Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 15
t 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.-15. maí 1983 Ahorfandinn verður að fá að upplifa verkið eins og honum er lagið Mikiö gróska hefur veriö í leiklist og kvikmyndalist hér á íslandi aö undanförnu og í tilefni af því settust fjórir höfundar niður til aö ræðaum verksín og viðtökurnar, en þeir hafa allir frumsýnt verk nú á útmánuðum. Þetta voru kvikmyndaleikstjórarnir Kristín Jóhannesdóttir, sem er höfundurog leikstjóri aö myndinni „A hjara veraldar“, Egill Eðvarðsson, leikstjóri og einn af höfundum af „Húsinu“, og þau Birgir Sigurðsson höfundur „Grasmaðks" sem sýndur er í Þjóðleikhúsinu og Þórunn Sigurðardóttir, höfundur og leikstjóri að „Guðrúnu“ sem LR sýnir og stjórnaði hún umræðunum, með aðstoð Guðjóns Friðrikssonar. ÞS: Mig langar til að byrja á að ræða um verkin og tilfinningu ykkar gagnvart þeim núna. Eru þau lík því sem þið hugsuðuð ykkur í upphafi? EE: Já, ég verð að segja það. Það byggir á því að myndin var lengi í vinnslu. Kannski var hún allt öðru vísi allra fyrst - í hug- skotinu, en eftir að við fórum að vinna fyrir alvöru, höfum við fylgt handriti mjög ná- kvæmlega og árangurinn mjög áþekkur því sem við höfðum hugsað okkur. BS: Hvað mig varðar er þetta dálítið öðruvísi, þar sem ég er ekki leikstjóri að mínu verki eins og þið. Þannig lítur verk leikritahöfundar aldrei eins út og hann hef- ur hugsað sér, en bjórarnir eru þó oftast þeir sömu. Verkið sjálft býr til sín lögmál og þróast samkvæmt þeim þar til verkið er full- burða. Og ég er sjálfur sáttur við mitt verk í dag. Þó ekki svo að ég þurfi ekki að skrifa annað verk og helst betra. KJ: Já, að minnsta kosti eru innviðirnir í mynd minni þeir sömu. Þegar kom til kasta efnisvinnslunnar var auðvitað ýmsu hnikað til, en það sem skiptir höfuðmáli er þessi upphafsímynd, hún er sú sama og tilfinn- ingin er sú sama. ÞS: Hvað mitt verk áhrærir held ég að það sé ótrúlega líkt frumhugmyndinni. Ég gróf upp á dögunum teikningar sem ég gerði áður en ég byrj aði á handritinu og þær voru ótrúlega líkar því sem síðar komst á sviðið. Það þýðir þó ekki að maður velti því fyrir sér núna hvort maður hefði átt að leysa eitt og annað öðru vísi. Það eru ýmis meirihátt- ar vandamál á ferðinni, þegar maður vinnur út frá sögu og við aðstæður sem á ýmsan hátt eru mjög erfiðar - en ég hef þó ekki fundið neinar lausnir á erfiðustu vandamál- unum, sem ekki kalla á nýjan og einhvern enn stærri vanda." BS: Mér finnst sjálfum að það þurfi að líða heldur lengri tími frá verkinu til þess að maður geti gert sér grein fyrir slíku, - það tekur mann nokkurn tíma að vaxa frá verki. Mér finnst ekkert, nema örlítil smáatriði, sefn ég í dag væri tilbúinn að breyta í mínu verki, þ.e. í handritinu. En auðvitað vonar maður að maður verði svo vitur einhvern tíma í framtíðinni að sjá einhverja bölvaða vitleysu í þessu. Ég hef alltaf séð ýmislegt athugavert við þessi leikrit mín svona nokkrum árum eftir að ég hef skrifað þau, en það þýðir ekkert að vera að naga sig í handarbökin - aðalatriðið er að maður ger- ir eins vel og maður getur á meðan maður er að skrifa hvert verk. EE: Það er ekkert sem ég vildi beinlínis breyta í „Húsinu" en það þýðir ekki að það sé ekki eitthvað sem mætti breyta. Auðvit- að hefur maður lært mikið á þessu verkefni, líklega meira en á öllu öðru til samans, - en þessa mynd gerir maður ekki aftur- hún er búin og endanleg. KJ: Þáð eru vissulega