Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 7
Helgin 14.-15. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Á að leggja áherslu á einhliða aðgerðir í afvopnunarmálum eða fyrst og fremst á alþjóðlega samninga um þau mál? Austur-Evrópa fór ifýlu: Óháða friðarhreyfmgin á fundi í Vestur-Berlín Nú í vikunni hófst í Vestur-Berlín fundur sem menn telja mikilvægan um fyrir framtíð friðarhreyfinga í Evrópu. Þar er í fyrsta sinn saman komin sú friðarhreyfing sem telst vera óháð hagsmunum beggja risavelda. í næstu viku verður svo haldið áfram að ræða í Genf um meðal- dræg kjarnorkuvopn og mun það einnig skipta miklu fyrir framtíð friðarhreyfinga hvernig málum reiðir af þar milli fulltrúa Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. E.P.Thompson: vildi fá bæði „óháða“ og „opinbera“ friðarsinna til Berlínar. Ágreiningur En bæði Berlínarfundurinn og viðræðurnar í Genf hafa leyst úr læðingi miklar andstæður innan friðarhreyfingarinnar. Sá ágrein- ingur sem þar hefur komið fram leiðir m.a. til þess, að fundurinn í Vestur-Berlín er sýnu fámennari en við hafði verið búist, en það þarf ekki að þýða að hann verði ómerki- legri fyrir bragðið. Ekki koma neinar opinberar sendinefndir frá Sovétríkjunum eða öðrum löndum Austur-Evrópu og einnig munu þeir í friðarhreyf- ingum Vestur-Evrópu sem hafa í stórum dráttum tekið málstað Sov- étmanna í ýmsum deiluefnum láta sig vanta. Astæðan er sú, að skipu- leggjendur Berlínarfundarins hafa lagt á það mikið kapp að hafa sam- band við hópa í Austur-Evrópu sem hafa reynt að koma á fót sjálf- stæðum friðarhópum, sem ekki færu í einu og öllu að fyrirmælum stjórnvalda. Mest hefur farið fyrir slíkum hópum í Austur-Þýskalandi og þá í tengslum við kirkjur lands- ins. Báðir sekir Sumir telja það miður að slíkur klofningur sé að staðreynd orðinn, en aðrir telja bót að því að nú séu hreinlega dregin mörkin milli óháðra friðarhreyfinga og þeirra sem fylgja öðru stórveldinu að mál- um í veigamiklum greinum. Þeir sem mæta til Berlínar eru einkum þeir sem aðhyllast viðhorf END (Kjarnorkuafvopnun í Evr- ópu) en helsti oddviti hennar er breski sagnfræðingurinn E.P.T- hompson, sem í fyrra kom til ís- lands í boði Samtaka herstöðva- andstæðinga. END hefur gefið út stefnulýsingu þar sem lögð er. áhersla á að bæði risaveldin beri ábyrgð á vígbúnaðarkapphlaupinu og ekki sé ástæða til að skipta sekt- inni milli þeirra eftir einhverjum formúlum. í annan stað eru vax- andi umsvif áhrif hernaðarvélar- innar í báðum hernaðarblökkum gagnrýnd sem og sá háski sem af þeirri maskínu stafar fyrir sjálf- stæða hugsun og mannréttindi. Sovétmenn reiðir Reyndar er það svo, að ýmsir talsmenn END og þá ekki síst E.P.Thompson, hafa í vaxandi mæli beint gagnrýni sinni að So- vétríkjunum að undanförnu og þá fyrir þær ofsóknir sem opinberu friðarhóparnir hafa sætt. Gagnrýni á stefnu Sovétríkjanna í vígbún- aðarmálum og á mannréttindabrot af þeirra hálfu hefur leitt til harðra viðbragða frá Moskvu. Til dæmis hefur formaður Friðarráðsins sovéska, Júrí Sjúkof, í bréfi fyrir nokkrum mánuðum gagnrýnt END harðlega fyrir að „kljúfa friðarhreyfinguna“ og heyja „kalt stríð gegn