Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN- Helgin 6.-7. ágúst'1983 skammiur Af degi þagnarinnar Það var einhvern tímann um daginn, að ég las það í blaði, að Joð Err, sjálfur höfuðpaurinn í sjónvarps- myndaseríunni „Dallas“, hefði það fyrir plagsið í prí- vatlífinu að þegja eins og steinn einn dag í viku hverri. „Ekki svo galið“, hugsaði ég með mér og gleymdi því svo, eða setti það í langa minnið, eins og það er kallað núna á tölvuöldinni. Svo var það bara í fyrradag, að ég var svona hálf annars hugar að fletta gömlu Tímablaði, í von um að eitthvað væri nýtt af frétta af erkióvini íslensku þjóðar- innar, sauðkindinni, sem mér skilst að sé til engra hluta nytsamleg annarra en að vera étin og prjónuð. Svo óvinsæll er þessi ferfætlingur meðal grasvina þéttbýlisins, að nafngiftir eins og „lúsin á landinu" eða „gereyðingarvaldur gróðurlendisins" er með því vin- samlegra sem um dýrið er sagt. Framámenn í sauðfjárrækt hafa að vísu reynt að bera blak af þessari ótuktarskepnu, sem að þeirra dómi græðir upp landið með því að „skíta meira en hún étur“, eins og haft er eftir Benedikt frá Hofteigi. Ég sá fljótlega, að ekkert var að hafa um sauðkind- ina í Tímanum, ekki einu sinni í leiðaranum, en þegar ég var að leggja blaðið frá mér, rakst ég á greinarkorn, sem vakti strax forvitni mína: „TÍU RÁÐ TIL AÐ EFLA SJÁLFSTRAUSTIÐ". Ég fann strax að þessi grein mundi eiga við mig erindi, svo ég fór að kíkja betur á hana. Hér voru sett fram tíu boðorð, líkt og í Ritningunni. Fimmta boðorð hljóðaði svo: „Mundu að vinsælasti viðmælandinn er sá, sem er góður og áhugasamur hlustandi. Þú þarft ekki endi- lega að vera svo hrífandi skemmtilegur, eða rífa af þér brandara, til að vera vinsæll. Hlustaðu vinsamlega, því þá mun sá sem þú hlustaðir mest á, áreiðanlega segja að þú sért alveg bráðskemmtileg manneskja". Og það var eins og rynni upp fyrir mér Ijós. Ég hugsaði sem svo: „Líklega ætti ég í framtíðinni að reyna aö afla mér vinsælda með því að þegja meira og segja minna". Eg ákvað að fara að dæmi Joð Err og steinþegja einn dag í viku hverri, í von um að verða með því hvers manns hugljúfi, eins og þeir eru kallaðir, sem eru dálítið vinsælir. Og hver átti nú frekar skilið að fá að njóta þagnar- innar en kónan mín, sem ég elska útaf lífinu og hér- umbil eins mikið og sjálfan mig. Á fyrsta degi þagnarinnar vaknaði ég, eins og oft- ast, heima hjá mér. Eiginkonan var svona einsog milli svefns og vöku og spurði mig hvað klukkan væri, en ég svaraði henni ekki, því nú var dagur þagnarinnar og kjörið tækifæri til að afla mér vinsælda eftir fimmta boðorði Tímans. Þá vaknaði hún og sagði: „Hvernig er veðrið?" Ég ákvað að þegja og „hlusta vinsamlega“, til þess að verða á heímilinu álitinn „bráðskemmtileg mann- eskja". „Er séníið að hugsa?