Þjóðviljinn - 07.05.1983, Side 16

Þjóðviljinn - 07.05.1983, Side 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. - 8. maí 1983 kvikmyndir i veturvarhaldin kvikmyndahátíö mikil í Vestur- Berlín og voru þar alls sýndar 326 kvikmyndir. Innan keppninnar voru sýndar 23 myndiraf fullri lengd, en þær kepptu þóekki allartil verölauna (ein slík var Tootsie). Þrettán stuttar myndir voru pýndar innan keppni - en feiknarlega mikiö var sýnt af öörum myndum frá löndum sem venjulega mega sín lítils á kvikmyndamarkaöi, gamlar myndirofl. Hrafn Arnarson hefur sent Þjv. grein um hátíöina sem fyrir misgáning hefurlengi beðiö birtingar og fer hún hér á’eftir, allmikiö stytt. Ást eftir pöntun - sovésk. Belfast 1920 Kvikmyndahátíöin í Berlín Aöalverðlaunin, - gullbjötninn - voru veitt til tveggja mynda, þ.e. spönsku myndarinnar „Býflugna- búsins", „La colmena," leikstýrö af Mario Camus og til ensku mynd- arinnar „Belfast 1920“ (Ascend- ensé) leikstjóri er Edward Benn- ett. Mario Camus hefur einkum starfaö sem leikstjóri hjá spænska sjónvarpinu, hann hefur einrtig skrifaö handrit fyrir Carlos Saura. í myndinni „Býflugnabúið" er sögusviöiö Madrid stuttu eftir borgarastyrjöldina, brugðið er upp svipmyndum úr lífi margra ólíkra manna, en lita nrá á þá sem fulltrúa mismunandi stétta og hópa spænsks þjóðfélags þessa tíma. Myndin gerist aöallega í kaffilrúsi sem veröur smækkuö nrynd þjóðfélagsins, þjóðfélagið r hnot- skurn. Leikurinn í myndinni er framúrskarandi góöur. Frásagnar- aðferöin og samtenging sena gera myndina létta, leikandi og* skemmdilega. Belfast er fyrsta leikna kvik- myndirr senr Ewdard Bennett leik- stýrir. Hann hefur fram til þessa fengist viö gerð heimildarmynda. Fessi kvikmynd hans er ’aöallega lýsing á sálarltfi ungrar konu. Connie, sem er leikin á sannfær- andi hátt af Julie Covington. Myndin lýsir því hvernig Connie upplifir þjóöfélagsátök þessa tíma, bróðurmissir og borgarastríðið leiða til alvarlegra geðtruflana. Urn leið og persónulegum örlögum Connie eru gerð skil er brugðið upp mynd af almennri stjórnmál- aþróun og þróun stéttabaráttu írsks þjóðfélags. Frumleiki og leikstjórn Silfurbjörninn fyrir mesta frum- leika í kvikmyndagerð fékk Tyrk- inn Erden Kiral fyrir sína „Arstíð í Hakkari“. Myndin er gerð eftir skáldsögu Ferit Edgú og lýsir vetrardvöl kennara í afskekktu þorpi í norðurhiuta Anatolíu. Kjör þorpsbúa eru ntjög bágborin, tækni á lágu stigi, miðaldarleg við-- horf og fáfræði einkerma líf fólks- ins. Myndin lýsir á manneskju- lcgan, rólegan og fallegan hátt hvernig kennarinn verður hluti af þorpslífinu, hann kynnist lífi fólks- ins þjáningum þess og vonum. Myndin er óvenju fallega tekin. Silfurbjörninn fyrir besta leik- stjórn fékk Frakkinn Eric Rohmer fyrir myndlna „Pauline á strönd- inni“. Myndin fjallar um hóp ungs fólks sem dvelst síðsumars í bað- strönd, hún lýsir hugmyndum þeirra um tilfínningar sínar og ástina. Leikarar Silfurbjörninn fyrir besta leik í kvenhlutverki fékk sovéska leikkonan Jevgenija Glúschenko Hrafn Arnarson skrifar um kvikmyndir fyrir leik sinn í myndinni „Ástfang- in að eigin ósk“. Leikstjórinn Serg- ej Mikalaljev, varð m. a. þekktur fyrir ntynd sína „Permija" frá árinu 1974. í nýjustu myndinni lýsir hann á skemmtilegan hátt ástarsam- bandi Veru og Igors, (leikinn af Oleg Jankovskí), sýnt er hvernig þau reyna að hafa áhrif hvort á annað og reyna að breyta hvort öðru til samræmis við óskir sínar og vilja. Lýsingin á skapgerð og til- finningalífi höfuðpersónanna er óvenju vel gerð. Myndin er mann- eskjuleg og fyndin. Silfurbjörninn fyrir besta leik í karlhlutverki fékk Bandaríkja- ntaðurinn