Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. ágúst 1983 sunnudagspistill Á þessum friðargöngudegi er víða barist í heiminum. í Kampúts- eu og Afganistan, við Persaflóa og í Líbanon, í Tchad og Eþíópíu. Og miklu víðar. Og það kemur dag- lega til skotbardaga á landamærum Nicaragua og Honduras og meiri- háttar stríð kann að vera í uppsigl- ingu þar í Mið-Ameríku. Banda- riskur floti er kominn á vettvang. Heriið fer til „æfinga'* í Honduras. Byltingin í Nicaragua bcrst fyrir lífi sínu, segja heímsblöðin. Árni Bergmann skrifar Hvað vill Reagan? Reagan forseti segir ýmist, að hann vil ji þvinga stjórn Sandinista í Nicaragua til að láta af stuðningi við vinstrifylkingu skæruliða í El Salvador eða þá að hann heimtar að fjölflokkalýðræði verði komið á í Nicaragua með kosningum þegar í stað. Það eru reyndar fleiri sem Sigurganga Sandinista í Managua fyrir fjórum árum Eldar kveiktir í Nicaragua vildu gjarna sjá kosningar í Nicar- agua um leið og friður leyfir - t.d. þeir evrópskir sósíalistaflokkar sem hafa veitt Nicaraguastjórn ým- islegan stuðning, ekki síst pólitísk- an. En bandarískur forseti hefur eng.in siðferöislegan rétt til að hafa hátt um lýðræði og kosningar í landi þar sem Somozafjölskyldan, blóðug og gjörspillt, var alráð í rösklega fjörutíu ár - undir banda- rískri náðarsól. Og yfirleitt gerast næsta fáir til að taka undir þá túlk- un bandarískra stjórnvalda, að Kú- bumenn og Sovétmenn hafi skorað þá á hólm með byltingunni í Nicar- agua og fram’ indu hennar. Pað er ekki málið segirtildæmisGuardian- „Hér er um að ræða spurningu sem beintertil Bandaríkjanna sjál- Hvernig geta þau lært að lifa í friði í eigin heimshluta þarsem fólk er að vakna til vitundar urn að sú kúgun sem það sætir - og Banda- ríkin bera nokkra sögulega og sam- tíðar ábyrgö á - er ekki óbreytan- legt ástand um aldur og ævi?" Fulltrúadeild bandaríska þings- ins hefur að sönnu samþykkt að stöðva fjáraustur leyniþjónustunn- ar CIA í andstæðinga Sandinista, sem herja á Nicaragua frá Hondur- as. En þessum stuðningi mun samt áfram haldið að flestra dómi, því öldungadeildin styður hann. Og hvaða lið er þetta, sem verið er að styðja? Það væri einföldun að segja að þetta væri næreinungis fyrrverandi málaliðar og pyntingarstjórar Somoza einræðisherra. Þarna er líka að finna menn, sem tóku þátt í byltingu Sandinista en snúa baki við henni með ásökun um að hún sé að þróast í einsflokksríki. Frægast- ur slíkra er Eden Pastora, áður einn af hetjum Sandinista og um tíma aðstoðarvarnarmálaráðherra byltingarinnar. Hann situr nú í Costa Rica með um 1000 manna lið, segist vera enn sósíalisti og vill ekkert af bandarískri aðstoð vita. Leggur CIA sig þó mjög í líma um að koma sér vel við slíkan mann. eins og að líkum lætur. Meginher- inn er svo í Honduras og lýtur stjórn sambræðslu sem kallast FDN. I hinni pólitísku stjórn sam- takanna er aðeins einn maður, Callejas Deshón, sem var háttsett- ur undir Somozastjórn (reyndar varaforseti hans um skeið), hinir eru ekki að ráði útbíaðir af slíkri fortíð. Aftur á móti er herstjóri þess 7-8000 manna liðs sem FDN stjórnar frá Honduras, Enrique Varda, fyrrum ofursti úr Þjóðvarðliði Somozas. Og þriðjungur eða helmingur liðsfor- ingjanna í FDN eru úr sveitum Somozas. Þetta lið lifir á CIA og svo á nokkrum fjárstuðningi frá um 2000 landflótta auðkýfingum, sem hafa sest aö á Miami -en berjast að sjálfsögðu ekki sjálfir. Þetta lið hefur enn ekki valdið Sandinistum miklum hernaðar- legum erfiðleikum. Það