“ sagði hún þá, og mér fannst einsog snöggvast að ég væri ekki enn orðinn alltof vinsæll. Ég svaraði að sjálfsögðu ekki, því bæði er ég nú ekkert séní og var ekkert að hugsa, fyrir nú utan það, að þetta var að morgni hins fyrsta dags þagnar- innar. Ég fór framá bað að bursta í mér tennurnar. Úr svefnherberginu heyrði ég mikla skúffuskelli og fyrir- gang líkt og þegar fólk í geðshræringu er að leita að einhverju sem ekki finnst. Svo var barið óþyrmilega á baðhurðina. Ég lét ekkert frá mér heyra, því hvort- tveggja var, að ég hafði lesið það á prenti að vænlegt væri að afla sér vinsælda með því að þegja og hlusta, og svo var þetta dagur þagnarinnar hjá mér. í þriðja lagi var hurðin ólæst, einsog nú kom á daginn. Mér var rutt frá speglinum og ég fór þegjandi, eins- og lög gera ráð fyrir, framí eldhús til að hella uppá könnuna fyrir hana, handa okkur. Nú kom hún af^baðinu framí eldhúsið.Eiginlega gat ég ekki merkt af íatseði hennar, að mér hefði tekist að afla mér umtalsverðra vinsælda með þögninni, en ákvað að reyna til þrautar. Hún var eiginlega einsog þrumuský í framan. „Gæti ég fengið viðtal?" Ég tók Morgunblaðið og fór að lesa það, í von um að hún sæi að ég þagði í góðu, en ekki illu. Glöggir menn og fróðir segja að fyrir miklar náttúru- hamfarir stansi tilveran nokkur andartök. Jarmur fogla hljóðni, kvikfénaður stirðni og logn detti á. Það var einhvern veginn ein slík þögn sem nú varð ríkjandi þarna í eldhúsinu. Ég fór satt að segja að ókyrrast, því ég þekkti fyrirboðann af þrjátíu ára reynslu. Svo kom holskeflan og endaði með ægilegum hurðarskelli. „Þat var ok“, sagði ég við sjálfan mig, en ég fékk strax eftirþanka útaf því að hafa talað af mér á degi þagnarinnar, svo ég ákvað að segja ekki meira þann daginn, því: Ef að ég ætla mér ekkert að segja, þá segi ég eins og er: Upplagt að þegja. skraargatiö Tímarit ungra frjálshyggjumanna Jóhann: Deildar- stjórastaðan ekki nógu góð Þórarinn: Heimildaskáldsaga Ragnhildur: Nýr nefndakóngur Haraldur: Rétt að kasta kjarnorku- sprengjunni! Út er komið nýtt tímarit sem Fjölnir hf. gefur út. Það heitir Bóndinn og miðast við landbúnaðinn. Það sem vekur athygli við þessa út- gáfu er það að þeir sem standa að henni eru helstu frjálshyggjupost- ularnir meðal ungra Sjálfstæð- ismanna, menn sem- hafa svona heldur fjandskapast við íslenska bændur. Kannski er tilgangurinn spakmælið enska: „If you can’t beat them, join them“ eða Ef þú getur ekki sigrað þá, sameinastu þeim. Ábyrgðarmaður blaðsins er Hreinn Loftsson en í útgáfu- stjórn auk hans þeir Anders Hansen, Baldur Guðlaugsson, Pétur J. Eiríksson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jóhann Einvarðsson fyrrv. alþingismað- ur hefur nú verið skipaður aðstoðarmaður Alexanders Stef- ánssonar félagsmálaráðherra. Sagan á bak við þessa skipun er sú að Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur gefið út dagskipun til framsóknarráð- herranna um að þeir skuli taka sér aðstoðarmenn hvort sem þörf er fyrir þá eða ekki. Félagsmála- ráðuneytið er eitt minnsta ráðu- neytið og Alexanderöllumhnút- um þar gjörkunnugur eftir að hafa starfað að sveitarstjórnar- málum í 30 ár„ Enda mun hann ekki hafa kært sig um neinn aðstoðarmann og Jóhanni þröngvað upp á hann. Fyrst hafði reyndar svokölluð bremsunefnd gefið grænt Ijós á deildarstjóra- stöðu fyrir Jóhann en það þótti víst ekki nógu fínt fyrir fyrrver- andi alþingismanninn. Þetta þyk- ir víst að ganga á undan með góðu fordæmi í sparnaði og aðhaldi varðandi ríkisreksturinn. —•mmm—— Fréttir eru nú farnar að berast af nýjum bókum sent koma út fyrir jólin. Þannig mun út konta bók með svokölluðum nærmyndum sem Helgarpósturinn