Þjóðviljinn - 07.05.1983, Page 7
Helgin 7. - 8. maí 1983 ÞJÓÐVHJINN - SÍÐA 7
Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum:
Skrúfufélagið
í Fljótsdal
Við lestur greinar eftir Guðlaug Arason, er birtist í
helgarblaði Þjóðviljans 12.-13. febrúar, er hann nefnir
„Hvenærvarfyrsta verkfallið?“ og nefnirí því
sambandi árið 1899, rifjaðist uppfyrir undirrituðum
samtal er hann átti við gamlan Héraðsmann 1930. -
Þessi aldraði maður hét Kristján
Jónsson með viðurnefninu Vopni
vegna uppruna síns frá Vopnafirði.
Kristján Vopni, eins og hann tíðast
nefndist, var eins konar heimilis-
maður á Eiðum í tíð búnaðarskólans
þar, bæði sem aðstoðar„kennari“
og starfsmaður við búið.
í Eiðasögu minnist höfundur,
Benedikt Gíslason frá Hofteigi,
Kristjáns og segir hann „mikinn
gáfumann og sér um skoðanir,
fræðimaður á sögu og forna háttu,
leikinn og lesinn í fslendingasögun-
um og forntungunni". Hann var
fæddur á Vopnafirði 1860 og kom
austur í Fljótsdal 14 ára gamall
(1874) eftir því sem Kristján sagði
mér. Hann minntist þess að þá
hefði hann séð kartöflur í fyrsta
skipti, hefðu þrjár verið bornar á
borðið þar sem hann mataðist. Það
var í Bessastaðagerði í Fljótsdal.
Þá var þar á bæ ungur maður sem
Kristján heillaðist af að eigin sögn.
Guðmundur hét hann og var Halla-
son, sérlega gjörfulegur, hvatlegur
og hvatvís, sagði Kristján. - Guð-
mundur þessi varð síðan bóndi á
Hreimsstöðum í Hjaltastaðaþing-
há. Hann kvæntist Ragnhildi Ól-
afsdóttur frá Mjóanesi og meðal
barna þeirra var Einar Guðmunds-
son, kunnur heildsali í Reykjavík.
Þegar Kristján kemur austur í
Fljótsdal 1874, eins og áður sagði,
var Guðmundur Hallason ásamt
fleiri vinnumönnum í Fljótsdal
búnir að binda með sér samtök í
þeim tilgangi að fá árskaupið sitt
hækkað. Mig minnir Kristján segja
að árskaupið - sumarkaupið? -
hafi verið 20 kr. auk einhverra fata.
Vel má þó vera að hér misminni
mig. Bændur í Fljótsdal, þeir er
vinnumenn héldu, brugðust
ókvæða viðog bönnuðu þeim fé-
lögum hús sín til fundarhalda og
hefðu þeir neyðst til að halda fundi
sína úti. Félagið fékk skjótt nafn og
var kailað „Skrúfufélagið“. Var
nafngiftin, að sögn Kristjáns, rakin
til séra Péturs Jónssonar prests á
Valþjófsstað, sem þar var prestur á
árunum 1858-1877. Þetta hefur því
verið á síðustu árum séra PétUrs.
Því miður hafði ég ekki rænu þá
að spyrja Kristján Vopna nánar um
þennan félagsskap, Skrúfufélagið,
nema hvað hann sagði að mikill hiti
hefði verið í mönnum, einkum eftir
að félagsmenn voru ekki taldir í hús-
um hæfir, en það mundi Kristján
að flestir vinnumannanna hefðu
sagt upp vistinni og neyddust þá
bændur til að hækka kaupið um 2
krónur og á þá hækkun féllust fé-
lagsmenn.
ÍS1515 E! 15 00 E! 15 @ 15 E E! E? E! 15 @ E E! ícl
Icl
ÍS
rs
rs
rs
rs
rs
rs
rs
rs
rs
rs
rs
rs
BORGARSPÍTALINN
LAUS STADA
rs
rs
rs
rs
rs
rs
,ÍS
Hjúkrunarfræöingar
Hjúkrunar- og endurhæfingardeild.
Staða aðstoðardeildarstjóra á hjúkrunar- og endurhæfingardeild á |—.
Grensás er laus til umsóknar. ICl
Gjörgæsludeild, (post-op) vinnutími kl. 13.00-17.00. rs
Skurðdeild, sernam ekki skilyrði. f—1
Skurðlækningadeild A-3 og A-5, fullt starf og hlutastarf. Hjúkrun- IGJ
arfræðinga vantar til sumarafleysinga. rs
Upplysingar eru veittar a skrifstofu hjukrunarforstjora i sima 81200. jg
Reykjavík, 6. maí 1983. BORGARSPÍTALINN 0
Q81 200 [q]
Borgarspítalinn.
eíe1e1e1e1e1e1e1e1e1e1e1e1e1e1e1e1e1e1e1 e1
Útboð
Tilboö óskast í innanhússfrágang á húsi fyrir
þroskahefta íTungudal viö ísafjörð. Heildar-
stærð hússins er um 1550nT.
