Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.-15. maí 1983 bókmenntir A umingja blessaðar manneskjurnar Fleira á seyði Ami Bergmann skrífar íslcnskar smásögur 1847-1974. Þriðja bindi. Almenna bökal'élagið 1983. Kristján Karlsson ritstýrir þessu verki og skrifar formála í þrem hlutum, en Þorsteirin Gylfason hefur valiö sögur í síðasta bindiö. Þar er að f-inna smásögur frá aldar- fjórðungnum 1940-1974, þrjátíu og fjórar sögur eftir jafnmargahöt- unda. En það hefur verið íegla í öllu safninu, að hver skuli eiga aðeins eina sögu. Sú aðferð hefui bæði kosti og galla: fleiri höfundar geta komið við sögu og þar með ætti að vera von í meiri fjölbreytni. Á hinn bóginn gefur slíkt safn að því leyti „skakka“ mynd af ís- lenskri smásagnagerð, að traustir höfundar, sem hafa lagt mikla alúð við smásöguna, og náð allgóðum árangri eru hér orðnir jafnir öllum hinum. Von í meiri fjölbreytni var áður sagt: en hve mikil er hún í raun og veru? Það er að skilja á Kristjáni Karlssyni að honum finnist nóg um ofurvald raunsæisstefnunnar yfir íslenskri smásagnagerð. Og þegar safnið er skoðað, og þó það sé safn tiltölulega nýlegra smásagna, þá kemur það fljótlega í Ijós, að ákveðin hefðerfurðu fyrirferöar- mikil - bæði að því er varðar efnis- tök og viðfangsefnin sjálf. Framarlega í þessu þriðja bindi er saga eftir Kristínu Geirsdóttur sem heitir Klæðin rauð. Þar segir sögukona frá manni sem hún sér tvisvar bregða fyrir - í fyrra skiptið fer hún háðsyrðum um vandræða- legan og fátækan sveitamann í kaupstað, sem ætlar af engum efn- um að kaupa eitthvað fallegt á stúlkuna sína. í seinna skiptið ber sögukonu að garði í eymdarkoti, og hún skilur að hún er komin heim til „idíótsins" sem hún hafði einu sinni kallað svo, og nú blygðast hún sín fyrir hegðun sína og fyrir að henm sjálfri vegnar vel og mari að þaðer„svo mikið öfugstreymi í heiminum". Glatað líf Ekki er ástæða til að halda því fram, að þessi saga sé öðrum fremri í safninu. En hitt er víst, að hún getur vel verið einskonar samnefn- ari fyrir furðu margar af þeim sög- um sem tekjar hafa verið í þetta bindi (já og hin fyrri líka). Það lætur nærri að helmingur smásagn- anna eða nreir fjalli einmitt um þetta efni: lesandi er - einatt nreð aðstoð sögumanns - leiddur til fundar við glatað líf, við einhvern sem hefur misst af skipunum sem sigla til framtíðarinnar, lokast inni í fátækt og umkomuleysi og ástleysi, til fundar við þá sem ekki kunna á tilveruna, eiga ekki ráð undir rifi. Líkast til má útskýra þetta áleitna þema að nokkru leyti með því, að sá aldarfjórðungur sem um ræðir er tími mikilla umskipta, menn eru að hverfa frá því íslandi sem var og eru nýríkir eða svo gott sem - og þeir finna til nokkurrar sektar gagnvart þeim sem voru við þá sem biðu ósigur. Þetta fólk » skildir eftir. Og þeir eiga inni hjá er einatt tengt við það ísland sem okkur samúð. Ekki heldur meira: það á heima í sveitaheimili liðinna alda (eins þótt það sé flutt á mölina). Ósigur þess er beint og óbeint tengdur fábreytilegum möguleikum innan lífsmynsturs a undanhaldi. Og rétt eins og í þeirri sögu sem var tekin til dæmis gerist það einatt að vitnið, sögumaður- inn, áhorfandinn, finnur til sektar. Hann hefur tekið þátt í því að hæðast að þessu fólki, eða að minnsta kosti ekki lagt því lið. Hann hefur ekki gætt bróður síns eða systur. það er einhver forlagatrúarkeimur af þessum sögum yfirleitt, svona fór það og gat varla öðruvísi fariö. Uppreisnarmótífið er næsta sjald- gæft: að persóna bregðist við því hlutskipti, sem aðstæður og aðrir menn skapa henni, öðruvísi en bú- ast mátti við, snúi á vélgengnina í tilverunni. Þetta kemur fyrir t. d. hjá Jakobínu Sigurðardóttur í sér- stæðri sögu af gömlu konunni sem fékk íbúð í happdrætti og ákvað að lokum að ráðstafa vinningnum sjálf, hvað sem aðrir vilja. Það er vitanlega fleira í gangi í þessum sögum en „glatað líf". í bland við það þema eða utan þess ér stundum rakinn sá söguþráður, að barist er við grimm náttúruöfl í þessu landi. (Jóhannes Helgi,Lín- ey Jóhannesdóttir), sambands- leysið fræga lætur á sér kræla (Agn- ar Bogason). Ásta Sigurðardóttir er kornin óralangt frá því íslandi sem var í sinni sögu og þar er höf- undurinn sjálfur hættur að vera í felum, þótt miskunnarlaus birta falli á hann. Steinn Steinarr og Jón- as Árnason eru á gönguferð um höfuðstaðinn og taka öðruvísi eftir en flestir aðrir og eiga sterkara skopskyn en þunglyndur höfundur íslenskrar „meðalsmásögu". En semsagt:frávikin við megin- þemað, við sneið af glötuðu lífi, sem borin er fram með hunangi samúðarinnar, eru ekki