Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 9
Helgin 6.-7. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 „Ekki ásköpuð landslaginu á Reykjanesi” Oddný Guðmundsdóttir er ein þeirra sem hefur tekið þátt í öllum göngum Herstöðvaand- stæðinga frá upphafí. Hún stundaði farkennslu í tugi ára og var líklega síðasti farkennar- inn hér á landi. Hún er ættuð norðan af Langanesi og býr nú á Raufarhöfn. Oddný hefur gefíð út sex barna- og unglingabækur og kom sú fyrsta út 1943. 1981 kom út Kvæði og kviðlingar og nú er að koma út safn greina og þátta sem birst hafa í Tímanum, nefnist safnið Orðaleppar og aðrar ljótar syrpur. Við spurðum Oddnýju hvort hún hafi ekki tekið þátt í Keflavík- urgöngunni 1960. Rétt er það. Ég var í fyrstu Keflavíkurgöngunni 1960 og í öll- um göngum Hernámsandstæðinga eftir það. Sem betur fer eru flestir enn á lífi sem tóku þátt í henni. Elst voru þau Sigríður Snæland og Sig- urður Guðnason, bæði sjötug og gengu fremst í fylkingunni á leiðar- enda. Ég var svo sem á góðum aldri þá og vön göngulagi. En það er miklu erfiðara að þramma á sléttum vegi en aðganga um fjöll og firnindi. Eg er nú orðin 75 ára, enda ætla ég ekki að ganga langt. Var margt í göngunni? Mig minnir, að yfir 200 manns „Mikill fjöldi slóst í för, með okkur gegnum bæinn. Fólk stóð líka þétt á gangstéttum. Einstöku ónotakveðjur heyrðust’.’ gengju alla leið, og alltaf var að bætast í hópinn. Þetta var dæmalaust gaman. Ég kynntist mörgu fólki þennan dag". Drífa Viðar'er mér minnisstæðust. Vinátta okkar hélzt, meðan hún lifði, og við vorum santan í öllum göngum Hernámsandstæðinga. Undir kvöldið fór að rigna. Kannske var það framlág fvlking til að sjá sent staulaðist niður í Lækj- argötu unt kvöldið, þar sem fjöl- menni beið okkar. Mikill fjöldi slóst í för með okkur á göngunni gegnum bæinn. Fólk stóð líka þétt á gangstéttunum. Einstöku ónot- akveðjur heyrðust. Við vorum bjartsýn Þessi fyrsta ganga leiddi af sér Þingvallafund unt haustið. Þá var ntargur bjartsýnn. Við ætluðum að vekja samhug þjóðarinnar, svo að hún freistaðist ekki til að gína við hverri gróöavon. eins þó ;iö gróðanum fylgi niðurlæging. I ler- „vernduð" þjóð er ekki sigruð meðan hún hefur í heiðri menningu sína og móðurmál, landið sjálft og þá bjargræðisvegi sem þar hafa tíðkast. Treystum unga fólkinu Enginn hefur víst búist við því að mesta herveldi heintsins hrvkki í kút þó að nokkrir göngumenn syngju ættjarðarljóð í nánd við Völlinn. En af þögn og tómlæti leiðir að ný kynslóð á hægt meö að gleynta því að erlend vígstöð er ekki ásköpuð landslaginu á Reykjanesi heldur ólánlegt aðskot- ahrúgald. Hún gleymir þá líka að grípa hugsanlegt tækifæri i frant- tíðinni og hrista af sér ólánið. Oddný Guðmundsdúttir Aldrei skal ég þagna á því meðan ég tóri, að minna ungt fólk á að þetta endenti á ekki að vera þarna. Við treystum ungri kynslóð til aö grípa fyrsta tækifæri til að stjaka endeminu veg allrar veraldar. Gönguna 1983 köllum viö Kriðargöngu. Þá minnumst við þess, að aðrar þjóðir eigi líka sitt Reykjanes sem getur farizt í eyöandi eldi. ef brennuvargar fá að ráða heiminum. Þetta voru lokaorö Oddnýjar Ciuðmundsdóttur og vonandi hittir hvatning hennar unga og aldna herstöðvaandstæöinga rétt