Þjóðviljinn - 17.09.1983, Síða 12

Þjóðviljinn - 17.09.1983, Síða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. september 1983 VIRÐING fyrir LÍFINU Af fyrirlestri bandaríska læknisins Christine Cassel um hættuna af kjarnorkustyrjöld og mannúðar sjónarmið heilbrigðisstéttanna í daglegu starfi okkar á sviöi læknisfræði og heilsugæslu göngum við út frá ákveðnu siðferðimati er byggist á virðingu fyrir lífinu. Og sem hluti þess hóps er vinnur að líffræðirannsóknum höfum við til að bera skilning á gagnkvæmu samspili lífkeðjunnar. Út frá lækn- isfræðilegum og vísindalegum forsendum höfum við dregið þá ályktun að kjarnorkustyrjöld jafngildi tortímingu lífsins á jörðinni. Þetta eru vísindalegar niðurstöður, en úrbæturnar er miða að því að koma í veg fyrir kjarnorkustríð eru pólitísks eðlis. Það er hins vegar eðli frjórrar þekkingar að hún verður að áhrifavaldi í lífi fólksins, og við læknar berum mikla ábyrgð erfelst í því að miðla af þekkingu okkar með það fyrir augum að koma í veg fyrir kjarnorku- stríð. Eitthvað á þessa leið fórust Christine Cassel orð í fyrirlestri sem hún hélt á vegum friðarvikunnar laugardaginn 11. september sl., en Christine er aðstoðarprófessor í læknisfræði við Mount Sinai sjúkrahúsið í New York og á jafnframt sæti í stjórn bandarísku læknasamtakanna gegn kjarnorkuvá, Physicians for Social Responsibility. Læknar geta ekki skorist undan þeirri félagslegu ábyrgð sem sérfærði- þekkingin leggur þeim á herðar, sagði Christine Cassel á fyrirlestrinum í Lögbergi. Christine Cassel flutti mál sitt af stillingu og rökfestu vísindamanns- ins, en það fór ekki hjá því að við- staddir fyndu að á bak við hina köldu röksemdafærslu fór eldheit baráttukona er hafði til að bera þann skilning að setja mannleg verðmæti ofar öðrum, að taka vís- indin í þjónustu mannsins og lífsins á jörðinni og eyða þeirri tortryggni og firringu sem hefur skapast á milli vísindanna og alþýðu mapna á okkar tímum. Lykilorðið í mál- flutningi hennar var félagsleg ábyrgð vísindamannsins, og ég held að enginn hafi farið ósnortinn af þessum fundi með Christine Cassel. Læknar gegn kjarnorkuvopn- um Cassel hóf mál sitt á að rekja tilurð þeirra bandarísku læknasam- taka sem hún er fulltrúi fyrir. Hún sagði að samtökin hefðu verið stofnuð upphaflega árið 1962, þeg- ar hættan af geislavirku úrfelli var yfirvofandi vegna síendurtekinna tilrauna með kjarnorkuvopn. Síð- an kom ládeyða í starf samtakanna þar til þau voru endurvakin á árun- um 1979-1980 með það höfuð- markmið að mennta lækna í hugs- anlegum læknisfræðilegum afleið- ingum kjarnorkustyrjaldar. Á þrem árum, frá árinu 1980-1983 hefur félagatala í samtökunum vaxið úr 2.000 í 20.000 og áhrifa þeirra hefur gætt í síauknum mæli, bæði með stóraukinni menntun lækna í afleiðingum kjarnorku- styrjaldar og einnig í víðtækari á- hrifum úti í þjóðfélaginu, þar sem læknar eru æ oftar dregnir til vitnis í umræðum um vígbúnaðarkapp- hlaupið. Auk hinna bandarísku lækna- samtaka hefur almenn umræða um stríðshættuna leitt til þess að stofn- uð hafa verið alþjóðleg lækna- samtök gegi. kjarnorkustríðshætt- unni - International Physicians for the Prevention of Nuclear War - að frumkvæði bandarískra og sov- éskra lækna. Á þessu sumri héldu samtökin ráðstefnu í Amsterdam, þar sem saman komu fulltrúar frá 50 löndum. Tímamót Cassel sagði að við værum nú komin að þeim sögulegu tíma- mótum að ekki yrði lengur vikist undan því pólitíska verkefni að koma á algjöru eftirliti með kjarn- orkuvopnum er miði að því að þau verði eyðilögð. Hin aukna vitund almennings um þennan vanda skiptir þar mestu, ekki síst á þeim tíma þegar stjórnmálamenn láta í það