Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 19
Helgin 14.-15. rnaí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 skák 20 þúsund ungmenni hafa tekið þátt i skólaskákinni frá upphafi: Arnaldur og Andri urðu , ,Skólaskákmeistarar 1983 55 Helgi Ólafsson skrifar Fyrir um hálfum mánuði síðan lauk í félagsmiðstöðinni í Hafnar- firði skákkeppni grunnskólanna sem Skáksamband Islands hefur staðið fyrir í cin fimm ár í sam- vinnu við menntamálaráðuncytið sem útnefnt hefur sérstaka skóla-' skákncfnd til að sjá um fram- kvæmd kcppninnar. Talið er að frá því að fyrsta skólamótið var háð 1979 hafi um 20 þúsund ungir skák- menn, piltar og stúlkur, tekið þátt í kcppni þessari og sýnir það Ijóslega hinn feiknarlcga skákáhuga hér á landi. Keppnisfyrirkomulagið hef- ur allt frá því að lagt var upp með skólaskákmótið verið með þcirn hætti að að aflokinni keppni í hverjum skóla fyrir sig hafa farið fram kjördæmismót eða svæða- mót. Þaðan hafa nokkrir efstu menn unnið sér þátttökurétt í sér- stakri úrsiitakeppni sem að jafnaði hefur farið fram milli 8 skákmanna í tveimur flokkum, eldri og yngri. Ekki kann ég orðið nöfn þeirra fjölmörgu sigurvegara í mótunum en víst er að þau hafa ýtt rækilega við skákáhuga ungmenna. Þarna hafa vakið athygli ungir skákmenn sem að öðrum kosti hefðu átt erf- iðara með að vekja athygli á hæfi- leikum sínum. Ég minni á Bolvík- inginn Halldór G. Einarsson sem flestum á óvart sigraði í yngri flokki skólamótsins þegar það fyrst var haldið.um vor 1979. Nú í ár létu nemendur sig ekki vanta til keppni og varð hún hörð og spennandi. 10 skákmenn tefldu til úrslita í flokkunum tveimur, 4 frá Reykjavík, 4 frá Reykjanesi og tveir keppendur frá Vesturlandi, Vestfjörðum, Suðurlandi, Austur- "Tandi, Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra. Umhugsun- artími á hverja í skák í úrslitunum var 45 mínútur á hvern keppenda í yngri flokknum, en IV2 klst. á 30 leiki og 20 mínútur til að ijúka skákinni í eldri flokknum. Um- sjónarmenn úrslitakeppninnar voru þeir Sigurberg Elentínusson og Bergur Óskarsson en ónefndir eru þeir fjölmörgu sem lögðu keppninni lið á einn eða annan hátt. Úrslit hafa að nokkru verið rakin hér í blaðinu fyrir nokkru síðan, en fyrir siðasakir verða þau endurbirt: Eldri flokkur: 1. Andri Áss Grétarsson (Reykja- vík) 7*/2 v. 2. Páll Ágúst Jónsson (Siglufirði) 6V2 v. 3. Úlfhéðinn Sigmundsson (Sel- fossi) 6v. 4. Guðmundur Árnason (Haga- skóla) 5'/2 v. 5. Björn Jónsson (Egilsstöðum) 4>/2 V. 6. -7. Kristján Pétursson (Mosfells- sveit) 4 v. 6.-7. Sveinn Pálsson (Akureyri) 4 v. 8. Jón Gunnar Jónsson (Seltjarn- arnesi) 3 v. 9. Steingrímur Ólafsson (Reyk- holti) 2Vi v. 10. Sverrir Valdimarsson (Vest- fjörðum) 1 v. Yngri flokkur: 1. Arnaldur Loftsson (Reykjavík) IV2 v. 17. helgarskákmótið KEÁ-mótið á Akureyri Jóhan Þórir Jónsson ritstjóri og útgefandi tímaritsins Skákar stóð fyrir sínu 17. helgarskákmóti um síðustu helgi. Fór mótið fram á Stykkishólmi og var hið fyrsta sinn- ar tegundar á þessu ári. Sakir flensufaraldurs, prófa og heldur lít- illar auglýsingar var þetta mót hið fámennasta í sögu helgarmótanna. Bæði var það að að sunnan komu heldur færri til keppni en tíðkast hefur og auk þess reyndust heima- menn tregara til þátttöku en við var búist. Mótið fór fram í glæsilegum húsakynnum Hótels Stykkishólms og væsti svo sannarlega ekki um keppendur. Þegar upp var staðið í keppninni hafði sá sem þessar línur ritar hlotið flesta vinninga og var Vi vinningi á undan næsta manni, Sævari Bjarnasyni. Varð röð efstu manna þessi: 1. Helgi Ólafsson 6 vinning af 7 mögulegum. 