Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.-15. maí 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Frá Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins. Friðarvaka um hvítasunnu. Æskulýðsfylkingin hefur fyrirhugað að efna til hópferðar á Snæfellsnes um hvítasunnuna. Haldið verður til í félagsheimilinu Skildi við Stykkishólm og farið þaðan í skoðunarferðir um nágrennið undir leiðsögn heimamanna. Svo verða friðarmálin rædd á samkomum i félagsheimilinu. Farið verður á la'ugardaginn 21. maí og komið til baka á mánudeginum 23. maí. Verði verður mjög stillt í hóf. Þeir ungu sósíalistar sem hefðu áhuga á að koma með eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku i síma: 17500. - Dagskrá auglýst nánar síðar í Þjóðviljanum. - Undirbúningsnef'nd. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Félagsfundur ABH verður haldinn þriðjudaginn 17. maí. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. Ef fleiri hafa áhuga á að ganga í félagið hafiö þá samband við Hallgrím í síma 51734 eða Hilmar í síma 53703, eða maetið á fundinn. 2. Kosning viðbótarfulltrúa í kjördæmisráð félagsins. 3. Hvernig gekk kosningastarfið? Stutt framsaga Sigriður Þorstemsdóttir. 4. Kynnt fyrirhugað sumarstarf ABH. 5. Stjórnmálaviöhorfið. Geir Gunnarsson alþingismaður svarar fyrirspurnum. 6. Önnur mál Stjórn ABH. Aðalfundur 1. deildar ABR Stjórn 1. deildar ABR boðar til aðalfundar miðvikudaginn 18. maí kl. 17 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Aðalfundur 6. deildar Alþýðubandalagsins í Reykjavík Stjórn 6. deildar ABR boðar til aðalfundar miðvikudaginn 18. maí kl. 17 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akureyri Félagsfundur verður haldinn í Lárusarhúsi sunnudaginn 15. maí kl. 16. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður kemur á fundinn. Félagar fjölmennið. Stjórnin. AB Selfossi og nágrenni Félagsfundur verður haldinn 19. maí næstkomandi kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7 Selfossi. Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið að loknum kosningum. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins mætir á fundinn. Önnur mál. Stjórnin. Frá grunnskólum Kópavogs Innritun 6 ára barna (barna fæddra 1977) fer fram í skólum bæiarins mánudaginn 16. maí kl. 15-17. Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytja milli skólahverfa, flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum, fer fram sama dag á skólaskrifstofum Kópavogs, Digranesvegi 12 kl. 10-12 og 13-15 sími 41863. Skólafulltrúi K! Lóðaúthlutun ^ í Kópavogi Auglýst er eftir umsóknum um lóðir í Sæbóls- og Marbakkalandi. Úthlutað verður 9 lóðum fyrir einbýlishús og 55 lóðum fyrir raðhús. Skipulagsuppdráttur ásamt úthlutunarskil- málum liggurframmi átæknideild Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð, kl. 9.30 - 15. Umsóknum skal skila á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 24. maí n.k. Bæjarverkfræðingur Leikfélag Hafnarfjarðar Aðalfundur Leikfélags Hafnarfjarðar verður fram haldið í Góðtemplarahúsinu Hafnarfirði (Gúttó) laugardaginn 14. maí kl. 14.00 . Auk hefðbundinna fundarliða verða teknir inn nýir félagar. Allir velkomnir. Leikfélagið. „Könnun þesi kallar kannski fyrst og fremst á framhalds- könnun á börnunum eftir 4-5 ár til þess aö sjá hvernig þeim reiðit af. Hún segir okkur aöeins hvernig ástatt er fyrir börnunum nú en ekkert um framtíöina", sagöi Halldór Hansen, yfirlæknir barna- deildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur um könnun þá, er þarnadeildin lét gera á 4urra ára börnum í Reykjavík, vetur- inn 1981-1982. í henni kom m.a. fram aö um 20 prósent úr- taksins eiga við einhvern vanda að etja með sína geö- heilsu og u.