Þjóðviljinn - 06.08.1983, Side 16

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Side 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. ágúst 1983 Sovétmenn eru aö byrja á tilraunum meö að auka sjálfstæði stjórna fyrirtækja og stórhækka laun þeirra sem sýna góðan árangur í framleiðslu. Á þetta að reyna að auka framleiðni í sovéskum iðnaði og bæta vörugæði að því er segir í Prövdu, málgagni Kommún- istaflokksins. Frá sovésku samyrkjubúi: einskonar verktakasamningar við vinnuflokka Breytingar í Sovétríkjunum Aukið vægi afkasta og sjálfstæði fyrirtækja Y r r r oc • i i r r miklu minna hreyft við miðstjórn- Von a goon kornuppskeru i ar a™idí e„ ••d- Uppskeran í grein um þessar hreytingar segir á þá leið að stjórnendur fyrir- tækja verði sjálfstæðari en áður gagnvart þeirri heildaráætlun um þróun atvinnuiífs sem gerð er í Íandinu. Einnig ráða þeir því sjálfir meira en áður hvernig þeir stjórna sjóðum fyrirtækjanna. í áformuðum breytingum er einnig gert ráð fyrir því að auka launamun, gera launastigann brattari. Einkum á aoörvahönnuði og verkfræðinga til dáóa með hærri launum. Þá er og gert ráð fyrir launauppbótum til verkamanna sem þykja sérlega duglegir. Varlega af stað farið í fyrstu verða þessar tilraunir takmarkaðar við nokkur fyrirtæki á sviði þungaiðnaðar og rafeinda- iðnaðar, sem og nokkur fyrirtæki í Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Lit- háen, sem lúta stjórn heimamanna í þeim lýðveldum. Talið er að það muni taka nokkur ár að breiða slík- ar breytingar á stjórnun og launa- kerfi út um sovéskt atvinnulíf. Tilraunirnar eiga að byrja um næstu áramót. Þegar Júrí Androp- of tók við starfi flokksleiðtoga í nó- vember í fyrra, lofaði hann ýmsum ráðstöfunum sem eiga að hressa upp á sovéskan iðnað, sem er all- miklu afkastaminni en í vestrænum iðnríkjum. Fyrirmynda hefur And- ropof leitað til Austur-Þýskalands og Ungverjalands sem hafa náð all- góðum árangri með skyldum að- ferðum.'Fréttaskýrendur segja þó, að í hinum sovésku áætlunum sé Þá hefur verið tekin upp ný- skipan á sviöi landbúnaðar. Hún er einnig fólgin í því að reynt er að draga úr afskiptum áætlananefnda af því, hvað og hvernig er ræktað á hverjum stað. Samkvæmt nýju kerfi er gert samkomulag við vinnu- flokka (brigödur) sem fá útsæði, áburð og vélar að leigu frá ríkinu og uppgjör að hausti eftir afköstum - og hefur þá innkaupsverð ríkisins á afurðum verið hækkað svo að það er raunsæislegra en áður. Þessi nýmæli eru talin verka hvetjandi á landbúnaðarverka- menn og gott veðurfar í vetur leið og í vor mun að öllum líkindum tryggja Sovétríkjunum góða upp- skeru í ár eftir fjögurra ára upp- skerubrest. Líkur benda því til að minna verði um þá skömmtun, t.d. á kjöti, sem hefur í raun verið við lýði í fjölmörgum borgum og hér- uðum landsins. Þetta kerfi í landbúnaði minnir nokkuð á svonefnt „ábyrgðarkerfi“ sem Kínverjar hafa tekið upp - en það er að sínu leyti sniðið eftir júgóslavneskri reynslu að nokkru. Líklegt er að í fyrstu muni þetta kerfi leiða til nokkurrar verðhækk- unar á ríkisverði á matvælum, en gæti þá um leið leitt til nokkrar lækkunar á hinu sveiflukennda verði á bændamörkuðum sem neytendur hafa orðið að sætta sig við vegna takmarkaðs framboðs í ríkisverslunum. Bæði á dögum Krúsjofs og Bréjsnéfs var fitjað uppá ýrnsunt breytingum í stjórn sovésks at- vinnulífs, en við flestar var hætt í miðjum klíðum. Afdrif þeirra úm- bóta, sem nú er fitjað uppá, eru mjög háð því hvernig til tekst um að samræma vald Gosplan, ríkisá- ætlunarinnar, auknu sjálfstæði stjórnenda fyrirtækja og nýrri verðmyndunarpólitík. - Sósíalisti forsætisráðherra á Italíu: Craxi kemst í klípu Þegar Bettino Craxi, foringi PSI. Sósíalistaflokksins ítalska, rauf stjórnarsam- vinnu við miðju- og hægri- flokka fyrr á árinu, þá vildi hann knýja fram kosningar sem tryggðu PSI aukið fylgi og honum sjálfum