2. Sævar Bjarnáson 5*/2 vinning. 3. Óli Valdimarsson 5 vinninga. 4. -7. Ásgeir Þór Árnason, Gunnar Gunnarsson, Dan Hansson og Hilmar Karlsson, allir með 4V2 vinning. Undirritaður hóf mótið með því að vinna fjórar fyrstu skákirnar. Jafntefli úr hagstæðari stöðu gegn Sævari Bjarnasyni, sigur yfir Hilm- ari Karlssyni í 6. umferð og jafn- tefli við Ásgeir Þór Árnason í síð- ustu umferð nægðu til efsta sætis. Sævar gerði jafntefli við Bjarna Einarsson í 2. umferð og Dan Hansson í 6. umferð. Frammistaða hans kom fáum á óvart en á hinn bóginn sýndi Óli Valdimarsson á sér skemmtilega hlið og krækti í 3. verðlaun. Benóný Benediktsson hlaut öldungaverðíaunin og Bjarna Einarssyni voru veitt verðlaun fyrir að ná bestum árangri heima- manna. Næsta helgarmót er ráð- gert um næstu mánaðamót í Ólafs- firði. Skákfélag Akureyrar mun í sam- vinnu við Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, standa fyrir helgarskákmóti á Akureyri um hvítasunnuhelgina. Mótið fer fram á Hótel KEA og verður með mjög svipuðu sniði og þau helgarmót sem Tímaritið Skák og Skáksamband íslands hafa stað- ið fyrir. Tefldar verða 7 umférðir eftir svissneska kerfinu og er um- hugsunartími IV2 klst. á 30 leiki og Arnaldur Loftsson „Skólaskákmeistari 1983“ í yngra flokki. - Ljósm.: - Atli. síðan V2 klst. á hvern keppanda til að ljúka skákinni. Flestir sterkustu skákmenn á Norðurlandi munu taka þátt í þessu móti og ennfremur hefur ver- ið boðið nokkrum af sterkustu skákmönnum sunnanlands til keppni. Þátttaka er öllum opin, en upplýsingar gefa þeir Gylfi Þór- hallsson í síma 23926 og Áskell Örn Kárason í síma 25788. Svæðisnúm- er á Akureyri er 96. 2. Karl Ó. Garðarsson (Hrunam- annahreppi, Rangárvallasýslu) 6'/2 v. 3. Magnús Pálmi Örnólfsson (Bol- ungarvík) 6 v. 4. HannesH. Stefánsson (Reykja- vík) 5'/2 v. 5. -6. Birgir Ö. Birgisson (Borg- arnesi) 5 v. 5.-6. Sigurður Ingi Sigurjónsson (Keflavík) 5 v. 7. Sigurður Jón Gunnarsson (Siglufirði) 4 v. 8. Daníel Pétursson (Svalbarðss- trönd) 3>/2 v. 9. Elís Þór Rafnsson (Fáskrúðs- firði) IV2 v. 10. Bjarni Daníelsson (Kópavogi) 0 v. Það hefur sýnt sig á úrslitum skólaskákmótanna að þeir skák- rnenn sem náð hafa því takmarki að komast í úrslitakeppnina hafa síðar vakið athygli fyrir tilþrif sín á skákborðinu sbr. Jóhann Hjartar- son ellegar Karl Þorsteins. Fyrir þá sem komust ekki í úrslitin eða fögnuðu litlu gengi í úrslitunum er vert að rifja upp að margir mestu snillingar skáksögunnar hafa verið núllaðir út í sínurn fyrstu mótum. Kúnstin við það að ná langt-í skák- inni, sem og öðrum íþróttum, er auðvitað sú að taka áföllum með jafnaðargeði og heita því að gera betur næst. Sigurvegarinn í yngri flokknum, Arnaldur Loftsson, hlýtur að vekja nokkra athygli þeirra sem fást við að skrifa í blöð fyrir þá sök, að hann hefur einnig náð umtalsverð- um árangri í annarri íþróttagrein, sem einnig krefst ómældrar vinnu og þjáninga áður en árangur næst, nefninlega knattspyrnu. Fátt er erfiðara en að gera upp milli tveggja íþróttagreina, sé skákin tekin inn í íþróttadæmið og ætlar sá sem þessar línur ritar ekki að gerast spámaður í því hvor greinin verði að lúta í lægra haldi, einkum þó ef haft er í huga að meðfram stundar Arnaldur nám í klarinettuleik. Hann kom einn daginn arkandi inn á blað og sýndi mér eina af vinningsskákum sínum úr mótinu þar sem hann leggur að velli annan ungan pg efnilegan skákmann sem vakti eftirtekt fyrir glæstan sigur á skólaskákmóti Norðurlanda sent haldið var í Finnlandi fyrr í vetur. 