Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 15
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. september 1983 Helgin 17.-18. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Mannréttindabarátta án ofbeldis Hrafn Bragason borgardómari erviö- mælandi Þjóöviljans þessa vikuna. Hann hefur starfaö viö Borgardóm frá því hann kom frá prófborði fyrir 18 árum, þaraf sem dómari í 11 árog þekkir því íslenska dómskerfið af langri reynslu. Hann var einn af stofnendum íslandsdeildar Amnesty international og gegndi þarformennsku til skamms tíma. Hann er því manna fróðastur um mannréttindamál. Og fyrir skömmu átti hann ásamt öðrum einstaklingum þátt í boðun fundar í Sigtúni, þar sem vanda- mál húsbyggjenda vegna vaxtabyrði af lánum voru til umræðu. Húsnæðis- málin eru honum kunn af eigin raun og af dómarastarfinu. Allt eru þetta mál sem ofarlega eru á baugi, og við byrj- uðum samtal okkar á að ég bað hann um að lýsa fyrir okkur íslenska réttar- kerfinu og stöðu dómarans innan þess. íslenskt réttarkerfi er í rauninni dálítill frumskógur, sem við höfum lengi barist fyrir umbótum á. Úti á landsbyggðinni búum við enn við það kerfi, að fram- kvæmdavaldið og dómsvaldið hefur ekki verið aðskilið. Sýslumannsembættin, sem urðu til upp úr því er íslendingar gengu Noregskonungi á hönd 1262 hafa alltaf ver- ið umboðsaðili ríkisvaldsins auk þess sem þau fara með dómsvald. Þetta er kerfi sem umboðsstarfalausir dómarar hafa viljað breyta, þar sem aukin verði skil á milli um- boðsstarfa og dómsstarfa. Hér í Reykjavík eru það 5 stofnanir sem skipta með sér störfum sýslumanna, Borg- ardómaraembættið, Sakadómaraemb- ættið, Lögreglustjóraembættið, Tollstjóra- embættið og Tryggingastofnun ríkisins. Auk þess er sýslumaður oddviti sýslunefnd- ar. Þegar farið var að breyta dómsstólum á Norðurlöndum á síðustu öld voru sýslu- ísland er eina landið í E vr- ópu þar sem hefur verið skilið á milli dómsvalds og framkvæmdavalds... mannsembættin þar lögð niður og hin eigin- legu dómarastörf aðskilin frá umboðsstörf- um fyrir ríkið. fsland er nú eina landið í Evrópu þar sem umboðsmenn ríkisvaldsins fara jafnframt með dómsvald. Þó er mér ekki grunlaust um að sýslumannsembætti í íslenskri mynd sé einnig til á Svalbarða. Mörgum sýnist að skilja verði frekar á milii lagasetningavaldsins og framkvæmdavalds- ins, en dómsvaldið verður einnig að vera aðskilið frá hinum þáttum ríkisvaldsins. Það er í rauninni einn af hornsteinum lýð- ræðisins. Hér í Borgardómi starfa nú 10 dómarar og 4 fulltrúar. Við förum með einkamál, það er mál á milli einstaklinga, félaga og stofnana. Opinber mál heyra hins vegar undir sakadóm. Hér fara dómarar með mál sem eru munnlega sótt og varin, en fulltrúar fara með óvarin mál, sem að mestu leyti eru innheimtumál og hafa vaxið gífurlega á síð- asta ári. Málafjöldi hér fyrir Borgardómi hafði vaxið úr um 4000 í um 7000 fyrstu 6 mánuði þessa árs og er það mest um inn- heimtumál að ræða. Þó er mikill fjöldi slíkra vanskilamála bundinn í veðbréfum, og fara þau þá beint til Borgarfógetaemb- ættisins og í uppboð veðsettra eigna. Þar hefur einnig orðið mikil aukning síðustu mánuðina. Kemur það ekki fyrir í starfi þínu sem