Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 28
PWDVHUNN Helgin 6.-7. ágúst 1983 Aðalsimi Pjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til fóstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Námsmenn mótmæla kjaraskerðingum Jafnrétti til náms í hættu Námslánin má ekki skerða í dreifibréfi samtakanna er minnt á að námslánin miðást við nauðþurftir og skerðing þeirra er því alvarlegt mál fyrir námsmenn og fjölskyldur þeirra. Þar er lögð áhersla á jafnrétti til náms, sem námslánin stuðla að, og fullyrt að skerðing námslána komi niður á samfélaginu í heild, þótt síðar verði, bæði í menningarlegu og efnahagslegu tilliti, - almenn fram- haldsmenntun sé ein af helstu undirstöðum samfélagsins. I dreifibréfinu er að finna loforð stjórnarflokkanna til námsmanna fyrir kosningar og spurt um efndir. Það eru taldar fram ýmsar staðreyndir um námsaðstoðina, og þar er klausa um tilgang kjara- skerðinganna sem ríkisstjórnin hefur ákveðið, minnt á stórfelldar hækkanir síðustu vikurnar: „En hvernig var þetta annars með fórn- irnar sem námsmenn eiga að færa eins og aðrir? Áttu þær ekki að stöðva verðbólguna?" Það heyrir til tíðinda að náms- menn dreifðu í gær leiðara fyrrver- andi menntamálaráðherra í Degi, þar sem Ingvar Gíslason varar við niðurskurði á Lánasjóði náms- manna, og talar um að þröngsýni og þekkingarleysi ráði umræðum stjórnvalda um málefni sjóðsins. Mótmælaaðgerðum SINE lauk unt sexleytið á föstudag -Ig/m Eina tækifærið - Nú standið þið SÍNE-menn einir að þessum aðgerðum? „Nú fær einstaklingur hér heima um 10.700 kr. í lán; ef þetta verður að veruleika lækkar það niður í um 8.800 kr. Þetta getur hver og einn borið saman við eigin fjárhag" sagði Emil. „Við mótmælum skerðingu námslána". Nokkrir þátttakenda koma sér fyrir með borða fyrir framan Stjórnarráðið, - aðrir dreifðu dreifibréfi í Bankastræti og á Lækjartorgi. Mynd -eik. „Já. Raunar hafa önnur náms- mannasamtök í Háskólanum og öðrum skólum heima Iýst yfir stuðningi sínum. En við vildum nota tækifærið. Námsmenn er- lendis eru jú erlendis á veturna og hafa ekki möguleika til að koma saman heima nema á sumrin. Við erum ekki mörg hér í dag, en á bakvið hvern þátttakanda standa tugir námsmanna. Þetta er örugg- lega ekki í síðasta sinn sem náms- menn láta frá sér heyra ef svo fer í lánamálum námsmanna sem nú horfir, en í vetur eru SÍNE-menn í útlöndum við sitt nám, það er ef þeir fá þá lán til“ sagði talsmaður námsmanna erlendis. „Við mótmælum skerðingu námslána" var textinn á borða sem íslenskirnámsmcnn erlendis hófu á loft fyrir framan Stjórnarráðshús- ið á föstudag. Um 30-40 námsmenn erlendis stóðu í tvo tíma með borða við Lækjargötu og dreifðu upplýs- ingum um stöðu námsmanna og fyrirhugaðar kjaraskerðingar í til- efni af fréttum um 40 milljón króna niðurskurð hjá Lánasjóði námsmanna. „Skerðing lánanna mundi hafa margháttaðar afleiðingar“ sagði Emil Bóasson fulltrúi SlNE (Sam- bands íslenskra námsmanna er- lendis) í stjórn Lánasjóðsins í sant- tali við Þjóðviljann þar sem hann afhenti vegfarendum dreifibréf samtakanna í gær. „Það alvarleg- asta fyrir þá sem nú eru í námi er auðvitað að kjör þeirra þrengdust svo að tvísýnt yrði um námsfram- hald.