Þjóðviljinn - 29.04.1983, Page 11

Þjóðviljinn - 29.04.1983, Page 11
Föstudagur 29. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Víðir Sigurðsson Úrslitaleikur bikarkeppni HSÍ í kvöld: Lokauppgjör tveggja stórliða inga, Þorbergur fer til Vestmanna- eyja en hinir hætta. Með KR-liðið er meiri óvissa, Anders Dahl fer örugglega og vafi er með nokkra leikmenn íviðbót. Alfreð Gíslason er í sigtinu hjá vestur-þýskum fé- lögum, Gunnar bróðir hans hefur verið volgur fyrir sínu gamla liði, K A, þótt KR-ingar fullyrtu í gær að hann yrði urn kyrrt, og leyndar- dómsfull hula ríkir yfir dvalarstað Stefáns Halldórssonar næsta vetur. Það er erfitt að spá fyrirfram um sigurvegara í þessurn úrslitaleik. Allt bendir til þess að hann verði tvísýnn og spennandi og í vetur hafa þau unnið hvort annað á víxl. í mótsleikjum hafa Víkingar þar vinninginn, 5:3, en Anders Dahl tók skýrt fram að KR hefði sigrað í tveimur æfingaleikjum liðanna, þau væru því jöfn, 5:5, og leikurinn í kvöld þar með lokauppgjör þeirra á milli í vetur. Eins og áður sagði hefst leikur- innkl. 20.15 enáundan,eðakl. 19, mætast Valúr og ÍR í úrslitaleik í bikarkeppni kvenna. Á eftir, eða kl. 22, hefst í Sigtúni uppskeruhá- tíð handknattleiksmanna en þar verður verðlaunaafhending fyrir allar deildir karla og kvenna. Pað er full ástæða til að hvetja hand- knattleiksáhugamenn til að mæta á þennan lokaleik handknattleiks- vertíðarinnar, þar verður varla nokkur svikinn, nema kannski stuðningsmenn tapliðsins í leikslok. -VS Kveðjuleikur beggja þjálfara og margra leikmanna í kvöld kl. 20.15 mætast í Laugardalshöllinni tvö af sterkustu handknattlciksliðum landsins, Víkingur og KR, í úrslitaleik bikarkeppni HSÍ. KR-ingar mæta til leiks sem handhafar bikarsins, Víkingar sem íslands- og Reykjavíkurmeistarar. Bæði lið hafa því að stórum takmörkuni að stefna, KR að halda bikarnum í Vesturbænum og Víkingar að ná því einstæða afreki að vinna þrefalt. „Við viljum ekki verða aftur númer tvö“, sagði þjálfari KR, Anders Dahl Nielsen, í gær. Anders leikur nú sinn síðasta leik fyrir KR en hann heldur heim til Danmerkur og leikur þar næsta vetur. „Með æfingaleikjum verður þetta ellefta viðureign liðanna í vetur, liðin þekkja hvort annað út og inn, en Víkingar hafa það þó framyfir okkur að hafa leikið lengur saman. Við gerum okkar besta“, sagði Anders. Þjálfari Víkings, Bogdan Kow- alczyck, er einnig að kveðja, þetta verður síðasti leikur Víkinga undir hans stjórn. „íslandsmótið hefur alltaf verið í fyrirrúmi hjá okkur“ sagði hann. „Áf þeim sökum höf- um við ekki alltaf náð upp þeirri stemningu í bikarkeppninni sem er nauðsynleg. Þetta er ekkert eins- dæmi, meistaralið um alla Evrópu hafa átt við sama vandamál að Leikir Víkings og KR í vetur hafa einkennst af mikilli baráttu og mönnum stunduin orðið heldur heitt í hamsi. Þarna hefur -eik- fest á filmu brottvísun danska þjálfarans hjá KR, Anders Dahl Nielsen, í einni viðureign liðanna í úrslitakeppni íslandsmótsins. stríða, en við breytum því kannski núna. Við höfum nýtt markmið að stefna að, vinna þrefalt, og að auki hætta margir eftir þennan leik og þá langar að sjálfsögðu óhemju mikið í bikarinn“. Víkingur og KR urðu í fyrsta og öðru sæti á nýloknu íslandsmóti og betri útslitaleik geta handknatt- leiksunnendur því vart farið framá. Það er einnig ljóst að þetta verður