Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.-15. maí 1983 Áhorfandinn. . Framhald af 15. siöu. KJ: En hvaða áhorfanda, Egill, seturðu fyrir framan þig? EE: Þennan dæmigerða áhorfanda. BS: Hver er hann? EE: Jú, ég tel mig hafa nokkra hugmynd um það hver hinn almenni kvikmyndahúsa- gestur er. ÞS: í framhaldi af þessu -kom sá áhoi fV andi til ykkar sem þið áttuð von á? EE: Já. BS: Ég hef ekkert yfirlit yfir það hverjir skiluðu sér á leikrit mitt eða hverjir yfirleitt eru líklegir til þess. ÞS: Laxdæla, sem ég byggi mitt verk á, átti fyrir sinn „áhorfendahóp", en það hefur komið mér mjög á óvart hvaða hópar það eru sem hafa mesta ánægju af sýningunni. Það eru annars vegar þeir sem alls ekki þekktu söguna eða fornsögur almennt og svo hins vegar þeir sem eru „sérfræðingar" í fornsögum. Mitt á milli er svo hópur sem heldur að hann þekki söguna og þar á með- al eru ýmsir sem vilja meiri trúnað við hana eða meira sjálfstæði. En það sem mér hefur þótt ánægjulegast er hvað margir gera alls engan greinarmun á því sem ég hef sjálf skáldað og því sem er úr Laxdælu. Ég leyfi mér að taka það sem kompliment. BS: Maður veróur auðvitað var við alls konar skilning og misskilning á því sem maöur er að gera. Og maður er oft mjög undrandi á því sem maður heyrir, en við því er bara ekkert að gera. Fólk verður að fá að upplifa verk eins og því er lagið. KJ: Fyrir mér var áhorfandinn einhver óþekkt stærð. Ég gat ekki ímyndað mér hver hann var og mig langaði einmitt til að reyna að komast að því hver hann er - er hann ekki margir, er ekki hægt að sameina marga frammi fyrir einu verki? Þess vegna varð eina lausnin fyrir mig að skrifa þetta verk og vinna það sem eintal. EE: En heldurðu ekki að maður hafi nokkra hugmynd um til hverra maður höfðar? Er ekki nokkuð dýrt að ráðast í gerð heillar kvikmyndar og ætla að læra af því hver þessi áhorfandi er? KJ: Ég hef þá sannfæringu að áhorfand- inn sé ekki nein ein þekkt stærð - það er hægt að nálgast hann á nýjan hátt. Ekki bara þennan „meðaláhorfanda" - einnig þá sem aldrei fara í bíó. ÞS: Ef við snúum ykkur að gagnrýninni. Hefur þú lært eitthvað af gagnrýni, Birgir? BS: Mér finnst sá gagnrýnandi afskap- lega hlægilegur sem ætlast til þess að höf- undur taki eitthvert mark á honum og sá höfundur enn hlægilegri sem ætlast til að gagnrýnandi taki eitthvert mark á honum. Satt að segja er gagnrýni fyrir mér eins og regnið sem féll í gær og skiptir mig engu máli. Gagnrýnendur eru þeir höfundar sem ég hef minnstan áhuga á. En þeim getur auðvitað ratast satt orð á munn eins og hverjum öðrum. Oft er það þó svo að ég skemmti mér við að lesa það sem þessir menn skrifa og kanna hvort það er í ein- hverju samræmi við þá sálrænu mynd sem ég hef gert mér af þeim. EE: Ég er ekki frá því að ég hafi lært eitthvað af gagnrýninni. Mér finnst kvik- myndagagnrýni hafa farið örlítið uppávið upp á síðkastið. Ég held að hún hafi verið skynsamlegri en oft áður. Það er engum greiði gerður með því að hampa myndum um of. KJ: Já, ég er sammála þessu. Mér fannst maður verða var við einhverja tilraun til þess að takast á við þetta. Ég tók eftir tveimur gagnrýnendum sem höfðu raun- verulega lagt höfuðið í bleyti og opnað sig gagnvart mínu verki - hvort sem ég er sam- mála þeim eða ekki. Það er forsenda þess að gagnrýnendur þjóni tilgangi, - verði milliliður á milli áhorfenda og verks. En fram að þessu hefur engin marktæk kvik- myndagagnrýni verið til hér á landi. ÞS: Það er áreiðanlega rétt að kvikmynd- agagnrýni er að fá á sig faglegri blæ, þótt hún sé ennþá talsvert ólík leiklistargagn- rýni. Ég var sjálf talsvert viðkvæmari fyrir gagnrýni á mitt verk en mig hafði órað fyrir, þótt mér detti auðvitað ekki í hug að hún