mörg. Það fer líka lítið fyrir tilraunum til að koma flatt upp á lesandann með hugvitssamlegri fléttu, eins og þeir gera gömlu meistararnir (Háls- menið eftir Maupassant, Gjafir vitringanna eftir O’Henry, Bréf til afa í sveitinni eftir Tsjékhof). Og það er næsta sjaldan að fantasían tekur völdin eða stórýkjurnar eða skopfærslan - skopstæling á hugs- unarhætti eða öðrum texturn. En þetta gerist einkum hjá Svövu Jak- obsdóttur, Guðbergi Bergssyni og Thór Vilhjálmssyni, og síðastliðinn áratugur mun vafalaust sýna mörg dæmi um að fordæmi þeirra hafi ýmsu breytt í smásagnagerð hér á landi. En eru sögurnar „bestu" sögur hvers höfundar? Seint mundi nást samkomulag um það. Og mikinn lestur og mikla leit þyrfti til að prófa hvernig Þorsteini Gylfasyni hafi til tekist. Þó er ég viss um eitt, og það er, að sagan eftir Geir Krist- jánsson sem valin er í safnið gefur öldungis ófullnægjandi mynd af þeim höfundi. Að knýja dyra Kristján Kristjánsson, Aðalsteinn Svanur. Ljóð og mynd II. 1983 Þetta er eitt af fjölmörgum ljóðakverum í sjálfsútgáfu sem koma út allan ársins hring. Dæmi- gerð ljóð ungra manna? Það er ekki gott að segja. Að minnsta kosti er Kristján Kristjánsson ekki á þeim buxum, að grípa til stór- yrða, ósjálfráðrar skriftar, slang^ urs, fagurfræði ljótleikans eða ein- hverra slíkra ráða sem talsvert eru notuð nú um stundir. Ljóð hans eru hluti af þeim nútímaskáldskap sem veriö hefur á döfinni hérlendis í meira en þrjátíu ár. Einsemdin er á sínum stað og efahyggja án ástnðu,einnigefasemdir um það að yrkja um leið og látin er uppi' on um að enn sé nokkra liðveislu að finna í ljóðinu: feyktu burt úr huga mér fölnuðum laufum haustsins Og eins og þetta dæmi minnir á, þá er náttúran algengasta viðmiðunin og efniviður í myndir ljóðanna. Þetta er geðfellt kver, smekk- leysur eru þar ekki til trafala, en kannski er þessi skáldskapur líka einum um of sléttur og felldur. Eins og lífsháskanunr sem Steinn vildi hafa í ljóðum sé haldið í fjarska. Um áræðni manna og skálda er reyndar ort smekklega í ljóði sem heitir Takmarkið og hef- ur óvart einhvern ávæning af dæmi- sögu eftir Kafka. Því lýkur svona: uð leiðarlokum komum við að luktum dyrum En aldrei bauð okkur í grun að kjarkinn brysti til að knýja dyra. Myndir eftir Aðalstein Svan fylgja hverju ljóði og falla vel að anda þeirra. ÁB. Bítur það þig í brjóstið Geirlaugur Magnússon. Fátt af einum. Skákprent 1982. Þetta er fimmta ljóðabók Geir- laugs og er stutt á milli þeirra síð- ustu. Bókin lýsir hugarástandi og skáldskaparviðhorfum, sem setja sterkan svip á nýlegt úrval skáld- skapar síðastliðins áratugar, sem nýlega var um fjallað hér í blaðinu. Og Geirlaugur kemur orðum yfir þessar kenndir, þessi hugðarefni, á knappari og skýrari hátt en margur samferðamaður hans f Ijóða- smíðinni. Kannski er „byltingin dauð og grafin“ (bls. 17) og mál að fara nokkrum háðsorðum um þá sem „gerst vita hvernig bjarga skal heimum og þjóðum" - en skáldið hefur komist að því að þeir hafa frestað fundi sínum: sumir festust í frösunum aðrir fundu ekki bílastœði í tilverunni. (bís. 73) Eða þá að kynslóð skáldsins stundar sjálfsgagnrýni eins og æ al- gengara verður í nýjum ljóðabók- um. Við erum svo varfærnir: tvístígum yst í hring hálfkaldir í hálfrökkri kulnandi elda. (Bis. 70) Er nema von að ntenn setji, þeg- af svo leiöinlega er komið, aukið traust á ástina? Sá gamli draumur vaknar aftur, að e"f „þú og ég“...„værum ein í heiminum“ þá væri allt öðruvísi í einkamálum og stjórnmálum og öllum málum (sbr. bls. 41), enda er þá svo komið að stjörnuspá mín rœðst í augum þínum. Og þar fyrir utan sýnist það vera höfundi á við margar messur að glíma við skáldskapinn, ekki síst hið knappa form einskonar þríliðu, sem hefur ávæning af Tímanum og vatninu eftir Stein Steinarr. Hvað eftir annað reynir hann fyrir sér með þessháttar form, reynir að ná áhrifum með því að styðjast í hvert sinn við fáeinar einfaldar staðreyndir og athafnir - hér vind- inn, regnið og blámann, þar að særa, græta og hæða. Árangurinn af þessari iðju er að sönnu misjafn, enda gengið um allvel ræktaðan garð - best má þykja ljóð sem leikur sér með andstæður af þessu tagi hér: þó streymi blákalt vatn er ég svo undarlega þyrstur Og vitanlega er ort um það að yrkja, og þá í þeim dúr að ljóðið kunni að vera háskalegt: hleyptu því ekki inn því á túnglbjartri nótt bítur það þig í brjóstið sýgur úr þér blóðið og fer aldrei burt. Geirlaugur Magnússon. En við hin leyfum okkur svo að efast um að skáldinu sé jafn leitt og það lætur. ÁB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.