“ Lánasjóð íslenskra námsmanna vantaði 182 milljónir til að geta lán- að námsmönnum í haust, þar af hefur verið ákveðið að veita 135 milljónir, en það sem á vantar jafn- gildir 22% skerðingu á kjörum hvers námsmanns. Friðargangan 1983: Keðja milli sendiráða í lok göngunnar í kvöld Klukkan hálf níu í morgun lagði Friðargangan ’83 af stað frá hliðinu á Keflavíkurflugvelli, áleiðis til Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að gangan komi í miðbæinn um klukkan tíu í kvöld og þá verður mynduð keðja milli sendiráðs Rússa, við Garðastræti og sendiráðs Bandaríkjanna við Laufásveg. í dag, 6. ágúst þegar 38 ár eru liðin frá því kjarnorkusprengja var sprengd í Híróshíma í Japan, minn- ast friðarsinnar þess um allan heim með ýmsum hætti. Víða verða myndaðar keðjur milli sendiráða stórveldanna - og alls staðar berst fólk fyrir kjörorði friðargöngunn- ar: Aldrei aftur Híróshíma. Þeir sem ekki mættu við hliðið í morgun, geta farið til móts við gönguna í rútum í dag. Þær fara frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 10.00, 13.20 og 15.30. Gengið verður gegnum Reykjavík eins og sést á kortinu, þ.e. eftir fundinn í miðbæ Kópavogs, sem verður um kvöldmatarleytið, verður gengið niður Kringlumýrarbraut að Miklubraut, niður Miklubraut að Rauðarárstíg, niður Rauðarárstíg að Hlemmi, niður Laugaveg í átt að Iðnó þar sem gangan skiptist og verður mynduð keðja milli sendi- ráðanna. Síðan verður safnast saman við Miðbæjarskólann, þar sem séra Rögnvaldur Finnbogason, prestur á Staðastað flytur aðalræðu göngunnar og Vigfús Geirdal, rit- ari SHA, slítur henni. Ræður verða einnig fluttar á án- ingarstöðum. I Vogi flytur Berg- þóra Gísladóttir sérkennslufulltrúi ræðu um klukkan hálf-ellefu. Gangan verður í Kúagerði um klukkan tvö. Þar flytur Vésteinn Ólason fyrrverandi formaður SHA ræðu. 1 Straumi er áætlað að vera klukkan fjögur. Þar mun Arni Björnsson flytja ræðu. Næst verður haldið til Hafnarfjarðar þar sem haldin verður minningarstund um Híróshíma og Jóna Ósk Guðjóns- dóttir frá Hafnarfirði, heldurræðu. í Kópavogi munu Sólrún Gísladótt- ir borgarfulltrúi Kvennafram- boðsins og Steinbjörn B. Jacobsen frá Færeyjum, halda ræður. Komið í gönguna og takið undir kjörorð hennar með samherj- unum. EÞ Aldrei aftur Hírósíma Hlutleysi ís- lands-gegn hernaðar- bandalögum Friðlýsing N- Atlantshafs Kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd Sjálfs- ákvörðunar- réttur þjóða sé virtur Ferðir tit móts við Friðargöngu’83 1. Áætlunarbíll fró Umferðar- miðstöðinni kl. 10.00, mætir göngunni á áningarstað í Vogum kl. 10.45. Fer aftur til Reykjavíkur kl. 11.00. 2. Áætlunarbíll frá Umferðar- miðstöðinni í Reykjavik kl. 13.20 mætir göngunni á án- ingarstað í Kúagerði ki. 14.00. Sá bíll fer aftur til Reykjavikur kl. 15.05. 3. Áætlunarbíll frá Umferðar- miðstöðinni kl. 15.30 mætir göngunni á áningarstað við Straum kl. 16. Fer aftur til Reykjavíkur kl. 16.30.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.