Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS ^■BLAÐIÐ DJODVIUINN 28 SÍÐUR Helgin 14. - 15. maí 1983 Fjölbreytt lesefni um helgar 105. — 106. tbl. 48. árg. Verð kr. 22 Hringborðsumrœður kvikmyndahöfund- anna Egils Eðvarðssonar og Kristínar Jóhannesdóttur og leikritahöfundanna Birgis Sigurðssonar og Þórunnar Sigurðardóttur um verk sín og gagnrýni á þau. 14 Leyndardómar tíbetskra grasalækna Hver var Drakúla? V. Frá trimmlandskeppni fatlaðra. Vistfólk á Hrafnistu fer fylktu liði. Konan í fararbroddi er 97 ára gömul. Ljósm.: eik Tillögur Sjálfstœðisflokks og Framsóknar nær samhljóða: 21-25% lækkun kaupmáttar frá 1982 til ársloka 1983 Þeir Geir Hallgrímsson og Steingrímur Hermannsson hafa forðast að gera fjölmiðlum grein fyrir því, hvaða áhrif tillögur Sjálfstæðisfiokksins og Framsóknarflokksins, þærsemtil umræðu hafa verið í stjórnarmyndunar- viðræðunum, hlytu að hafa á kaupmátt almennra launa, ef framkvæmdar yrðu. Útreikningar í þessum eínum hafa þó legið fyrir í viðræðum flokkanna og sýna þeir að væri farið aðtillögu Sjálfstæðisflokksins, þá yrði kaupmáttur almennra launa um 25% minni í lok þessa árs en hann var á síðasta ári, -og væri farið að tillögum Framsóknarflokksins, þáyrði kaupmátturinn um 21 % minni við næstu áramót en hann var ífyrra. í tillögum beggja flokkanna kemur fram að þeir gera ráð fyrir að verðlag hækki meira en helmingi örar en laun á næstu 12 mánuðum, og 21 -25% kjaraskerðing telja þeir að hæfi á sama tíma og þjóðartekjur á mann falla um 10%. Efnislega eru tillögur flokkannatveggja nær samhljóða og því önnur atriði, sem hindruðu myndun samstjórnar þeirra nú þegar. Sjá Stjórnmál á sunnudegi á síðu 4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.