Þjóðviljinn - 07.05.1983, Page 17
Helgin 7. - 8. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
CHARLIE NICHOLAS
Eftirsóttasti knattspyrnu-
maður Bretlandseyja
Hann er 21 árs gamall, hár
grannur og dökkhærður
Skoti. Hann nýtur óhemju
mikilla vinsælda í heimalandi
sínu, hvar sem hann leikur
listir sínar hrópa þúsundir
áhorfenda nafn hans: Char-
Lee, Char-Lee. Þar sem hann
svífurumdansgólf
diskótekanna í Glasgow í
leðurbuxum og ermalausum
bol f lýgur þeim sem á horfa
síst í hug að þarna fari
eftirsóttasti
knattspyrnumaður
Bretlandseyja um þessar
mundir, undradrengurinn frá
Celtic, Charlie Nicholas.
Verða diskótekin
honum að falli?
Eða leggur hann knattspyrnuheiminn að fótum sér?
Leitar uppi dansstaðina, klæðist
eftir allra nýjustu tísku, gullin
keðja um hálsinn og hringafjöld á
fingrum. Kemur ekki nafnið Ge-
orge Best upp í hugum einhverra?
Charlie Nicholas hefur skorað 44
mörk fyrir Celtic í vetur, flest stór-
lið Englands eru á höttunum á eftir
honum og láta fylgjast með honum
í hverjum leik. í sumar þegar
samningur hans rennur út, getur
hann raunverulega valið um hvert
hann fer. Yfirgnæfandi líkur eru á
að hann fari til Englands, til Li-
verpool, Tottenham eða Manc-
Martin Berkofsky
Leikur píanóverk eftir
Franz Liszt
Vallée D'Obermann
Deák
Deux Legendes
Sónata í H moll
í Þjóðleikhúsinu
Mánudaginn 9. maí kl. 20.30
Miðasala hefst í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 3. maí.
hester United, en þó er ekki loku
fyrir það skotið að hann leiki áfram
í sínu heimalandi í græn/hvíta
Celtic-búningnum.
Á krossgötum
Charlie Nicholas stendur á
krossgötum í lífi sínu og það hefur
ekki farið fram hjá hans nánustu.
Margur efnilegur knattspyrnumað-
urinn hefur gleymt sér í glaumi
stórborganna og ekki náð að upp-
fylla þær vonir sem við hann voru
bundnar. Rena, móðir hans, segir:
„Ég er áhyggjufull, hann er ungur
og freistingarnar eru margar. Ég
vona bara að hann lendi ekki í
slæmum félagsskap. Chic, faðir
hans, tekur í sama streng: „Von-
andi fer hann ekki til stórborgar
eins og Manchester eða London.
Mið-England myndi henta honurn
betur, lífsstíllinn þar er öðruvísi og
hefði betri áhrif á hann.
Framkvæmdastjóri Celtic, Billy
NcNeill, hefur sínar áhyggjur.
„Charlie hefur svo einstaka hæfi-
leika að mér'þætti sárt að horfa upp
á þá verða að engu vegna utan-
aðkomandi aðstæðna. Annars hef
ég trú á að hann spjari sig.
Gleymum ekki að hann er þegar
orðin stjarna, hér í Glasgow. Hon-
um hefur tekist að aðlagast því á
réttan hátt, hann umgengst sömu
félagana og áður, frægð og frami
hafa engu breytt í því efni“
Yfirverkstjóri -
Reykjavíkurhöfn
Reykjavíkurhöfn óskar aö ráða yfirverk-
stjóra. Verksvið: Verkstjórn við verklegar
framkvæmdir við hafnarmannvirki og aðra
mannvirkjagerð á vegum Reykjavíkurhafnar.
Æskileg iðnaðarmenntun með framhalds-
námi.
Laun samkvæmt kjarasamningi Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar.
Nánari upplýsingar gefur yfirverkfræðingur.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
fyrri störf skulu hafa borist undirrituðum eigi
síðar en 13. maí nk.
Hafnarstjórinn í Reykjavík, 28. apríl 1983,
Gunnar B. Guðmundsson.
Missti bíiprófiö
En það er ljóst að piltur þarf að
gæta sín. Fyrir stuttu gekk hann í
gegnum kæruleysistímabil og til
minja um það er tapað ökuskírteini
fyrir ölvun við akstur.
