Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. ágúst 1983 HIROSHIMA - NAGASAKI í Mitinoo, 3,6 km norður af Naga- saki, var reynt að hlyna að hinum særðu. Lík lágu innan um sært og deyjandi fólk. Þessi kona sat þarna innan um glundroðann og gal' særðu barni sínu að drekka. Hvaða borg er næst? Hirosima - Aldrei hefur friðsæl smáborg breyst á jafn skömmum tíma í iogandi helvíti dauða og þjáninga. Nagasaki - A einu augnabliki var borginni tortímt, hún dó. Hirosima og Nagasaki voru lítt- þekktar smáborgir. Þar voru engin mikilvæg hernaðarmannvirki. Þar bjó venjulegt fólk. Sumir voru verkamenn, smiðir eða kennarar. Sumir unnu við skrifstofusttirf, aðrir áttu sína eigin búð þar sem þeirseldu ávexti eða grænmeti sem bændurnir í nágrenninu ræktuðu. Gamlar konur prjónuðu sokka handa barnabörnunum, ungar stúlkur skrifuðu unnustum sínum í hernum bréf, lítil börn léku sér að kubbum eða voru í mömmuleik. Venjulegt fólk sinnti venjulegum störfum. Flugvélar óvinarins flugu oftast framhjá Hirosima og Nagasaki. Þær vörpuðu sprengjum sínum á aðrarborgirogbæi. Ibúarnir þökk- uðu helgum vættum og vonuðu að kannski tækist þeim að lifa stríðið af. Um morguninn þann 6. ágúst 1945 hélt fólk í Hirosima til vinnu sinnar á sama tíma og venjulega. Það var heitt í veðri og mollulegt. En u.þ.b. stundarfjórðung yfir átta vörpuðu Bandaríkjamenn kjarn- orkusprengju á Hirosima. Morg- unninn hvarf í eldhafi og fellibylur rústaði heimili í úthverfunum. A milli 130.000 og 140.000 manns létust í hamförunum. Sumir brunnu upp í einni svipan, aðrir dóu þegar borgin hrundi yfir þá. Þeir 'voru heppnir samanborið við þá sem hlutu ólæknandi brunasár og engdust sundur og saman í margar klukkustundir þar til dauðinn líknaði þeim. Banvæn geislun varð líka fjölmörgum að fjörtjóni þótt þeir hefðu sloppið úr vítislogunum. Kannski hefðu lækn- ar getað bjargað sumum sem voru illa særðir. En læknarnir í Hirosima dóu eins og aðrir. Þeir sem áttu heima í útjaðri eyðileggingarinnar stauluðust brenndir, blindaðir og bæklaðir burt frá logunum í leit að vatni. Hjálp barst ekki fyrr en seinna um daginn frá nágrannabæjum en þar gat fólk lítið gert annað en að veita einföldustu hjálp í viðlögum, Oft var vatn lianda deyjandi fólki eina hjúkrunin. Spádómar miðaldapresta um að tæknin þjóni myrkrinu rættust í vit- firrtum gerðum herforingja. Stríðið sjálft var glæpur gagnvart mannkyninu. Kjarnorkusprengjan boðaði endalok menningar. Sjúkt þjóðfélag hafði uppgötvað aðferð til útrýmingar. Einn sjúklingur hótaði útrýmingu annars með sprengju. Þann 9. ágúst klukkan rétt rúm- lega ellefu um morguninn, aðeins þremur dögum eftir kjarnorku- árásina á Hirosima, vörpuðu Bandartkjamenn kjarnorku- sprengju á Nagasaki. Nýtt helvíti opnaðist og eyddi íbúum borgar- innar. Nærri 70.000 manns var fórnað á altari hins nýja guðs hern- aðarsinna í viðbót við þá sem þegar höfðu fallið í Hirosima. Hvaða borg er næst? Ragnar Baldursson (Ragnar hefur m.a. dvalist tvö ár við nám í Japan og eiginkona hans í japönsk). Helgin 6.-7, ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA tsj . Aldrei aftur Hirosima. Konan hefur varla þrek til að drckka vatnið. Hún dó skömmu seinna. (Myndin er tekin 10. ágúst 1,5 km suður af Nagasaki). Fórnarlömb kjarnorku- sprengjunnar ..Ég var að leika mér að því að klifra í tré. Ég hoppaði úr trénu yfir á húsþak. Síðan ætlaði ég að stökkva yfir á þak við hliðina þett- ar..." (NISIMURA Kanzi. ne- mandi í Barnaskólanum við Nobori-mati, Hirosima). „Þegar ég var að fara út um morg- uninn til að leika mér tók ég eftir gati á peysunni minni. Égsnéri við til að láta gera við það og þá..." (TUTIDA Hideko. nemandi í Honkawa-barnaskólanum. 1 liro- sima). „Nágrannarnir áttu kött. Ég var vön að heimsækja hann á hverjum degi með mjólk í litilli flösku. Þennan dag fór ég líka að leika mér við kisu og gefa henni að drekka. Þegarég kom inn t húsagarðinn..." (HUKÁI Mitiko. nemandi í Barn- askólanum við Nobori-mati. Hiro- sima). „Ég, mamma og litla systir mín fór- um til að kaupa tómata i grænmet- isbúðinni. Við fórum út úr búðinni YAMAGUTI Senzi var 14 ára þeg- ar sprcngjan féll á Nagasaki. Hann cr einn af þeim heppnu sem lifðu hörniungarnar af. llann er giflur og á tvö börn. (Myndin er tekin í júní 1970). og..." (YOSIDA Satomi, Senda- barnaskólinn, Hirosi ma). „Við ætluðum aö flytja burt úr borginni, ég. pabbi, mamma og svstir mín. Viö biðum eftir lest á lestarstöðinni í Hirosima. Við ætl- uðum aö taka lestina sem átti að koma kukkan 7.30 en hún kom ekki. Pabbi hallaöi sér upp að súlu og las i blaði. Klukkan hans var 13 mínútur yfir átta. Ég var orðinn leiður á því að bíða og togaði í fæt- urna á honum..." (1IARADA Ilir- osi, nemandi í bttrnaskóia sem var á vegum Háskólans í Hirosima). „Þennan morgun ætlaði ég að ftska viö Taisyo-basi-brúna. Einmitt þegar ég kom að brúnni blossaði skyndilega upp hræöilegt eldhaf. Ég fleygði mér i vatniö án þess að vita hvað ég gerði..." (ISEDA Tomizo, nemandi í Danbara— barnaskédanum. I lirosima). (...úr bókinni „Hirosima - Naga- saki," Tokío, 1977, þýtt úr esper- anto). Klukka frá Hirosima. Hún hefur stoppað nákvæmlega á því augna- hliki sem sprengjah féll. Sjúkrahúsið í Hirosima, scm japanski Rauði krossinn starfrækti. Það var í 1,6 km fjarlægð frá miðpunkti sprengjunnar. 85% af þcim 600 sjúklingum og starfsfólki sem voru í sjúkrahúsinu Iétust eða særðust alvarlcga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.