Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 13
Helgin 6.-7. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Myndir og texti: -áþj Wm • • Sótt á brattann. Byrjendasvæðiö í „Nígeríu Félagarnir Loðmundur og Snækollur. Góðir kunningjar Kerlingarfjallafara um áraraðir. SKIN OG SKÚRIR x <83a Gamli víbóninn fær smá hressingu í hraglandanum. Jón Armann leikur listir sínar fyrir Ijósmyndarann. Verslunarmannahelgin er gengin í garð og leiðin liggur útúr bænum á vit íslenskra öræfa og, ef heppnin er með, góðs veðurs. „Nú ekur sál min södd af horgarrcgni í sællri bif- reið austur yfir heiði“, kyrja ég á Kambabrún og afbaka ögn ódauð- legt Ijóð Nóbclskáldsins á Gljúfra- steini. Eg er víst líka að aka yfir vitlausa heiði. Á Selfossi er stigið um borð í frækilegt fjallatæki sem skilar ferðahópnum örugglega upp Biskupstungurnar, sem leið liggur framhjá Gullfossi, og hinn Kjalveg. Undir rótum Hofsjökuls liggur áfangastaðurinn, Keiiing rföll, paradís skíðafólks á Islandi sem lcggja vill sumar við vetur til að geta stundað eftirlætisíþrótt sína. Félagarnir Snækollur og Loð- mundur heilsa okkur drungalegir á svip og er fátt í fari þeirra sem gefur til kynna að á þessum árstíma geti „sumarkvöldin löng“ verið fegurst á íslandi. Við látum ekki veðurfar- ið raska ró okkar, en tjöldum til tveggja nátta og högurn fatnaði eftir vindi, ef þannig má að orði komast. Eftir miklar bollalegg- ingar er ákveðið að leggja til at- lögu við skíðabrekkurnar og láta slydduna sem vind um eyru þjóta, eða þannig, og úr því verður hinn eftirminnilegasti skíðadagur sem reynir á alla þá kunnáttu og tækni sem menn búa yfir í skíðaíþrótt- inni. Á sjálfum frídegi verslunar- manna, og nú allra landsmanna, skipast veður í lofti. Upp rennur bjartur og fagur sólardagur og er eins og umhverfið allt sé lostið töfra- sprota. Þar sem að áður voru svartir eyðisandar, og grásprengdir jöklar bíasa nú við fannhvítir tind- ar og fjölbreytileg náttúrudýrð. Léttir í lund skundum við skíða- menn á vit þeirra Loðmundar og Snækolls og nú er allt annar gáll á þeim félögum en verið hafði dag- inn áður. Bjartir og brattir bjóða þeir okkur velkomin í brekkur sín- ar, og þar er brunaðfrarffeftir degi, í fögrum fjallasál. Haldið er heim á léíð að áliðnu kvöldi og eru allir með sól í hjarta, og bruna á nefi, og sammála urn það að þrátt fyrir rign- ingu og vosbúð hafi þetta verið vel- heppnuð heimsókn í Kerlingar- fjöll. Og líkur hér frásögn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.