dómari, að þér finnist bókstafur laganna stangast á við heilbrigða réttlætiskennd? Það gerist ekki oft, en getur þó komið fyrir. Réttarkerfi okkar byggir á siða- skoðun Vesturlanda, og það má segja að grundvöllur þess sé sú siðfræði sem við erum alin upp við. Hins vegar eru alltaf tilvik, sem ekki passa við reglurnar. Lög- gjöfin er orðin mikill frumskógur og þá geta oft komið upp tilvik, sem löggjafinn hefur ekki haft í huga. En dómarinn hefur alltaf sína eigin siðferðisvitund með í för. Hans er að skera úr um þar sem tveir deila. Þar hlýtur annar aðilinn að tapa að einhverju leyti, og er ekki óeðlilegt að honum finnist það ósanngjarnt. Dómaraþjálfunin er hins vegar í því fólgin að láta fyrirfram mótaðar skoðanir ekki hafa áhrif á úrskurðinn. Ann- ars er meðdómendakerfið einn helsti kost- urinn við íslenska réttarkerfið. Dómarar hér geta tekið sér einn eða tvo sérfróða meðdómendur, og hafa þeir þá sama rétt og embættisdómari við dómsúrskurð. Það hef- ur komið fyrir að 2 sérfróðir meðdómendur hafi borið embættisdómara ofurliði og að úrskurður þeirra hafi verið staðfestur fyrir Hæstarétti. Hæstaréttardómarar geta hins vegar ekki ráðið sér meðdómendur. Ef við lítum til mannréttindamála í víðari skilningi og alþjóðlegu samhengi eins og þú hefur fengist við þau innan Amnesty Intern- ational, verða málin þá ekki mun flóknari og erfiðari viðfangs? Jú, þá verða þau auðvitað flóknari, því þar skortir almenn lög, sem hægt er að fara eftir. Við höfum að vísu samninga og sátt- mála sem ríkin hafa gert sín á milli og þann- ig skuldbundið sig í raun og veru til að hlíta ákveðnum reglum. Við höfum hins vegar ekki stofnanir er geta séð til að þessum samningunt og skuldbindingum sé fram- fylgt nema að mjög takmörkuðu leyti. Við í Amnesty International byggjum starf okkar fyrst og fremst á Mannréttindayfirlýsingu og Mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna um borgara- leg og pólitísk réttindi og hliðstæðum skuld- bindingum. Þegar kvartanir berast til Amn- esty, þá eru málin fyrst send til aðalstöðv- anna í London, þar sem rannsakað er hvort meðferð í máli viðkomandi aðila hefur ver- ið í samræmi við lög viðkomandi lands og yfirlýsingar um mannréttindi. Nú hefur skilningur manna á mannréttindum verið breytilegur á hinum ýmsu tímaskciðum sögunnar, og ef litið er til heimsins í dag, má jafnvel segja að mannkynið lifl nú á mismunandi tíma- skeiðum þar sem menningarlegar og sögu- legar forsendur eru ólíkar. Er þá hægt að Starf Ghandi mundi vera í anda Amnesty... setja fram algildan mælikvarða á mannréttindi? Þetta vandamál endurspeglast kannski gleggst í þeirri staðreynd að hjá Sameinuðu þjóðunum hafa verið samþykktir tvenns konar mannréttindasáttmálar. Annars veg- ar er sáttmáli um þessi hefðbundnu mannréttindi einsog tjáningar- og trúfrelsi, hins vegar er sáttmáli um rétt manna til afkomu, atvinnu, heilsugæslu o.s.frv. Það er í raun sáttmálinn um hin hefðbundnu mannréttindi eins og tjáningarfrelsið sem Amnesty hefur helst byggt starf sitt á. Um það hefur verið rætt innan samtakanna, hvort taka ætti upp mál er byggðu á hinum sáttmálanum, en bæði er, að það er erfiðara að fóta sig á honum og svo hefur Amnesty haft meira