Útboösgagna má vitja hjá Magnúsi Reyni
Guömundssyni, Bæjarskrifstofunum á ísa-
_ firði, og á Teiknistofunni Óöinstorgi, Óðins-
götu 7, Reykjavík, gegn 2.500.00 kr. skila-
tryggingu.
Tilboö veröa opnuö hjá Magnúsi Reyni
Guömundssyni, föstudaginn 20. maí 1983 kl.
11.00.
Svæðisstjórn Vestfjarðasvæðis
um málefni þroskaheftra
og
Byggingarnefnd Styrktarfélags
vangefinna Vestfjörðum.
Upplýsingar
Tæknilegar upplysingar
Steinsteypa er blanda af sandi, möl, sementi, vatni og íblöndunarefnum, er hafa bætandi
áhrif á steypuna. Steinsteypa er flokkuð niður í brotþolsflokka eftir styrkleika. Algengustu
brotþolsflokkar eru í röð eftir vaxandi styrkleika S-120, S-160, S-200, S-250 og S-350, en
þessi flokkun táknar 28 daga brotþol 15 X 30 cm sívalninga, sem steyptir eru úr viðkomandi
steypublöndu. í venjuleg hús er S-200 algengast.
Þykkleiki steinsteypu er mældur eftir því hversu marga cm sérstök keila úr blautri steypu
sígur þegar mótið er fjarlægt. Því hærra sem sigmálið er, því þynnri er steypan. Venjuleg
tregfljótandi steypa er með sigmáli 5-10 cm , þunnfljótandi með meira en 20 cm sigmáli.
Steypan verður því þynnri sem meira vatni er bætt I hana. Of mikið vatn í steypu hefur
skaðleg áhrif. Aldrei skyldi setja meira vatn í steypu, en minnst verður komist af með.
I steinsteypu er blandað ýmsum efnum til að breyta eiginleikum hennar. Loftblendi- og
þjálniefnið H-Loft frá Woermann er sett í alla steypu frá Steypustöðinni hf til að auka
veðrunarþol steinsteypunnar, draga úr vatnsþörf og auðvelda niðurlögn hennar.
Flotefni eru sett í steypuna, þar sem steypan þarf að vera fljótandi, léttfljótandi eða
þunnfljótandi við niðurlögn, eða þar sem þarf að fá slétta áferð á steypufleti, án þess að
þau veiki hana, eins og verður við þynningu með vatni.
Eftir ítarlegar samanburðarrannsóknir á hinum ýmsu efnum mælir Steypustöðin hf með
flotefninu Flot 78.
Steinsteypan er burðarás mannvirkisins. Gæta verður vel við niðurlögn steinst'eypu að
ekki myndist göt í veggi eða að steypa skilji sig og myndi malarhreiður. Vandið til allrar
meðferðar steinsteypu.
Alkalískemmdir
í þeim mannvirkjum á Reykjavíkursvæðinu, sem notuð hefur verið möl og sandur úr
Hvalfirði hefur borið á skemmdum í steinsteypu, vegna efnabreytinga er eiga sér stað milli
sementsins, saltsins og steinefnanna.
Kísilsýraísteinefnunum myndarmeðalkalíumsementsinsog saltsins kísilsýruhlaupsem
sprengir steypuna. Til að koma í veg fyrir slíkar skemmdir hefur kísilryki verið bætt út í
sementið, og notkun óvirkra steinefna verulega aukin í samræmi við niðurstöður rannsókna
er Steinsteypunefnd hefur látið gera. Steypustöðin hf hefur ávallt notað og haft á
boðstólum óvirk steinefni.
Steinsteypukaup
Sú hugmynd að dreifa steinsteypu meö bifreiðum frá blöndunarmiðstöö þróaðist í
Bandaríkjunum og fyrst slíkra stöðva íEvrópu.Steypustöðin hf var reist á Islandiáriðl947.
Steypustöðin hf býður húsbyggjendum þjónustu sína. Við reynum að fullnægja óskum
viðskiftavina okkareftir bestu getu. Skrifstofa okkar er við mynni Elliðaánna að Sævarhöfða
4. Sími okkar er 33600. Hafið samband við einhvern eftirtaldra aðila: Jón Ólafsson
skrifstofustjóra, Svein Valfells verkfræðing, Halldór Jónsson verkfræðing.
Steinsteypupantanir
Verkstjóriokkar,sem tekur við steinsteypupöntunum,heitir Ottó Gíslason, s. 36470 eða
33600. Steypu þarf helst að panta með nokkrum fyrirvara þar eð hana þarf að framleiða
um leið og hún er afhent.
Steypustöðin hf tekur að sér að sjá um pöntun á steypudælu eða krana, ef annars er
ekki óskað.