hleypur öðru hvoru yfir landamærin og fremur ýmisleg spellvirki en hefur ekki náð fótfestu á umtaisverðum svæðum. CIA vill reyna að fjölga þessu liði upp í 15 þúsund manns, en varla mun það duga til stórsigra. Þá verður spurt um her Honduras - og svo beina þátttöku bandarískra hersveita - ef að Reagan ætlar að Ieggja allt undir. Hitt er svo víst, að slíkt stríð er ekki auðveldur leikur Reagan og vinum hans. Samstaða Það er að sönnu rétt, að ekki eru allir iafnsælir með byltinguna í Nic- aragua, ekki heldur þeir sem hún átti helst að þjóna. Eden Pastora og menn hans segja sína sögu. Svo var aðkoman eftir stjórn Somoza og borgarastríð við hann hörmuleg og ekki hefur það bætt úr skák að Bandaríkin hafa sett ýmsar efna- hagslegar þumalskrúfur á Nicarag- ua. Á hinn bóginn efa það fáir, ekki andstæðingar Sandinista held- ur, að þeir eiga mikinn stuðning meðal almennings og gott orð hef- ur farið af ýmsu því sem þeir hafa á stuttum tíma gert til að útrýma ólæsi. Og það skiptir þó mestu, að þegar innrás vofir yfir, þá eykst r samstaðan um byltinguna að mikl- ! um mun, þeir sem hika eða hafa orðið fyrir vonbrigðum einhverj- um, sækja í sig veðrið og ganga í fjölmennan alþýðuher - því þeir vita vel, að ef sveitir innrásar- manna komast alla leið til Manag- ua þá verður herforingjastjórn. Úm það sem gæti gerst segir mexíkanskur rithöfundur Carlos Fuentes svo í nýlegri grein: „ímyndið ykkur ekki að' það sé hægt að taka Nicaragua með leiftursókn. Fólkiðogherinn munu berjast um hvern skika lands, það mun berjast í fjöllum og skógum, það mundi binda bandarískt lið um mörg ár og draga fjármuni frá mikilvægum verkefnum, þetta niundi spilla um alla framtíð sam- skiptum Bandaríkjanna og af- gangsins af Rómönsku Ameríku og sambúð almennings og banda- rískra stjórnvalda. Þetta mundi tákna mikinn sigur fyrir Sovétríkin - aðra víetnamíseringu bandarískr- ar utan- og innanríkisstefnu - að þessu sinni innan hins bandaríska áhrifsvæðis. Sérhvert risaveldi fær það Afganistan sem það á skilið." áb Uppreisnar- maðurinn Luis Bunuel í eftirmæium um hinn heims- kunna spænska kvikmyndastjóra Luis Bunuel, sem lést fyrir viku í Mexíkó, segir Mauritz Edström á þessa leið: Luis Bunuel vareinn af miklum listamönnum okkar daga og ekki aðeins innan kvikmyndalistar - og réði yfir einstaklega ögrandi krafti í sköpunarvérki sínu. Hann hóf feril sinn meö hinni miskunnarlausu mynd af nýbrýnd- um rakhníf sem sker sundur mannsauga í „Andalusíuhundur- inn". Þetta varsnjöll byrjun, hvaða skilning sem menn svo vilja leggja í hana. Hnífbragðið varð táknrænt fyrir allt sem Bunuel síðar gerði. Hann hélt áfram að opna augu manna. Öll verk Bunuels eru uppgjör við valdið, við óréttlæti og máttarstoð- ir hins gamla borgaralega samfé- lags, við lognar hugsjónir og veruleikaíals. Hann var anarkisti og umbylt- mgamaður langt fyrir utan hin venjulegu hneykslismál kvikmynd- Luis Bunuel (til vinstri) leiðbeinir leikurum í „Hinir leyndu töfrar borgarastéttarinnar“. aheimsins. Hann komst einu sinni svo að orði um allt það sem hann var andsnúinn: „Borgaralegt siðgæði er mér sið- leysi sem maður verður að berjast gegn. Það er að segja siðgæði sem hvílir á fullkomlega óréttlátum fé- lagslegum stofnunum okkar - á trúarbrögðum, ættjörðinni, fjöl- skyldunni, menningunni - í stuttu máli á öllu því sem kallast máttar- stólpar samfélagsins. í þessum ruglaða heimi er engin leið til önn- ur en leið uppreisnarinnar".....

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.