Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.-15. maí 1983
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastióri: Guörún Guömundsdóftir
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gislason, Ólafur Gislason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson.
íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson.
Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson.
Simavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaöaprent h.f.
ritstjórnargrei n
21 —25% skerðing
• Það hefur vakið athygli að bæði Geir Hallgrímsson og
Steingrímur Hermannsson lögðu áherslu á það er slitn-
aði upp úr viðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks um stjórnarmyndun, að lítið hefði borið í milli.
Fréttamenn gengu ekki hart að þeim hvað snertir inni-
hald tillagna þeirra í kjaramálum, en þó kom fram að
deilt var um hvort afnám vísitölukerfisins og lögbinding
launa ætti að standa í sex mánuði eða eitt ár.
•Þjóðviljinn upplýsir í dag hvað tillögur þær sem Fram-
sóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur höfðu uppi í
viðræðum sín á milli hefðu þýtt í rýrnun kaupmáttar á
árinu ef þær hefðu komið til framkvæmda. Tillögur
Sjálfstæðisflokksins þýða 24 - 25% skerðingu
kaupmáttar um næstu áramót frá því sem var 1982. Ef
kaupmáttur sá sem var á árinu 1982 er settur sem 100
hefði hann fallið niður í 75 út þetta ár. Tillaga Fram-
sóknarflokksins þýðir 21% skerðingu kaupmáttar um
áramót frá því sem var 1982, eða úr 100 niður í 79.
•Opinberar spár sýna að kaupmáttur ráðstöfunartekna
heimilanna muni falla urn 9-10% árin 1982 og 1983 að
öllu óbreyttu og lætur nærri að það samsvari falli þjóð-
artekna á þessu tímabili. Ljóst er því að Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur ætla sér að skerða kjör-
in langt umfram rýrnun þjóðartekna. Það liggur fyrir
eftir fyrstu lotu stjórnarmyndunarviðræðna milli
þeirra. _ekh
Mið-Ameríka
• Fyrir nokkru ávarpaði Reagan forseti bandaríska
þingið og bað um stuðning við stefnu sína í Mið-
Ameríku. Hann dró upp ógnvænlega mynd af heims-
hluta þar sem kommúnisminn sækti fram og ef Banda-
ríkin gætu ekki hrundið þeirri sókn þá mundu þau ekki
lengur njóta trúnaðar bandamanna sinna og öryggi
sjálfra Bandaríkjanna yrði stefnt í voða enda er „EI
Salvador nær Texas en Texas er Massachusettes“ sagði
forsetinn ennfremur.
• Með því að slá á þessa strengi vildi Reagan í fyrsta
lagi safna stuðningi við kröfu sína um 50 miljón dollara
viðbótarstuðning við hægristjórnina í E1 Salvador. í
annan stað leitar hann eftir blessun þingsins við það
„leynistríð“ sem hann heyr gegn byltingarstjórn
Sandinista í Nicaragua með nánu samspili við herinn í
Honduras.
• Flest bendir til þess að Reagan hafi ekki haft erindi
sem erfiði, hvorki hjá almenningi, þinginu né heldur
ríkisstjórnum í Rómönsku Ameríku. Samkvæmt
skoðanakönnunum eru þeir Bandaríkjamenn sem vilja
engin afskipti af borgarastyrjöldinni í E1 Salvador nú
nokkru fleiri en þeir sem telja rétt áð styðja áfram
hægristjórnina. Og meðan 50% þeirra sem spurðir eru
telja, að aðalástæðan fyrir pólitískri ókyrrð í Mið-
Ameríku sé fátækt og mannréttindabrot, þá eru það
aðeins 29% sem telja, eins og Reagan, að ástæðan sé
kommúnísk undirróðursstarfsemi frá Sovétríkjunum
og Kúbu.
• í annan stað hefur þingnefnd sú bandarísk sem fer
með leyniþjónustumál samþykkt bann við því að CIA
eða aðrar leyniþjónustur fjármagni hernaðaraðgerðir
gegn stjórn Nicaragua. Öll möguleg forsetaefni Dem-
ókrata í forsetakosningum næsta ár hafa fordæmt
stefnu Reagans í Mið-Ameríku. Og ýmsar áhrifamiklar
stjórnir í Rómönsku Ameríku (Mexíkó, Venezúela og
Kolumbíu til dæmis) hafa verið gagnrýnar á stefnu
Reagans og leitað að færum samningaleiðum í málum
þessa heimshluta.
• Hvað sem öðru líður er það ljóst, að sú íhlutunar-
stefna sem byggist á kaldastríðsheimsskilningi Reagans
á sér formælendur fáa - og ekki fjölgar þeim. _ ÁB.
úr aimanakínu
Primavera
Eina merkustu uppgötvun lífs
míns gerði ég þegar ég var sjö
ára. Ég vaknaði fyrir allar aldir á
baðstofuloftinu að Hofstöðum í
Skagafirði, læddist berfættur
fram bæjargöngin og út á hlað-
hellur til að pissa. Það var vor og
sólin skein þegar yfir Hofstaða-
fjallinu án þess að hafa náð að
þurrka næturdöggina af grasinu.