í síðasta skipti sem þessi tvö lið verða skipuð öllum þeim leik- mönnum sem hafa náð svo góðum árangri í vetur. Auk Bogdans yfir- gefa Þorbergur Aðalsteinsson, Ólafur Jónsson, Árni Indriðason og Páll Björgvinsson raðir Vík- Hvað gerist í út- lendingamálunum hjá Juventus? Dooley kennir kennurum Jim Dooley, landsliðsþjálfari í körfuknattleiíc, verður með nám- skeið á vegum íþróttakennarafé- lags íslands á morgun, laugardag, í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Frá kl. 13-18 fer hann í gegnum nýj- ustu kennsluatriðin í körfuknatt- leiknum með íþróttakennurum og eru þeir eindregið hvattir til að mæta og eru beðnir um að taka íþróttagallann með sér. / Armann sigraði Ármenningar urðu sigurvegarar á Múllersmótinu í svigi sem fram fór í 17. skipti í Bláfjöllum í fyrra- kvöld. Sveit þeirra hlaut saman- lagðan tíma 291,6 sekúndur en sveit í R sem var önnur fékk tímann 304,3 sekúndur. Mótsstjóri var Er- lendur Björnsson. í sigursveit Ármenninga voru Helgi Geirharðsson, Einar Úlfs- son, Kristinn Sigurðsson og Árni Þór Árnason. Sveit ÍR skipuðu þeir Þór Ómar Jónsson, Gunnar Smárason, Arnar Þórisson og Örn- ólfur Valdimarsson. -VS Reykj avíkurmótið í knattspyrnu: V íkingur — Fylkir 2:1 í gærkvöldi fór fram leikur á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Áttust þar við Víkingar og Fylkir úr Árbæjarhverfi og sigruðu Vík- ingar 2:1. Næsti leikur er á laugar- dag milli KR og Vals. - GFr. ítölsku meistararnir í knatt- spyrnu, Juventus, hafa valdið mörgum aðdáendum sínum von- brigðum í vetur. Lið með sex heimsmeistara innanborðs plús tvær af skærustu stjörnum evróp- skrar knattspyrnu, Frakkann Mic- hel Platini og Pólverjann Zbigniew Boniek, hefði á pappírunum átt að fara létt með að verja mcistaratitil sinn og gera það með glæsibrag. Annað hefur verið uppi á tening- unum. Slæmur kafli um miðbik vetrar þar sem liðið lék sjö leiki í röð án sigurs sá fyrir því að AS Roma náði góðu forskoti sem Ju- ventus vinnur tæplega upp þótt heldur hafi dregið saman með liðunum að undanförnu. Þegar þrjár umferðir eru eftir af ítölsku 1. deildinni hefur Roma 38 stig gegn 35 hjá Juventus svo Rómverjar virðast hafa titilinn í höndum. Á móti kemur að Juventus hefur gengið vel í Evrópukeppni meist- araliða, hafa þar m.a. slegið út Evrópumeistarana ensku, Aston Villa, með tveimur sannfærandi stigum. Liðið leikur þar til úrslita gegn Hamburger frá Vestur— Þýskalandi þann 25. maí og þar krefjast ítalir sigurs, þeir sætta sig- ekki við að verða númer tvö. Stórstirnunum erlendu, Platini og Boniek, hefur gengið illa að ná upp sínu fyrra formi á sínu fyrsta keppnistímabili í ítölsku knatt- spyrnunni. Platini hefur sótt sig eftir því sem liðið hefur á keppnis- tímabilið og er nú kominn í hóp markahæstu manna 1. deildarinnar en Boniek hefur valdið miklum vonbrigðum. Vitað er að félagið hefur verið að leita að nýjum út- lendingum í staðinn en þó verður að telja líklegt að það vilji halda Platini áfram eftir frammistöðu hans nú síðari hluta vetrar. Hver kemur í staðinn fyrir Boni- ek? Margir hafa verið tilnefndir en þrjú nöfn virðast nú vera efst á lista Italanna, tvö vestur-þýsk og eitt enskt. Uli Stielike, varnarmaðurinn snjalli frá Real Madrid á Spáni, hefur verið undir smásjá og mun sjálfur vera meira en lítið tilkippi- legur ef til kæmi. Á móti kemur að Juventus