Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 7
Helgih'6.-7: ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINNSÍÐÁ 7 unslinsasíðan Neytendur Neytendur Neytendur Hverjum koA bjargar það næst Að Arsnotkun landsmanna er 30.000 rafgoymar og miðað við útreikning Gulla i Karnabœ er okkar innlegg til þjóðarbúsins með hagkvœmum innkaupum og rekstri 9 milljónir króna. Að lokum sendum við eina stolna bjartsýnisspá til Gulla i Karnabœ: Þetta verður stutt en snjólétt sumar. PÓLAR HE. EINHOLTI 6 • SfMI 18401 DV. FOSTUDAGUR 29. JOLI1983. Nýtum skólana! Sæl kæra unglingasíða. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þér er þetta með auðu skóla- húsin. Ég er í unglingavinnunni og eins og allir vita þá fáum við ekki að vinna lejigur en tvo mánuði og því höfiím við ekkert að gera í ágúst. Ég er viss um að þeir 1100 krakkar sem eru í unglingavinn- unni hér í Reykjavík myndu gera mikið til að komast á alls konar námskeið í ágúst og kæmu þar t.d. til greina undirbúningsnám- skeið fyrir skólann, leiklistar- námskeið, hljóðfærakennslu, kennsla í myndmennt, o.fl. Ég vona að þú komir þessum hugmyndum á framfæri. Ein atvinnulaus Athugasemd Vegna lesendabréfs þess er birtist á seinasta miðvikudag og bar yfirskriftina „Hvílíkt rússa- hatur" skal það fram tekið að það sem nefnt er „grein" í áður- nefndu lesendabréfi var í raun lesendabréf, en því miður láðist að merkja það sem slíkt. Ég, bið lesendur innilegrar af- sökunar og vona að slík mistök hendi mig ekki oftar. Helgi Hjörvar A thugið Því miður sjáum við ekki fært að birta öll bréf sem berast en þó munum við reyna að svara beinum fyrirspurnum eftir bestu getu. Svar til K.G.: Us. hefur ekki tekist að fá það staðfest að rit- stjórn „Frelsisins" sé á kynning- arfcrðalagi í Chile. , Tóluverður verð- Vinnu- gleði í Sauða- dölum Ur vöndu að ráða! Elsku unglingasíða! Ég er alveg í ofboðslegum vanda. Svo er mál með vexti að ég bý í miðbænum. Fyrir nokkrum árum voru tveir strákar sem reyndu báðir að vera aðalgæjarnir í bænum, þrælhrifnir af mér. Annar býr í austurbænum, við skulum kalla hann X, en hinn býr vestur í bæ; köllum hann Y. Y hafði sig alltaf meira í frammi við mig og þó ég væri ekkert ofsalega hrifinn af hon- um þá æxlaðist það þannig að við byrjuðum saman. Þegar ég pæli í því svona eftir á, þá held ég að það hafi aðallega ver- ið út af því hvað pabbi hans er ríkur að ég byrjaði með honum. Y var alltaf að splæsa á mig á fýlleri og svoleiðis. X varð náttúrulega ekkert hress með okkar samband og safnaði í kringum sig klíku, en Y hafði þá þegar myndað klíku sem ég var auðvitað í. X og Y máttu varla sjást án þess að byrja að rífast og eitt rifrildið leiddist út í það hvor ætti fleiri og flottari flugvélamódel. Þegar X frétti að Y ætti fleiri módel byrjaði hann að safna upp á kraft og þegar Y frétti að X væri byrj- aður að safna hóf hann kerfis- bundna söfnun. Svona gekk þetta þar til þeir báðir voru búnir að troðfylla herbergin sín af flugvél- amódelum og ekki nóg með það heldur voru herbergi allra klíkufé- laganna hjá okkur báðum orðin troðfull.