en nóg á sinni könnu, þannig að úr því hefur ekki orðið. Er þá um algildan mælikvarða að ræða, er nær til allra þjóða og menningarsvæða? Amnesty hefur svarað þessari spurningu á þann hátt, að allar þjóðir sem eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum hafa skrifað undir Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna og með því hafa þessi ríki skuldbundið sig til að hlíta þeim reglum, sem þar eru settar fram. Amnesty gerir síðan ekki ann- að en að halda sig við þessar reglur. Hitt er svo annað mál, að menningar- svæðin eru mismunandi, og það sem einum finnst rétt finnst öðrum rangt. Til dæmis þekkist það í arabaheiminum að rétt þykir að höggva hönd af þjófi, en samkvæmt mannréttindayfirlýsingunni sem þessi ríki hafa skrifað undir er það hins vegar rangt. Einnig leikur grunur á að þrælahald við- gangist í sumum arabaríkjanna,en þræla- hald er bannað samkvæmt mannréttinda- yfirlýsingunni. Þetta er augljóslega vanda- mál, en Amnesty hefur haldið sig við þessa Mannréttindayfirlýsingu og telur að allar þjóðir eigi að fara eftir henni. A sínum tíma hafði Amnesty afskipti af málum franska flóttamanns Gervasoni, sem hér dvaldi um skeið. Á hvaða forsendum var það gert? Gervasoni hafði gerst brotlegur við frönsk lög um herskyldu, en þau lög voru af Amnesty talin stangast á við Mannréttindasáttmála Evrópu, sem Frakk- ar höfðu samþykkt. Þeir höfðu hins vegar ekki skrifað undir þann hluta sáttmálans er kveður á um að einstaklingar í Frakklandi geti borið upp mál sín við Mannréttindadómstól Evrópu, og af þess- um sökum þótti Amnesty rétt að taka málið fyrir. Við urðum hins vegar óheppin með málið hér, þar sem það lenti inní hefðbund- inni pólitískri umræðu, sem var ekki fyrir okkar tilstilli og við vorum frekar óhress með, því að við töldum að við hefðum átt að geta gert meira fyrir hann. Hins vegar var það kannski fyrir okkar tilstilli og fleiri aðila hér, að hann lenti ekki í fangelsi þegar hann fór héðan. Gervasoni er ekki lengur per- sona non grata í sínu föðurlandi, og eftir stjórnarskiptin var hann skipaður í nefnd er átti að fjalla um málefni þeirra er neita að gegna herþjónustu. Hvaða mál eru efst á baugi hjá Islands- deild Amnesty Inernational um þessar mundir? Við erum þátttakendur í alheimsstarfi, og okkur er í rauninni úthlutað verkefnum frá London í samræmi við það sem við telj- um okkur geta ráðið við. Þannig eru tveir starfshópar á okkar vegum, sem við köllum fangahópa, en þeim eru úthlutaðir ákveðn- ir fangar sem þeir eiga síðan að sinna. Þeim er sinnt með bréfaskriftum til viðkomandi stjórnvalda og til aðstandenda fanganna, jafnframt því sem þeim er sendur fatnaður og annað sem að gagni mætti koma. Við förum fram á bættan aðbúnað þar sem þess er þörf. Meðal fanga sem við höfum þannig sinnt var fangi af þjóðflokki tamila á Sri Lanka. Hann var því miður tekinn af lífi í uppreisninni sem þar var gerð á dögunum. Við vorum einnig með fanga frá Sovét- ríkjunum og annan frá Taiwan. Við erum Gervasoni-málið var lær- dómsríkt fyrir okkur og varð til þess að styrkja ís- landsdeildina... ekki með fleiri fanga í bili, en við bíðum nú eftir að fá úthlutað fanga frá höfuðstöðvun- um í London. Við