Þjóðviljinn - 17.09.1983, Page 11
Helgin 17.-18. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
í hliðstæðum tíma
Hart í bak
eftir Jökul Jakobsson
Lcikstjóri: Hallmar Sigurðsson
Leikmynd og búningar: Steinþór Sig-
urðsson
Lýsing: Daníel Williamsson
Tónlist: Eggert Þorleifsson
Hclstu hlutverk: Jón Sigurbjörnsson,
Soffía Jakobsdóttir, Pétur Einarsson,
Edda Heiðrún Backman og Kristján
Eranklín Magnús.
Sýningin á Hart í bak fyrir
tveimur áratugum markaði tví-
mælalaust straumhvörf í íslensku
leikhúslífi og jafnframt í ferli
Jökuls Jakobssonar. Á þessum
tíma höfðu íslensk leikrit lengi ver-
ið olnbogabörn leikhúsanna hér:
þau leikrit sem slógu verulega í
gegn voru erlend, en íslensk leikrit
fengu yfirleitt lélega dóma hjá
gagnrýnendum og jafnframt, með
sárafáum undantekningum,
dræma eða mjög slaka aðsókn.
Meðal þeirra verka, sem fengu
slíka útreið, var ef ég man rétt
frumraun Jökuls Jakobssonar
sjálfs á sviðinu, Pókók. Ýmsir
kenndu því um, að íslendingar
kynnu ekki að skrifa fyrir svið og
áttuðu sig ekki á því að önnur
lögmál ríktu í gerð leikrita en
skáldsagna, aðrir héldu því hins
vegar fram að leikhúsin sýndu ís-
lensk verk meira af skyldu en
áhuga og kastað væri höndum til
sýninganna, en allt eins má vera að
ástæðurnar hafi verið aðrar og
flóknari.
En þetta ástand breyttist mjög
rækilega við sýninguna á Hart í
bak: engum duldist að kominn var
fram á sjónarsviðið maður, sem
kunni að skrifa fyrir leiksvið, og
verkið fékk betri viðtökur en áður
voru dæmi um, því að það var sýnt
einum þrjú hundruð sinnum á
þremur leikárum. Þessi sigur varð
ekki aðeins upphafið á frjóum
leikritunarferli Jökuls Jakobs-
sonar, heldur olli hann einnig bylt-
ingu í íslenskri leikritagerð og ger-
breytti afstöðu leikhúsgesta til
hennar, þannig að í kjölfar hans
fóru önnur íslensk leikrit að slá í
gegn, uns svo var komið að
leikhúslíf hér á landi mótaðist af
þeim, ekki aðeins í Reykjavík
heldur einnig meðal leikflokka úti
um land. Þannig hefur ástandið allt
að því snúist við frá því sem var á
sjötta áratugnum.
Vegna þess að Hart í bak var
bæði tímamótaverk og auk þess
orðið að einskonar þjóðsögu í ís-
lensku leikhúslífi, gat ekki hjá því
farið að enduruppfærsla þess á því
sama leiksviði þar sem það sló í
gegn, væri nokkurt kvíðaefni. Á
þeim tuttugu árum, sem liðin eru,
hefur firnamargt gerst í leikhúslífi
og leikritun hér á landi, smekkur
manna hefur breyst og kröfurnar
Einar Már
Jónsson
skrifar um
leiklist
aukist, og því var það engan veginn
víst að þessi gamli leikhúsviðburð-
urhefði staðisttímanstönn. Á hinn
bóginn eru tuttugu ár nægilega
langur tími til þess að pendúllinn
sveiflist aftur til baka: ósjaldan ber
það nefnilega við að listaverk, sem
náð hafa miklum vinsældum,
hverfa inn í einhvers konar
hreinsunareld, þau hætta að höfða
til manna og þykja kannske gam-
aldags, en þau sem eru lífvænleg
koma þaðan að lokum aftur,
kannske eftir tvo eða þrjá áratugi,
og eru þá orðin „sígild”.
