Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.-15. maí 1983 Austur í Síbiríu, þar sem heitir Búrjatía er aö finna mikiö safn fornra bóka sem lýsa hinni fornu læknislistTíbeta. En meðal Búrjata var búddatrú útbreidd og fylgdi þeirri trú sérstæö læknisfræðileg þekking úrTíbet, sem margir hafa forvitni á að kynna sér, ekkisístátímum endurskoðunar á mörgum hlutum í læknisfræðum. Lídía Khúndanova heitir búrj- ötsk kona sem er flestum fróðari um hinar fornu bækur, sem hafa varðveist allvel, sveipaðar löngum silkiströngum. Hér fer á eftir frá- sögn blaðamanns APN af heim- sókn til þeirrar deildar Vísindaaka- demíu Síbiríu sem Khúndavona stýrir. „Sáerþessa bókles... skal sleginn kvöl... “ Ég hef fyrir framan mig bók í fjórum bindum „Tsjúd-Si“ eða „Hinar fjórar undirstöður leyndarfræðanna í átta greinum“. í upphafi hverrar bókar eða við lok hennar getur að líta ógnandi viðvörun: „Sá sem þessa bók les, og er ekki til lækninga vígður og hefur ekki svarið eið að geyma leyndarmál hennar, hann skal sleginn biindu eða kvöldum á næstu endurfæðingarskeiðum". - Við vorum slegin kvölum miklu fyrr, eftir að við fórum að rannsaka bókina, - segir Lídía Khúndanova og brosir. - Textar þeirra Tíbetmanna eru mest á lík- ingamáli. Það er eiginlegt öllum austurlenskum frásagnarstíl. Auk þess er merking flestra hugtaka í „Tsjúd-Si“ gefin í tölutáknum. Einum sjúkdómi er þannig lýst í bókinni: „Konungi er illt, leyndarráðin mæðast, ungherrarn- ir renna út í svita". I ljós kemur að „konungurinn“ er hérna hjartað, „leyndarráðin" eru lungun og „ungherrarnir“ eru bólgin liðamót. Sjúkdómurinn er vangæft hjarta og lungu. Hann var læknaður þannig að sjúklingurinn skyldi fá „eldfugl- inn“ settan upp á „fákinn“ og eftir það skyldi hann hafa „svipuna". Eftir tímafreka leit fannst það loks að „eldfuglinn“ er lyf samsett út tólf efnum en „fákurinn" er annað lyf samsett úr fjórum efnum og er gefið til þess að hið fyrra efnið fari að „loga“. „Svipan“ er svo gefin til þess að hreinsa hin efnin tvö úr innyflunum í einni svipan. Menn hafa áður tekið sér fyrir hendur að þýða „Tsjúd-Si“. En það voru annaðhvort orðréttar þýðingar eða þá ortar. Þær hafa ekkert vísindalegt gildi einar sér. Til þess að fá meiningu og notagildi í þýðingu verður að þýða „hugsanir bókarinnar en ekki orð“, eins og E. Obermiller austurlandafræðingur komst að orði. Þessvegna starfa, ásamt þýðendum, læknar, lyfja- fræðingar, efnafræðingar, grasa- fræðingar og fleiri að þýðingu bók- arinnar. Alls eru þetta fimmtíu manns á þrem rannsóknarstofum. og við notum margföldunartöfluna án þess að hugsa um hana. Þegar læknirinn var kominn á efsta stig kunnáttunnar átti hann að finna til einskonar hugljómunar með sjálf- um sér, samkvæmt „Tsjúd-Si“. Minnið er þó langt frá því það eina sem krafist var að tíbetskur læknir hefði til brunns að bera. „Sjón hans, heyrn, ilman, smekkur og tilfinning verða að vera ítur- þroskuð", getur að líta í „Tsjúd- Si“. Skynfærin voru það sem tíbet- sku læknarnir höfðu í stað nútíma rannsóknarstofa og tækja til sjúk- dómsgreininga. í kafla bókarinnar um æðaslátt- inn segir, að reyndur læknir eigi að geta fundið allt að 400 blæbrigði af hegðan hans. Æðaslátturinn var skoðaður í slagæðahríslum hand- anna með því að leggja á þær bend- ifingur, löngutöng eða baugfingur. Hver fingur nam sínar upplýsingar um sex mikilvægustu líffæri manns- ins: hjarta, lungu, lifur, nýrun bæði og meltingarfærin. Nauðsyn þess að gera margþætta greiningu skilst í ljósi þess að tíb- etskir læknar til forna litu á sjúk- dóminn sem röskun á allri starf- semi líkamans en ekki bara ein- hvers eins líffæris út af fyrir sig. >4ö lækna án þess að skaða Lév Khúndanov, sem er fyrir vinnuhópi ónæmisfræðinga, bauð mér inn á „skurðstofu“ sína. Þar var verið að gera tilraun með lækn- ingu á lifrarbólgu í kanínu. Nútíma lækningar eiga ekki af- gerandi læknisráð við sjúkdómi þessum. - Það lítur út fyrir að við séum