Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 11
Heígin 6.-Í. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Borgarbókasafn: Útlánum fækkaði r i fyrra Borgarbókasafn Reykjavíkur lánaöi út 893 þúsundir bóka í fyrra og jafngildir þaö því að hver Reykvíkingur hafi fengið lánaðar meira en tíu bækur. Samt voru út- lán nokkru færri en árið 1981 eða um 73 þúsundum. Flestar bækur voru lánaðar út í niars eða tæplega 90 þúsundir en minnst út í desember - enda fá þá margir nýjar bækur að gjöf. Bókaeign Borgarbókasafnsins er nú 323.256 bindi og nam brúttó aukning um 14 þúsundum bóka. Dynskógar komnir út Dynskógar, rit Vestur-Skaftfell- inga, annar árgangur, eru komnir út. Þetta er ákaflega glæsilegt rit, bundið inn með litprentaðri kápu, prentað á góðan pappír og vel myndskreytt. I ritstjórn eru þeir Björgvin Salómonsson, Helgi Magnússon og Sigurjón Einarsson. Veigamesta efnið í þessu riti er greinin Rafvæðing í Vestur- Skaftafellssýslu eftir Þórólf Árna- son vélaverkfræðing. Þar er eink- um sagt frá hinu mikla brautryðjandastarfi Bjarna Run- ólfssonar í Hólmi i Landbroti en hann reisti um 116 vatnsaflsstöðvar víða um land á árunum 1920-1938. í kjölfar hans komu svo menn eins og Eiríkur Björnsson í Svínadal, Sigurjón Björnsson í Svínadal, Sig- fús Vigfússon á Geirlandi, Einar Sverrisson á Kaldrananesi og Guð- mundur Einarsson í Vík. Þáttur heimamanna í Vestur-Skaftafells- sýslu í byggingu vatnsaflsstöðva og hin merkilega túrbínusmíði þeirra er merkur þáttur í þjóðarsögunni og hér eru henni gerð ýtarleg skil, bæði frá sögulegu og verkfræðilegu sjónarmiði. Greininni fylgir fjöldi mynda. Af öðru efni í ritinu má nefna Um Skaftárelda og Skaftárelda- hraun eftir Þorleif Einarsson jarðfræðing og Um áhrif Skaftár- elda á mannlíf á íslandi eftir iSveinbjörn Rafnsson prófessor, hvort tveggja erindi flutt á Kirkju- bæjarklaustri 8. júní sl. Þá skrifar Sigurjón Einarsson um kirkjur á Kirkjubæjarklaustri 1783-1983 og Gísli Brynjólfsson um Smíðaskólann í Hólnti í Land- broti. Sigurbjörn Einarsson biskup gerir athugasemdir um jarðarfar- arsiði í Meðallandi og í lokin eru annálar úr Vestur-Skaftafellssýslu. - GFr •S M. Jf^ Bergljót og Elmer á sýningu sinni í Nýlistasafninu. Ljósm.: Leifur Post-Painting Elmers og Bergljótar Plastveröld í Nýlistasafninu Post-painting - eftir málun - er yfirskrift sýningar sem opnaði í gær í Nýlistasafninu við Vatnsstíg og Daninn Elnter og íslendingurinn Bergljót Ragnars standa að. Tit- illinn er tvíræður: liann getur þýtt að loknu málverkinu, þegar mál- verkið er dautt eða eitthvað þvíum- líkt og harin getur líka vísað til vinnubragða Elmers og Bergljótar: þau mála eftir öðrum myndum á plast. Sum sé: sú myndlist sem við fáum að skoða í Nýlistasafninu næstu vikur eru plastútgáfur af verkum ýmissa annarra lista- manna; þarna eru myndir í anda nýja málverksins, klósettveggja- litteratúr, jólakort og samanbitinn Dick Tracy og fleira og fleira. Við Þjóðviljamenn kíktum við hjá þeint í vikunni og snarlega upp- hófust andríkar samræður um post-painting á harðsnúinni Kaup- mannahafnar-dönsku milli sýn- enda og Leifs Ijósmyndara - blaöa- maður var hins vegar hálf utan- veltu með sína Andrésar Andar- dönsku og takmarkaö vit á mynd- list. Af santræðunum mátti þó