Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 27
Helgin 14.-15. maí 1983 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 27 Stj órnarmyndunin: Mun snúa mér til Sjálfstæðlsmanna sagði Steingrímur Hermannsson eftir þingflokks og framkvæmda- stjórnarfund Framsóknarmanna í gær Þingflokkur og framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins kom saman til fundar í gær og að honum loknum sagði Steingrímur Her- mannsson formaður flokksins að niðurstaðan hefði orðið sú á fund- inum að óska eftir viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Hann var þá spurður hvort eitthvað hefði breyst frá því að þessir sömu aðilar slitu viðræðum sl. miðvikudag að öðru leyti en því að nú færi hann sjálfur með um- boðið til stjórnarmyndunar? Við höfum farið vandlega yfir þau málefni sem þessir flokkar hafa rætt um og við munum byrja þar sem þær viðræður enduðu. Eg hef, eftir að ég fékk umboð til stjórnarmyndunar, átt viðræður við fulltrúa allra flokka og lista og. útúr þeim viðræðunr kom það, að engin von væri til að korna saman ríkisstjórn 4ra eða 5 flokka á svo skömmum tíma sem nú er. Áttu þá við tímann fram að hvíta- sunnu? Já, við geturn sagt það, en ég hygg að það yrði mikið verk að koma saman ríkisstjórn svo margra flokka og ennþá nreira verk að halda slíkri stjórn saman. Við Framsóknarmenn viljum ekki mynda ríkisstjórn til skamms tíma og munum ekki taka þátt í því. Nú hafið þið á þessum fundi samþykkt nýjar eða endurskoðað- ar efnahagstillögur og það bar ekki svo mikið í milli þegar þið slituð viðræðum á miðvikudaginn, ertu bjartsýnn á að saman dragi nú? Já, ég er það, ég vona það að minnsta kosti. Hvað með tímamörk á þinni stjórnarmyndunartilraun? Ég hef sagt það við Forseta ís- lands að ég vilji láta þessa tilraun ganga hratt og vel og það hygg ég Kannski dugar helgin, sagði Steingrímur. að Sjálfstæðismenn vilji líka, en aðalatriðið er að það komi fljótt í Ijós hvort það er raunverulegur vilji og möguleiki til stjórnarmynd- unar. Dugar þessi helgi ? Ef það erekki vilji þá dugar hún, annars þarf lengri tíma. Kemur AI|rýðuflokkurinn inní þessar viðræður? Hann hefur sett sín skilyrði og ég er sammála því sem Geir Hall- grímsson sagðium þau, að ekkiværi hægt að ganga að þeim. -S.dór Starfslaun listamanna Fjörutíu og tveir hlutu starfslaunin Úthlutunarnefnd starfslauna listamanna hefur tilkynnt um starfslaun fyrir árið 1983. Samtals sóttu 103 listamenn um laun að þessu sinni en 42 höfðu erindi sem erfiði. Samkvæmt fjárlögum eru 2.5 miljónir ætlaðar til þessa og miðast starfslaunin við byrjunar- laun menntaskólakennara. Þeir sem hlutu starfslaun eru þessir: 10 inánaða laun: Einar Hákonarson til að vinna að myndlist. Hjálmar H. Ragnarsson til að vinna að tónverkum. 6 mánaða laun: Áslaug Ragnars til að semja leikrit. Borgar Garðarsson til að vinna að leiksýningu. Edda Erlendsdóttir til að undirbúa tónleikahald. Einar G. Baldvinsson til að undir- búa myndlistarsýningu. Einar Þorláksson til að vinna að myndlistarsýningu. Hafliði Hallgrímsson til að vinna að tónverkum. Magnús Pálsson til að vinna að myndlistarsýningu. Oddur Björnsson til að vinna að leikritagerð. Ólafur Haukur Símonarson til að vinna að leikritagerð. Ragnar Kjartansson til að vinna að myndlistarsýningu. Sigrún Guðjónsdóttir til að vinna að myndlistarsýningu. Steinunn Marteinsdóttir til að undirbúa myndlistarsýningu. Þórarinn Eldjárn til að fullgera smásagnasafn. 3ja mánaða laun: Alfreð Flóki til að vinna að mynd- list. Ása Ólafsdóttir til að vinna að , myndlist. Ásgeir Jakobsson til að vinna að skáldsögu. Brynhildur Þorgeirsdóttir til að vinna að myndlistarsýningu. Einar Guðmundsson til að vinna að ritstörfum. Guðjón Ketilsson til að vinna að myndlistarsýningu. Guðmundur L. Friðfinnsson til að vinna að ritverki. Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum til að vinna að skáldsögu. Guðmundur Thoroddsen til að vinna að myndlist. Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir til að undirbúa sýningu. Gunnar Dal til að vinna að ljóðabók. Hallsteinn Sigurðsson til að vinna að myndlist. Hjalti Rögnvaldsson til að vinna að leikgerð. Jakob Jónsson til að vinna að mál- verkasýningu. Jónas Guðmundsson til að vinna að leikriti og smásagnasafni. Níels Hafstcin til að undirbúa sýn- ingu. Ólafur Ormsson til að vinna að rit- störfum. Ómar Þ. Halldórsson til að skrifa skáldsögu. Sigfús Halldórsson til að vinna að tónsmíðum og undirbúa mynd- listarsýningu. Sigríður Guðjónsdóttir til að undirbúa sýningu. Sigurður Þ. Sigurðsson til að vinna að myndlistarsýningu. Sigþrúður Pálsdóttir til að undir- búa sýningu. Steinunn Sigurðardóttir til að vinna að skáldsögu. Sveinn Björnsson til að vinna að myndlist. Veturliði Gunnarsson til að vinna að nryndlistarsýningu. Valgerður Þóra Benediktsson til að semja skáldsögu. Þorbjörg Þórðardóttir til að vinna að myndlistarsýningu. Uthlutunarnefnd skipuðu Magn- ús Þórðarson, formaður úthlutun- arnefndar listamannalauna, Þor- kell Sigurbjörnsson, forseti Banda- lags íslenskra listamanna, og Run- ólfur Þórarinsson stjórnarráðsfull- trúi, formaður nefndarinnar. Laus staða deildarstjóra í skrifstófu Alþingis Staða deildarstjóra í skrifstofu Alþingis er laus til umsóknar. Veitt frá 1. júlí 1983. Verkefni m.a.: Ritstjórn prentunar þingskjala og skjalaparts Alþingistíðinda. Menntun cand. mag próf frá Háskóla íslands. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Um- sóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berisl skrifstofunni eigi síðar en 15. júní n.k. Skrifstofa Alþingis 13. maí 1983 Göngudagur ásunnudag Norræna Trimmlandskeppnin fyrir fatlaða hefur gengið mjög vel fram að þessu, og er þátttaka sér- lega góð á fjölmörgum heimilum og dvalarstofnunum fyrir fatlaða. Af þeim stöðum sem við höfum haft samband við er þátttakan víða allt að 100%. Vinsælustu greinarn- ar fram að þessu eru án efa sund, hjólastólaakstur og ganga. íþróttasamband fatlaðra hefur ákveðið að efna til sérstakra göngu- daga í tilefni Trimmlandskeppn- innar og verður sá fyrsti núna á sunnudag. Gangan hefst kl. 13.30. Gengið verður frá Sjálfsbjargar- húsinu, Hátúni 12 og eru sem flest- ir hvattir til að mæta. Laugardag- inn 21. maí hefst gangan frá sama stað kl. 11.00 og sunnudaginn 29. maí kl. 13.30. Trimmlandskeppninni lýkur 31. Myndlista- og handíðaskólinn Vorsýning Árleg vorsýning Myndlistar- og handíðaskólans verður opnuð í húsnæði skólans að Skipholti 1 kl. 14 í dag. Nemendur 4. árs halda sýningu að Skipholti 25 á lokaverkefnum sínum. Sýnt verður tauþrykk, vefn- aður, grafík, málverk, auglýsinga- gerð og sitthvað fleira sem nem- endur skólans hafa glímt við í vetur. Um 200 nemendur stunduðu nám við skólann í vétur en vin- sælustu deildir skólans eru auglýsinga- og málunardeild. 60 kennarar kenndu við skólann í vet- ur, þar á meðal nokkrir þekktir er- lendir listamenn. í gær unnu nemcndur skólans við að hengja upp myndverk sín fyrir sýninguna. Mynd -eik. fg? Lausar stöður í jf hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör skv. kjarasamningum. • Staða forstöðumanns við eftirtalin heimili. Fóstrumenntun er áskilin: - Dagheimilið Laufásborg, Laufásv. 53 - Dagheimilið/ leikskólann Ösp, Asparf. 2 - Leikskólann Leikfell, Æsufelli 4 - Skóladagheimilið Auðarstraeti 3. • Fóstrustöður við eftirtalin dagvistarhefmili: - Hlfðaborg v. Eskihlíð - Hólakot v. Suðurhóla - Vesturborg, Hagamel 55 - Ægisborg v. Ægisíðu Upplýsfngar veitir umsjónarfóstra Fornhags §, síma 27277 eða forstöðumaður viökomandi dagvistar- heimihs. matsveins við Þjónustufbóðtr iMraðra við Dalbraut. Upplýsingar veitir forstöðumaður Þjónustuíbúða aldr- aðra, í síma 85377. Umsóknir skulu vera skriflegar og grema »».a. frá menntun og starfsreynslu, auk almennra pirsónu- legra upplýsinga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahaWa Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. haeð fyrtr kl. 16.00 miðvikudaginn 25. maí 1983.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.