Bruce Dern fyrir leik sinn í mynd Jason Milles, „That championship season". Myndin er byggð á samnefndu leikriti eftir Milles og fjallar um samband fimm manna, fyrrverandi skólafélaga. Peir eru allir í háttsettum stöðum, og þeir hittast kvöld eitt hjá einum þeirra og rifja upp gömlu góðu dagana. Austurríkismaðurinn Xaver Schwarzenberger, sem var mynd- atökumaður hjá R. W. Fassbinder, fékk silfurbjörninn fyrir frábæra frammistöðu einstaklings. Hann leikstýrði myndinni „Der stille Oz- ean". í henni er grein frá því á lát- lausan og einfaldan hátt, hvernig vísindamanni, sem orðið hafa á mistök í starfi tekst að vinna úr sektartilfinningum sínum og öðlast sjálfsvirðingu á ný. Hlutu lof Þrjár kvikmyndir hlutu lof- samleg ummæli, þ. e. kfnverska myndin „Ókunnugir vinir“ Ieikstýrð af Xu Lei, danska myndin „Det er et yndigt land“ leikstýrð af Morten Arnfred. Og loks „Dieses rigorose Leben“ eftir Vadim Glowna, frá Þýska sambands- lýðveldinu. Af þessum þremur fannst mér Úr spænsku verðlaunamyndinni Blýflugnabúið. danska myndin sú besta. Þar var lýst á sannfærandi hátt erfiðleikum bónda, þ. e. hvernig fjárhagserfið- leíkar og mistök í fjárfestingu ýta undir og koma af stað deilum innan fjölskyldu og hjónabands. Margar aðrar myndir innan keppninnar voru ntjög athyglisverðar. Nýjasta mynd Margareta von Trotta (tiun hefur m. a. gert „Die Bleierne Zeit") vakti verulega athygli, en skoðanir voru ntjög skiptar um gæði hennar. Myndin er lýsing á vináttusambandi tveggja kvenna, sem Hanna Schygullu og Angelika Winkler leika. Myndin greinir við- brögð karlmanna, eiginmanna og vina við þessu sambandi. Trotta lítur á þessa mynd sem framlag til kvenréttindabaráttu/umræðu og urn leið sem greiningu á hefð- bundnu karlrembingsviðhorfi. Ymsar aðrar athyglisverðar myndir voru innan keppninnar. Nefna má „Stríð og friður“, sem gerð er í sameiningu af Heinrich Böll, Alexander Kluge, Volker Schlöndorf, Stefan Aust og Axel Engstfeld, og er myndin líkleg til að verða hluti af þeirri umræðu um friðar- og afvopnunarmál, sem nú fer fram hér í Sambandslýðveld- inu. (Þess má geta að samtök blaðamanna sem skrifa urn kvik- myndir, lét frá sér fara friðarávarp, „Berlínar-friðarávarpið“, þar eru settar fram kröfur urn stöðvun víg- búnaðarkapphlaups og afvopnun. Undir þetta ávarp hafa skrifað fjöl- margir aðilar sem tengjast kvik- myndum og kvikmyndagerð.) Athygli vakti bandaríska mynd- in „In the King of Prussia“ leikstýrð af Emilie de Antonio. Myndin fjallar um málshöfðun gegn áttakaþólskum friðarsinnum, sem brutust inní vopnaverksmiðju í sept. 1980, en hún heitir „King of Prussia" og er í Pensylvaníu. Friðarsinnarnir eyðilögðu sprengjuodda kjarnorkuraketta og helltu blóði yfir leyniskýrslur. á leikskólann v/Hlíöarveg á ísafirði, fóstru- menntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 20. maí 1983. Um- sóknir sendist til undirritaðs, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Félagsmálafulltrúinn ísafirði Austurvegi 2, sími 94-3722 400 ísafirði. Iialjörflur Forstöðumann vantar Sfi Framkvæmda- nefnd vegna stofnana í þágu aldraðra býður til kynningarfundar til að ræða hug- myndir um söluíbúðir fyrir aldraða. Til fundar- ins er boðið: - Fulltrúum stéttarfélaga og lífeyrissjóða. - Verktökum og byggingarsamvinnufé- lögum. - Fulltrúum stjórna í samtökum aldraðra. Rætt verður um lóðir, fjármögnun, útboðs- form, stærðir húsa og þjónusturýmis. Fundurinn verður nk. þriðjudag 10. maí, kl. 17.00, í Húsi verslunarinnar, 9. hæð, fund- arsal. Framkvæmdanefnd vegna stofnana í þágu aldraðra. Páll Gíslason, formaður.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.