Þjóðviljinn - 07.05.1983, Page 23

Þjóðviljinn - 07.05.1983, Page 23
Helgin 7. - 8. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 Fjölmennt íslandsmót Umsjón Ólafur Lárusson íslandmótið i tvímenning 1983 hefst í næstu viku, á uppstigningar- dag kl. 13.00. Þá verða spilaðar tvær umferðir, og þriðja umferðin í undanrás verður spiluð á föstudag og hefst kl. 14.00. Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár, þ.e. 24 efstu pörin komast í úrslit. Úrslitin verða í beinu framhaldi, og hefjast á laugardag, og verður spilað þá og um kvöldið og lýkur síðan keppni á sunnudegi. Mótið er opið öllum þátttakendum, og síð- ast er þátturinn vissi voru um 50 pör skráð í mótið, flest utan af landi. Má því búast við að þátttak- endur verði um 70 - 80 pör, en frestur til að skila inn þátttökutil- kynningu rennur út miðvikudaginn 11. maí nk. Sjálfsagt er að hvetja alla spilara sem tök hafa á til að vera með á mótinu. Þetta er jú einu sinni íslandsmót og öllum opið sem vilja. Jón Baldursson og Valur Sig- urðsson, sigurvegarar í íslands- mótinu sl. 2 ár spila ekki saman lengur, en fróðlegt verður að fylgj- ast með árangri þeirra nú á móti sínum nýju félögum, Sævari Þor- björnssyni og Sigurði Sverrissyni. Víst er, að um hörkukeppni verður að ræða. Keppnisstjóri verður að vanda Agnar Jörgensson. Og spilastaður Domus Medica. Jón og Sævar sigruðu Portoroz-mótið Jón Baldursson og Sævar Þor- björnsson sigruðu Portoroz mót Samvinnuferða og Bridgesam- bandsins. Þeir báru höfuð og herðar yfir önnur pör í lok- aumferðinni, og sigruðu mjög glæsilega. Alls tóku 36 pör þátt í mótinu og var skipt í 3 x 12 para riðla. (Raunar mættu 37 pör til leiks, eri Guðmundur Herm. og Björn Eysteinsson fórnuðu sér fyrirfjöldann). Spilaðarvoru2um- ferðir í undanrás og síðan 1 umferð í úrslit, þar sem pörum var raðað eftir árangri í A, B, C riðla. í A-riðli urðu Jón og Sævar efstir einsog og áður sagði, en í 2. sæti urðu Jón Andrésson og Ragnar Björnsson. Þeir leiddu mótið eftir 2 umferðir, en gáfu eftir í lokin. Og í 3. sæti urðu svo Selfyssingarnir Vilhjálmur Pálsson og Þórður Sig- urðsson. Og í 4. sæti bræðurnir Rúnar Magn. og Ragnar Magnús- synir. 1 B-riðli urðu efstir Egill Guð- johnsen og Runólfur Pálsson og í C-riðli Aðalsteinn Jörgensen og Stefán Pálsson. Keppnisstjórn var með því lak- ara sem undirritaður hefur kynnst nú hin seinni ár. Spilað var í nýju menningarmiðstöðinni við Gerðu- berg (ósköp er þetta langt og ó- þjált, má ekki nefna staðinn Breiðvang?) og er óhætt að óska borgarbúum til hamingju með þetta glæsilega húsnæði. Einnig Bridgesambandinu og Samvinnuferðum-Landsýn, fyrir mót sem þetta. í beinu framhaldi má geta þess, að Samvinnuferðir hafa í hyggju að taka Eddu á leigu í haust og efna til stuttrar vikuferðar til Newcastle og Bremen, þarsem spilamennska mun ráða ríkjum. Gjaldið fyrir þessa vikuferð er mjög lágt, en rýmið takmarkað. Hafa ekki einhverjir áhuga? Hafið þá samband við Helga Jóh. hjá S.L. Frá Bridgefélagi Kóp- avogs Úrslit í Board-a-match sveita- keppni félagsins urðu þessi: 1. sveit Sigurðar Vilhjálmssonar 111 stig. 2. sveit Þóris Sigursteinssonar 109 stig. 3. sveit Armanns J. Lárussonar 101 stig. 4-5. sveit Sigurðar Sigurjónssonar 98 stig. 4-5. sveit Jóns Hilmarssonar 98 stig. Með Sigurði voru í sveit: Vil- hjálmur Vilhjálmsson, Vilhjálmur Sigurðsson og Sturla Geirsson. Nú stendur yfir firmakeppni hjá félaginu, sem jafnframt er ein- menningskeppni. Frá Bridgeféiagi Selfoss og nágrennis. Ellefta og síðasta umferð aðal- sveitakeppni félagsins var spiluð fimmtudaginn 28. apríl. Lokastaðan í mótinu varð þessi: 1. Sveit Sigfúsar Þórðarsonar. 