Þjóðviljinn - 29.04.1983, Side 2

Þjóðviljinn - 29.04.1983, Side 2
2 SÍÐ.A - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. apríl 1983 Minn- ingar- athöfn um Kristián VIII. Konungdómur Kristjáns VIII. stóð ekki lengi. Hann ríkti aðeins átta ár, andaðist 21. janúar 1848, en lát hans fréttist ekki út til ís- lands fyrr en 14. apríl. Kristján konungur hafði í ýmsu reynst hliðhollur Islendingum og þótti þeim hlýða að efna til minningarhátíðar er lát hans spurðist. Af guðsþjónustu gat þó ekki orðið þar sem dómkirkjan var ekki fullfrágengin. Fór at- höfnin því fram í hátíðarsal Lærða skólans, (Latínuskólans), og gengust forstöðumenn hans og Prestaskólans, þeir Sveinbjörn Egilsson rektor og dr. Pétur Pét- ursson, einkum fyrir henni. Minningarræðuna flutti dr. Pétur en þeir Sveinbjörn rektor og Gísli Thorarenssen ortu hvor sinn sálminn og skólapiltar sungu undir stjórn Péturs Guðjóns- sonar organista og söngkennara. Viðstaddir athöfnina voru um 300 manns og þótti hún í öilu fara vel fram og virðulega. -mhg Skák Þegar vora tekur fer allt mannlíf að hressast. Gróður fer að taka við sér og farfuglar gera hreiður sín hér og þar. Þá skríða trillukarlarnir úr híði sínu og gera sig klára fyrir sumarvertíðina. Þá er fjör í bœ. Þjóðviljinn lagði leið sína niður að höfn og út á Ægissíðu og festi það á filmu er fyrir augu bar... Karpov að tafli - 130 Karpov var í góöu formi í flokkakeppninni og vann fjórar fyrstu skákir sinar. Fyrst Spasskí, þá Grigorjan og Kupreichik og loks Gurgenidze. Hann klikkti svo út meö jafnteflum gegn Tal, Petrosjan og Beljav- skí. Viö skulum líta á niðurlag skákar hans viö Gurgenidze: Karpov - Guregenidze Sterkt fripeð á b - línunni tryggir hvítum sigurinn en á leíöinni bætir Karpov við sig einum ávinningi... 30. eS! Hc5 (Auövitað ekki 30. - dxe5 3I. c5 o.s.frv.) 31. exd6 exd6 32. Hc2! Hxc2 33. Bxc2 Hxc4 34. Be4 Hc8 35. b6 Hb8 36. b7 Bf5 (Annars kemur 37. Ha1 og 38. Ha8.) 37. Bxf5 gxf5 38. Kf2 Kf6 39. Ke3 Ke5 40. Hb5+ Ke6 41. Kd4 f4 - Hér fór skákin í biö en svarlur gafst upp án þess 'að tefla frekar. Hann lendir í leikþröng fyrr eöa siðar. Bátsverjar á Val RE. Frá vinstri: Magnús Þórisson, Reynir Haukur Hauksson og Hilmar Helgason. Ætti að leiða heitt vatn í Faxaflóa ...Og þá brotnaði mótorinn „Þetta er heldur dræmt“ sögðu þeir félagarnir á Val RE þar sem þeir voru að dytta að netunum og ætluðu út um kvöldið.Aprílmán- uður hefur oft verið besti mán- uðurinn en hann hefur brugðist. Sjórinn er alltof kaldur. Ætli það sé ekki best að láta hitaveituna renna í Faxaflóa. Þá færi þetta Niður við Ægissíðu hittum við trillukarl cins og þeir gerast best- ir, Sigurjón Gíslason heitir hann og var að dytta að trillunni sinni í vorblíðunni. Hann smíðaði sína trillu sjálfur fyrir mörgum árum. Hann hefur átt heima í Holtunum alla sína tíð. »Ég ræ einn. Það þykir mér best. Þó kemur fyrir að menn séu með mér í þessu, Hvernig mér líst á sumarið? Tja, það er nú það. Ef það verður eitthvert sumar. Jú ætli þetta kómi ekki allt þegar það fer að hlýna. Þeirhafa nú víst orðið varir hérna úti fyrir. Ó, já.“ Hvenær heldurðu að þú komist út? ,,Ég veit það ekki. Maður þarf að dytta að trillunni. Þetta er tal- svert verk. Mótorinn brotnaði hjá mér í hitteðfyrra þegar tril- luna rak hér upp í vonskuveðri. Þá fékk ég mér nýjan mótor. Þetta er góður mótor hygg ég. Ég ætla á rauðmagann til að byrja með. Svo rennir maður fyrir ýsu og þorsk. Það held ég...“ —hól. kannski eitthvað að glæðast, sögðu þeir og hlógu. Valur RE er 30 tonna bátur sem gerir út á þorsk. Meiningin var að leggja netin einhversstað- ar út frá Akranesi. Til marks um aflaleysið sögðu þeir að í síðasta túr hefðu fengist 2 tonn sem auðvitað væri afleitt í apríl. Gíslason. Þessar vösku prjónákonur voru að kynna sér hið nýja band frá Álafossi í versiuninni að Vesturgötu 2 þegar okkur bar að garði. Talið frá vinstri: Ingibjörg Ófeigsdóttir, Anna Kristín Hrólfsdóttir, Lára Gunn- arsdóttir, Mariín Haraldsdóttir og Guðrún Haraldsdóttir. Þær sögðu hið nýja band mjög skemmtilegt og spáðu því vinsældum. (Liósm. -eik-).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.