breyti neinu um verkið eða mína getu sem höfundur eða leikstjóri. Éger sjálfsagt ekki eins sjóuð og þú Birgir, - því það er nefni- lega allt annað að fá gagnrýni sem leikari en sem höfundur. En mér fannst mjög athygl- isvert hvað eldri og reyndari gagnrýnend- urnir lögðu miklu meiri vinnu í gagnrýni sína á „Guðrúnu" en hinir yngri og virtust eiga miklu betra með að skilja hvað ég var að fara. BS: Ég held að gagnrýni sé ofmetin. Hún skiptir ótrúlega litlu. Það skiptir höfuðmáli hvernig sýning spyrst út. Og ef maður vill vera illgjarn getur maður sagt eins og Shaw, „those who can, do it, those who can’t, teach“. Þetta má sjálfsagt heimfæra á gagn- rýnendur." ÞS: Það getur vel verið. Mér sýnist fólk nú taka gagnrýni ansi mikið til sín, þótt það vilji ekki viðurkenna það. Mér finnst ekk- ert að því að viðurkenna það. Þegar hér var komið sögu blandaðist Guðjón inn í málið: „Ef ég ætla nú að fara í leikhús eða á bíó í kvöld og ég hef um fjögur verk að velja, þessi tvö leikrit og þessar tvær kvikmyndir. Ég vil gjarnan geta fengið einhverja ábend- ingu frá gagnrýnanda um það hvaða verk ég eigi að sjá? BS: Þá ertu farinn að láta hugsa fyrir þig. ÞS: Þú þarft auðvitað helst að þekkja gagnrýnandann til að átta þig á því hvað gagnrýni hans þýðir og hvort hún er mark- tæk - fyrir þig. Guðjón: Maður lærir auðvitað á þá smátt og smátt og treystir einum betur en öðrum. BS: Og svo áttu vini sem þú treystir. Guðjón: Já og oftast er það nú kannski þannig sem verk spyrst út. EE’: Afspurnin skiptir mestu. Gagnrýni getur táfið fyrir góðum myndum og yfiraug- lýst léleg verk, en þau fá þá ekki varanlega aðsókn. Menn hafa náð að yfirauglýsa myndir og fengið ótrúlega góða gagnrýni og það hefur sýnt sig að væri almenningur ekki sammála þessu hóli, hafa verkin síðan kol- fallið. En í framhaldi af því sem við vorum að tala um áðan um áhorfandann sem þekkta eða óþekkta stærð langar mig að bæta því við að ég er ekki að gera lítið úr þeim mönnum sem vilja vinna einir og hugsa ekki um væntanlegan áhorfanda. Mér finnst hvort tveggja koma til greina. BS: Það er engin spurning að hvort tveggja kemur til greina. Ég var aðeins að segja hvað hentar mér. Ég get hins vegar bent á hvernig hlutirnir geta orðið þegar menn fara að bera verk sín á sköpunarstigi undir annað fólk. Við getum litið til Sovét- ríkjanna þar sem höfundar höfðu það fyrir sið og þess var jafnvel krafist óbeint að þeir fjölluðu fyrirfram um verk sín, - hvað þeir ætluðu að segja - hvað þeir ætluðu að skrifa, hvernig þeir hugsuðu þetta og hitt. Það var tryggt að flest verk sem komu út úr slíkri meðferð' voru meðalmennskuverk, sem engan skiptu máli. Við megum heldur ekki gleyma því að andrúmsloft hins kapí- talíska þjóðfélags getur með miklu lúmsk- ari hætti þvingað menn til að taka tillit til ýmissa sjónarmiða sem varða fjárhag. Það eru ýmsar aðferðir til að hremma fólk, til að það sem maður er að gera seljist. Þetta finnst mér hættulegt og andstætt því sjónarmiði sem mér finnst að höfundur sem tekur sig alvarlega eigi að hafa,að leggja sál sína að veði, hvern andskotann sem það kostar. ÞS: En þú sem höfundur - hefur þú ekki þurft að verja verk þín og hugmyndir. T.d. gagnvart leikstjóra. BS: Það er mjög sjaldgæft. Ég myndi aldrei gera breytingar að annarra ósk nema það komi í ljós að ég hafi haft rangt fyrir mér. ÞS: Á meðan hópvinnan var og hét áttu höfundar mjög í vök að verjast og oft endaði sýningin með 20 höfunda og jafn- marga leikstjóra. BS: Þeir eiga enn í vök að verjast. Það er mikið til vegna þess að leikstjórinn er í dag stjarnan. Þetta er víða mjög slæmt, t.d. í Bandaríkjunum, þar sem höfundar verða að skríða undir og oní leikstjóranum. ÞS: Þarna á auðvitað að vera samvinna. BS: Já, aðsjálfsögðu. Ef þú ert svo hepp- inn að fá leikstjóra sem er svo mikil mann- eskja að hann hefur mestan áhuga á verk- inu, þá hlýtur að geta orðið samvinna. Hafi hann hins vegar meiri áhuga á sjálfum sér en verkinu, þá er hann af hinu illa. ÞS: Þessu gætu leikstjórar einnig snúið upp á höfunda. Leikstjórar hafa oft fengið ófullburða verk upp í hendurnar og þurft að gera á þeim verulegar breytingar, - þannig að það hefur stundum verið vafamál hver er hinn endanlegi höfundur. BS: Já, sjálfsagt hafa leikstjórar oft feng- ið ófullburða verk upp í hendurnar, og gert eitthvert „show“ úr því, en ég er að tala um fullburða verk. ÞS: Það er líka smekksatriði - hvað er fullburða verk? BS: Ef verk er tekið til vinnslu í leikhúsi, hlýtur það að vera af því að það er full- burða. Heimsfrægir höfundar eins og Har- old Pinter hafa lent í ótrúlegum erfiðleikum hvað þetta snertir. Þeir eru alls óvarðir gagnvart þessu bákni sem tekur við verkum þeirra. Þegar það hefur svo ofan á allt kann- ski 5 dramatúrga, sem handritið þarf að fara í gégnum, þá sér maður hvers konar ólistrænt skrímsl þetta bákn er. Svona er ekki komið hér á landi, sem betur fer. Guðjón: Þið lendið líklega ekki í þessum vandræðum, þið þrjú, Kristín, Egill og Þór- unn, þar sem þið leikstýrið sjálf ykkar verkum? ÞS: Já, fyrir mér var leikstjórinn og höf- undurinn raunar ein og sama persónan all- an tímann. Ég gat aldrei hugsað mér að fara að útskýra þetta allt fyrir einhverjum nýj- um manni, því textinn sjálfur, svo erfiður sem hann var í vinnslu og seinlegur, var samt aðeins brot af handritinu. Margar af replikkunum eru svo sparsamar að þær lifa alls ekki nema með mjög sérstökum leik- stíl, sem grundvallast á hugsanagangi og trúarafstöðu persónanna. Þetta langaði mig til að glíma við sjálf. En hvað segið þið? Kristín, hefðir þú getað hugsað þér að setja þitt handrit í hendurnar á öðrum leikstjóra? KJ: Ja, það hefði náttúrlega komið eitthvað allt annað út úr því. Ritun fyrir kvikmynd er annað en er fyrir svið, - þetta er líka myndritun. Þetta verður ekki að- greint. Sumt segir þú með texta og annað með mynd. ÞS: Mér finnst það sama eiga við um leikhús. Þó er það mismunandi eftir verk- efnum. Ég er alls ekki viss um að ég myndi alltaf óska þess að leikstýra mínum verkum. En ég held að góður leikritahöfundur hugsi alltaf um myndina ekki síður en textann. Þar með er ég ekki að segja að við eigum að vanmeta textann. Raunar er það skoðun mín að við þetta yngra leikhúsfólk kom- umst hvergi með tærnar þar sem brautryðjendurnir höfðu hælana, hvað snertir meðferð íslensks máls. Ég held að það sé tímabært að vekja upp hugmyndina um leikhúsið sem musteri íslenskrar tungu. Og kvikmyndirnar hafa verið ansi kröfulitl- ar lengi vel þegar textinn og textameðferð er annars vegar. EE: Þetta er mjög mismunandi eftir verk: um - hvaða kröfur verkið gerir til textans. BS: Eg held eins og þú Þórunn að menn fari nú að gera meiri kröfur til texta en áður og ef textinn stendur undir þessum kröfum, þá verður honum ósjálfrátt sýnd meiri virðing. EE: Ég býst við að textanotkun í „Hús- inu“ sé nokkuð öðruvísi en í öðrum mynd- um. Okkur fannst allt of mikið um að vandamál séu leyst í texta í íslenskum myndum. Við mótmæltum því með því að skila texta sem líklega yrði síst gefinn út á prenti af öllum íslenskum kvikmyndahand- ritum. Hann er „dull“ og leiðinlegur aflestr- ar. Atburðarásin gerist ekki í textanum, samt hefur hann tilgang. Og þegar gagnrýn- endur segja að ekki komi verulega mikið fram í textanum, þá tökum við það sem hól. Það var ætlunin. Guðjón: Til þess að slá botninn í þetta spjall þá langar mig að spyrja ykkur - eruð þið með ný verk í uppsiglingu? EE: Nei. Ég hef svo