Ég geymi líka nokkur mód- el fyrir Y en af því að hann vill alltaf hengja módelin sín í loftið er ég dauðhrædd um að þau detti ofan á mig á nóttunni og steinroti mig eða drepi því þessi módel eru engin smásmíði. En komum nú að svolitlu sent skeði um daginn. Y bað mig um daginn að gefa sér hús undir flugvélamódelin sín. Það er ofboðslega dýrt en ég var jafnvel að pæla í því að fá lánað hjá vin- konu minni. Hún hefur svo oft lán- að mér og svo þekkir Y hana líka dálítið. En þegar ég sagði þetta við Y sagði haiin mér bara að stela pening frá litlu systur minni og hóta bara að rassskella hana ef hún kjaftaði. Y sagði líka að ég gæti veðsett skólatöskuna mína og sjúkrakassann hennar mömmu. En litla systir mín kom með aðra hugmynd. Að segja Y upp og láta hann fá módelin sín aftur en alls ekki að byrja með X því þá bæði han'n mig bara um að geyma sín módel í staðinn. Nú hefurðu heyrt alla söguna og hvað finnst þér að ég ætti að gera? Ein í vanda P.S. Hvernig finnst þér skriftin? Svar: Þetta vandamál er nú auð- leyst, þú segir strákunum (X,Y) að þú vitir ekkert ljótara og leiðin- legra en flugvélamódel, þá hætta þeir strax að safna og henda öllum módelunum. Varðandi hana litlu systur þína þá á hún allt slæmt skilið fyrir að reyna að skilja ykkur Y að svo þú skalt bara stela peningunum henn- ar og hóta að rassskella hana ef hún kjaftar frá og ef þú skildir ekki vita hvað þú átt að gera við peningana þá er ég húsnæðislaus. Skriftin ber það með sér að þú er ákaflega góð við húsnæðislaust fólk. Vinnugleðin í fyrirrúmi Nú um seinustu verslunar- mannahelgi var hópur ungra sósíal- ista staddur upp í Sauðadölum við störf og leik. Þarna í Sauðadölum stóð gamall skáli eða braggi réttara sagt, rauður að lit. Hafði hann verið í eigu gömlu Fylkingarinnar en var fyrir stuttu afhentur Æskulýðsfylk- ingunni. Um þar seinustu helgi fóru nokkrir úr Æskulýðsfylkingunni upp eftir og kveiktu í bragganum sem var að hruni kominn. Því þótti mönnum tilvalið að vera þarna um verslunarmannahelgina og sýna af sér svolitla vinnugleði við að hreinsa brunarústirnar. Þó nokkuð stór hópur mætti miðað við þann fjölda skemmtana sem þeir höfðu um að velja og þrátt fyrir það að þeir ættu að vinna. Okkar aðalaðdráttarafl var að rafgeymum ATHYGLI ER VAKIN Á: 1 að rafgeymar okkar eru viðhaldsfriir, verðlisti okkar er dag- 1 settur 18. 7. '83, ! að við bjóðum yður betri ' gœði, að við bjóðum yður meiri reynslu, að við bjóðum yður meiri þekkingu, að við bjóðum yður betra verð. Kaldrœsi 180 sec., 290 amp. 60 sec., 390 amp. 30 sec., 450 amp. Um það bil helmingur hópsins taldi sig hafa rétt til þcss að taka fyrstu skóflustunguna. sjálfsögðu hinn góðkunni gítar- leikari Tarsan en í þetta skiptið brá hann óspart fyrir sig söngnum. Á laugardeginum var ráðist í að hreinsa brunarústirnar og tók það örfáar klukkustundir, en um þrjú leytið kom Þorleifur Einarsson jarðfræðingur og fræddi hann okk- ur um jarðsögu nágrennisins. Daginn eftir var síðan fyrsta skóflustungan tekin að nýjum skála og efnt til frjálsíþróttamóts á vegum íþróttadeildar Æ.F., mót- stjóri var Steingrímur J. Sigfússon. Vinsælasta keppnisgreinin nefndist „stöngin inn" og vakti hún mikla kátínu meðal áhorfenda. Hópurinn hélt síðan heim á leið á mánudaginn. munurá Einar Einarsson skrifar: Eg ætlaöi aö kaupa rafgeymi í bil minn fyrir stuttu hjó bensínafgreiðslu OLE sem selur VARTA rafgeyma. En veröiö fannst mér fullmikiö eöa kr. 1.937 fyrir 12 volta, 70 ampera geymi. Eg ákvaö þvi aö athuga verö ó raf- geymum annars staöar. Hjó Skorra hf., sem selur Tudor raf- geyma, kostar sams konar rafgeymir 1.S70 kr. Þó kostar 12 volta, 70 ampeca rafgeymir af Cloride gerö 1.490 kr. hjó Pólumhf. Þessi 25-30% verömunur geröi mig ; óöruggan meö ókvörðun um kaup. Vcri gaman aö fó skýringu ó honum, . en rafgeymarnir eru aö flestra dómi avipaöiraðgcðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.