Þjóðviljinn - 17.09.1983, Page 7
Helgin 17.-18. september 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
ÍMI55AN
sssae
æfiysKa útvarpið heimsótt
Bikarúrslit nálgast
Aðeins Reykjavíkursveitir eftir í Bikarnum
Þættinum er aðeins kunnugt um
úrslit í einum leik í 3. umferð (8
sveita úrslitum) Bikarkeppni
Bridgesambandsins. Sveit Olafs
Lárussonar Reykjavík sigraði sveit
Boga Sigurbjörnssonar Siglufirði.
Leikurinn var allan tímann í
járnum, en fyrir síðustu umferð átti
sveit Ólafs 15 stig til góða. Lokatöl-
ur urðu 108-97 fyrir sveit Ólafs.
Með honum í sveit eru: Hermann
Lárusson, Hrólfur Hjaltason og
Jónas P. Erlingsson.
Aðrir leikir í 3. umferð eru:
Runólfur Pálss. - Sævar Þorbjörns-
son, Þorarinn Sigþórsson - Karl
Sigurhjartarson og Arni Guð-
mundsson - Gestur Jónsson.
Sveitir Þórarins og Gests voru í
EDDU-ferðinni, þannig að leikir
þeirra sveita verða væntanlega
ekki á dagskrá fyrr en í næstu viku.
Eddu-ferðin
Því miður hafa litlar fréttir borist
úr EDDU-ferðinni hjá bridge-
mönnum.
Vitað er þó að ferðafólkið fékk
ekki beint veður ársins í ferðinni,
og ku mannskapurinn hafa haldið
sig neðanþilja fyrstu dagana. Von-
andi hefur það lagast er á ferðina
leið, en þátturinn ntun greina frá
helstu úrslitum um borð, um leið
og einhver sér ástæðu til að koma
þeim fréttum frá sér.
Frá Bridgefélagi
Reykjavíkur
Vetrarstarfsemi félagsins hófst
s.l. miðvikudag með eins kvölds
tvímenningi. 22 pör spiluðu með
mitchell fyrirkomulagi. Hæstaskor
fengu:
A-V
Stefán Pálsson -
Umsjón
Ólafur
Lárusson
Ragnar Magnússon 324
Sigurður Sigurjónss. - JúlíusSnorrason 311
Guðlaugur Jóhannsson - Örn Arnþórsson 300
Kristján Blöndal - Valgarð Blöndal 292
N-S Sigurður B. Þorsteinss. - Gylfi Baldursson 337
Ásmundur Pálsson - Karl Sigurhjartarson 320
Helgi Nielsen - Alison Dorash 315
Gunnar Þórðarson - Leif Österby 303
Meðalskor var 270. Næsta miðvikudag 21. sept.
verður eins kvölds tvímenningur
(aftur á dagskrá. Sérstök athygli er
vakin á því að þá verður spilað í
Gerðubergi, menningarmiðstöð
efra Breiðholts. Spilamennska
hefst kl. 19:30.
Frá Bridgefélagi
Hafnarfjarðar
Vetrarstarf
Vetrarstarf Bridgefélags Hafn-
arfjarðar hefst mánudaginn 19.
september. Byrjað verður á léttri
upphitun, t.d. eins kvölda tví-
menningum en fljótlega hefst svo
aðaltvímenningurinn. Að venju er
byrjað stundvíslega kl. hálf átta í
íþróttahúsinu við Strandgötu.
Frá Bridgefélagi
Kópavogs
Bridgefélag Kópavogs hefur
hauststarfsemi sfna nk. fimmtudag
22/9. Á dagskrá er eins kvölds tví-
menningur. Félagsmenn og aðrir
eru hvattir til að vera með frá byrj-
un. Spilað er í Þinghól í Hamra-
borg og hefst spilamennska kl.
19.30.
Keppnisstjóravandræði?
Mikil vandræði steðja nú að
bridgelífi á höfuðborgarsvæðinu.
Keppnisstjóravandræði hafa verið
mikil og fáir gefið sig í að stjórna
keppnum félaganna. Þetta þýðir,
að menn einsog Agnar Jörgensson
neyðast til að stjórna hjá þremur
félögum, B.R., TBK og B,-
kvenna. Nýr keppnisstjóri er kom-
inn til Breiðfirðinga, Guðmundur
S. Hermannsson og tekur hann við
af kempunni Guðmundi Kr. Sig-
urðssyni. Vandræði eru hjá
Bridgefélagi Kópavogs og
Hafnfirðingum, og ekki útséð
hverjir stjórna þar í vetur. Her-
mann Lárusson verður sennilega
áfram hjá Breiðhyltingum (var
einnig í Firðinum í fyrra, hvað sem
verður) og eflaust má halda áfram
upptalningunni. Hvernig væri nú
að gera eitthvað í málinu, áður en
allt kemst í óefni? Gera keppnis-
stjórastarfið meira áhugahvetjandi
fyrir þá sem vilja spreyta sig?
Helgarmót í bridge
Frjó ista hugmynd sem komið
hefur fram í sögu íslenskrar skák-
listar, eru helgarmótin hans Jó-
hanns Þóris.
Þátturinn hefur áður minnst á
þetta, og enn á ný virðist manni að
bridgehreyfingin geti fetað í fót-
spor Jóhanns og myndað eins kon-
ar keppniskeðju landshorna á
milli. Mörg félög héldu „stórmót"
á síðasta ári, og er ekkert nema
gott um það að segja. Fleiri félög
munu eflaust fylgja í kjölfarið á
þessu keppnistímabili, auk hinna
sem árlega halda nú mót (einsog
Skagamenn, Selfyssingar o.fl.)
Virðist manni, að ekki væri fráleitt,
að einsog 8-10 félög innan Bridge-
sambandsins tækju sig nú saman og
mynduðu samvinnuhreyfingu í
þessu tiltekna máli. Varla þarf að
hafa mörg orð um nauðsyn slíkra
móta, það sanna undirtektir þær
sem skákmenn hafa fengið víða um
land. Þátturinn sér í anda félög
einsog Keflvíkinga, Hafnfirðinga,
Bridgedeild Breiðfirðinga í
Reykjavík, Akurnesinga, Borg-
nesinga, Stykkishólmsbúa, ísfirð-
inga, Hvammstangabúa,
Sauðkræklinga, Siglfirðinga, Ak-
ureyringa, Húsvíkinga, Héraðs-
búa, Hornfirðinga, Selfyssinga og
Vestmanneyinga, taka höndum
saman og myndi órofa keðju helg-
armóta, sem haldin yrðu einu sinni
eða svo í mánuði þetta keppnis-
tímabilið. Svona mót hafa áróðurs-
gildi, skemmtigildi og yfirleitt
mannbætandi áhrif á mannfólk
allt.
Hefur einhver áhuga?
Pepsi Áskorun!
52%
0
völdu Pepsi
af þeim sem tóku afstöðu
útéjf1
Pepsi 4719
Coke 4429
Jafn gott 165
Ails 9313
Láttu bragöió ráða
TILLITSSEMI
-ALLRA HAGUR
Gœði og verð
sem koma á óvartl
IMISSAIM
N8S*N-MJ5UN
Sunny
Fjölskyldubíll
fyrirfullvaxiðfólk
Ný vél fyrir
framhjóladrifið
Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 2-5
SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI S33560