mörg áhugamál. Þetta tók mikið af manni, tíma og áhuga, varð stærra og meira en maður hafði hugsað - og skemmtilegra. En á meðan við erum enn að glíma við fjárhagslegu útkomuna - við erum nú að verða skuldlausir öðrum - fer maður ekki út í annað. Ennþá er íslensk kvikmyndagerð í raun fáranlegt áræði nokkurra manna og á meðan svo er verður maður bara að bíða þar til manni dettur í hug eitthvað nýtt. KJ: Já, ég hefði helst viljað byrja strax, á meðan holdið ér ennþá heitt. Ég held að það sé mikilvægt að fá að byrja strax á nýju þegar maður hefur lokið einu verki. Það er eins og eitthvað opnist - maður hefur ein- hvern sköpunarmátt - kraft úr fyrra verk- inu til að færa yfir í nýtt. ÞS: Geturðu sagt ókkur meira frá því? KJ: Ætli ég segi ekki bara að það sé „Trúnaðarmál“...Maður verður að sjáfyrir fjárhagsstöðuna í „Á hjara veraldar“ áður 6n maður fær að byrja upp á nýtt. ÞS: Ég vildi gjarnan byrja á nýju um leið og hinu sleppti, eins og þú Kristín. Og ég gerði það reyndar. Ég byrjaði að skrifa nýtt leikrit strax eftir frumsýningu á „Guðrúnu". Það er nútímaverk, en ég hef ekki sagt skilið við söguöldina. Ég er á- kveðin í að halda áfram við það efni - ég ætla að semja söngleik upp úr riddarasögu - en ekki fyrr en ég er búin að skrifa eitt verk algerlega úr nútímanum og sjálfri mér. Guðjón: Og að lokum þú Birgir? BS: Já, ég var með annað verk í smíðum áður en þetta fór í æfingu. En ég lagði það til hliðar á meðan. Svo þegar sú hremming er frá, þá tekur maður til þar sem frá var horfið. ^ Og þar með sláum við botninn í þettal spjall. ' Þetta er 2000. toghlerinn sem framleiddur var hjá J. Hinriksson hf. vélaverkstæði og fór í aflaskipið Guðbjörgu ÍS 46. Aöalfundur Iðnaðarbankans_ Árið 1982 var mjög hagstætt J. Hinriksson hefur fram- leitt tvö þúsund toghlera J. Hinriksson h.f. vélaverkstæði, stendur á merkum tímamótum, þar sem starfsmenn fyrirstækisins hafa nú framleitt 2000. toghlerann, en sá fór í Guðbjörgu ÍS 46, sem hefur eingöngu notað toghlera frá J. Hinriksson í 4 ár. Þeir feðgar, Ásgeir Guðbjarts- son og Guðbjartur Ásgeirsson, skipstjórar á Guðbjörginni hafa lofað þessa toghlera mjög og eru sífellt að láta í ljós ánægju sína við Jósafat Hinriksson framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Eru þeir feðgar senmlega bestu auglýsendur toghleranna. Fyrirtækið hefur framleitt í um 14 ár toghlera fyrir togara og báta- flota íslendinga. Einnig hefur náðst töluverður markaður fyrir þessa J. Hinriksson Poly-ís, tog- hlera á erlendum mörkuðum, svo sem í Færeyjum, Nýfundnalandi, Englandi, Skotlandi, Svíþjóð, Grænlandi, Ameríku og Ástralíu. Aðalfundur Iðnaðarbanka ís- lands hf. var haldinn 9. apríl sl. í Reykjavík. Sl. ár var bankanum að mörgu leyti hagstætt og var inn- lánsaukning bankans mest allra viðskiptabankanna og lausafjár- staðan betri en almennt gerist með- al bankanna. Davíð Sch. Thorsteinsson for- maður bankaráðs gerði tvö hags- munamál bankans sérstaklega að umræðuefni. Annars vegar um- sókn bankans um leyfi til gjaldeyrisviðskipta, sem upphaf- lega var lögð fram árið 1958 og hef- ur verið endurnýjuð oft síðan. Sagðist Davíð treysta þvf að leyfi til gjaldeyrisviðskipta yrði veitt bank- anum á þessu afmælisári. Hins veg- ar skýrði formaður bankaráðsins frá því, að iðnaðarráðherra hefði, að fenginni umsögn Seðlabankans, veitt bankanum leyfi til að opna útibú í Smáíbúðahverfi. Valur Valsson, bankastjóri, gerði grein fyrir reikningum bank- ans. Tekjuafgangurinn nam 6,8 millj. kr. 1982, en var6,2 millj. kr. árið 1981. Heildarinnlán Iðnaðarbankans náfnu 614 millj. kr. í árslok 1982 og var aukningin 67%, samanborið við 61% aukningu hjá viðskipta- bönkunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.