hefur af og til verið með af einstökum mönnum síðan hann byrjaði að koma út. Þá kemur út söguleg skáldsaga eftir Þórarin Eldjárn um Guð- mund Bergþórsson rímnaskáld sem uppi var á 18. öld. og fyrsta skáldsaga Stefaníu Þorgrímsdótt- ur frá Garði í Mývatnssveit, hvor tveggja hjá Iðunni. Iðunn gefur ennfremur út Öldina okkar 1971- 75 og fækkar nú stöðugt árunum sem tekin eru fyrir. Ritstjóri er sem fyrr Gils Guðmundsson en meðritstjóri Hildur Sigurðardótt- ir (sendiherra Bjarnasonar). Hjá Erni og Örlygi kemur m.a. út mikil bók um stríðsárin á Islandi eftir ungan sagnfræðing. sís sótti á sínum tíma um lóð undir vörumarkað í Garðabæ en meiri hluti bæjarstjórnar sá ,ekki ástæðu til að hleypa samvinnu- hreyfingunni inn í bæinn og út- hlutaði þess í stað smáverslun í Kópavogi, Kaupgarði, lóð undir verslun enda hafa framkvæmdir verið í skötulíki. Einn helsti áhrifamaður íhaldsins í Garðabæ er Sigurður Sigurjónsson lög- fræðingur (sem Helgarpósturinn gerði frægan) og segja illviljaðir að ástæðan fyrir þessari úthlutun sé sú að prókúruhafi Kaupgarðs og téður Sigurður eru með hest- hús saman. Eitt af því sem íhaldið gagnrýndi einna mest hjá fyrrverandi ríkis- stjórn var nefndarfargan mikið. Nú virðist hins vegar verið skollið yfir mikið nefndaflóð í einu ráðu- neyti, nefnilega menntamála- ráðuneyti Ragnhildar Helgadótt- ur og byrjaði það með nefnd sem átti að rannsaka tengsl heimila og skóla, og síðan kollafkolli. Segja sannfróðir að brátt muni nefndir Ragnhildar jafnvel slá út nefndir Hjörleifs Guttormssonar fyrrv. iðnaðarráðherra sem ýmsir býsn- uðust yfir. Sigurgeir Jónsson aðstoðarbankastjóri Seðlabankans gegnir jafnframt stöðu yfirmanns greiðslujafnað- ardeildar bankans. Þá deild hefur hann löngunt notað til að hygla upprennandi flokksgæðingum í Sjálfstæðisflokknum. Síðast vermdi Geir Haarde núverandi aðstoðarmaður Alberts fjármála- ráðherra stól deildarstjórans. Sigurgeir þurfti að leita að nýjum gæðingi og fann hann auðvitað einnig í stuttbuxnadeildinni. Fyrir valinu varð Ólafur ísleifs- son ritari SUS sem hefur starfað á Þjóðhagsstofnun. Starfsmenn Seðlabankans eru sagðir margir hverjir alveg rasandi og heimta að staðan verði auglýst en Sigur- geir fái ekki að velja endalaust eftir flokksskírteinum. Hitakostnaður úti á landi er nú víða að sliga heilu fjölskyldurnar. A Akranesi kost- ar t.d. 52 krónur tonnið af heitu vatni meðan það kostar aðeins 12 krónur í Reykjavík. Nú hefur Skráargatið hlerað að margir Ak- urnesingar ætli að taka með sér steinolíuofna úr sumarbústöðum sínum og hita með þeim hús sín í mestu kuldunum í vetur til að koma niður hitakostnaðinum. Annars verður hann á bilinu 5-10 þúsund krónur á mánuði yfir há- veturinn. Hinn mikli hljómgrunnur, sem friðar- gangan í dag mun sýna, var í gær farin að fara í taugarnar á göml- um kaldastríðspostulum og hern- aðarsinnum. Þetta mátti sjá í leiðara Dagblaðsins & Vísis í gær og einnig í grein Haralds Blöndals lögfræðings í sama blaði. Haraldur gengur þó feti framar og segir að ákvörðun Trumans Bandaríkjaforseta að kasta kjarnorkusprengjum á Hir- oshima og Nagasaki í Japan árið 1945 hafi verið rétt. Minna mátti það ekki vera.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.