Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. - 8. maí 1983
Anna Áslaug og Hjálmar: Það kom aldrei neitt annað til greina en tónlistin. Ljósm.: Atli.
Tónlistin
ofar öllu
Síðustu tónleikar Musica Nova á
þessu starfsári verða á
Kjarvalsstöðum á sunnudagskvöld
kl. 20.30. Það verða
einleikstónleikarönnu Áslaugar
Ragnarsdóttur á píanó en hún
hefur undanfarin ár starfað í
Munchen. Hún leikurverk eftir
Satie, Messiean, Berio,
Stockhausen, Liszt og bróður sinn
Hjálmar Ragnarsson. Við náðum
tali af þeim systkinum á
fimmtudag.
- Hvaða verk eftir þig eru það
sem Anna Áslaug leikur, Hjálmar?
- Þetta eru þrjár prelúdíur sem
eru svo nýjar að blekið er varla
þornað á nótunum. Þær eru
samdar nú í kringum kosningarnar,
og undir áhrifum frá þeim (þess
skal getið að Hjálmar er eigin-
maður Sigríðar Dúnu Kristmunds-
dóttur, nýkjörins þingmanns).
Prelúdíur eru litlir forleikir og
þessar eru að mörgu leyti í hefð-
bundnum stíl líkt og prelúdíur
Chopins og Rachmaninoffs. Þær
eru mjög harðar en um leið mjög
rómantískar og krefjast þess að
flytjandinn hafi krafta í kögglun-
um. Síðasta prelúdían er samin upp
úr kórlaginu Steinninn við ljóð
eftir Stefán Hörð Grímsson en það
samdi ég fyrr í vetur.
- Nú starfar þú í Þýskalandi,
Anna Áslaug. Hefurðu nóg að gera
við píanóleik þar?
- Ég kenni þar við tónlistarskóla
en spila frekar lítið nú orðið en þó
alltaf eitthvað það sem til fellur. Eg
spilaði t.d. á Háskólatónleikum
hér heima í byrjun apríl.
- Ertu kannski á heimleið?
- Ég læt hverjum degi nægjasína
þjáningu.
Hjálmar: Já, já, hún er á heim-
leið.
- Þið eruð börn Ragnars H.
Ragnar skólastjóra Tónlistarskól-
ans á ísafirði og systir ykkar er líka
tónlistarkennari. Kom aldrei til
greina annað en þið færuð í tónlist?
- Við byrjuðum öll að læra á pí-
anó 5-6 ára gömul hjá föður okkar
og þó að við stæðum kannski fram-
mi fyrir einhverju vali síðar, þá
kom eiginlega ekki neitt annað til
greina en að fara í tónlist. Þetta
hefur verið svo snar þáttur í lífi
okkar.
- Semur þú tónlist, Anna?
- Nei, það hef ég ekki gert síðan
ég var 14—15 ára, þá hætti ég því.
- Nú stjórnar þú Háskólakórn-
um og semur tónlist, Hjálmar.
Hefur þú lífsviðurværi þitt af þessu
tvennu?
- Ég kenni líka fulla kennslu við
Tónlistarskólann og er húsmóðir.
- Hvenær hefur þú tíma til áð
semja?
- Það geriégeftir kl. 10 á laugar-
dagskvöldum. Ég sem seint á
kvöldin og einstaka dag fæ ég líka
til þeirra verka.
- Er það ekki truflandi fyrir tón-
skáld að vinna svo mikið með?
- Ég tel að það sé mjög gott fyrir
Viðtal við systkin-
• • r
in Onnu Aslaugu
Ragnarsdóttur og
Hjálmar Ragnars-
son
tónskáld að taka þátt í tónlistar-
flutningi. En það þurfa þó að vera
takmörk fyrir því hvað álagið er
mikið.
- Er eftirspurn eftir nýjum tón-
smíðum?
- ísland er eitt af fáum löndum í
heiminum þar sem tónverk bíða
ekki nema örfáa daga á borðinu.
Anna Áslaug: Það er meiri áhugi
á nútímatónlist hér en víðast hvar
annars staðar.