höfum einnig tekið þátt í herferðum, sem Amnesty hefur skipulagt. Þannig tókum við í ár þátt í slíkri herferð gegn manndrápum af stjórnmálaástæðum. Þar áður tókum við þátt í herferð vegna mannshvarfa og nú er verið að undirbúa herferð gegn pyntingum. Slík manndráp og mannshvörf af stjórnmálaástæðum hafa verið stunduð af stjórnvöldum víða í S- Ameríku, þar sem hermenn eða dráps- sveitir hafa verið sendar inn á heimili and- ófsmanna,og svo finnast lík þeirra síðar á víðavangi. Mannshvörfin í Argentínu hafa verið staðfest, því miður. Þá hafa hliðstæðir atburðir einnig gerst í íran og á Filipps- eyjum, og grunur leikur á að slíkum aðferð- um hafi einnig verið beitt í Afganistan. Frá okkar sjónarmiði séð virðist sem stjórnarfarið í Iran brjóti í bága við flest eða öll grundvallaratriði okkar siðfræði. Hins vegar er þetta stjórnarfar nánast helgað af trúarbrögðunum þar í landi. Við hvaða mælikvarða eigum við þá að styðjast? Ég efast nú um að múhameðstrúarmenn almennt myndu skrifa undir það að stjórn- arfarið í íran væri helgað af þeirra trú. Hins vegar er ákveðinn öfgahópur sem þarna hefur náð völdum, og hann telur þetta stjórnarfar helgast af hinum trúarlega bók- staf. Ef við lítum svo almennt til þeirra trúarbragða sem mannkynið niótast af að einhverju leyti, þá sjáum við að umbúðir þeirra taka mið af aldarandanum, gamlar umbúðir stangast á við það sem hentar nú- tímanum. Hins vegar hafa trúarbrögðin reynt að aðlaga sig nútímanum, en það eru þeir sem ekki vilja gera slíkt sem fara nú með völd í íran. Við megum því ekki for- dæma múhameðstrúna vegna stjórnarhátt- anna í íran. Hins vegar er það ljóst að hegðan íran- stjórnar stangast í flestum atriðum á við þá sáttmála sem íran hefur gengist undir á al- þjóðavettvangi og varða mannréttindi. Hefur Amnesty náð fótfestu í ríkjum 3. heimsins, í Afríku, Asíu og Rómönsku Am- eríku? Já, við höfum víða deildir í þessum ríkj- um, spurningin er hins vegar hversu sterkar þær eru. Hins vegar er ljóst að starf samtak- anna gengur best þar sem eitthvert lýðræði ríkir, og samtökin eru lang öflugust í V- Evrópu og N-Ameríku. Við höfum deildir í löndum eins og Mexíkó, Costarica, Venez- uela, Columbíu og meira að segja í Chile, þótt sú deild sé ekki stór. Ég veit hins vegar ekki hvort þeir starfa neðanjarðar. í Eg- yptalandi lentu okkar menn í fangelsi á ár- unum 1979-80 og komust því ekki t.d. á þingið sem háð var í Vín 1980. í Tyrklandi hefur verið erfitt ástand undanfarið, svo ég nefni nú ríki sem er í nánum tengslum við Evrópu. Við höfum verið með deild þar, en þeir gátu ekki mætt á þingið í fyrra. í So- vétríkjunum var starfandi Amnesty hópur, en hann hefur verið lagður niður, og að- standendur hans lentu síðan í fangelsi, hvort sem það var fyrir starf að Amnesty- málum eða fyrir aðrar sakir. Um þessar mundir er verið að sýna hér kvikmyndina um Ghandi. Voru starfsað- ferðir hans í anda Amnesty? Já, starf Ghandi mundi vera í anda Amn- esty. Við erum mjög fylgjandi friðsamlegri baráttu. Hins vegar þurfa skjólstæðingar okkar ekki endilega áð vera sama sinnis. Við erum auðvitað oft að reyna að hjálpa £ <b 1 0) 3 5 Q* 5T O co' 5r <A o 3 mönnum, sem eru ekki Amnesty-menn. Mönnum sem