sósíalískum ríkjum“. Einhliða aðgerðir? En fleiri deiluefni eru uppi í friðarhreyfingunni en afstaðan til Sovétríkjanna. Meðal annars þarf hún að gera það upp við sig, hvort hún á aðeins að berjast fyrir af- vopnun í þrengri merkingu orðsins eða hvort hún á einnig að láta til sín taka í ýmsum félags- og mannrétt- indamálum. Líkur benda til þess að friðarhreyfingin vilji tengja saman mál eins og atvinnuleysi, stöðnun í efnahagslífi og útgjöld til hernað- ar. í annan stað er spurt að því, hvort friðarhreyfingarnar eigi að berjast fyrir einhliða aðgerðum í afvopnunarmálum í eigin löndum, eða eiga þær að leggja höfuðá- herslu á gagnkvæma afvopnun sem byggi á alþjóðlegum samningum? Og þarf hið fyrra að útiloka hið síðarnefnda? Búast má við, að svarið verði það, að friðarhreyfing- ar í hverju landi verði að hafa sem mest frjálsræði um það, hvaða áherslur þær helst kjósa sér í starfi sínu. ÁB tók saman. Combi Camp 3 útgáfur ’83 '.W.\ psipgf CC 150 Háfættur fjallavagn sem kemst um allt hálendiö. Svefnpláss fyrir 4. Verö kr. 29.775,- CC 200 Sá reyndasti I fjölskyldunni. Svefnpláss fyrir 5-8. Gott far- angursrými. Verö kr. 41.600.- CC 202 Lúxus útgáfan sem tekur viö af hinum vinsæla Easy. Svefnpláss fyrir 5-8 og gott farangursrými. (Fæst einnig með 2 öxlum til fjallaferöa.) Verö kr. 53.435.- Oa Benco Bolholti 4 sími 91-21945/84077 Gengi 10.2.83. i^> Auglýsið í Þjóðviljanum <j| TIL GRIKKLANDS MEÐ NÁMSMANNAFLUGI OGÞÚKEMST ÞANGAÐ TÍMANLEGA TILAÐ FÁ NÝBAKAÐ GRÍSKTBEAUÐ AÞENA. Nú er mögulegt að komast til Aþenu með náms- mannaflugi frá London, Amster- dam eða Kaupmannahöfn og ferðast síðan frjálst um Grikk- land. Aþenu er erfitt að lýsa. Sumir segja að hún sé óhrein og hávaðasöm, en aðrir halda því fram að hún sé engu öðru I ík og hafi töfra sem séu ómótstæði- legir. Ekki síst sé dvalið þar í 1 -2 daga í byrjun eða lok Grikklands- ferðarinnar. Til að komast að hinu sanna er aðeins til eitt ráð, - þú verður að sjá hana sjálf(ur). Að sjálfsögðu er tilvalið að nota Alþjóðlega Afsláttarskírteinið eða Stúdentaskírteinið og líta ögn á menninguna á staðnum, - því hana er jú Grikkland frægt fy™ Verð: 11.980.- BAÐSTRANDIKNAR OG NÁJTURÚFEGURÐINA ERAFTUR Á MÚIIAÐ HNNA Á GRÍSKUEVJUNUM Þar eru hreinar og cjóðar bað- strendur, einstök veðursæld, fjöldi veitinga- og skemmtistaða og síðast en ekki síst sérstæð menning, þar sem gestrisni og innileiki eru i fyrirrúmi. Hægt er að velja um 1 -3ja vikna ferðir og brottfarir eru frá Kaup- mannahöfn tvisvar f viku. Á KOS er að finna sérstæða menningu og mikið af fornum minjum, m.a. má enn sjá merki um skóla Hippokratesar - föður læknislistarinnar. LEROS - eyja Díönu veiðigyðju, hefur engan flugvöllinn, en þangað er þó ekki nema 3ja tíma sigling frá Kos. Á Leros gengur lífið sinn vanagang í friðsemd og rólegheitum. 2 vikur á Kos: 13.800. 2 vikur á Samos: 13.770. 2 vikur á Leros: 13.790. Morgunverður innifalinn. Á SAMOS getur þú upplifað einfaldleikann á sama hátt og Pýþagóras og fegurðina eins og Fönekíumenn, enda töldu þeir Heru - gyðju fegurðar fædda á Samos. FERÐA SKRIFSTOFA STÚDENTA Hringbraut, sími 16850

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.