fyrir. EÞ laugardag 6. ágúst Áætlunarbílar leggja af stað frá ýmsum stöðum í Reykjavík og nág- renni kl. 7.00 á laugardagsmorgun og safnast flestir sáman á Umferð- armiðstöðinni kl. 7.30 þar sem lagt verður af stað til Keflavíkurflugvall- ar (sjá auglýsingu um leiðakerfi áætlunarbíla). Aðalgöngustjóri verður Ásmundur Ásmundsson verkfræðingur og honum til aðstoðar vaskleg sveit. Allar nánari upplýsingar eru fúslega veittar á skrifstofu SHA í símum 1 79 66 og 2 92 12. Ferðir til móts við göngumenn 1. Aætlunarbíll frá Umferöarmiðstöö- inni kl. 10.00, mætir göngunni á án- ingarstað í Vogum kl. 10.45. Fer aft- ur til Fleykjavíkur kl. 11.00. 2. Áætlunarbill frá Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavík kl. 13.20 mætir göngunni á áningarstað í Kúagerði kl. 14.00. Sá bill fer aftur til Reykja- víkur kl. 15.05. 3. Áætlunarbíll frá Umferðarmiöstöð- inni kl. 15.30 mætir göngunni á án- ingarstað við Straum kl. 16. Fer aftur til Reykjavikur kl. 16.30. Þeir sem ætla að notfæra sér þessar ferðir þurfa helst að láta skrifstofu SHA vita í dag, einkum ef fólk hyggst koma í veg fyrir þessa þila á leiðinni frá Um- ferðarmiðstöð á ákvörðunarstað. Allar rútur í ferðinni verða frá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar ht. og verða auðkenndar með merki göngunnar. Símar á skrifstofu SHA eru 1 79 66 & 2 92 12. Skráning er í fullum gangi frá morgni til kvölds og áriðandi að allir sem ætla í gönguna láti vita í tima. FRIÐARGANGA’83 Steinbjörn Gisli Aðalsteinn Bubbi • Hlutleysi íslands - gegn hernaðarbandalögum • Friðlýsing N-Atlants- hafs • Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd • Sjálfsákvörðunarréttur þjóða sé virtur Ragnar Páll Bergþóra Vésteinn Ásmundur Jóna Ósk Hulda Rúnar sr. Rógnvaldur Vigfus i Aðalhlið Keflavikurflugvallar kl. j 8.30-8.45 j Ávarp: ; Ragnar Arnalds, fyrrv. fjármálaráð- | herra. i Páll Vilhjálmsson, afgreiðslumað- ! ur- ; Setnlnggöngu: i Rúnar Ármann Arthursson Kynnir: Þórunn Friðriksdóttir. Vogar, Vatnsleysuströnd kl. 10.45-11.00 Ávarp: Bergþóra Gísladóttir, sér- kennslufulltrúi. Kynnir: Atli Gíslason. Fjöldasöngur. Kúagerði, áning í klukkutíma kl. 14-15. Ávarp: Vésteinn Ólason, fyrrv. formaður SHA. Barnaskemmtun: Leikhópurinn Svart og sykurlaust sýnir leikþátt fyrir börn. Kynnir: Emil Bóasson Straumur kl. 16-16.15 Ávarp: Árni Björnsson, þjóðháttafræðing- ur. Afa-trióið syngur. Kynnir Erling Ólafsson. Hafnarfjörður kl. 18.30-19. Ávarp:Jóna Ósk Guðjónsdóttir, skrifstofumaður. Ljóðalestur: Hulda Runólfsdóttir, kennari. Kynnir: Kristinn Þorsteinsson. Hamraborg í Kópavogi kl. 20- 20.30 Ávarp: Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi. Kveðja frá Færeyingum: Steinbjörn Jacobsen, rithöfundur frá Færeyjum. Söngur: Gísli Helgason og Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson. Kynnir: Ásmundur Ásmundsson. Miðbæjarskólinn í Reykjavík, stórfundur kl. 22.00. Fundurinn hefst eftir að göngufólk hefur myndað keðju milli sendiráða Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Ávarp: sr. Rögnvaldur Finnboga- son, prestur á Staðastað. Söngur: Bubbi Morthens Gönguslit: Vigfús Geirdal Fundarstjóri: Guðrún Helgadóttir Aldrei aftur Hiroshima!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.