skína að til greina komi að heyja takmörkuð kjarnorkustríð og hafin er framleiðsla á kjarnork- uvopnum, sem sérstaklega eru smíðuð til þess að veita fyrsta högg- ið í slíkri styrjöld með það fyrir augum að lama andstæðinginn. Lengi vel hefur sú tilhneiging verið ríkjandi, að fólk hefur vísað þessum vandamálum frá sér og tal- ið þau einkamál sérfræðinganna. En það er skylda okkar að fara út á meðal fólksins og segja því hvað hér er á ferðinni: sigur verður ekki unninn í kjarnorkustyrjöld. Cassel sagði að í ljós hefði komið í við- ræðum hennar við marga áhrifa- menn í bandarískum stjórnmálum, að þeir gerðu sér í raun og veru ekki grein fyrir þeim eðlismun, sem væri á kjarnorkuvopnum og öðrum hefðbundnum vopnum. Staðreyndin væri hins vegar sú að núverandi kjarnorkuvopnabirgðir stórveldanna væru meira en 10 sinnum meiri en talið hefði verið nægilegt fyrir 20 árum síðan til þess að fæla andstæðinginn frá notkun slíkra vopna. Og þær sprengjur sem nú væru á skotpöllunum í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum væru ekki sambærilegar að sprengjumætti við þær „smá- sprengjur", sem notaðar hefðu verið á Hiroshima og Nagasaki fyrir 38 árum. Reynslan þá hefði þó sýnt, að öll heilsugæsla í hefðbundnum skiln- ingi væri úr sögunni eftir slíka árás eins og þá var gerð. Afleiðingar kjarnorkustyrj- aldar Cassel rakti síðan afleiðingar kjamorkusprengingar í einstökum atriðum. Smitsóttir, blinda, heyrnarleysi, sljóleiki gagnvart umhverfinu, hungur og ólýsan- legar þjáningar myndu bíða þeirra er eftir lifðu. Háloftin myndu mengast af sprengingunum þannig að rökkur yrði á jörðinni næsta árið eftir takmarkað kjarnorkustríð. Ozonlagið í háloftunum mundi raskast, en það skýlir okkur fyrir hættulegum geislum. Ári eftir að styrjöld hefði geisað þar sem 10% af kjarnorkuvopnaforðanum hefði verið notaður yrði manninum ekki óhætt að dveljast undir beru lofti nema í 15 mínútur á dag án þess að fá alvarlega geislunarskaða. Þetta þýðir að dýr merkurinnar myndu deyja af geislun og lífið á jörðinni hætta í núverandi mynd. Vísindalegar niðurstöður segja að það tæki 8 ár einungis að koma jafnvægi á ozonlagið aftur. Cassel spurði þeirrar spurning- ar, hvaða þýðingu vitneskja sem þessi hefði fyrir lækna. Við höfum næga vísindalega þekkingu til þess að geta sagt að það sé ekki hægt að grípa til þessara vopna. Þetta eru órækar vísindalegar niðurstöður, en það þarf pólitísk meðul til þess að grípa í taumana. Sumir halda því fram, að stjórnmál séu fyrir utan verksvið heilbrigðisstéttanna. En við höldum því fram að það sé ekki hægt að afskrifa fyrirbyggj- andi aðgerðir í heilsugæslu vegna þess að það krefjist pólitískra lausna. Síðan rakti hún dæmi þess hvernig Iæknar hefðu gripið til pó- litískra úrræða fyrr á tímum til þess að hindra útbreiðslu farsótta. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru þær einu sem duga þegar hættan sem vofir yfir mun jafnframt tortíma heilsugæslukerfinu sem slíku. Líkur á styrjöld Cassel rakti síðan vangaveltur ýmissa málsmetandi manna um lík- urnar á því að kjarnorkustyrjöld skelli á, og staðnæmdist þar við töl- una 40%, sem hún hafði eftir innanhúsmanni í Pentagon, banda- ríska varnarmálaráðuneytinu. Hún tók síðan dæmi af kói;eönsku far- þegaþotunni um það hversu margir og flóknir þættir gætu ráðið úrslit- um um það, hvort styrjöld skylli á eða ekki. Þá var hún einnig spurð um álit sitt á gildi almannavarna gegn kjarnorkusprengingum, með- al annars með hliðsjón af ráðlegg- ingum íslenskra almannavarna í símaskránni, þar sem m.a. er sagt að gott sé að grúfa sig á bak við húsgögn eða í skjóli við vegg og klæðast ljósum fötum. Hún sagðist hafa