á réttri leið, - segir Lév Khúndanov. - Samkvæmt „Tsjúd-Si“ er hægt að lækna lifrarbólgu þessa á tveim vik- um. Eftir það á lifrin að vera orðin hrein eins og fjallalækur. Ennþá þorir nú enginn að ábyrgjast þetta með tímann, en verið gæti að gildi aðferðarinnar sé þegar orðið ljóst... - Megum við þá eiga von á því bráðlega...? - Niðurstöður þessara rann- sókna verða birtar, - svarar hann. - En þetta er aðeins grundvallar- rannsókn. Mikið djúp er staðfest milli tilrauna á dýrum og lækninga á mönnum. Tíbe.tsku Iæknarnir lögðu mikla áherslu á sérkenni hvers líkama fyrir sig. í sambandi við það er eftir að rannsaka og ganga frá fjölda „misvísandi“ at- riða. Það krefst trúlega ekki svo lítils tíma, en tfma verðum við að verja til þess, fyrsta boðorð tíb- etskra lækninga hljóðar upp á það: „Skaðið ekkert“. í „Tsjúd-Si“ segir að sjúkdóma skuli lækna „líkt og gengið er upp stiga“. Til að byrja með voru sjúkl- ingnum gefin ráð, lífsreglur sem hentuðu viðkomandi til að draga úr sjúkdómsáhrifunum. Dygði það ekki var sjúklingnum fyrirskrifað sérstakt fæði. Þá og því aðeins að ekki yrði árangur af þessum fyrstu stigum mátti læknirinn taka til við lyfjameðferð eða aðgerð. Linus Pauling frá USA, sem tvisvar sinnum hefur hlotið Nóbelsverðlaun, er þess fullviss að flesta kvefsjúkdóma sé hægt að fyr- irbyggja með réttu mataræði, en matarkúrar hafa lítið verið notaðir til lækninga í nútímalæknisfræði til skamms tíma. Hann telur jafn- framt að meðul þau sem notuð eru við sjúkdómum þessum, lækni þá alls ekki heldur geri það eitt að deyfa sjúkdómseinkennin og skaða líkamann með ýmsum hliðarverk- unum. Lýdía Khundanova, leiðbeinandi við lífefnavirknideild sovésku akademíunnar í Búrjatíu. Leyndardómar tíbetskra lækna Margt er gott sem gamlir kveða hreysti og sjúkdómur. Tíbetskir læknar ímynduðu sér mannslíkam- ann samansettan úr þrem megin- þáttum: efniskenndum, frumkröft- um lífsins og illum öndum. Ef allt þetta starfar eðlilega þá er líkam- inn heilbrigður. Raskist jafnvægið leiðir það til sjúkleika. Læknis- fræði Tíbetbúa lítur því ekki á hreysti og sjúkleika sem andstæður heldur tvær hliðar á sömu mynt. - Tíbetska læknisfræðin, - held- ur Badarjov áfram, - greinir sjúk- dómsástæður að í hinar ytri og hin- ar innri. Ytri ástæðurnar greinast að sínu leyti í fjóra sjúkdómsvalda: tíma, fæði, lífshætti og áhrif illra anda. Fæðan er, á sama hátt og maður- inn, afkvæmi hinna 'fimm höfuð- skepna; jarðar, lofts, vatns, elds og ljósvaka (eters). Af fæðunni verð- ur til næringarsafi í líffærum mannsins. Eftir að hafa farið gegn- um sjö þróunarstig, þar á meðal umbreytingu í blóð, breytist hann í sáð. Hringferðinni lýkur á sex sól- arhringum. Verkefni læknisins er að „þétta“ þetta ferli eins mikið og hægt er. „Sum lyf geta komið hin- um sjúku líffærum í samt lag á ein- um sólarhring“, segir í „Tsjúd-Si“. Ekki geta allir orðið læknar Ásamt Badarjov taldist mér til að það væru 22 bindi, á við 500 blaðsíður hvert, sem tíbetskur læknir átti að hafa í höfðinu af upp- lýsingum. En hann verður ekki óaðfinnanlegur kunnáttumaður fyrr en fræði hans og verkleg reynsla taka að ganga í takt. Eins Lyfin allt í kringum okkur Gömul austurlensk saga hermir að eitt sinn hafi komið til Si-Khan- Tís kínakeisara einhver af hans nándarliði og tilkynnt honum að austast f Kína þekktu vitrustu læknar ódáinslyf. Sendiboðar keisarans fóru þangað og komu til baka með þennan lífselexír ásamt heilræðum: „Fyrst var heimurinn skapaðúr, síðan maðurinn. Það Hreysti og sjúkdómur - „tvær hliðar sama penings“ - Fyrsta boðorð vísindalegra vinnubragða hvaða kerfi sém beitt er, - segir Badarjof, eínn af sam- starfsmönnum Khúndanovu, - er rað að ákvarða viðfangsefnið rétt. læknisfræðinni eru viðfangsefni sem þannig þarf að skilgreina tvö: Austurlandafræðingar þýða hinar fornu bækur og jafnframt eru Icitaðar uppi plöntur og efni sein hæfa í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.