Hjálmar: Flytjendur sitja um að
fá verk frá tónskáldum, enda eru
þau í nánum tengslum við al-
mennan tónlistarflutning hér en
ekki einangruð fyrirbæri eins og
vill verða sums staðar erlendis.
-r Hvernig er þetta í Þýskalandi,
Anna?
- Þar er flutningur nútímatónl-
istar miklu einangraðri en hér.
Hún er flutt í pfnulitlum sölum og
vitnast lítið meðal almennings því
að ekkert er skrifað um hana í
blöðunum. Það er að vísu fastur
þáttur í útvarpi er nefnist Musica
Viva þar sem Öutt er nútímatónlist
en einungis eftir þekkt tónskáld.
Ný tónskáld eiga erfitt með að
komast að og þar eru flytjendur
líka ekki eins spenntir að fá verk
eftir unga, óþekkta menn.
- Er íslensk tónlist flutt í Þýska-
landi?
- Nei, mjög lítið. Ég er oft spurð
um Jón Leifs og Atla Heimi en ís-
lensk nútímatónlist er mjög lítið
flutt.
Hjálmar: Já, hún er mun minna
flutt þar en í ýmsum öðrum
löndum. Það hefur verið mikið um
slíkan flutning á Norðurlöndum,
Hollandi, Belgíu, Frakklandi,
Bandaríkjunum og upp á síðkastið
á Bretlandi en Þjóðverjar hafa svo
stóra hefð að baki sér að þeir telja
sig lítið þurfa að leita til annarra
þjóða í tónlist.
- Hefurðu áður flutt verk eftir
Hjálmar, Anna?
- Nei, enda eru þessar prelúdíur
fyrstu verkin sem hann hefur samið
fyrir sólópíanó.
- Hvað viltu segja um önnur
verk á efnisskránni?
- Ég leik t.d. píanóverk eftir
Franz Liszt sem hann samdi síðustu
æviár sín og hafa líklega aldrei áður
verið flutt á íslandi. Þau eru um
margt frábrugðin fyrri verkum
hans og í þeim gætir vaxtarbrodda
20. aldar þó .að hann kæmist aldrei
inn í þá öld sjálfur.
„Þetta er æðislega erfitt og
reynir mjög á þrekið en er
geysilega skemmtilegt“. Sú sem
mælir þessi orð er Ásdís
Magnúsdóttir ballerína hjá
íslenska dansflokknum en hún
dansar nú aðalhlutverk í Fröken
Júlíu í Þjóðleikhúsinu á móti
Niklas Ek, einum þekktasta
sólódansara Svía. Frumsýning
á verkinu var í gær. Blaðamaður
Þjóðviljans hitti Ásdísi að máli á
miðvikudaginn eftirstrangar
æfingar þann daginn. Hún lét
fara vel um sig í sófa í setustofu
Þjóðleikhússins eftirerfiðan dag
og beið með ójireyju eftir að
komastheimtilsín.
feiknagóður dansari.
- Er ekki styrkur fyrir þig að dansa á
móti svo góðum dansara?
— Það kallar það besta fram í manni
sjálfri þegar mótdansarinn er pottþéttur og
100%. Ég hef áður dansað á móti Helga
Tómassyni og Per Arthur Segerström og
það er mjög gaman að fá hingað-svona
stjörnur að öðrum ólöstuðum.
- Telurðu þig vel undirbúna hjá íslenska
dansflokknum að takast á hcndúr svona
erfltt hlutverk?
- Já. Nanna Ólafsdóttir er mjögfínn
kennari og þjálfar mjög vel bæði þreklega
og danslega. Þetta hefur verið mjög stíft að
undanförnu og ég hef oft verið þreytt en nú
finn ég að ég er aðfá aukið þrek á ný. Þetta
kemur svona í bylgj um.
- Hafa æfingar staðið yfir lengi?
- Ég fór fyrst til Stokkhólms í mars og var
þar í viku og lærði hlutverkið. Við Nanna
fórum síðan yfir þetta í sameiningu hér
heima og svo kom Jeremy 21. apríl og síðan
Hin ástríðufulla
FROKEN
JÚLIA
- Hvernig er að taka að sér svo
margslungið hlutverk sem Fröken Júlía er,
Ásdís?