199 stig. 2. Sveit Þórðar Sigurðssonar. 172 stig. 3. SveitGunnarsÞórðarsonar. 160 stig. 4. Sveit Brynjólfs Gestssonar. 155 stig. 5. Sveit Hrannars Erlingssonar. 135 stig. 6. Sveit Páls Árnasonar. 93 stig. 7. Sveit Sigg. 83 stig. 8. Sveit Jóns B. Stefánssonar. 82 stig. 9. Sveit Valeyjar Guðmundsdótt- ur. 65 stig. 10. Sveit Ragnars Óskarssonar. 60 stig. 11. Suðursveit. 33 stig. 12. Sveit Stefáns Garðarssonar. 22 stig. Aðalfundur og árshátíð félagsins voru svo haldin laugardaginn 30. apríl. Kjörin var stjórn og er hún þannigskipuð: Formaður: Valgarð Blöndal. Gjaldkeri: Eygló Gráns. Ritari: Gestur Haraldsson. Vara- stjórn: Sigfús Þórðarson, Valey Guðmundsdóttir og Halldór Magnússon. Vorþreyta? Einhver vorþreyta virðist vera komin í blaðafulltrúa bridgefélag- anna í landinu. Félögin eru jú enn starfandi, og þaraf leiðandi ætti eitthvað fréttnæmt að vera á ferð- inni hjá félögunum. Nú er verið að setja af stað Sumarbridge 1983 með því að fá Domus undir spilamennskuna. Þessi keppni er orðin árlegur við- burður hjá Bridgedeild Reykjavík- ur. Keppnisstjórar verða sem fyrr, Ólafur Lárusson og Hermann Lár- usson. Nánar síðar. Að lokum. Félögin eru hvött til að ljúka þessu keppnistímabili með skeleggum fréttum af gangi mála, í staðinn fyrir að láta málin „deyja“ út. leikhús • kvikmyndahús ;fÞJOÐLEIKHUSIfl Lína langsokkur í dag kl. 15. Uppselt sunnudag kl. 15 Uppselt 50. sýning uppstigningardag kl. 15 Grasmaðkur I kvöld kl. 20 Cavalleria rusticana og Fröken Júlía 2. sýning sunnudag kl. 20. Upp- selt 3. sýning þriðjudag kl. 20 4. sýning uppstigningardag kll. 20 Litla sviöið: Súkkulaði handa Silju miðvikudag kl. 20.30 Tvær sýningar eftir. Miðasala 13.15-20. Sími 1-1200 LEIKFEIAG REYKIAVÍKLIK \gjjm Úr lífi ánamaðkanna 2. sýn. í kvöld kl. 20.30. Grá kort gilda 3. sýn. þriðjudag kl. 20.30. Rauð kort gilda. 4. sýn miðvikudag kl. 20.30. Blá kort gilda. Skilnaður sunnudag kl. 20.30. Fáar sýningar ettir. Salka Valka fimmtudag kl. 20.30. Siðasta sinn. Guðrún föstudag kl. 20.30. Erik Mörk les úr verkum H.C. Andersen mánudag kl. 20.30. Miðasala í Iðnó kl. 14-20.30. Sími 16620. Hassið hennar mömmu Aukamiðnætursýning I Austur- bæjarbíói laugardag kl. 23.30. Miðasala í Austurbæjarþíói kl. 16- 23.30. Sími 11384. NEMENDA LEIKHÚSIÐ LEIKIISTARSKOU IStANOS UNDARBÆ sm 21971 Miðjarðarför eða innan og utan við þröskuldinn eftir Sigurð Pálsson Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson Leikmynd: Grétar Reynisson Lýsing: David Walters. 