Ég sá ekki Hart í bak, þegar þar
var sýnt í Iðnó fyrir tuttugu árum,
og get því ekki borið þessa sýningu
saman við hina fyrri, - enda væri
slíkur samanburður hvort sem er
heldur hæpinn, því með honum
væru menn í rauninni að bera veru-
leika saman við þjóðsögu, hversu
traust sem minnið annars er. En
óhætt er hins vegar að fullyrða að
leikritið hefur elst mjög vel: það
virkar jafn ferskt á áhorfandann og
það væri nýsamið, og verður ekki
séð áð sú gróska, sem varð í ís-
lenskri leikritun eftir að það var
Þjóðviljinn tekur nú upp
þá nýbreytni að umfjöllun
um leikhús er ekki í hönd-
um „löggilts” gagnrýn-
anda. í staðinn hefur blað-
ið fengið ýmsa áhuga-
menn um leiklist og menn-
ingarmál, góðkunningja
leikhússins og fyrirferðar-
menn í þjóðlífinu til að
skrifa um verkin sem sýnd
verða í leikhúsunum í vet-
ur.
Fyrstur ríður á vaðið Ein-
ar Már Jónsson, kennari
við Sorbonne háskólann í
París. Á vetrum situr Einar í
háborg franskrar menning-
ar en í áraraðir hefur hann
á sumrin fjallað um erlend
málefni í Þjóðviljann. Áður
en Einar heldur á ný til Par-
ísar fór hann fyrir Þjóðvilj-
ann á fyrstu frumsýningu
vetrarins í Iðnó.
ór
samið, skyggi á það á nokkurn
hátt.
Segja má jafnvel að Hart í bak sé
enn jafn óvenjulegt leikrit og það
var fyrir tveimur áratugum, og
mætti reyndar skrifa um það langt
mál. Á síðari árum hefur íslensk
leikritagerð mjög hneigst til raun-
sæis, ekki síst á þann hátt að leikrit-
in eru yfirleitt mjög vendilega stað-
sett í íslandssögunni og taka til
meðferðar vandamál, sem nátengd
eru höfuðstraumunum í þróun ís-
lensks þjóðfélags, eða lýsa persón-
um, sem ekki er hægt að skilja öðru
vísi en sem afsprengi þeirra
sveiflna, sem orðið hafa í landinu
síðustu áratugi. Þau segja gjarnan
frá því hvernig miklar breytingar
ganga yfir þjóðfélagið eins og hol-
skeflur, sem kaffæra suma en lyfta
öðrum, og rugla alla vega tilfinn-
ingar manna og mat, eða þau lýsa
persónum, sem eru að tapa sálinni,
eða búin að því, í miskunnarlausu
lífsþægindakapphlaupi. Það er eng-
inn langur tími til, því að fortíðin er
horfin og hefur ekki skilið annað
eftir en nokkrar eftirlegukindur,
heldur er tíminn víddalaus og allur
í einum hnút.
Hart í bak sýnir áhorfandanum
hins vegar inn í allt annan heim:
það lýsir eins konar jaðramannlífi í
ljóðrænni hnignun, sem þróast í
óralangri kyrrstöðu tímans („fjöru-
tíu ár eða kannske fimmtíu”), ó-
rofínni af holskeflum hemáms, verð-
bólgu og lífsþægindakapphlaups,
og hrærist í lokuðum heirni, þar
sem eina undankomuleiðin er
flótti, - ekki til sólarlanda heldur til
þeirra hálfa, þar sem hægt er að
vinna sig upp og verða mikill mað-
ur. í þessum heimi eru mönnum
allar bjargir bannaðar vegna at-
burða, sem gerðust áratugum áður
og hentu afa þeirra, þar eiga menn
sparifé, og þar búa port- og spá-
konur í skúrum (án þess þó að vera
í flokki „útigangsmanna”).
Þótt þessi ljóðræni veruleiki
verksins sé víðsfjarri jreirri íslands-
sögu, sem leikritaskáld síðustu ára
hafa miðað verk sín við, er hann
samt ekki ósannur né heldur óís-
lenskur. Við að horfa á Hart í bak
fannst mér gjarnan að verið væri að
fjalla um íslenskan veruleika eins
og hann hefði getað orðið ef
þjóðfélagið fyrir síðustu
heimsstyrjöld hefði þróast áfram
án nokkurra umróta eða hol-
skeflna í ein tuttugu ár. í stað þess
að vera njörfað niður í kaldrana-
legri rás nútímans, þar sem menn
verða í dauðans ofboði að keppast
við að fylgjast með, gerist Hart í
bak því í eins konar hliðstæðum
tíma, sem rennur hægar áfram og í
öðrum víddum.