Upp við mark andstæðinganna á
knattspyrnuvellinum verða mark-
verðirnir hins vegar aldrei varir við
kæruleysi af hans hálfu. Lands-
liðsmarkvörður Skota, Alan Ro-
ugh hjá Hibernian, segir:
„Það má aldrei líta af honum
augunum. Charlie getur skotið úr
öllum hugsanlegum og óhugsan-
legum færum, það er ómögulegt að
reikna hann út því hann er ekki
feiminn við að reyna hið ólíklega."
Celtic uppgötvaði Charlie Nic-
holas þegar á unga aldri þar sem
hann lék sér með knött í verka-
mannahverfi Glasgow. Félagið tók
hann þegar undir sinn verndar-
Væng, þjálfararnir gerðu sér strax
grein fyrir óbeisluðum hæfileikum
hans og leyfðu honum að þróa sína
hæfileika að mestu leyti óhindrað
fyrstu árin. Þeir settu ekki hömlur
á hann, reyndu ekki að láta hann
falla inn í eitthvert tilbúið mynstur,
Meðfæddir hæfileikar Skotans unga laða að áhorfendur í þúsundatali hvar
sem Celtic leikur.
heldur slípuðu hann smám saman
með hóflegri tilsögn. Uppskeran
hefur orðið eins og til var sáð,
Charlie er fjölhæfur knattspyrnu-
maður með nær ótakmarkaða
möguleika og þótt hans sterkasta
hlið sé að leika í fremstu víglínu og
skora mörk er hann nánast jafnvíg-
ur sem miðvallarspilari.
Slæmt fótbrot
Eftir að hafa slegið í gegn á fyrsta
ári í aðalliði Celtic, gekk Charlie í
gegnum mikla erfiðleika veturinn
1981-82. Hann fótbrotnaði í leik
með varaliðinu, þangað hafði hann
verið settur um stundarsakir til að
vinna upp á ný þverrandi sjálfsör-
yggi, og þar með var sá vetur hon-
um glataður á knattspyrnuvell-
inum.
Viðhort’ fjöldans breyttust,
áhangendur Celtic afskrifuðu ungu
stjörnuna sína og sögðu hann ein-
ungis neista sem væri slokknaður
eftir eitt keppnistímabil. Þetta
tímabil reyndi mjög á hinn unga
snilling og hann komst í gegnum
það af stakri prýði, fótbrotið greri
með tímanum og hann varð enn
einbeittari. Charlie Nicholasætlaði
sér að sanna að hann væri ekki bú
inn að vera og það hefur honum
svo sannariega tekist í vetur.
Það er ljóst að Skotinn ungi get-
ur lagt knattspyrnuheiminn að fót-
um sér og ekki þarf að hafa
áhyggjur af fjármálunum á næst-
unni. Hvert sem hann fer verða
árslaun hans aldrei undir 100 þús-
undum punda strax á fyrsta ári.
Hvort hann reynist nægilega sterk
ur á svellinu þegar á hólminn er
komið er hins vegar spurning sem
enginn getur svarað enn á fullnægj
andi hátt. Snillin er fyrir hendi, en
tekst honum að nýta hana á réttan
hátt eða veröur Charlie Nicholas
fórnarlamb skemmtanalífs stór-
borganna eins og svo margur efni-
legur knattspyrnumaðurinn á
undan honum?
- VS
íslenska járnhlendifélagid hf.
augiýsir starf
Verkfræðings eða
eðlis/efnafræðings
í ofndeild laust til umsóknar.
Starfið er einkum fólgið í umsjón með dag-
legum rekstri járnblendiofna. Ennfremur
verður unnið að ýmiss konar sérverkefnum.
Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja
reynslu í stjórnun. Ennfremur er menntun á
rafeinda- og tölvusviði æskileg en ekki skil-
yrði.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Sig-
tryggur Bragason, framleiðslustjóri, í síma
93-3944.
Umsóknir skulu sendar járnblendifélaginu
eigi síðar en 25. maí n.k. Umsókn fylgi ýtar-
legar upplýsingar um náms- og starfsferil
ásamt prófskírteinum.
Grundartanga, 29. apríl 1983.