- Þetta er mjög ástríðufull túlkun þar
sem hver einasta hreyfing hefur sína
merkingu. Að því leyti er þetta mun
erfiðara en hlutverk Giselle sem ég dansaði
ífyrra. Þar er um að ræða hefðbundinn,
rómantískan ballett þar sem ekkert kemur
á óvart en hér má segja að hver hreyfing sé
túlkun á einhverri setningu í leikriti
Strindbergs. Hér er allt eldheitt frá byrjun
til enda.
- Er ekki lífsreynsla að starfa undir
stjórn svo frægs dansahöfundar sem Birgit
Cullberger?
- Ég hef nú dansað undir stjórn annarra
frábærra stjórnendaáður, t.d. Sir Anton
Dolin, John Gilpino.fi. ogvissulegaerum
við heppin að fá allt þetta ágætisfólk til
okkar. Þaðernú reyndar Jeremy Leslie
Spinks sem hefur aðallega æft upp dansana
í þessu stykki en Birgit Cullberg er hér og
hefur vakandi auga með öllu.
- Þetta er eitt þekktasta verk Cullberg,
ekki satt?
- Jú, það mun vera. Þessi ballett hennar
er meira en 50 ára gamall og hefur verið
sýndur um allan heim.
- Segðu mér aðeins af þér sjálfri og feril
þínum.
- Ég er Reykvíkingur og byrjaði ung að
dansa en hætti svo. Ég var svo að verða 15
ára þegar ég tók þráðinn upp á nýj an leik og
hef síðan dansað stöðugt.
- Ilefurðu sótt menntun til útlanda?
- Ég hef farið á námskeið erlendis á
sumrin, t.d. nokkrum sinnum til New York
og einu sinni fórum við Auður á samkeppni
til Rússlands en það er nú svo langt síðan að
það er best að vera ekkert að segja frá því.
Maður hafði samt ofsalega gott af því. Ég
hef svo undanfarin ár dansað mörg hlutverk
með íslenska dansflokknum.
- Og mótdansari þinn að þessu sinni er
ekki af lakara taginu?
- Nei, hann er æðislegur. Niklas Ek er
reyndar sonur Birgit Cullberg og er sólóisti
í Konunglegu sænsku óperunni. Hann er
hefur verið haldið stíft áf ram. Þetta hefur
verið góður æfingartími. Niklas Ek kom þó
ekki fyrr en í gær en ég var áður búin að æfa
með honum úti. Síðar mun svo Per Arthur
Segerström taka við hlutverkinu.
- Fáið þið dansarar hjá Islenska
dansflokknum nægileg tækifæri?
- Við vildum gjarnan hafa fleiri sýningar
en plássleysi hér í húsinu háir okkur.
- Er gott að dansa í Þjóðleikhúsinu?
- Já,þaðergott. Þettaermjög
sjarmerandi hús.
- Svo að ég víki að öðru. Þessar æfingar
taka allan þinn tíma. Áttu eitthvað afgangs
fyrir einkalífið?
-Ég á mann og barn og það verður að
segjast að maðurinn minn er afskaplega
góður og hugsar alveg um barnið meðan ég
eríeldlínunni.
- Þú ert lítið heima?
- Já, það er helst að maður liggi upp í loft
þegar komið er heim. Ég dáist að
þolinmæði hans en hann vissi að hverju
hann gekk þegar hann giftist mér. Og það
er sko öruggt að maður dj ammar ekkert.
Aðalatriðið er að fá nægilegan svefn og lifa
reglulegu lífi þegar svona gengur yfir. Ég fæ
líka svo mikla útrás við að dansa svona
hlutverk að ég þarf ekki að fara á böll.
- Þú ert sem sagt ekkert áfjáð í að dansa á
dansgólfi á einhverjum skemmtistaðnum?
- Eftir að vera búin að vera á tánum allan
daginn væri það nánast óhugsandi að fara
að troða sér í háhælaða skó.