ráða að Post-painting er kaldhæðnislcgt andsvar við ógöngunt listarinnat í markaðssamfélagi þarscm sérhver nýjung er tekin og gerð að huggu- legri vöru og þar með vængstýfð. Þau Bergljót harðneita aö láta bendla sig viö nokkuð sem heitið gæti list. „Öll list býryfirákveðinni kænsku" scgir Elmcr í greinargerð með sýningunni: „Post-painting býrckki yfirneinni kænsku." Hann segir að Post-painting krefjist engra íorsendna né „sérlegs persónuleika" - hún bara er. Bergljót talar unt að af Post- painting bliki „þessi geislaröðull tómsins, vegna þess að myndirnar eru skapaðar fyrirfram og verða til aðeins við snertingu efnisins/ plastsins." Ungbarnadauði minnkar Skelfileg tíöindi birtust á forsíðu New York Times fyrir skömmu. „Fjöldi barnafædd andlega eða líkamlega vanheil hefur tvöfaldast á síðustu 25 árurn". Sjónvarp og útvarp, auk annarra blaða tóku málið upp og sagt var að um 140.000 börn fæddust vansköpuð eða andlega vanheil árlega. Orsakirnar: Óþekktir vírusar, efnamengun og síðast en ekki síst hájDróaðaraðferðirviðað halda lífi í ófullburða, vanheilum nýburum. Þessi tíðindi vöktu mikinn óhug, en læknar voru fljótir að leiðrétta þau. Málið var eícki svona slæmt. Andlega og líkamlega vanheilum Nýburi sem vegur innan við 1 kg. Fjölgar vanheilum börnum, vegna þess að unnt er að halda lífinu í miklum fjölda ófullburða barna? Vanheilum börnum fjölgar börnum hafði alls ekki fjölgað frá 2% í 4% eins og fréttirnar sögðu, heldur hefur börnum með vægari sjúkdóma, allt frá asma til sykur- sýki, fjölgað úr 1,7% til 3,8% frá 1958 til 1981. Þó aö þetta hafi verið leiðrétt og menn hafi andað léttar, er ekki þar með sagt að menn séu ánægðir með þessar niðurstöður heldur. Hvers vegna fjölgar svo slíkunt sjúkdóm- um í nýburum? Vissulega hafa líkurnar á að hægt sé að halda lífi í veikburða nýburum aukist mjög, en t.d. hjarta- og lungnasjúkdómar eru talsvert algengir hjá börnum sem fæðast mjög smá. Einnig er talið að hjartasjúklingar, sent nú orðið lifa oft svo lengi að þeir ná að eiga eða geta börn, fiytji ágallann áfram í nýja kynslóð, en fyrir nokkrum ár- atugum létust börn oftast nokkurra ára gömul, ef þau voru með ágalla á hjarta. Mengun, - hættuleg efni í and- rúmslofti, á vinnustöðum og á heimilum eru líka oft mjög skaðleg fyrir fóstrin, og aukin þátttaka kvenna í atvinnulífi hefur há áhrif. Konur sem vinna við einhvers kon- ar efnaiðju á meðan þær eru van- færar eru t.d. í mun nteiri hættu en aðrar. Þá hafa auknar reykingar áhrif á fóstur og margir læknar telja að konur sem reykja ntikið eigi ekki aðeins minni börn, heldur oft- ast einnig vanheilli. Þrátt fyrir öll þessi válegu tíð- indi, eru þó gleðilegri fréttir innan um og saman við. Margir lífshættu- legir barnasjúkdómar eru úr sög- unni, bólusetning og rannsóknir á vanfærum konum hafa rutt úr vegi að mestu heyrnarleysi af völdum rauðra hunda og blóðflokkarann- sóknir eru nú svo fullkomnar að unnt er að koma í veg fyrir hættu- legar afleiðingar andstæðra blóð- flokka foreldra. Og ekki ntá gleynra legvatnsprófunum, sem sýna hvort um alvarlegar litning- askemmdir er að ræða hjá fóstrinu. Allt þetta gefur þrátt fyrir allt til- efni til nokkurrar bjartsýni. (Byggt á Newsweek, þs)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.