Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 13
Helgin 14.-15. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 gæti verið að heimurinn hafi verið skapaður handa manninum sér- staklega, sem nærist á og læknast af því sem unthverfis hann er“. - Samkvæmt lögmálum tíbetskr- ar læknisfræði, - segir Elbert Bas- aron, sá sem stjórnar vinnu lífefna- fræðilækninga, - getur hvaðeina það sem finnst á jörðu og í and- rúmslofti haft lækningamátt. - Samkvæmt frumtalningu okkar, sem er langt frá því að vera tæm- andi, notuðu læknar í Tíbet yfir 3000 læknislyf unnin úr eðlilegu umhverfi. Mörg þeirra voru notuð sem ábót á fæði. Jurtir gefnar í fæði voru jafnframt partur af flóknar samansettum lyflækningum. Það þarf því engan að undra að ekki skuli finnast eiturefni í lyfjabúri tí- betsku læknanna eða lyf með hliðarverkanir... Tíbetbúar gerðu lyf úr jurtum, dýrum og steinefnum. Steinefnin ein, þau sem lýst er í „Tsjúd-Si“ eru 114. Þeirra á meðal eru ýmsir dýrir málmar og steinar svo sem gull, silfur, emerald og perlur. Gull var til dæmis talið auka langlífi. Kvik- asilfur var talið hreinsa líkamann bæði af sýklum og úrgangsefnum. Vísindamenn álíta að það hafi ein- mitt verið lækningamáttur ýmissa steinefna sem olli því að fólk fór að bera verndargripi gerða af þeim. Aðferðirnar við að gera „töfra- lyf“ þessi voru flóknar. Við alþýðu- lækningar þær sem kunnar eru í ýmsum löndum er gjarnan notuð einhver ákveðin jurt við hverjum ákveðnum sjúkdómi. í tíbetsku lyfjunum gátu aftur á móti verið samsetningar úr allt að 80 efnum. Sjúkdómslýsingar í „Tsjúd-Si“ enda gjarnan á orðunum: „.... en hvernig lyf þetta er gert skalt þú spyrja kennara þinn“. Bannhelgi hvíldi á nákvæmum leiðbeiningum og uppskriftum þeirra. Þær voru geymdar í umsjá æðstu prestanna og almennir læknar áttu ekki að- gang þar að. Vísindamenn í Búrjatíu hafa nokkur þessara gagna undir höndum. Starfsmenn rannsóknarstöðvar- innar eru nú að búa sig undir að gefa út lýsingar á þeim lækninga- jurtum sem taldar eru upp í frægum bókum frá Tíbet og Mongólíu. Úr steinöld í okkar tíma Sérstöðu meðal handlækninga hefur nálastunguaðferðin. - Við setjum okkur það, - segir Khúdanov, - að sannprófa og geta bent starfandi læknum á næmustu líffræðilega punkta mannslíkam- ans, þá sem bent er á í „Tsjúd-Si“. Núna erum við að koma saman nál- astungukerfi því sem notað var við lækningar á miðtaugakerfinu og í kuðungi innra eyrans. Tilraunir með að eyða höfuðverkjum hafa gefið dágóðan árangur. Tíbetsku læknarnir notuðu nál- astungur í ríkum mæli til þess að eyða sársauka af völdum hinna ýmsu sjúkdóma, svo sem kunnugt er. Nútíma læknavísindi eru að leggja fræðilegan grunn að þessari aðferð. Gert er ráð fyrir að nála- stungurnar veki framleiðslu efnis í líkamanum sem til þessa hefur ver- ið lítt þekkt og netnist endorfín. Deyfihæfni þess er nokkur hundr- að sinnum meiri en morfíns. Endorfín er heldur ekki vanabind- andi eins og fíknilyf þar eð það verður til í líkamanum sjálfum. Sérfræðingar sem fylgst hafa með því sem fram fer í líkama mannsins þegar veður er vónt eða þegar áhrifa sólar gætir mest hall- ast að þeirri skoðun að hinir virku punktar á likamanum séu einmitt þeir „leiðarar“ sem tengja orku geimsins við orku þá sem flytur taugaboð nútímans. - Reynist þessi tilgáta rétt, - segir Lév Khúdanov, - eru hinir fornu tíbetsku læknar að gera okk- ur gáttaða eina ferðina enn með djúpskyggni sinni. Þeir slógu því föstu fyrir þúsundum ára að mann- inn bæri að skoða sem eina heild með umhverfi sínu og óaðskiljan- legan frá því. (APN) RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á lyflækningadeild frá 15. júní n.k. til 6 mánaöa meö möguleika á framleng- ingu. Starfiö skiptist að jöfnu milli blóðskilunardeildar og göngudeildar sykursjúkra. Umsóknir er greini nám og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 26. maí n.k. á sérstökum eyðublööum fyrir lækna. Upplýsingar veita yfirlæknar lyflækningadeildar í síma 29000. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á lyflækningadeild til eins árs frá 1. október n.k. Umsóknir er greini nám og fyrri störf sendist skrif- stofu ríkisspítalanna fyrir 30. júní n.k. á sérstökum umsóknareyðublöðum fyrir lækna. Upplýsingar veita yfirlæknar lyflækningadeildar í síma 29000. MEINATÆKNJR óskast sem fyrst eða eftir sam- komulagi við hjartarannsóknastofu. Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir hjartarann- sóknastofu í síma 29000. RÍKISSPÍTALAR Reykjavík, 15. maí 1983. Þorgerður Ingólfs- Símaskráin Afhending símaskrárinnar 1983 hefst mánu- daginn 16. maí til símnotenda. í Reykjavík veröur símaskráin afgreidd á Aöalpósthúsinu, gengiö inn frá Austurstræti, mánudag til föstudags kl. 9-17. í Hafnarfirði verður símaskráin afhent á Póst- og símstöðinni Strandgötu 24. í Kópavogi veröur símaskráin afhent á Póst- og símstöðinni, Digranesvegi 9. Varmá í Mosfellssveit veröur símaskráin af- hent á Póst- og símstöðinni. Peir notendur, sem eiga rétt á 10 símaskrám eða fleirum, fá skrárnar sendar heim. Símaskráin verður aðeins afhent gegn af- hendingarseðlum, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. Athygli skal vakin á því að símaskráin 1983 gengur í gildi frá og með miðviku- deginum 1. júní 1983. Frá sama tíma fellur úr gildi símaskráin 1982 vegna fjölda breytinga, sem orðið hafa frá því hún var gefin út. Póst- og símamálastofnunin. 1983 Símaskráin komin út Símaskráin 1983 verður afhent til símnotenda frá og með mánu- deginum 16. maí n.k. og gengur hún í gildi miðvikudaginn 1. júní 1983. Sjá nánar auglýsingu um af- hendingu símaskrárinnar í dag- blöðunum. Símaskrána er þegar farið að senda út á land til dreif- ingar. Upplag símaskrárinnar er um 113 þúsund eintök. Brot skrárinnar er óbreytt frá 1982. Blaðsíðutal bókarinnar hefur aukist um 32. Sú breyting hefur verið gerð á símaskránni frá 1982, að atvinnu- viðskiptaskráin (gulu síðurnar) er nú fyrir aftan nafnaskrá landsíma- stöðvanna. þegar á ráðgjöf reynir dóttir hlaut B j artsýnis ver ðlaunin Þorgerður Ingólfsdóttir hefur hlotið Bjartsýnisverðlaun Bröste árið 1983 og verða þau afhent í Kaupmannahöfn 9. júní. í greinargerð hinnar íslensku út- hlutunarnefndar segir á þá leið, að eftir að Þorgerður réðst til Hamra- hlíðarskólans hafi hún stofnað skólakór. „Eldheitur áhugi hennar samfara listrænum hæfileikum, laðaði brátt að sér sönggefna nem- endur skólans og tendraði í þeim ást á tónlistinni, sem hinsvegar leiddi til þess, að kórinn varð öðr- um kórum, sem á eftir komu, til fyrirmyndar og ávann sér slíka hylli, að orð fór af, langt út fyrir landsteinana. Boð fóru að berast frá ýmsum löndum og sótti kórinn margar söngstefnur og kórhátíðir erlendis. Með fádæma ástundun og fórnfýsi hefur kórinn tileinkað sér víðtæka efnisskrá, og hefir orðið lyftistöng íslenskum nútíma- skáldum, sem flestöll hafa tileink- að kórnum og stjórnanda hans söngverk eftir sig. Það er ekki heiglum hent að koma af stað jafnstöðugri og vax- andi framvindu í söngmenningu einnar þjóðar eins og þeirri, sem að framan hefur verið lýst og sem fremstu söngkennarar vorir, með Þorgerði Ingólfsdóttur í farar- broddi, hafa átt hlutdeild í. Til þess þarf þolinmæði og þrautseigju auk þekkingar og listræns þroska langt fram yfir það, er gengur og gerist. Aðalatriðið er samt bjartsýnin, trúin á að vel takist og að hugur þess, er í hlut á, ráði hálfum sigri.“ Gunnar J. Friðriksson, Árni Kristjánsson og Gylfi Þ. Gíslason eru í úthlutunarnefnd, en verndari verðlaunanna er Vigdís forseti - verðlaunin voru stofnuð er hún var í opinberri heimsókn í Danmörku fyrir þrem árum. Suðurnes Lóðaskoðun hjá fyrirtækjum á svæðinu er hafin og er þess vænst, að eigendur og um- sjónarmenn fyrirtækja taki virkan þátt í fegr- un byggðarlaganna með snyrtilegri um- gengni við fyrirtæki sín. Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.