hafa ekki þær sömu hugsjón- ir og við. En við tökum þá hins vegar ekki upp á okkar arma nema þeir hafi ekki beitt ofbeldi og ekki rekið áróður fyrir ofbeldi. Hvort þeir síðar koma til með að hlíta þeim reglum er svo annað mál. Við höfum einnig kannað mál manna sem sekir hafa verið um ofbeldi, en það hefur þá verið til þess að kanna fangelsisaðstæður en ekki til þess að fara fram á að þetta fólk væri látið laust. Við sendum t.d. lækna í fangelsin í V- Þýskalandi til þess að kanna þær aðstæður sem félagar Baader-Meinhof samtakanna bjuggu við. Það hvarflaði ekki að nokkrum Amnesty-manni að fara fram á að þessir fangar yrðu látnir lausir, því þeir voru brot- legir við þessar reglur. Voru heilbrigðisaðstæður taldar full- nægjandi í þessu tilviki? Nei, en það skal tekið fram að v-þýsk stjórnvöld tóku umleitanir Amnesty um bættan aðbúnað til greina. Afstaða okkar í þessum málum er sú, að það sé í rauninni sama hvað maður hefur gert, hann eigi rétt á eðlilegri meðferð í samræmi við anda Mannréttindayfirlýsing- arinnar og ákvæði Mannréttindasáttmálans þaraðlútandi. Þetta gildirm.a. um beitingu gæsluvarðhalds án dómsúrskurðar og lang- tíma frelsissviptingar án þess að réttarhöld fari fram eða dómur sé kveðinn upp. Nú vinnið þið mikið út frá Mannréttindasáttmála Samcinuðu þjóð- anna. Eru einhver formleg tengsl á tnilli Amnesty og Sameinuðu þjóðanna? Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt Amnesty ráðgefandi stöðu hjá samtökunum. Skýrsl- ur frá Amnesty liggja yfirleitt fyrir hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þegar hún kemur saman, og Amnesty reynir að hafa áhrif á störf þeirrar nefndar og á störf Allsherjarþingsins. Hefur starf Amnesty borið áþreifanlegan árangur? Já, við höldum því fram að starf okkar hafi borið árangur. En, svo dæmi sé tekið, þá erum við ekki endilega að þakka okkur það, þegar tiltekinn samviskufangi er látinn laus. Við getum ekki vitað, hvaða þátt við höfum átt í því. En við fáum hundruð bréfa frá slíkum föngum, og þeir þakka Amnesty. Við höfum einnig fengið slík þakkarbréf hér á íslandi. Við vorum með fanga frá Argentínu hér í mörg ár. Hann var síðan látinn laus og fór úr landi til ísrael, þar sem hann er nú. Er Gervasoni-málið eina málið sem Amn- esty hefur látið til sín taka hér á íslandi? Það er eina málið sem gerðist hér á ís- landi - að hluta til. Fyrir okkur var Gervasoni-málið ekki íslenskt mál, heldur alþjóðlegt. Það var mál sem varðaði ekki bara íslandsdeildina, heldur samtökin í heild, og það voru fleiri hópar en íslenski hópurinn sent létu málið til sín taka. Þar komu bæði Danir og írar inn í myndina og reyndar fleiri þjóðir. Málið kom til aðal- stöðvanna í London, en þeir komust að því að mannréttindahópar í Frakklandi höfðu mál Gervasoni til umfjöllunar. Við komum síðan ákveðnum upplýsingum á framfæri við dómsmálaráðuneytið frá London. Við báðum forsætisráðherra einnig um að reynt yrði að sjá til þess að hann lenti ekki í fangelsi hérlendis eða ef hann færi héðan. Forsætisráðherra tók því vel á þeim tíma, og ég tel í raun og veru að hann hafi beitt áhrifum sínum til þess að hann lenti ekki í fangelsi. Annars er það aðalregla í starfi Amnesty, Meðferð