2. sýning sunnudag kl. 20.30 3. sýning mánudag kl. 20.30 4. sýning fimmtudag kl. 20.30 ISLENSKA ÓPERANr Gamanóperetta eftir Gilbert & Sullivan. Sýning laugardag kl. 20. Uppselt. Orfáar sýningar eftir. Simi 11475. Salur A Frumsýning Óskarsverðlaunamyndarinnar Tootsie Islenskur texti. Bráðskemmtileg, ný amerísk úr- valsgamanmynd í litum og Cin- emascope. Aðalhlutverkið leikur Dustin Hoffman og fer hann á kost- um í myndinni. Myndin var útnefnd til 10 Óskarsverðlauna og hlaut Jessica Lange verðlaunin fyrir besta kvenaukahlutverkið. Myndin er alls staðar sýnd við metaðsókn. Leikstjóri: Sidney Pollack. Aðal- hlutverk: Dustin Hoffman, Jess- ica Lange, Bill Murray, Sidney Pollack. Sýnd kl. 2.30, 5, 7.30 og 10. Hækkað verð. Salur B Þrælasalan Spennandi amerisk úrvalskvik- mynd í litum um nútíma þrælasölu. Aðalhlutverk: Michael Caine, Pet- er Ustinov, William Holden, Om- ar Shariff. Endursýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð börnum innan 16 ára. Barnasýning kl. 3 Dularfullur fjársjóður Miðaverð kr. 30. Skuggar fortíðarinnar (Search & Destroy) Ofsaspennandi nýr „þriller" með mjög harðskeyttum karate- atriðum. islenskur texti. Aðalhlutverk: Perry King, Georg Kennedy og Tisa Farrow. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Strok milli stranda Bráðsmellin gamanmynd. Madie (Dyan Cannon) er á geðveikrahæli að tilstuðlan eiginmanns sins. Strok er óumflýjanlegt til að gera upp sakirnar við hann, en mörg Ijón eru á veginum. Leikstjóri: Joseph Sargent. Aðal- hlutverk: Dyan Cannon, Robert Blake, Quinn Redeker. Sýnd kl. 3, 7 og 9. Sýnd kl. 5. Siðasta sinn. LAUGARÁ Næturhaukarnir Ný æsispennandi bandarisk saka- málamynd um baráttu lögreglunn- ar við þekktasta hryðjuverkamann heims. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Billy Dee Williams og Rutger Hauer. Leikstjóri: Bruce Malmuth. Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuð yngri en 14 ára. Týndur Sýnum i nokkra daga vegna fjölda tilmæla þessa frábæru verðlauna- mynd með Jack Lemmon og Sissy Spacek. Sýnd kl. 7. Ath., aðeins i nokkra daga. Barnasýning kl. 3 sunnudag Cap. America Hörkuspennandi mynd um ofur- mennið Cap. America. a19 ooo í greipum dauðans Rambo var hundeltur, saklaus. Hann var „Einn gegn öllum", en ósigrandi. - Æsispennandi ný bandarísk Panavision litmynd, byggð á samnefndri metsölubók eftir David Morrell. Mynd sem er nú sýnd viðsvegar við metaðsókn, með Syivester Stallone - Ric- hard Crenna. Leikstjóri: Ted Kotcheff. Islenskur texti. Bðnnuð börnum innan 16 ára. Myndin er tekin í Dolby stereo. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Til móts við gullskipið Æsispennandi og viðburðarík lit- mynd, byggð á samnefndri sögu eftir Alistair Maclean. - Það er eitthvað sem ekki er eins og á að vera, þegar skipið leggur úr höfn, og það reynist vissulega rétt... Ric- hard Harris - Ann Turkel - Gor- don Jackson. Islenskur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 3,05 - 5,05 - 7,05 - 9,05 - 11,05. Á hjara veraldar Sýnd kl. 3 - 5 - 7 - 9 og 11,10 Trúboðarnir Spennandi og sprenghlægileg lit- mynd, um tvo hressilega svika- hrappa, með hinum óviðjatnan- legu Terence Hill og Bud Spencer. Islenskur texti Sýnd kl. 3,10-5,10-7,10-9,10- 11,10. TÓNABÍÓ Frumsýning stórmyndarinnar: Bardaginn um Johnson-hérað (Heaven’s Gate) Leikstjórinn Michael Cimino og leikarinn Christopher Walken hlutu báðir Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina „The Deer Hunter". Samstarf þeirra heldur áfram í „He- aven's Gate“, en þessi kvikmynd er dýrasti vestri sem um getur i sögu kvikmyndanna. „Heaven's Gate“ er byggð á sannsögulegum atburði sem átti sér stað i Wyoming fylki i Bandarikjunum árið 1890. Aðalhlutverk: Christopher Walk- en og Kris Kristofferson ásamt John Hurt (The Elephant Man) og Jeff Bridges (Thunderbolt and Lightfoot). Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð börnum innan 16 ára. ftllSTURBÆJARRjn Nana Mjög spennandi og djörl, ný kvik- mynd í litum, byggð á þekktustu sögu Emile Zola, sem komið hetur út i ísl. þýðingu og verið lesin upp i útvarpi. - Nana var fallegasta og dýrasta gleðikona Parisar og fórn- uðu menn oft aleigunni tyrir að fá að njóta ástar hennar. Aðalhlutverk: Katya Berger, Jean-Pierre Aumont. Islenskur texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýndkl. 5, 7, 9 og 11. húsbyggjendur ylurinner " góður Afgniium emangiuniipliti i Stor-R«yk|ivikurtyaóió ftt mtnudegi — fottudagt Afhcndum voruno • byggingdtuó imonnum id kottn* Hogkvamt vert og greidtlutkilmalti vrd flettra heli Sttn* Salur 1 Frumsýning grínmyndarinnar Ungu læknanemarnir Hér er á ferðinni einhver sú albesta grínmynd sem komið hefur I langan tima. Margt er brallað á Borgarspítalanum og það sem læknanemunum dettur í hug er með ólíkindum. Aðvörun: Þessi mynd gæti verið skaðleg heilsu þinni, hún gæti orsakað það að þú gætir seint hætt að hlæja. Aðal- hlutverk: Michael Mckean, Sean Young, Hector Elizondo. Leik- stjóri: Garry Marshall. Sýndkl. 3, 5,7, 9 og 11. Hækkað verð. Salur 2 Porky’s Sýnum aftur bessa frábæru grín- mynd, sem var þriðja aðsóknar- mesta myndin í Bandaríkjunum i tyrra, það má með sanni segja að Porky's sé í sérflokki. Aðalhlutverk: Dan Monahn, Mark Herrier, Wyatt Knight. Sýnd kl. 3, 5, 7 9 og 11. Salur 3 Þrumur og eldingar (Creepshow) Grín-hrollvekjan Creepshow sam- anstendur al fimm sögum og hefur þessi „kokteill" þeirra Stephens King og George Romero fengið trábæra dóma og aðsókn erlendis, enda hefur mynd sem þessi ekki verið tramleidd áður. Aðalhlutverk: Hal Holbrook, Adri- enne Barbeau, Fritz Weaver. Myndin er tekin i Dolby stereo. Sýnd kl. 5, 7.10, 9.10 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. Litli lávaröurinn Sýnd kl. 3. Salur 4 Allt á hvolfi Splunkuný, bráðfyndin grinmynd í algjörum sérflokki, og sem kemur öllum i gott skap. Zapped hefur hvarvetna fengið frábæra aðsókn enda með betri myndum í sínum flokki. Þeir sem hlóu dátt að Pork- y's fá aldeilis að nota hláturt- augarnar á Zapped. Sérstakt gest- ahlutverk leikur hinn frábæri Ro- bert Mandan (Chester Tate úr SOAP-sjónvarpsþáttunum). Aðal- hlutverk: Scott Baio, Willie Aam- es, Robert Mandan, Felice Schachter. Leikstjóri: Robert J. Rosenthal. Sýnd kl. 3 og 5. Lífvöróurinn (My Bodyguard) Bodyguard er fyndin og frábær mynd sem getur gerst hvar sem er. Myndin Ijallar um ungan dreng sem verður að fá sér lífvörð vegna þess að hann er ofsóttur af óaldar- flokki í skólanum. Aðalhlutverk: Chris Makepeace, Adam Baldwin, Matt Dillon. Leik- stjóri: Tony Bill. Sýnd kl. 7, 9 og 11. _________Salur 5__________ Atlantic City Frábær úrvalsmynd, útnefnd til 5 Óskara 1982. Aðalhlutverk: Burt Lancaster, Susan Sarandon. Leikstjóri: Lou- is Malle. Sýnd kl. 5 og 9.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.