gloppur í mínu verki og ég þekki þær sjálfsagt betur en flestir aðrir. Þeir vankantar benda mér á í hvaða átt ég á að halda og þetta eru hlutir sem ég læri af og ég er ákaflega þakklát fyrir og glöð að geta séð. BS: En gleðstu ekki meira yfir kost- unum? KJ: Að sjálfsögðu, en engu að síður er þetta eini rétti skólinn, - að gera skyssur og læra af þeim. Ef það kemur að því dag einn að maður geri fullkomið verk - og eins og þið vitið er fullkomnun eithvað það leiðin- legasta sem til er - þá auðvitað pakkar mað- ur bara saman og fer að gera eitthvað ann- að. En ég er sátt við það form sem myndin fékk - í öllum aðalatriðum. ÞS: Ég er nokkuð sammála þér Kristín, - mér finnst maður læra gífurlega mikið af mistökunum og raunar hef ég þá sérstöðu, þar sem ég er bæði höfundur og leikstjóri að leiksýningu, að hafa möguleika á að vinna áfram - þróa sýninguna og jafnvel gera breytingar í þá átt að bæta úr göllum, sem hafa komið í ljós. Engar tvær sýningar eru eins og ég hef reynt áð átta mig á því hvað gerir sig og hvað ekki og hvers vegna. EE: Áttu þá við að það geti gerst að einhverju marki að leiksýningu sé breytt? ÞS: Frumsýningin er auðvitað alltaf það verk sem er lagt undir dóm, en allar sýning- arnar sem eftir eru verða á einhvern hátt ólíkar. Það er ákveðin þróun sem á sér stað, bæði tilfinningaleg og tæknileg sem getur haft mikil áhrif á framvindu sýningarinnar. Sumar sýningar versna stöðugt á meðan aðrar batna. Það er kannski ekki um stórar þreytingar að ræða, en samt getur þetta gert gæfumuninn. Ég hef sjálf fylgst mjög vel með sýningum á „Guðrúnu" með þetta í huga. Helgin 14.-15. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 EE: En ég á við raunverulegar breyt- ingar? ÞS: Það er talsvert algengt að sýningar eru stvttar. t.d. ef þær eru enduræfðar að hausti og jafnvel á miðjum sýningartíma, en aðrar meirihátt'ar breytingar eru fremur sjaldgæfar. KJ: Þetta er auðvitað til í kvikmyndum líka. Menn hafa jafnvel tekið rnyndir og klippt þær upp á nýtt. BS: Hvað viðvíkur mínu verki má segja að það hafi nánast engum breytingum tekið á æfingum, þ.e. ekki á texta. Ég skila full- búnu verki til leikstjóra, - ef til vill hefði ég ekki skilað því svo pottþéttu hefði ég sjálfur leikstýrt því - þó er það ekki víst. ÞS: En þú Egill, þið gerðuð ekki miklar breytingar á textanum í „Húsinu“? EE: Nei, en við styttum gífurlega. Text- inn sem var skrifaður vár sex til áttfaldur miðað við það sem eftir stóð. Niður- skurðurinn gerðist á öllum stigum, en mest í klippingunni. ÞS: En ertu þá ekki í vandræðum með að velja - það sem situr eftir í myndinni? EE: Jú, en það kemur þá til skila á ein- hvern annan hátt - ntyndlega. Það byggir á því að allan vinnslutímann eru kvikmynda- húsagestir teknir með í dæmið, við reyndum nánast allar senur á fólki úti í bæ. Við létum fólk segja okkur hvað það sæi út úr atriðunum og létum það ráða talsverðu um það hvernig við unnum úr og klipptum myndina. BS: Og var fólk alltaf samntála? EE: Það var mjög sammála, oftast. Við byggðum á því að sjá hversu miklar upplýs- ingar við þyrftum að gefa. Myndin byggist á því að gefa hæfilega mikið upp - en ekki of mikið. Þannig var myndin klippt með hlið- sjón af því sem þetta fólk sá og skynjaði. KJ: Við gerðum litlar breytingar á text- anum, styttum auðvitað, einkum hjá móður- inni. Hún var nánast óstöðvandi í handriti, -þegar hún byrjaði að talá. En ég vildi ekki stytta hana of snentma - ég taldi að