þ.b. 12 prósent þeirra teljast viö verulega slæma geöheilsu. Úrtakið valdi Þórólfur Þórlinds- son, prófessor í félagsfræði við Há- skóla íslands, og sá hann jafnframt um tölvuúrvinnslu. í úrtakinu voru 200 börn og náðust 184 þeirra í könnunina. Guðflnna F.ydal, sál- fræðingur, og Jóna Guðjónsdóttir, heilsuverndarhjúkrunarfræðingur tóku viðtöl og prófuðu börnin. Guðfinna vann úr könnuninni og skilaði nýverið skýrslu til barna- deildarinnar. Framkvæmd könnunarinnar var tvískipt: annars vegar var rætt við annað foreldri (í flestum tilfellum komu mæðurnar) og fengnar upp- lýsingar frá því um þroskasögu við- komandi barns. Hins vegar voru Könnun á geðheilsu fjöggurra ára barna í Reykjavík leiddi í Ijós að um fimmta hvert barn á við einhverja erilðleika að etja. Þessi glaðlegi snáði sýnist ekkí vera í þeim hópi. Barnadeild Heilsuverndar stöðvar Reykjavíkur: Geðheilsa f jögurra ára barna könnuð Aðstæður smábarnaforeldra bágbornar hérlendis börnin athuguð með sérstökum verkefnum, er varpa áttu ijósi á þroska þeirra og geðheilsu. Fyrir- mynd þessarar könnunar er frá Uppsölum í Svíþjóð, en kannanir sem þessar eru algengar á Norður- löndunum við heilsugæslu smá- barna. Guðfinna Eydal staðfærði könnunarformið. \ Vandi þeirra barna, sem töldust eiga við erfiðleika að etja kom m.a. fram í nagi á nöglum, kækjum ým- iskonar, ósjálfráðum þvag- og saurlátum, alvarlegum svefntrufl- unum, geðofsaköstum og aðskiln- aðarkvíða. Einnig kom vandi þess- ara barna fram í erfiðleikum við að mynda eðlileg tilfinningatengsl við aðra. Einkenndust börnin þá gjarnan af því að vera annað hvort árásargjörn eða fram úr hófi bæld og lokuð. Greinilegur mismunur kom fram milli kynjanna: drengir virðast í heild vera árásargjarnari og stúlkur fremur bældar og lokaðar. í heild var niðurstaðan sú, að geðheilsa fjögurra ára drengja væri nokkuð verri en geðheilsa fjögurra ára stúlkna. , Það helsta sem kom í ljós varð- andi þroskamat þessara barna var að málþroski var lélegur, þau skorti kunnáttu á ýmsum atriðum, sem talið er eðlilegt að börn á þess- um aldri ráði yfir, og formskyn þeirra reyndist illa þroskað. Börn sem komu illa út úr þroskamatinu höfðu meiri tilhneigingu til að lenda í flokkum, sem alvarlegri töldust samkvæmt geðheilsumati. Samband reyndist vera nokkurt á milli starfsstéttar föður og geð- heilsu barnsins: því neðar sem faðirinn er í starfsstéttastiganum því meiri er tilhneiging barnsins til að búa við slæma geðheilsu. Þetta má tengja ytri aðstæðum foreldra: verkamaður getur t.d. ekki „skaffað" á borð við skrifstofu- stjóra og það getur aftur leitt til tíðra flutninga, andlegs álags á for- eldrin og margs konar stress og áhyggjur. Guðfinna Eydal sagðist hafa orðið vör við talsverða erfið- leika hjá mörgu því fólki, sem í könnuninni lenti, og benti á, að að- stæður smábarnaforeldra væru oft vægast sagt bágbornar hérlendis. ast. Frídarvaka um hvítasunnu Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins boðar til mikilla aðgerða um Hvíta- sunnuna. Það er: Hópferð á Snæfells- nes. Gist verður í félags- heimilinu Skildi við Stykkishólm. Þar verða rædd friðar- og afvopnun- armál og höfð uppi ýmis skemmtan á kvöldvökum. Frá félagsheimilinu verður farið í skoðunarferðir á fal- lega staði á nesinu undir leiðsögn heimamanna. Dagskrá (í gróf- um dráttum) Laugardagur 21. maí kl. 0.9.00 Brottför úr Reykjavík - 13.00 Komið að Skildi - 14.00 Skoðunarferð - 19.00 Kvöldverður 21.00 Kvöldvaka Sunnudagur 22. maí kl. 13.00 Skoðunarferð - 20.00 Kvöldverður - 22.00 Kvöldvaka Mánudagur 23. maí kl. 13.00 Tiltekt og brottför - 17.00 Komið til Reykja- víkur Tvær heitar máltíðir eru innifaldar (laugardags- og sunnudagskvöld) en annan mat verður hver og einn að hafa með sér. Fyrir utan svefnpokann væri æskilegt að fólk hefði með sér litla dýnu. Og svo er að sjálf- sögðu góða skápið alltaf með í förum. Verð er áætlað u.þ.b. kr. 600. Allir ungir og hressir sósíal- istar eru eindregið hvattir til að koma með og tilkynna þátttöku í síma 17500 í síð- asta lagi á miðvikudags- kvöld þann 18. maí. Sjáumst hress og kát. Undirbúningshópur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.