fulla samúð með þeim sem með almannavörn- um vildu freista þess að bjarga mannslífum. Hins vegar sagðist hún draga í efa gildi almannavarna gegn kjarnorkustyrjöld og telja að þær gætu verið hættulegar, þar sem þær ælu á blekkingunni um að hægt væri að lifa slíka styrjöld af. Hún sagði að neðanjarðarbyrgi myndu að öllum líkindum verða dauða- gildrur, að minnsta kosti í borgun- um, þar sem eldstormar myndu geysa, en slíkt hefði einmitt reynst tilfellið í síðari heimsstyrjöldinni við hliðstæðar aðstæður. í fyrsta lagi myndi eldurinn tæma byrgin af súrefni og í öðru lagi myndi hitinn verða slíkur, að enginn myndi lifa hann af. Þá vitnaði hún til nýlegrar skýrslu breska læknafélagsins, þar sem komist er að svipaðri niður- stöðu. Afvopnunar- viðræðurnar Þá sagðist Cassel einnig hafa kynnt sér sögu afvopnunarvið- ræðnanna f Genf. Hún sagðist ekki gera sér miklar vonir um árangur af þeim, m.a. vegna þess að samn- ingamennirnir sem þar sætu væru sama markinu brenndir. Þeir virt- ust ekki gera sér grein fyrir að þörf væri á nýjum hugsunarhætti og nýj- um leiðum. Hún fullyrti jafnvel að stóran hluta vígbúnaðarkapp- hlaupsins mætti rekja til afvopnun- arviðræðnanna í Genf, þar sem kannski væri samið um að tak- marka ákveðinn þátt vígbúnaðar- ins á meðan annara væri aukinn, og síðan væri framleiðsla nýrra árásar- vopna eins og MX-eldflauganna réttlætt með því að þær væru gjald- miðill sem hægt væri að versla með við samningaborðið í Genf. Það mundi vekja furðu ykkar ef þið kynntust því hvers konar fólk er oft og tíðum valið til ábyrgðar- starfa í opinberri þjónustu í Banda- ríkjunum, sagði Cassel. Fólk, sem hefur ekki hina minnstu þekkingu á því sem það er að fjalla um. Það fólk sem starfar t.d. innan varn- armálaráðuneytisins býr í heimi út af fyrir sig. Það er ekki vont fólk eða illviljað í sjálfu sér, en mögu- leikar þess til metorða og efnahags- legrar afkomu fara eftir því hversu fullkomin vopn og vopnakerfi það getur skapað. Hinar líffræðilegu afleiðingar eru þar ekki á dagskrá og sárafáir læknar eða líffræðingar starfa að þessum málaflokkum. Christine Cassel varð einnig tíð- rætt um þá óhlutlægu meðferð og umfjöllun, sem hugsanleg kjarn- orkustyrjöld fær oft í máli almenn- ings og stjórnmálamanna. Menn segja kannski sem svo, „það munu bara 50 milljónir deyja“. Slíkar og ámóta fullyrðingar bera vott um firringu og sljóleika sem við þurf- um að vinna gegn með því að koma hlutlægri vísindalegri þekkingu okkar á framfæri. Það er mikilvægt, sagði Christ- ine Cassel að lokum, að við sem störfum að heilbrigðismálum not- um okkur félagslega stöðu okkar og þekkingu til þess að vekja at- hygli á kjarnorkuhættunni á grund- velli þeirra mannúðarsjónarmiða sem starf okkar byggist á. Eigi Bandaríkin eftir að heyja kjarn- orkustyrjöld við Sovétríkin út af hugmyndafræðilegum ágreiningi um efnahagskerfi mun enginn koma sem sigurvegari úr þeirri viðureign. Slík styrjöld yrði gagn- kvæmt sjálfsmorð og eftir það yrði ekki um neitt efnahagskerfi að ræða. Það er lífið á jörðinni sem er í veði. Christine Cassel kom einnig fram á hátíðardagskrá friðarvik- unnar í Þjóðleikhúsinu s.l. sunnu- dag. í framhaldi af heimsókn henn- ar stofnuðu íslenskir læknar sam- tökin „Læknar gegn kjarnorkuvá" s.l. mánudag. ólg. Christine Cassel ávarpaði unga fólkið á tónleikunum í Laugardalhöll við mikinn fögnuð eins og sjá má. Ailmargir læknar hlýddu á fyrirlestur Christine Cassel í Lögbergi. Hér eru m.a. þeir Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir, Sigurður Björnsson sérfræðingur í krabbameinslækningum og Gunnar Sigurðsson yfirlæknir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.