Spegilsmálsins er umdeilanlegt og ég leyfi mér að vera þar á annari skoðun en meiri- hluti Hæstaréttar... að deildirnar taka ekki þátt í störfum er varða þeirra heimaland. Það gera aðrar deildir. Ef til slíks kemur þá er það aldrei nema í samráði við aðalstöðvarnar í London, þegar um einhverjar skammtímaúrlausnir er að ræða. Gervasoni-málið er því ekki dæmigert Amnesty-mál. Það var hinsvegar lær- dómsríkt fyrir okkur, og ég held að íslands- deildin hafi í raun og veru styrkst á þessu. Ég held að það lið sem ber uppi starf deildarinnar hafi áttað sig betur á því hvað má gera og hvað ekki. Við áttuðum okkur líka á viðbrögðum hér innanlands sem sýndu að einhver hluti þjóðarinnar - við vonum öll að það sé lítill hluti - sé ekki sáttur við að hleypa útlendum mönnum inn í landið til langframa. Við höfum hins vegar haldið því fram að við berum ábyrgð og okkur varði hvað gerist meðal framandi þjóða. Samgöngur eru nú orðnar svo greið- ar og heimurinn það lítill, að við komumst ekki hjá því að taka okkar ábyrgð á flótta- mannavandamálinu, svo dæmi sé tekið. Okkur varðar um það hvort menn eru fang- elsaðir án dóms og laga í Chile eða dæmdir í Sovétríkjunum fyrir brot sem við teljum varða grundvallarmannréttindi eins og tjáningarfrelsi. Nú er Gervasoni-málið eina mann- réttindamálið hér á landi sem komið hefur til umfjöllunar hjá Amnesty. Varla þýðir það að við búum við slíkt réttlæti að hér sé ekki um mannréttindavandamál að ræða? í öllum löndum koma upp mál, sem flokkast undir mannréttindamál, og auðvit- að má betur fara í mögum efnum. Við dóm- arar viljum t.d. skilja á milli dómsvalds og framkvæmdavalds með ákveðnari hætti en verið hefur með því að skipta upp sýslu- mannsembættunum. Það má flokka það undir mannréttindamál. Það samræmist í raun ekki þeim mannréttindasáttmálum sem við höfum skrifað undir að sami mað- urinn geti verið hvort tveggja í senn, lög- reglustjóri og dómari. Þá hafa einnig komið hér upp mál varðandi fangelsisaðstæður, sem hægt er að flokka undir mannréttindamál. Þá eru beiting gæslu- varðhalds, almennt umdeild meðal lög- fræðinga. Þá heyra þær fangelsanir sem hér hafa átt sér stað að ósekju að talið er einnig til mannréttindamála að sjálfsögðu. Það er að vísu erfitt að sjá hvernig útiloka megi að slfkt komi fyrir í nokkru þjóðfélagi, en höfuðmáli skiptir hvernig við slíku er brugðist. Meðferð Spegilsmálsins, sem hér kom upp í sumar, varðaði hún ekki brot á tján- ingarfrelsi og prentfrelsi? Þetta mál er e.t.v. umdeilanlegt að því leyti að margir mundu halda því fram að dómari hefði átt að úrskurða um upptöku- blaðsins en ekki að lögreglustjóri gengi beint í það að hirða upplagið. Hins vegar fór þetta til Hæstaréttar, og Hæstiréttur var ekki þessarar skoðunar, en ég leyfi mér að vera annarrar skoðunar. Það byggir á því að nægur tími var til þess að leita úrskurðar dómara að mínu viti og margra annarra. Hitt er svo annað mál, að það sem aðallega var að Speglinum var að hann var ekkert fyndinn. Þú hefur nýlega látið málefni húsbyggj- enda til þín taka með þátttöku í Sigtúns- hópnum svokallaða. Hvað kemur til? Það kom þannig til að ég er sjálfur að byggja í nýju hverfi, þar sem hús eru mis- jafnlega