vantar tæpast varnar- menn, menn eins og Gentile, Scirea og Cabrini eru styrkar stoðir í blóma síns ferils. Pierre Littbarski, hinn ungi út- herji frá Köln, sent er talinn einn .efnilegasti knattspyrnumaður Evr- ópu um þessar mundir. Aldur hans, eða öllu heldur æska, vinnur með honum, hann er aðeins 22 ára gamall en hefur þegar skapað sér stórt nafn og mikið álit í evrópskri knattspyrnu. Gordon Cowans, nýliðinn í enska landsliðinu, er sá þriðji og kannski óvæntasti í þessum hópi. Cowans er miðjumaður í þeim stíl sem þykir vinsælastur á ltalíu og forráðamenn Juventus hrifust mjög af honum þegar félagið mætti Aston Villa í Evrópukeppninni í mars. Cowans hefur leikið mjög vel í vetur, byrjaði vel með enska landsliðinu í sínum fyrstu lands- leikjum nú á síðustu vikum og hann á framtíðina fyrir sér; þótt hann virðist vera búinn að leika með Villa í fjölda ára er hann aðeins 24 ára gamall. Vangavelturnar eru miklar og óvíst hvað gerist. Juventus er félag sem ekki er ánægt með að vera númer tvö, á hvaða vígstöðvum sem er, og lætur einskis ófreistað til að næla í bestu knattspyrnumenn heims til að ná betri árangri. Ef þeir skila ekki sínu verða þeir að víkja, hvoVt sem nafnið er Boniek eða Platini. -VS KR-lngar fara tfl Færeyja Löngu og ströngu keppnistíma- bili hjá 1. deildarliði KR í hand- knattleik lýkur ekki með úrslita- leiknum í bikarkeppninni í kvöld. Um aðra helgi, dagana 7.-10. maí vcrða þeir ■ Færeyjum í boði þar- lenda handknattleikssambandsins og leika þrjá leiki gegn landsliði Færeyinga. Þetta verður þriðja utanlands- ferð KR-inga á tímabilinu, fyrst var það Norðurlandaferð sl. sumar og síðan Þýskalandsför um jólin. Keppnistímabilið er því farið að spanna 11-12 mánuði, KR-ingar hófu æfingar þann 1. júní í fyrra- sumar og frí því af skornum skammti. Það er skammt stórafmæla á milli hjá íþróttafélögum höfuðborgarinnar þessa dagana. Á sumardaginn fyrsta fögnuðu Víkingar sínum 75 afmælisdegi og á sunnudaginn, sjálfan 1. maí, ná Framarar sama áfanga. Knattspynufélagið Fram var stofnað þann 1. maí 1908. Knattspyrnan var í fyrirrúmi hjá Frömurum fyrstu áratugina en félagið sendi fyrst lið til keppni á íslandsmótinu í handknattleik árið 1940. Deildaskipting var tek- inn upp innan félagsins árið 1963, körfuknattleiksdeild var stofnuð 1969, skíðadeild 1972 og blak- deild 1979. Þá var félag Fram- kvenna stofnað 1977 og hafa þær unnið geysimikið starf innan fél- agsins. Framarar standa í miklum framkvæmdum á þessu afmælis- Fram 75 ára þairn 1. maí ári. í byggingu er annar áfangi að félagsheimili þeirra, en sá fyrsti var tekinn í notkun árið 1975. Unnið hefur verið að nýjum gras- velli við hlið þess gamla sl. þrjú ár og verður hann tilbúinn í sumar. Á svæði félagsins við Safamýri vonast Framarar einnig eftir því að geta reist íþróttahús innan fárra ára en þeir hafa ekki enn fengið samþykkt fyrir því á'fjár- lögum þrátt fyrir að hafa sótt um í þrjú ár. Innan félagsins eru taldir um 1500 virkir félagar og um 700 til viðbótar eru skráðir hjá aðal- stjórn svo alls teljast Framarar á þriðja þúsundið. Framarar verða með opið hús, kaffisamsæti og annað því fylgj- andi, í Átthagasal Hótel Sögu á afmælisdaginn, sunnudag, og hefst það kl. 16. Þar verður tekið á móti Frömurum og öðrum vel- unnurum félagsins. -VS -vs

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.