Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 26
26 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN Helgin>6,-7. ágúst l‘J83 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Hveragerði SUMARFERÐALAG Alþýöubandalagsfélag Hveragerðis fer sína árlegu sumarferð 12.-14. ágúst n.k. í samstarfi við nágrannafélög sín á Suðurlandi. Að þessu sinni verðurfarið um Húnavatnssýslu. Gist verður tvær nætur á Hvammstanga í svefnpoka- plássi ásamt góðum samkomusal. Laugardaginn 13. ágúst verður ekið fyrir Vatnsnes og síðan hringveginn um Vatnsdal. Á þessum leiðum eru margir áhugaverðir staðir, hvort heldur sem um er að ræða að ganga á fjörur í fyrirfram pöntuðu sólskini, eða þá að skoða Hvítserk eða telja Vatnsdalshóla svo eitthvað sé nefnt. Farið verður frá Hveragerði föstudaginn 12. ágúst klukkan 3 e.h. Fararstjóri verður Halldór Höskuldsson. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst til eftirtalinna: Hveragerði: Ingibjörg sími 4259 Selfoss: Kolbrún sími 1714 Guðrún sími 4518 Vestmannaeyjar: Ragnar sími 1177 Sigurður sími 4332 Þetta fólk gefur allar frekari upplýsingar. Þægileg og ódýr ferð fyrir fólk á öllum aldri. Alllr velkomnir. Alþýðubandalagsfélag Hveragerðis KR vann! KR vann Breiðablik 1-0 í gær í fyrstudeildarleik á Kópavogsvelli. Agúst Már Jónsson skoraði mark KR-inga á næstsíðustu mínútu fyrri hálfleiks. Með þessum sigri hefur KR skotist uppað Skaga- mönnum á stigatöflunni. Þessi lið hafa nú forystu í deildinni, bæði með 15 stig, en ÍA hefur leikið ein- um leik færra en KR og er með betri markatölu. -m/áó/o.fl. 73 % MINMNUIOJililllK ÍSI KN/kliMt si(;rus s!(;uriijar i ahson Minningarkortin eru tilsölu ú eftirtöldurn slöðum: Bökubúd Múls og menningar Skrifstofu AIþýdubandulagsins Skrifstofu Þjódviljans Munid söfnunarútak í Sigfúsarsjód vegna flokksmidstöd var A Iþýdubandalagsins AfgneióiJm einangmnar ptast a Stór Reyk^avrfiun svœó«d frá mánudegi föstudags. Afhendum vömna á byggingarst vióskipta ■ mönnum aó Íiostnaóar ausu. Hagkvœmt veró og greiósluskil málar vió flestra hœfi. trrní H I , „utcmftumua., 0}« einangrunar ■■■plastið framleiAsluvorur I piptieinangrun | og skruf butar I orgarplastl hf Bofgarneti | iími »3 7370 kvöld og helganimi 93 7355 Bflbelti — Af hverju notar þú þaðekki gJUMFEROAR Valhúsaskóli Kennarar Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi vantar kenn- ara í heimilisfræði og í íþróttum stúlkna. Upp- lýsingar gefnar í símum: 54011 (fræðslu- stjóri), 30871 (skólastjóri heima) og í 27744 (skólinn). Skólastjóri. Ráðuneyti gefur út reglur um síldveiðar í haust Heíldarkvótinn 52.500 lestir Allt í óvissu um sölumál, vegna veiðanna í Norðursjó Þrátt fyrir að enn sé með öllu óvíst hvort síldveiðar verða heimilar í haust, þar sem mikil óvissa er varð- andi sölu saltsíldar eftir að opnað var fyrir veiðar í Norðursjó að nýju eftir áralanga friðum síldarstofns- ins þar, hefur sjávarútvegsráðu- neytið sent frá sér reglugerð um högun síldveiða hérlendis í haust, ef af verður. Heildarkvótinn verður 52.500 lestir sem skiptist þannig að 75 bátar fá leyfi til hringnótaveiða og mega veiða samtals 34.500 lestir og verður aflanum skipt jafnt á milli þeirra. Heildarkvóti reknetabáta verð- ur 16.500 lestir og hámarkskafli á bát 520 lestir og sitja þeir bátar fyrir um leyfi til veiðanna sem stunduðu þessar veiðar á síðustu vertíð. I lagnet má veita 1.500 lestir og mega allir bátar undir 50 lestum stunda þær veiðar. Veiðar í lagnet munu ekki hefj- ast fyrr en 1. september sem er nærri mánuði síðar en venjulega þar sem reynslan hefur sýnt að síld- in er