Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Hetgin 6.-1. ágúst 1983 stjórnmál á sunnudegí r mm Engilbert Varnarmáttur Hvalfjarðar- ' ^ Guðmundsson skrifar svœðisins og rökfrœði herspekinnar Hinn gamli landgönguprammi verður enn um sinn að duga fyrir trillur Akurnesinga, - það gerir varnar- máttur Hvalfjarðarsvæðisins. - Aldrei aftur Hiroshima - er kjörorð Friðargöngu 83 Á Akranesi siunda menn grá- sleppuveiðar í töluveröum mæli. Svo sem tíökast viö slíkan veiöi- skap eru þaö mestanpart litlar trill- ur sem róiö er á. Fyrir slík fley eru venjulegar bryggjur heldur óhönd- ugar, því komi grásleppukarlar að á fjörunni getur veriö fjandi hátt upp á bryggju. Því er þaö aö flot- bryggjur þykja hið mesta þarfaþing þar sem grásleppuveiöar eru stund- aðar, og reyndar trilluútgerð al- mennt. Á Akranesi hafa menn um skeið notast við gamlan landgöngu- pramma sem flotbryggju, eftir að sá haföi lokið sínu stríðshlutverki og síðan um skeið flutt sement frá Akranesi til Reykjavíkur. En hann er orðinn heldur lúinn og það svo, að hann er tekinn upp í fjöru þegar líður á haustið og ekki settur niður fyrr en vorar á ný. Því var það, aö menn á Skipa- skaga fóru að litast um eftir betri flotbryggju. Og, sjá. í Ijós kom að ein slík stóð á fjörukambi inni í Hvalfirði og hafði víst staðiö þar frá því einhvern tíma um stríð. Ekki mátti merkja að hún hefði stórvægilegu hlutverki að gegna þar sem hún lá og grotnaði niður. Bæjarstjórinn á Ákranesi hóf nú fyrirspurnir um réttmætan eiganda bryggjunnar, með það fyrir augum að fá hana keypta, leigða eöa lán- aða til þeirra uppbyggilegu nota að létta trillukörlum á Ákranesi lífið. Tal ið var við Varnarmáladeild, sem tahiði við Kanann. Skeyti fóru alla æið vestur í Pentagon, en eng- inn kannaðist við mannvirkið í Hvalfirði. Loksins eftir langa mæðu gaf sig fram eigandi. og var sá Nató suður í Brússel. Voru flot- bryggjur þessar semsé á skrá yfir hernaðarmannvirki í eigu „varnar- bandalags vestrænna lýðræðis- þjóða", eins og það víst heitir. Pcgar réttur eigandi var nú fund- inn var honum send lína og spurt hvort mannvirki þessi myndu verti föl. Nató tók sér umhugsunarfrest skoðaði valdajafnvægið í heimin- um einu sinni enn og sendi síðan bæjarstjóranum okkar á Skaga skeyti í gegnum varnarmáladeild þess efnis, að þvf miður væri ekki hægt aö selja flotbryggjurnar, þar scm það myndi veikja varnarmátt Hvalfjarðarsvæðisins. Við þessi svör féll málið niður. Standa því bryggjurnar enn inni í Hvalfirði og verja okkur gegn yfirvofandi innrás Rússa.en trillu- karlar á Akranesi verða áfram að nota gömlu ferjuna. Enda er það lítil fórn þegar öryggi lands og þjóðar er í veði. En mikið óskaplega er nú valda- jafnvægið í henni veröld viðkvæmt þegargömul flotholt á fjörukambi í Hvalfirði skipta þar sköpum og ekki vænlegt að eiga lífið undir slt'ku heimsjafnvægi. Hugsiðykkur nú, ef hrekkjalómar tækju upp á því að stela þessunt mikilvægu varnarmannvirkjum og veiktu þannig „varnarmátt Hvalfjarðar- svæðisins". Hundalógik herfrœðinnar Þessi heldur hlálega saga, sem þó er dagsönn, sýnir okkur hve undarlega fjarri heilbrigðri skyn- semi hún getur verið hin herfræði- lega rökvísi. Hún er