Það er í þessu sem frumleiki
Jónatan skipstjóri og Árdís, stúlkan að austan (Jón Sigurbjörnsson og
Edda Heiðrún Backnian)
verksins er fyrst og fremst fólginn,
bæði þegar það fyrst var sýnt og
einnig nú, og mætti jafnvel segja að
það sé orðið enn tímanlegra en
áður var. Hreint raunsæi er nefni-
lega takmarkað og kernst auðveld-
lega í blindgötu, en ljóðræn veru-
leikasýn leikritsins bendir á hugs-
anlega leið út úr henni: það er
kannske kominn tími til þess eftir
tvo áratugi að leita aftur í smiðju
Jökuls Jakobssonar og nema af
honum.
Þessi nýja uppfærsla Hallmars
Sigurðssonar er mjög góð, einkum
fyrir þá sök að þessi kjarni leikrits-
ins kemur þar nrjög vel fram, og
stuðla öll atriði að því. Eftir þeim
takmarkaða samanburði að dærna,
sem ljósmyndir leyfa, stuðlar leik-
myndin nú enn nreir en hin fyrri að
því að skapa tilfinningu fyrir hlið-
stæðum tíma: þar eru íslenskir kof-
ar frá fyrri hluta aldarinnar settir
inn í einhvern nútímaramma, sem
þó er ekki úr Reykjavík eftir-
stríðsáranna. í frábærri túlkun
Jóns Sigurbjörnssonar verður nið-
urlæging Jónatans strandkapteins
allt önnur en ytri niðurlæging gam-
alla manna úr fyrra samfélagi, sem
strandaðir eru í hávaða verðbólgu-
þjóðfélagsins: hún stafar af því að
hann stendur enn frammi fyrir því
UMFERÐAR
RAÐ
Veist
þú hverju
þaö getur
forðað
að hafa brugðist á úrslitastund, - í
veruleika nútímans myndi slík til-
finning hafa rokið út í veður og
vind jafn greiðlega og faktúru-
fölsun gærdagsins, og þarf ljóðræn-
an veruleika leikritsins í öðrum
tímavíddum til að leiða hana fram í
dagsljósið. Soffía Jakobsdóttir ger-
ir Áróru að kvenpersónu, sem er
allt öðru vísi en gamalkunn
lífsgæðakapphlaupsgribba nútím-
ans, en þó hliðstæð henni á vissan
hátt, - hún fær annað yfirbragð og
annan lit við það að skapharka
hennar á við annað að etja en
gripasöfnun í kapp við verðbólgu.
Ánnars verður að segja, að þessi
sýning er fyrst og fremst sigur liðs-
ins í heild, og falla leikararnir
undantekningarlaust vandlega inn
í hlutverk sín í heildarmyndinni.
Pétur Einarsson, sem leikur Finn-
björn, og Þorsteinn Gunnarsson,
sem leikur Stíg, sköpuðu báðir
mjög eftirminnilegar persónur úr
litlum hlutverkum. Og ástæða er til
að geta þess sérstaklega að Edda
Heiðrún Backman og Kristján
Franklín Magnús, sem þreyttu bæði
frunrraun sína á sviðinu í Iðnó í þetta
sinn, skiluðu erfiðum hlutverkum af
hinni mestu prýði, og áttu verulegan
þátt í því að sýningin varð eins góð
og raun bar vitni. e.m.j.
tVHEEL
HIGHROOF DELIVERY VAI\I
HIGHROOF VAN
4 WD. Fjórhjóladrifinn 2 manna
Extra lágur gír þ.e.a.s. 5 gíra
Mjör hár undir lægsta punkt.
Sparneytinn. Burðargeta Vi tonn
Lengd: 1.66 m
Breidd: 1.22 m
Hæð: 1.43 m
Bílasyning laugardag og sunnudag kl. 2-5
Tilvalinn bíll í smáflutninga