Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. ágúst 1983 Hún er dökkhærð og lágvaxin og býður af sér hljóðlátan þokka, heitir Kristjana F. Arndal og er frá Hafnarfirði. Fyrr í sumar fékk hún styrk frá Sambandi bygginga- manna í Svíþjóð til að fara til Is- lands og mála myndir úr atvinnulíf- inu. Þetta er eftirsóttur styrkur og sá sem afhenti Kristjönu hann var enginn annar en Olaf Palme forsæt- isráðherra. Hún býr í Stokkhólmi ásamt eiginmanni sínum og börn- um en að undanförnu hefur hún verið á Austfjörðum að gera skissur. Blaðamaður Þjóðviljans hitti hana að máli í blokkaríbúð móður hennar við Álfaskeið í Hafn- arfírði nú í vikunni en þá var hún að pakka til að fara aftur austur. - Hvað segirðu mér um listaferil þinn, Kristjana? - Ég byrjaði í kvöldskóla í Myndlistarskólanum í Reykjavík og stundaði þar nám í 1-2 vetur. Þegar við fluttumst til Svíþjóðar settist ég svo í Listaháskólann í Stokkhólmi og var þar í fullu námi í 5 ár, þar af var ég fjögur ár í mál- „A ð hlusta Viötal við Krist- jönu F. Arndal listmálara en hún hlaut nýlega eftirsóttan styrk í Svíþjóð til að gera myndir úr ís- lensku atvinnulífi Vinnuverndarsjóðnum og síðan kom hitt í framhaldi. - Fæstu fyrst og fremst við mynd- ir úr atvinnulífinu? verki og 1 ár í grafík. Það eru tæp 3 áríhaust síðan ég lauk þessu námi. - Og hvað olli því að þú fekkst þennan styrk núna? - Ég veit það eiginlega ekki. Samband byggingamanna veitir einn vinnustyrk á ári til listamanns og koma ekki aðeins myndlistar- menn til greina heldur einnig rit- höfundar, tónskáld o.s.frv. Um 300 umsækjendur voru um styrk- inn að þessu sinni og af einhverjum ástæðum var ég valin úr en ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið. Kannski hefur það hjálpað til að mér var boðiö að sýna hjá Vinnu- verndarsjóðnum í Stokkhólmi fyrir nokkru og þeir keyptu af mér eitt stórt málverk sem hangir nú uppi í fundarherbergi í ASI-húsinu þar. - I tvernig stóð á því að þú sýndir þar? - Það kom til mín kona og spurði mig hvort ég ætti myndir úratvinnu- lífinu, hún hafði einhvern veginn heyrt það, og það stóð heima að ég átti nokkrar myndir. Hún bauð mér þá að halda sýningu á þeim hjá Skissa af mönnum að tína orm úr saltfíski á Stöðvarfirði. Ljósm.: eik. andardrœtti fólks Þarna búa um 350 manns, þetta er ungur bær í uppgangi með skuttog- ara og frystihús. Fjöllin eru nærri og staðurinn á allan hátt heppi- legur fyrir mig. Þá fór ég til Borg- arfjarðar eystri og þangað var eins og að koma til útlanda frá Stöðvar- firði. - Hvernig þá? - Þar er mikið af gömlu fólki, ekki hægt að stunda fiskveiðar nema 3 mánuði, vegurinn lokast á veturna og ekki er hægt að lenda á flugvél nema í einni átt. Ég skil eiginlega ekki hvernig hægt er að lifa á svona stað. En þarna tók fólk mér af mikilli gestrisni, við fengum svefnpokapláss og var treyst skil- yrðislaust. Þarna gerði ég einnig skissur. Og nú er ég að fara austur m.a. til Seyðisfjarðar til að vinna frekar. - Ætlarðu að vera áfram búsett í Svíþjóð? - Nei, ég ætla að konta heim. Ég er nú einu sinni íslendingur og er búin að fá nóg af Svíþjóð. Ekki svo að skilja að Svíarnir hafi ekki gert vel við mig. Þeir hafa verið mér góðir. Ég hef fengi styrki hjá þeim, starfað í öllu mögulegu m.a. með friðarsamtökum myndlistarmanna og með þeim sýndi ég í Kulturhús- inu og ég liélt einkasýningu 1981 í Akademíunni og var ágætlega tekiðíblöðunum. Ensvo varégallt í einu orðin tóm, þetta er kannski of mikill erill fyrir konu frá Hafnar- firði. - Já, vel á minnst, þú hefur ekki sagt nánari deili á þér. - Faðir minn var Finnbogi Arn- dal sem lengi var lögregluþjónn í Hafnarfiði en síðan forstjóri Sjúkrasamlagsins þar. Ég var yngsta barn hans og hann var orð- inn 62 ára þegar hann átti mig. Móðir mín er Lilja Arndal. - Að lokum. Hvernig vinnurðu? r.É g. vinn hægt, er ógurlegur snigill. Ég verð að gera skissur á staðnum því að ég verð að upplifa augnablikið, ekki bara það sem augun sjá heldur einnig veðrið og allt, þ.ám. mínareigin tilfinningar. Þess vegna get ég ekki unnið eftir Ijósmyndum. - Ég fæst við allt milli himins og jarðar, en svo kom að því að ég fann hjá mér þörf að fara út og vera meðal vinnandi fólks. Ég leitaði uppi smiðju og var þar frá 1-5 hvern dag í heila viku. Þar rann ég einhvern veginn saman við and- rúmsloftið, ég var að teikna og aðrir voru að gera eitthvað annað. Þannig fann ég móralinn á þessum vinnustað, talsmátann o.s.frv. Skissur mínar voru nokkurs konar dagbók sem ég vann svo úr. Ef maður hefur áhuga á fólki verður maður að vera lengi með því og hlusta eftir andardrætti þess. - En styrkinn stóttirðu um til að gera myndir frá íslandi? - Já, ég var einhvern veginn orð- in tóm úti í Svíþjoð svo að ég sótti um styrk á þeim forsendum að gera myndir frá ákveðnum stöðum á Austfjörðum. - Af hverju Austfjörðum? - Af mörgum ástæðum. í fyrsta lagi hafði ég aldrei komið þangað, í öðru lagi eru þar mörg lítil bæjarfé- lög eins og á perlubandi. Svo hélt ég að þar væri hlýrra en á SV-landi o.s.frv. - Og hvar hefurðu svo verið? - Ég var í viku á Stöðvarfirði og gerði skissur í frystihúsinu, í saltfis- kverkuninni, á bryggjunni og víð- ar. Þar var mjög gott andrúmsloft og fólkið jákvætt gagnvart mér. Kristjana F. Arndal. Sighvatur Halldórsson á Borg í Stöðvarfirði. Mynd eftir Kristjönu. -GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.