eitt af fjöl- mörgum dæmum um það, að hinir „menntuðu" hernaöarfræðingar virðast ótrúlega oft reikna með því að næsta styrjöld geti oröið áþekk síðari heimsstyrjöldinni. Þar verði tekist á um landsvæði, reynt að skera á flutningaleiðir óvinarins o.s.frv. ———I—ll ii aHuawi Þarna er sagan í raun að endur- taka sig. Þegar þjóðir Evrópu víg- bjuggust á millistríðsárunum var furðu mikil áhersla lögð á að endurvígbúast fyrir fyrri heimsstyrjöldina, ef þannig má að orði komast. Reistar voru hundruð kílómetra langar víggirðingar á borð við Maginot-línuna og þess voru jafnvel dæmi, aö riddaralið væri byggt upp. Þegar seinni heimsstyrjöldin síðan hófst var hún að sjálfsögðu háð á eigin hátt, og var víðsfjarri því að vera endur- tekning á fyrri heimsstyrjöldinni. Allur sá undirbúningur sem tók mið af fyrri heimsstyrjöldinni kom þá að engu gagni. Millilendingar á Keflavíkurvelli? Þau eru mýmörg atriðin tengd svonefndum „varnarmálum" Is- lands sem einungis er vitglóra í ef ætlunin er að endurtaka seinni heimsstyrjöldina - ef þá yfirleitt er hægt að tala um vitglóru í öllu þessu varnarsnakki. Síðasta snilldin í þeim efnum birtist okkur í sjónvarpsþætti fyrir skömmu þegar stjórnandinn og Varðbergingur, sem til þátttöku var boðið héldu upp miklu hjali um, að þó enginn væri herinn á Keflavíkurvelli myndi það lítt gagnast okkur Islendingum í stríði stórveldanna. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn myndu reyna að hertaka völlinn til að nota hann fyrir flugvélar sínar. Þessir herramenn hafa greini- lega ekki komist út úr seinni heimsstyrjöldinni, þegar aðstaðan á íslandi v;ir keppikefli beggja stríösaðila, einkum vegna siglinga- leiða á N.-Atlantshafinu. Það blas- ir viö hverjum þeim sem sjá vill, að Keflavíkurvöllur yrði til lítils gagns þegar til stríös væri kotnið. Þetta millilendingarhlutverk, sem Varð- bergingar efu að tileinka honum er aldeiiis fráleitt. Hlutverk vallarins í svonefndri „varnarkeðju" Bandaríkjanna er allt annað. Völlurinn er fram- varðarpóstur. Hlutverk hans er að veita Bandaríkjamönnum hern- aðarlegar upplýsingar fyrr en þeir ella fengju þær. Hlutverk hans er að leiðbeina og stýra hugsanlegri kjarnorkuárás á Sovétríkin. Og hlutverk hans er að taka við fyrstu árás komi til stríös. Viö erum þann- ig sett á stað Úria, í fremstu víglínu meðan L)avíð situr vestan hafs. Það er á þessum grundvelli, að andstæðingar herstöðvarinnar tala um hana sem segul. „HerstöS er skotmark41 - segja þeir réttilega. Herstöðin á Miðnesheiði yrði augljóslega eitt af fyrstu skotmörk- um í kjarnorkustyrjöld, sakir þess hlutverks sem hún hefur. Og átök stórveldanna í okkar heimshluta geta aldrei endað öðruvísi en sem kjarnorkustyrjöld. Það eru engar líkur á því að menn endurtaki þar seinni heimsstyrjöldina og haldi sig við skriðdrekabardaga, sjóorustur, árásir á birgðalestir og annað álíka. Þetta viðurkenna „herfræðingarn- ir" þegar að þeim er saumað. Sumir þeirra, einkum ráðgjafar Carterstjórnarinnar bandarísku, hafa gengið fram fyrir skjöldu og varað fók við að trúa á hugmyndir um hefðbundið stríð eða takmark- að kjarnorkustríð. Og herstöðin væri öruggt skot- mark, jafnvel þótt hlutverk hennar væri