langt upp komin og þar sem margir hafa lent í erfiðleikum. Það er ljóst að menn sem hófu sínar byggingar fyrir ekki svo löngu síðan og reiknuðu sitt dæmi út við þær aðstæður sem þá voru fyrir hendi, þeir sitja nú uppi með allt aðra útkomu. Mér var það Ijóst að þó ég gæti kannski séð frant úr mínu eigin dæmi, þá voru margir nágrannar mínir mun ver staddir. Ég er því ekki að taka þátt í þessu starfi í eiginhagsmunaskyni ein- göngu, og reyndar ekki víst að ég græði nokkuð á því sjálfur. Hins vegar sér maður að margar fjölskyldur eiga nú í miklu basli, Husbyggjandi á þá kröfu að hann geti litið yfir dæmið þannig að hann viti út í hvað hann er að fara... og þá kemur ekki eingöngu upp þessi fjár- hagslega spurning, heldur einnig hin félags- lega: hvernig fer með þær fjölskyldur sem í slíku basli standa? Þeir sem korna nálægt skilnaðarmálum vita það manna best að það þarf traust hjónaband til þess að standa í byggingaframkvæmdum á Islandi í dag - og málið varðar þá ekki bara þessa einstakl- inga, heldur líka börn þeirra. Hefur vanskilamálunt fjölgað fyrir Borg- ardómi? Já, þegar innheimtumálum fjölgar um 3000 fyrir Borgardómi fyrstu sex mánuði þessa árs, þá segir það mikla sögu. Málun- um hefur fjölgað upp í um 7000 á fyrrihluta ársins. Þessi mál eru tilkomin áður en gengið er fellt og áður en kaupið er tekið úr sambandi við vísitöluna. Hækkanir hafa orðið gífurlegar síðan, og það má alveg spyrja þeirrar spurningar, hvert verði áframhaldið á þessu.Ekki er dæmið orðið auðleystara við þessar aðgerðir, og það held ég að ráðamenn geri sér einnig grein fyrir. Við erum hér að fjalla um staðreyndir en ekki pólitík. Þegar þú sem húsbyggjandi þarft að kveða upp dóm í gjaldþrotamáli annars húsbyggjanda, hefur þá ekki þín persónu- lega reynsla áhrif á dómsúrskurðinn? Ég kveð ekki upp dóm í gjaldþrotamáli annars húsbyggjanda. Það yrði skiptaréttar að dæma um hvort viðkomandi væri gjald- þota eða ekki. Ég gæti hins vegar lent í máli þar sem iðnaðarmaður væri að sækja hús- byggjanda, en byggingarreynsla mín ætti ekki að skipta þar máli, því ég með mína dómarareynslu væri nú frekar lítill kall ef að ég léti það hafa áhrif á mig. Það er auðvitað ekki skoðun okkar áhugamanna um úrbæt- ur í húsnæðismálum að menn eigi ekki að borga sínar skuldir. Þvert á móti er það okkar áhugamál að menn fái tækifæri til þess að borga sínar skuldir. Við vitum að sumir hafa reiknað sitt dæmi vitlaust, og sumir munu ekki geta bjargað sínum húsurn, jafnvel þótt við eðli- legar aðstæður væri. En við erum að tala um fólk sem fór út í fjárfestingar sem það átti að geta staðið undir, en hefur lent í erfiðleik- um vegna þess ástands sem hefur skapast í íslensku þjóðfélagi. Þær aðgerðir sem við erum að fara fram á eru í rauninni skammtíma björgunarað- gerðir. Langtímamarkmið er hins vegar að það fáist aðgengileg lán til húsnæðismála og jafnframt það að þjóðfélagið veiti þeim sem ræðst í fjárfestingu eða byggingu húsnæðis tækifæri til þess að líta yfir það dæmi, þann- ig að hann geti vitað út í hvað hann er að fara. Eru húsnæðismálin mesta óréttlætið í ís- lensku þjóðfélagi í dag? Það ætla ég mér ekki að fullyrða, ég vil ekki setjast í slíkt dómarasæti. Hitt er