textinn gæfi leikaranum ákveðinn bakgrunn - upp- lýsingar um persónuna. BS: Mér þykir þetta merkilegt sem þú sagðir, Egill um þínar vinnuaðferðir. Áð kalla inn fólk. Þetta eru vinnubrögð sem ég myndi aldrei geta viðhaft. Sannleikurinn er sá ef ég fer yfir þær athugasemdir senr fólk hefur gert við mín verk þá eru þær mjög ólíkar. Þær eru allt frá því að vera algerar andstæður í eitthvað mitt á milli. Þannig að ef ég hefði 50 manna hóp, þá yrði ég líklega að hafa tölvu til að vinna úr niðurstöðum. ÞS: Og finna úr „meðalskoðun“? BS: En kjarni málsins er sá að viðbrögð fólksins sem koma að sjá mitt verk, hafa ekki áhrif á það sem ég skrifa. Ég skrifa það sem ég vil skrifa og síðan læt ég hitt fara eins og verkast vill. En þetta er kannski eitthvað öðru vísi þegar um leikrit er að ræða en kvikmynd. ÞS: Er hugsanlegt að þarna sé eitthvert samhengi á milli fjárhagslegrar ábyrgðar og vinnubragða? Nú eruð þið Kristín og Egill fjárhagslega ábyrg fyrir ykkar verkum (ásamt fleirum) á meðan við Birgir berum úr þessu nánast enga fjárhagslega ábyrgð lengur? EE: Ég held að það skipti ekki máli í þessu tilfelli. BS: Ég hef alltaf grunað kvikmynda- gerðarmenn um græsku í þessum efnum. EE: Þetta þykir sjálfsagt ekki fínt, að taka áhorfandann með eins og við gerðum, en þetta er ein aðferð. Hina hef ég líka notað - í öðru formi. Ég vinn einnig sem myndlistarmaður og þá vinn ég á mun frjálsari máta og eingönu fyrir sjálfan mig er alveg sama hvað öðrum finnst. Mér finnst hvort tveggja ágætt og virka vel saman. Mér finnst ágætt að þurfa ekki að taka tillit til fólks, en hins vegar finnst mér spennandi að gera það, ef verkið er þess eðlis. Við gerðum litla og einfalda mynd, þar sem fólk verður að vera með á nótun- um. Og það virðist vera með á nótunum. Það sem við ætluðum að segja gengur upp. ÞS: Hvað segir þú Kristín um þetta - eru kvikmyndagerðarmaðurinn og myndlist- armaðurinn tveir menn? KJ: Það er erfitt að bera þetta saman. Hin fjárhagslega ábyrgð er auðvitað alltaf með þér frá upphafi í kvikmyndinni - þú ert með milljónir á bakinu. En ef maður hefði ætlað að láta stjórnast eingöngu af þeim sjónarmiðum, að þessir peningar skiluðu sér og jafnvel meira til - þá hefði ég ekki gert þessa mynd. Ég lagði undir með það í huga að þetta gæti annað hvort heppnast - eða ekki. EE: Ég held að aðferð okkar við „Húsið“ hafi ekkert haft með það að gera að við ætluðum okkur að ná endum saman fjár- hagslega. Þetta er ein aðferð, sem okkur fannst spennandi, - að taka áhorfandann með. „Áhorfandinn er ekki nein ein þekkt stærö, — það er hægt að náigast hann á nýjan hátt“ segir Kristín Jóhannesdóttir, höfundurog leikstjóri my ndarinnar „Á hjara i veraldar“. Stóra myndin er úr kvikmyndinni „Á hjara veraldar“ sem Völuspá framleiðir. „Við létum f ólk segja okkur hvað það sæi út úr atriðunum og klipptum myndina með hliðsjón af því“ segir Egill Eðvarðsson, leikstjóri og einn höf unda að „Húsinu“. Stóra myndin er úr kvikmyndinni „Húsið“ sem Saga film framleiðir. „Fyrir mér var höf undurinn og leikstjórinn alltaf ein og sama persónan“ segir Þórunn Sigurðardóttir, höfundur og leikst jóri að „Guðr únu“. Stóra myndin er úr „Guðrúnu“ sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir. „Gagnrýnendur eruþeir . höfundar sem ég hef minnstan áhuga á“ segir Birgir Sigurðsson, höfundur „Grasmaðks“. Stóra myndin er úr „Grasmaðki“ sem Þjóðleikhúsið sýnir. Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.