minniháttar. sem það reyndar ekki er. Sprengjumagnið og eld- flaugafjöldinn, sem risaveldin ráða yfir er orðinn svo mikill, að þeir eru nánast orðnir í vandræðum með að finna ný skotmörk. Þannig mun það vera upplýst, að allar sovéskar borgir með yfir 100 þúsund íbúa séu komnar á lista yfir skotmörk. Og Rússinn hefur miklu meira en nóg af þessum tólunr í sínu vopna- búri. Herstöðin er okkur sernsé gagns- laus vörn og hefur reyndar aldrei verið hugsuð sem vörn fyrir Islend- inga (reyndar mætti spyrja; vörn gegn hverjum?). Hún er hinsvegar segull í stríði. Nytsemi hennar má líkja við að smyrja sig með hunangi til að verjast fíugum. Og meðan ég man: varðandi þessa millilendingar-ásókn í völl- inn. Segjum sem svo, að enginn væri herinn á Miðnesheiði og það kæmi til stríðs, þá gætum við ís- lendingar að sjálfsögðu gert völlinn ónothæfan fyrir stórveldin, ef við óttuðumst að blandast inn í átök þeirra, gegnum einhvern „milli- lendingar"-fídus. Plógar úr sverðum Barátta íslendinga fyrir því, að fá að standa utan vopnaskaks í ver- öldinni hefur að sjálfsögðu tekið mjög mið af þeirri staðreynd, að herstöð annars friðarspillisins í okkar heimshluta er hér á landi. Á seinni árurn hefur baráttan fengið á sig alþjóðlegri blæ, tengst þeirri umræðu sem nú er uppi bæði í Evr- ópu og vestur í Bandaríkjunum. Fyrirhuguð uppsetning meðal- drægra eldflauga í Evrópu og hinar undarlegu og hættulegu vonir hernaðarsinnanna um að heyja megi takmarkað kjarnorkustríð hafa ásamt fleiri hliðstæðum hlutum kallað miljónir manna út á göturnar til að mótmæla þessari viðbót við þá vitfirringu, sem stríðsleikur stórveldanna nú þegar er. Það fellur vel aö hinu alþjóðlega samhengi baráttunnar, að 6. ágúst hefur verið valinn til Keflavíkur- göngu. Þannig minnast menn kjarnorkuharmleiksins í Hirosima - og ganga reyndar undir kjör- orðinu: aldrei aftur Hirosima. Undirþað kjörorð hljóta nærall- ir að geta tekið. Og sívaxandi fjöldi íslendinga tekur undir það sjónar- mið, að mikilvægasta framlag ís- lendinga til friðar í heiminum sé að taka til í eigin garði. Það gerum við með því að hafa engan her í landi okkar, með því að standa utan hernaðarbandalaga, með því að taka þátt í friðlýsingu Norður Atl- antshafsins ásamt kröfunni um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Með slíkum aðgerðum, og fleiri af hinu sama tagi, er hægt að stíga skref í átt til raunverulegs friðar. Að lifa við þann „frið" sem nú rík- ir, og kallast ógnarjafnvægi, er til- vera sem engin heilbrigð mannvera getur óskað sér og sínum börnum. Ja, nema þá herfræðingarnir, sem ætla að endurtaka seinni heimsstyrjöldina og vopnafram- leiðendurnir, sem græða jafnt á smíði gjöreyðingarvopna og vopna af hefðbundnu tagi. Um langan aldur hefur það verið draumsýn friðsemdarfólks. að smíða megi plóga úr sverðum. Sú samlíking á í raun einnig við um flotbryggjurnar í Hvalfirði, sem fyrr var minnst á. Vonandi kemur sú ti'ð að þessar gömlu bryggjur hætti að vera hlekkur í „varnar- keðju vestrænna þjóða" og gagnist þess í stað trillukörlum á Akranesi til að vinna verðmæti úr hafinu og létti þeim lífið við þann starfa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.