndir og blekteikningar og fjalla sumar myndanna um mannslíkamann á surrealískan hátt. Einnig verða lil sýnis nokkrar vatnslitamyndir - expressioniskar fantasíur. Sýningin stendur yfir dagana 26. mars til 4. apríl og verður opið daglega frá kl. 14 - 18, nema fimmtud. og sunnud til kl. 22.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.