Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 17
Helgin 6.-7. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Með bókinni kom ný tegund af rithöfundi, einstaklingursem gat dreift hugsunum sínum til margra. Með honum fæddist „ég“ í samtali við lesendann, nýtt„ég“. EftiraðGutenberg kom til sögunnar gat fólk fyrst talað saman óháð tíma og rúmi. Fyrstu bækurnar á íslensku voru prentaðar fyrir rúmum 500 árum og við vitum um höfunda þeirra og jafnvel hverjir prentuðu þær og við vitum hver fann upp prentlistina. Það var Jóhann Gutenberg.Við vit- um lítið hverjir stóðu fyrir öðrum tækninýjungum svo sem úrverkinu og vefstólnum. Það er ekki bara að þær voru fundnar upp á undan heldur verður prentvélin eins kon- ar tímavél sem sameinar núið með eilífðinni og blandar því saman sem gerist á augnablikinu við það sem verður varanlegt. Það gildir unt prentarann sjálfan og það sem nefnt er í prentuðum texta. Prentverkið leggur grunn að ný- tískurithöfundum þar sem boðskapurinn sjálfur er ekki mikil- vægari en sá sem flytur hann. Höf- undurinn verður eftir uppfinningu Jóhann Gutenberg: E.t.v. breytti hann heiminum meira en nokkur annar með því að finna upp prent- listina. prentverksins fremsti fulltrúi ein- staklingshyggjunnar. Hann verður keppinautur sjálfs Guðs. Francois Rabelais var höfundur skömmu eftir að prentlistin komst í gagnið og bók hans um jötuninn Gargant- ua seldist í stærra upplagi á tveimur mánuðum heldur en Bíblían á 10 árum. Slíkt rithöfundarhlutverk var óhugsandi á miðöldum. Þá voru rithöfundar nánast í sama hlutverki og skrifarinn. Það kom fyrir að hann lét eigin hugsanir á blað en oftast skrifaði hann eftir öðrunt eða skrifaði upp. Höfundarréttur var lítt þróað hugtak. Textinn var sjaldan látinn í friði, honum var breytt og hann hafði eins konar eigið líf. Það má segja að textinn hafi þannig verið mikilvægari en sjálfur höfundurinn. Þetta er mjög sláandi með íslendingasögurnar þar sem höfundarins er sárasjaldan getið. Með prentuðu máli fer höf- undurinn að þéna peninga fyrir verk sitt og bókamarkaðurinn verður til. Þá fer hann að krefjast einkaréttar á texta sínum. Það er Rithöfundurinn Hieronymus á tréristu eftir Dúrer á titilblaðinu á Bréfum hans, prentuðum í Basel 1492. Prentlistin gjörbreytti heiminum enn einangrað og þögult. Einn af frægustu rithöfundunum á 15. öld var Michel de Montaigne. Hann skrifaði ritgerðir þar sem hann svipti hulunni af sínum innstu hug- renningum um stór og smá vanda- mál hversdagsins. Viðfangsefnið er hann sjálfur. „Ég er sjálfur efni bóka minna" segir hann. Hann tel- ur sig ekki fulltrúa fyrir neitt. Hann er hvorki fursti, hirðmaður eða- munkur heldur Michel de Monta- igne. Hann er „ég". Og með sam- talinu í ritgerðum hans getur hver- lesandi einnig skapað sitt eigið „ég“. Um leið og lesandinn finnur einstakling bak viðorðinuppgötv- ar hann sjálfan sig. Um þetta og þjóðfélagslegar af- leiðingar af uppfinningu prentvél- arinnar fjallar Élisabeth Eisenstein í nýútkominni bók sem heitir The Printing Press as an Agent of Social Change. Hún fjallar m.a. urn það hvernig almenningseign á Bi'blí- unni breytir fjölskyldulífinu og hvernig andleg og veraldleg yfir- völd reyndu að einoka hina nýju uppfinningu. (GFr - byggt á DN). Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin yjMFEROW Frá þvl I ágúst 1982 hefur nautakjöt hækkað um 100%; lambakjöt um 120% og neysluvamingur yfirleitt hækkað um 100% — nema kjúklingar, þeir hafa aðeins hækkað um 13%! Það hlýtur að vera íslandsmet. Má ekki bjóða ykkur Islandsmeistara frá ÍSFUGL — ódýra og gimilega. Þeir eru í rauðu ög bláu pokunum. þess vegna engin tilviljun að t.d. í stjórnarskrá Bandaríkjanna eru uppfinningamenn og rithöfundar nefndir í sömu málsgrein. Þeim er þar tryggður einkaréttur til skrifa sinna og uppfinninga. En einstaklingshyggjan sem uppfinning prentlistarinnar hafði í för með sér hefur fleiri afleiðingar. Þá fyrst getur höfundur snúið sér til mikils fjölda fólks sem var og er ísfugl Fuglasláturbusiö aft Varmá, Reykjaveg) 36, MoslellssveH. ® 91-66103 og 66766 samkvæmi könnun verðlagseftirlitslns. ’ j >111.1 MMMIIII ....................... I lllii.lllillllll I. III............II

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.