Jafnvel torfþekjan á bænum
merlaði í morgunsólinni eins og
hún væri lögð miljón demöntum.
Einhver taumlaus kraftur dró
mig áfram út á hlaðvarpann, út
fyrir skemmuvegginn og upp á
dagsláttuna fyrir ofan bæinn, þar
sem birtan í grasinu var ennþá
skærari, og þegar ég leit við sá ég
aðég hafði slökkt á þúsund sólum
iteerju spori. Ég horfði yfir dag-
sláttuna í áttina að kirkjugarðin-
um og út á fjörðinn þar sem
Drangey sást í fjarska. Það var
stafalogn og svo hljóðbært að ég
heyrði grasið gróa. Á tímalausu
augnabliki var ég gripinn þeirri
hrollvekjandi sælutilfinningu
sem er því samfara að uppgötva
óendanlega smæð sína og ein-
semd í óendanlega víðri náttúru,
þar sem maður og náttúra verða
eitt.
Ég veit ekki hversu lengi ég
stóð þarna lostinn tilfinningu sem
ég skynjaði sterkt en skildi ekki,
en þegar sólirnar sem ég hafði
slökkt undir iljum mér fóru að
brenna tábergið sneri ég skyndi-
lega við og hljóp inn í bæ, þár sem
hún Gerða fóstra mín stóð yfir
kolavélinni og eldaði hafra-
grautinn. Hún var mitt hald og
Ólafur
Gíslason
skrifar
traust í lífinu þau sumur sem ég
dvaldi sem barn í Skagafirði. Yfir
hlýjunni frá kolavélinni og hafra-
grautnum í því öryggi sem aðeins
hin kærleiksríka fóstra kann að
veita gróf ég djúpt í vitund minni
hina skelfilegu uppgötvun sem ég
hafði skynjað svo sterkt án þess
að geta skilið eða tjáð: ég hafði í
senn uppgötvað smæð mína og
það frelsi sem manninum er gefið
í einsemd sinni gagnvart tak-
markalausri fegurð og víðáttu
náttúrunnar.
Dagsláttan á Hofstöðum var
mér þennan vormorgun ómót-
stæðileg ögrun er vakti bæði sælu
og hroll. Þegar ég skoðaði hana
aftur 20 árum síðar var mér fyrir-
munað að skilja hvaða heimur
hafði opnast mér á þessu augna-
bliki - ég sá ekki annað en tún-
skika sem vinnumanni háfði ver-
ið gert að slá á einuni degi með
orfi og ljá.
Á veggnum fyrir ofan skrif-
borð mitt hangir mynd sem hefur
fylgt mér lengi. Hún sýnir andlit
Élóru, gyðju gróandans, og er
hluti af málverki sem Sandro
Botticelli málaði fyrir ítalskan
fursta árið 1478 og kallaði Prima-
vera. Það er ítalska og þýðir vor.
Ég sá þessa mynd í fyrsta skipti í
litprentaðri bók þegar ég var tví-
tugur. Síðar gerði ég mér ferð til
Flóernsborgar að horfa á þessa
mynd. Myndin er innblásin hug-
myndaheimi grísk-rómverskrar
goðafræði og sýnir okkur heila
heimsmynd í hnotskurn, þar sem
ástargyðjan leikur aðalhlutverk-
ið umluícin frjómagni jarðar og
mannlegra ástríðna í sinni tignar-
legu ró. Myndin vakti með mér
gamalkunnan sæluhroll, og þó er
það andlit Flóru, blómagyðjunn-
ar, sem ávallt hefur verkað sterk-
ast á mig í þessari mynd. Ásjóna
frelsisins, ögrandi og átakalaus í
senn. Berandifrjómagnjarðarog
ávexti úr skauti sínu. Gjafir eru
yður gefnar - vituð þér enn eða
hvað?
Þessa síðustu daga hefur nátt-
úran verið að vakna til lífsins á
íslandi. Hrossagaukurinn og lóan
hreiðra um sig í hinum íslenska
sinumóa af einskæru æðruleysi.
Það er eins og vorið komi fyrr í
fuglana en mannfólkið. Það ríkir
stjórnarkreppa, segja menn. Við
þurfum að mynda sterka stjórn,
segja menn, og það fara krampa-
kenndar viprur um munnvik og
háls. Sterka stjórn til að aga veika
þjóð. Það ríkir vetrarkuldi í ís-
lensku þjóðlífi með þeirri sinnis-
veiki sém kallar á vöndinn.
Æ, megi vorsólin ná að þýða
þessi frosnu valdsmannahjörtu
sem þyrpast um ráðherrastólana
þessa dagana eins og nátthrafnar
á haugi. Megi þau skynja tímans
kall: enginn mundi sóma sér bet-
ur á ráðherrastóli en vorgyðjan
sjálf, og hennar ríki er hinn
stjórnlausi frjómáttur náttúrunn-
ar þar sem berfættu börnin eiga
sér athvarf í elhúskróki hinnar
skilningsríku fóstru.