ekki orðin nógu feit fyrr en á þeim tfma. Veiðar í hringnót og reknet hefjast ef markaðsaðstæður leyfa 2. október og standa þar til aflkvótar hafa verið fylltir, þó ekki lengur en til 15. desember. -Ig- Stórt sovéskt skólaskip lagðist að bryggju í Reykjavík í gær. Þetta er yfir 120 metra langt barkskip. Ljósm. Leifur Banaslys r i Garðabœ Banaslys var í umferðinni í Garðabæ skömmu fyrir miðnætti í fyrrakvöld. Skodabifreið sem kom eftir Hofstaðabraut virti ekki bið- skyldu á gatnamótum og ók beint í veg fyrir stóra langferðabifreið. Farþegi sem var í fólksbifreiðinni lést samstundis en ökumaður bif- reiðarinnar varfluttur á gjörgæslu- deild en hann er ekki talinn í lífs- hættu. Fólksbifreiðin er gjörónýt eftir- áreksturinn en lítið sá á langferða- bifreiðinni. Sá er Iést hér Bjarni Þór Magn- ússon fæddur 24.9,1933. Hann var frá Siglufirði. Fannst látinn Fullorðinn karlmaður fannst látinn við Ástjörn ofan við Hafn- arfjörð í gærmorgun. Víðtæk leit hjálparsveitarmanna að mannin- um hafði farið fram á fimmtudag og í fyrrinótt en hann fannst ekki fyrr en í gærmorgun og var þá látinn. Viðburðir um helgina: Stúdentaleikhúsið: Reykjavikurblús verður sýndur á laugardag kl. 20.30., síðustu sýningar. Á sunnudag verðurfrumsýnt leikritið Elsk- endurnir í Metró í leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar. Ferðaleikhúsið: öll kvöld helgarinnar verður dagskrá í Tjarnarbíói fyrir túrista. Listmunahúsið: Nina Gautadóttir sýnir leðurvörur. Nýlistasafnið: Elmer og Bergljót Ragnars sýna Post- painting. Norræna húsið: Grænlenska listakonan Kistat Lund sýn- ir í anddyri vatnslita- og pastelmyndir. Sumarsýning á verkum Ásgríms Jóns- sonar í kjallara. I anddyri er sýning á íslenskum sjófuglum. Listasafn Einars Jónssonar: Safniö er opið daglega frá 13.30-16.00, nema mánudaga. Galleri Vesturgata 17: Sölusýning á verkum 15 félaga úr List- málarafélaginu. Opið virka daga fra 9- 18. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A Sölusýning á skartgripum, grafík, leir- munum, málverkum, skúlptúr, handp- rjóni og fl. Opið virka daga trá kl. 12-18. Heilsuhælið Hveragerði: Ólafur Th. Ólafsson á Selfossi sýnir olíu- og vatnslitamyndir fram til 15. ágúst. Þrastarlundur: Valtýr Pétursson er með 10. sýningu sína „otf Broadway". Opið frá 9-23.30. Bókhlaðan á Akranesi: Þann 4. ágúst opnar í sýningarsal Bók- hlöðunnar á Akranesi sýning sem Menntamálaráðuneytið og Menningar- stofnun Bandaríkjanna á fslandi standa sameiginlega að. Þar verður sýnt fram- lag Islands á Scandinavia Today. Gallerí Langbrók: Sýning á glervörum eftir Sigrúnu Einars- dóttur og Sören Larsen og stendur til 7. ágúst n.k. Mokkakaffl: ftalski málarinn Ricardo Licato sýnir myndverk sín. Skálholtskirkja: Sumartónleikar laugardag og sunnudag kl. 15.00. Michael Sheltog og Helga Ing- ólfsdóttir spila Bach. Norræna húsið: Hanne Juul syngur vísur frá Noröurlönd- um mánudagskvöld kl. 20.30. Ung tónskáld standa fyrir tónleikum í dag, laugardag kl. 17.00. Flutt verða verk eftir Mist Þorkelsdóttur, Lárus H. Grímsson, Kjartan Ólafsson, Hilrnar Þórðarson, Hauk Tómasson, Guðna Ágústsson og Atla Ingólfsson. Kjarvalsstaðir: Strengjasveit Tónlistarskólans tlytur gamla og nýja tónlist á mánudagskvöld kl. 20.30. Árbæjarsafn verður opið um helgina fra kl. 13.30- 18.00. Kl. 16.00 sunnudag mun Kol- beinn Bjarnason leika á flaulu fyrir gesti. Kaftiveitingar í Eimreiðarskemmu. Skordýraskoðunarferð: Náttúruverndarfélag Suðvesturlands fer í skordýraskoðun í dag. Farið verður frá Norræna húsinukl. 13.30.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.