- Segðu mér eitt. Hver er galdurinn við
að standa á tánum?
- Við erum í sérstökum táskóm og er gips
frammi í tánni. Það er ekki svo mikið mál
þegar búið er að læra það en að baki liggur
að vísu margra ára þj álfun.
- En karldansarar dansa aldrei á tánum?
- Nei, enda öfundum við þá oft.
Stundum erum við aumar.
- Hvernig stendur á því að þeir dansa
ekki á tánum?
- Það er gömul hefð. Dansmærin átti að
líta þannig út að hún væri fljúgandi en ekki
jarðbundin. Karldansarinn átti svo að
tengja hana við jörðina.
Helgin 7. - 8. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Ljóörænar
aquarellur
Hver einasta hreyfing hefur sína merkingu
- En það er yfirleitt ekki dansað á tánum í
nútímabailett?
- Nei, þá eru ballerínurnar yfirleitt ekki
á táskóm. í þessu verki er ég ein á táskóm.
Fröken Júlía er aristókrati en hitt fólkið er
þjónustu- og bændafólk.
Þetta er eitt erfiðasta hlutverk sem ég
hef fengið
sporum en fyrir hana virðist ekki vera um
annað að ræða.
- Að lokum Ásdís. Ætlarðu að halda
áfram að dansa af fullum krafti?
- Já,svo sannarlega. Meðan guðgefur
mér styrk og kraft til þess þá geri ég það.
- GFr
Hafsteinn Austmann í Listasafni alþýðu: Ég hef gaman af abstraktinu ennþá. Ljósm.: Atli.
hef einu sinni áður haldið sýningu þar sem
eingöngu voru vatnslitamyndir en það var
íBogasalnum 1961.
- En hvað eru aquarellur?
- Þá er pappírinn látinn spila í gegn
öfugt við þekjulitina. Kínverjar nota
þessa aðferðt.d. mjög mikið.
- Ogþúheldurfastviðabstraktið?
- Já, ég hef ekki fundið neina þörffyrir
að breyta til. Ég hef gaman af þessu ennþá
og er ekki hræddur við að möguleikar
þessséu tæmdir.
Hafstéinn fæddist á Vopnafirði 1934,
stundaði myndlistarnám í Reykjavík og
París og hefur auk þess farið fjölda
námsferða víða erlendis. Verk hans er
víða á söfnum. Sýningin er opin alla virka
daga nema mánudaga kl. 2-7 síðdegis og
umhelgarki. 2-10.
-CFr
- Hvernig finnst þér að túlka þessa
persónu?
- Mér finnst mjög gaman að fara inn í
svona persónu og pæla hana út. Yfirleitt er
ég lengi að komast inn í hlutverk en svo
heltaka þau mig. Ég er alveg eldheit á
sviðinu þannig að fólk heldur kannski að ég
sé svona en þegar sýningu lýkur er ég orðin
eins ogjökulláný.
- Þú skilur þá Fröken Júlíu?
- Það er nú það. Ég skil hana á vissan
hátt. Tíðarandinn spilar náttúrlega mjög
mikið inn í hvernig hún bregst við.
Nútímakona mundi ekki drepa sig í hennar
Hafsteinn Austmann
opnar sýningu í
Listasafni alþýðu
í dag, laugardag, opnar Hafsteinn
Austmann listmálari sýningu í Listasafni
alþýðu og stendur hún til 22. maí. Við
litlum inn hjá Hafsteini þar sem hann var
að hengja upp og spurðum hvers konar
myndir þetta væru.
- Égsýnihéreingöngu
vatnslitamyndir, svokallaðar aquarellur
sem er elsta og göfugasta aðferðin í
myndlist.
- Eru vatnslitirþérmjöghugleiknir? 1
- Égbyrjaðisvonaásínum tímaog
málaði ekki annað fyrstu árin en ég hef þó
aðaliega unnið með olíuliti um árin. Ég
Ég skil Fröken Júlíu á vissan hátt en tíðarandinn spilar
náttúrulega inn í