4. umlérð skólaskákmótsins 1983, yngri flokkur: Hvítt: Hannes Illíðar Stefánsson Svarf: Arnaldur Loftsson Sikileyjarvörn (Dreka-afbrigðið) 1. e4 c5 6. Be3 Rcó 2. Rf3 d6 7. Be2 Bg7 3. d4 cxd4 8. 0-0 0-0 4. Rxd4 Rf6 9. Rb3 Be6 5. Rc3 g6 10. f4 Ra5 (Ekki láta þessir piltar sig muna um að láta teóríuna vaða enda víðlesn- ir í þrætubókafræðunum þó ekki séu þeir ýkja háir í loftinu, Arnald- ur 12 ára og Hannes 11 ára. Arn- aldur fræddi mig á því að á þennan hátt hafi þeir teflt í skólamóti fyrr í vetur og hér hafi hann beðið með endurbót á taflmennsku sína frá þeirri skák). 11. Rd4 Bc4 12. Bd3 Hc8 13. Hcl (Þannig höfðu þeir teflt í áður- nefndri skák og þá sigraði Hannes. í millitíðinni gaf Arnaldur sér tíma til að kíkja í bók og lék nú sterkum leik...) 13. ... e5! (Svartur fer langt með að ná betri stöðu með þessum leik) 14. fxe5? (Ef hægt er að tala um reglur í skák, |rá hlýtur ein reglan að hljóða svo að varlega skuli hvítur fara í áð skipta upp á e5 í stöðum sem þess- um. Hann gat leikið 14. Rf3 sem Arnaldur hugðist svara með 14. Rf3) 14. ... dxe5 15. Rb3 Rxb3 16. axb3 Bxd3 17. Dxd3 Dxd3 18. cxd3 a6 (Endataflið er sýnilega svörtum í hag þar sent hvítur verður að horfa í margvíslegar veikingar á peða- stöðu sinni. Hér átti hvítur að leika 19. Bg5 og má allvel við una eftir 19. - Hc6 20. Bxf6 Bxf6 21. Rd5 Bg5) 19. Ra4 Hfd8 20. Hxc8 Hxc8 21. Hcl Hxcl 22. Bxcl Rd7 23. Be3 Bf8 24. Kfl b5 25. Rc3 (25. Rb6 kom sterklega til greina. Eftir t.d. 25. - Rxb6 26. Bxb6 Bh6 hefur svartur vinningsmöguleika en þeir eru ekki meiri en jafnteflis- ntöguleikar hvíts) 25. ... Bc5 26. Ke2 Bxc3 27. Kxe3 Rc5 28. b4 Re6 29. Rd5 K18 30. Rf6 Kc7! (Svartur óttast hvergi „peðsvinn- inginn“ 31. Rxh7 vegna 31. - f6! og riddarinn lokast inni á h7) 31. Rg4 f6 32. g3 Kf7 (Nokkuð svo ráðleysislegir leikir sent nú eru leiknir eiga sér skýring- ar í tímahraki beggja keppenda) 33. Rf2 Ke7 34. Rdl Rd4 35. Rc3 Rc2+ 36. Kd2 Rxb4 - Lengra komst Arnaldur ekki í skriftum þar sent tímaskortur var farinn að hrjá hann meira en góðu hófi gegndi. Staða hans er að sjálf- sögðu létt unnin og vinninginn hal- aði hann í land án mikilla erfið- leika. Þessi sigur hans var mikil- vægur, því lengi vel var llannes aðeins Vi vinningi á eftir honurn eða þangað til hann tapaði skákum sínum í 8. og 9. umferð. Fasteign á Akureyri Tilboð óskast í fasteignina Ráðhústorg 3 Ak- ureyri 2., 3. og 4. hæð. Gólfflötur hverrar hæðar er um 106 m2. Fasteignin er nýlega endurnýjuð, og hentar vel fyrir skrifstofur, fél- agsstarfsemi og að hluta fyrir íbúðir. Fasteignin selst sem ein heild, eða hver hæð fyrir sig. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar veittar að Ráðhústorgi 3 Akur- eyri 2. hæð síma 96-22890 kl. 9-12 og 14-16 alla virka daga. Trésmiðafélag Lífeyrissjóður Akureyrar trésmiða

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.