ann- að mál að mönnum finnst kannski óeðlilegt að dómarar séu að blanda sér í mál eins og þessi. Mér finnst ég hafa orðið var við að mönnum þætti það óeðlilegt að ég kæmi í þessum hópi á fund ráðamanna. Því er auðvitað til að svara að við lifum í þessu þjóðfélagi og dómarar komast vart hjá því að taka þátt í því eins og aðrir. Dómarar verða auðvitað að gæta þes að vera óháðir í þeim rnálum sem þeir fjalla um. Dómarar eiga ekki að fjalla um mál sem þeir hafa haft afskipti af áður, eða þar sem þeir eru tengdir eða skyldir málsaðilum eða hafa hagsmuna að gæta að öðru leyti. Þá er það held ég meirihlutaskoðun þeirra dóm- ara er starfa að dómsmálum eingöngu, - þá á ég ekki við sýslumennina, - að það sé nær útilokað fyrir dómara að starfa í stjórnmálaflokki svo dæmi sé tekið. Þeirri skoðun hefur verið haldið fram, að félagsleg staða dómarans í þjóðfélaginu hljóti óhjákvæmilega að móta viðhorf hans þannig að dómsvaldið sé í raun ekki óhlut- lægt gagnvart þcgnum þjóðfélagsins, held- ur mótað af eins konar yfirstéttarafstöðu, þar sem skilningur á málefnum hinna lægst settu sé takmarkaður: Hvert er álit þitt á Kjörin hér á íslandi eru ekki eins jöfn nú eins og þau voru t.d. eftirstríðið... slíkum fullyrðingum? Dómarar eru augljóslega undir áhrifum frá menntun sinni, lögfræðimenntuninni. Þeir eru jafnframt undir áhrifum frá því þjóðfélagi sem þeir alast upp í. Við erum, eða að minnsta kosti vorum það heppin hér á íslandi, að það var ekki svo mikill munur á þj óðfélagsþegnunum að við og nánast aliir dómarar landsins í dag ferðuðumst um í öllum stéttum þjóðfélagsins. Þetta var nán- ast stéttlaust þjóðfélag. Það sem vekur áhyggjur í dag er að kjörin eru alls ekki eins jöfn og þau voru, til dæmis fyrst eftir stríð. Ég hef aldrei rekið mig á það hér í þessu embætti að menn létu einhverjarfyrirfram- skoðanir eða fordóma hafa áhrif á sig. Dómaraþjálfunin er einmitt í því fólgin að gera það ekki. Dómarar eru auðvitað mis- jafnir að upplagi og menn eru misjafnlega hæfir til að vera dómarar, en sá sem hefur mikla lífsreynslu er auðvitað hiklaust hæf- ari dómari heldur en sá sem hefur litla lífsreynslu, jafnvel þótt hann kunni meira fyrir sér í lögfræði. Getur þa5 ekki verið þungbær reynsla fyrir dómara að kveða upp þunga dóma? Jú, það er enginn vafi á því. Við reynum hins vegar að hugsa um þetta sem ákveðið verkefni sem þarf að leysa, og menn gera það síðan eftir bestu þekkingu og vitund. Ég geri ekki ráð fyrir að skurðlæknirinn sé beinlínis með hugann við örlög sjúklingsins þegar hann er að skera upp, heldur að verk- ið sé unnið þannig að sjúklingurinn lifi og meinið sé fjarlægt. Ég geri ráð fyrir að dóm- arinn endi með að hugsa þannig. Það kann að vera að sumum finnist að þá sé of iítið hugsað um þá aðila sem í þessu lenda, en ef dómarinn blandar sér um of í hina tilfinn- ingalegu hlið málsins er hætt við að hann verði ekki óhlutdrægur. Er algjör óhlutdrægni möguleg? Það er ekkert algjört í henni veröld, en menn reyna að nálgast hlutina. -ólg. Rætt við Hrafn Bragason borgardómara um íslenskt réttarfar, mannréttindamál, málefni húsbyggjenda, Amnesty International og fleira.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.