stöðu forsætis- ráðherra. Önnur óskin hefur ræst. Að sönnu vann PSI ekki þann sigur sem óskað var eftir - fékk 11,4% atkvæða í stað 9.8% en ekki þau 14-15% sem hann keppti eftir. En vegna þess að Kristilegir demókrat- ar, stærsti flokkur landsins og nær alltaf í stjórnarforystu, töpuðu mjög miklu fýlgi hefur Craxi nú orðið fyrstur sósíal- ista til að mynda stjórn í iandinu. Og það er ekki víst að Kristi- legum sé það mjög óljúft að af- henda Craxi þessa ábyrgð, því að þeir vita, að hann þarf að taka ábyrgð á ýmsum heldur óvinsæl- um ráðstöfunum, sem eiga sjálf- sagt eftir að leika Sósíalistaflokk- inn grátt. Óvinsœlar ráðstafanir Til að mynda kemur nú að því að taka endanlega ákvörðun um staðsetningu Pershing-eldflauga á Sikiley. Craxi ætlar að taka þetta að sér - en veit vel að sam- kvæmt skoðanakönnunum eru 60% ítala á móti eldflaugakerfi þessu. Það er næststærsti flokkur landsins - og ávallt í stjórnar- andstöðu - Kommúnistaflokkur- inn, sem hefur barist mest gegn eldflaugum þessum, og nýtur mikils stuðnings í því máli. Eldflaugamálið flækir það mikið fyrir Craxi, að hann þarf á samstarfi við stjórnarandstöðuna og verklýðshreyfinguna að halda vegna þeirra kreppuráðstafana sem í bígerð eru á Italíu. Á dagskrá er að færa verð- bólgu úr 16% í 13%, skera niður halla á fjárlögum og jafna hallann á utanríkisviðskiptunum. Þar að auki er spurt um ráðstafanir gegn atvinnuleysi - sem nær nú til 12% vinnufærra manna. Og sem fyrr segir munu Kristi- legir ekki harma það að foringi sósíalista lendir í að bjóða ítölum upp á „hrossaskammt“ af niður- skurðarráðstöfunum af ýmsu tagi. Ekki síst vegna þess, að ólík- legt er að nokkuð verði hreyft við hinu spillta valdakerfi sem Kristi- legir hafa komið sér upp á næst- um því fjórum áratugum. Milli tveggja risa Sósíalistaflbkkurinn hefur lengi átt í tilvistarvanda sem svo heitir. Þegar fyrir fyrra stríð tog- uðust á innan hans róttæklingar og kratar. Upp úr heimsstyrjöld- Bettino Craxi, leiðtogi sósíalista, gengur út úr forsetahöllinni með langþráð umboð til stjórnar- myndunar. inni síðari, þegar sósíalistar og kommúnistar komu báðir sterkir út úr andstöðu við Mussolini og skæruhernaði gegn Þjóðverjum á Norður-Ítalíu, tókst náin sam- vinna með þessum tveim verka- Iýðsflokkum. En mikil umskipti urðu 1963 þegarsósíalistargengu í fyrsta sinn til stjórnarsamstarfs við Kristilega - ásamt sósíaldem- ókrötum og fleiri eða færri smáum miðflokkum. Það sam- starf hefur ekki fært Sósíalista- flokkunum velgengni - ekki síst vegna þess að Kristilegir héldu sínu „klíkukerfi“ og róttækar um- bætur komust aldrei til fram- kvæmda þrátt fyrir fögur fyrir- heit. Um leið hélt Sósíalistaflokk- urinn áfram allnánu samstarfi við Kommúnista bæði í verkalýðs- hreyfingunni og borga- og hér- aðsstjórnum, og þetta samstarf í tvær áttir, við tvo mjög öfluga flokka, hefur mjög reynt á sam- loðun efnisins í flokknum. Skipt um hlutverk Um tíma stefndu Kommúnist- ar að „sögulegri málamiðlun“ við Kristilega - (1976-79) en þá buðu sósíalistar kommúnistum upp á að stefnt yrði að „vinstri val- kosti“. Þegar svo kommúnistar komust að því, að sósíalistar höfðu rétt að mæla að því leyti að Kristilegir væru afar óáreiðan- legir samstarfsaðilar, þá sneru þeir við blaðinu og buðu nú síðast sósíalistum einmitt upp á sam- starf um „vinstri valkost“. En þá var Craxi og flokkur hans kominn inn á það, að hann gæti siglt í kjölfar Mitterrands í Frakklandi og Gonzalesar á Spáni og tekið forystu í ítölskum stjórmálum í stað þess að vera að hrekjast milli stóru flokkanna tveggja. Og upp- skeran er þessi: Craxi er forsætis- ráðherra, en í heldur veikri stöðu og getur varla þvingað Kristilega til neinna meiriháttar umbóta. Aftur á móti mun hann verða að taka á sig skellinn af lítt vinsælum kreppuráðstöfunum. AB tók saman.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.