Þjóðviljinn - 17.09.1983, Síða 19
Helgin 17.-18. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
-MFA-------------------------------
Félagsmálaskóli alþýðu
1. önn 16.-29. október
1. önn veröur haldin í Félagsmálaskóla al-
þýöu dagana 16. - 29. okt. nk. í Ölfusborg-
um.
Viðfangsefni annarinnar er einkum eftirfar-
andi: Félags- og fundarstörf, ræöumennska,
framsögn, skipulag og starfshættir ASÍ, saga
verkalýöshreyfingarinnar, vinnuréttur, stefn-
uyfirlýsing ASÍ, kjararannsóknir, og vísitölur,
undirstööuatriöi félagsfræöi, vinnuvernd og
hópefli (leiöbeining í hópvinnu).
Námstarfið fer fram í fyrirlestrum, hópvinnu
og almennum umræöum. Flesta daga er
unnið frá kl. 08.30 -19.00 með hléum. Nokk-
ur kvöld á meðan skólinn starfar veröa
menningardagskrár, listkynningar, upplestur
og skemmtanir.
Félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eiga rétt á
skólavist í Félagsmálaskólanum. Hámarks-
fjöldi á önninni er 25.
Umsóknir um skólavist þurfa að berast
skrifstofu MFA fyrir 12. október.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
MFA Grensásvegi 16, sími 84233.
Menningar- og fræðslusamband alþýðu
Iðnráðgjafi
á Vestfjörðum
Starf iönráögjafa í Vestfjarðarkjördæmi er
laust til umsóknar.
Umsóknir, sem tilgreini menntun og fyrri
störf, sendist stjórn Fjórðungssambands
Vestfiröinga, Hafnarstræti 6, 400 -
ÍSAFJÖRÐUR, fyrir 10. október nk., merkt
IÐNRÁÐGJAFI.
FJÓRÐUNGSSAMBAND
VESTFIRÐINGA
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Félagsstarf eldri borgara
í Reykjavík
Hin vinsælu matreiöslunámskeiö fyrir eldri
herra hefjast aö nýju mánudaginn 19. sept-
ember kl. 14.30 í Alftamýrarskóla.
Upplýsingar veittar og tekið á móti pöntunum
á skrifstofu félagsstarfsins aö Noröurbrún 1,
sími 86960.
Félagsmálastofnun Reykjavíkur
A
iSfrA
Gangavörður
Hálft starf gangavarðar viö Hjallaskóla í Kóp-
avogi er laust til umsóknar. Umsóknum sé
skilaö fyrir 24. september á Skólaskrifstofu
Kópavogs, Digranesvegi 12.
Skólafulltrúi
jj| Ritari óskast
Viðskiptaráðuneytið óskar aö ráöa ritara
frá 1. október nk. Góð kunnátta í vélritun og
ensku nauösynleg.
Umsóknir sendist viöskiptaráðuneytinu Arn-
arhvoli fyrir 25. þ.m.
Reykjavík, 15. september 1983.
Gleymdu þér í nokkra daga
íGlasgow. Frábær helgarferö
fyrir aðeins 8.202.- krónur
Borg í næsta nágrenni
Þú átt kost á ódýrri og ánægjulegri skemmtiferð
til Glasgow. Ef til vill þeirri bestu, sem þú hefur
farið hingað til.
gerðar. í Glasgow eru fjölmargar verslunargötur,
margar hverjar þeirra eru göngugötur með fal-
legum blómaskreytingum og nægum tækifærum
til að tylla sér niður og njóta umhverfisins.
Eftir tæplega 2ja klukkustunda flug lendir Flug-
leiðaþotan á flugvellinum rétt fyrir utan Glasgow
og þú ert kominn inn í eina af skemmtilegustu
borgum Evrópu áður en þú veist af.
Sjötíu skemmtigarðar
í borginni við ána
Það hefur átt sér stað gjörbylting í Glasgow.
Borgin er hrein, lífleg og nýtískuleg. Um leið
heldur hún hinu gamla og rótgróna yfirbragði
með byggingarstíl Viktoríutímabilsins, stórkost-
legum safnbyggingum, listasöfnum, bókasöfnum,
fallegri dómkirkju í gotneskum stíl, köstulum og
sveitcisetrum í næsta nágrenni. Hvorki meira né
minna en 70 lystigarðar setja lit á umhverfið, og
ekki má gleyma göngubrautinni meðfram ánni
Clyde, sem teygir sig 5 km frá miðborginni út í
sveitina. Ef þú vilt tilbreytingu, þá er önnur
stórkostleg borg í aðeins klukkustundar fjarlægð,
ef ekið er eftir næstu hraðbraut, - Edinborg. Þar
geturðu skoðað heimsfrægan kastala um leið og
þú lítur við í verslunum Princes Street, verslun-
argötu sem á sér fáa líka.
Verslanaparadís
Eins og þú getur ímyndað þér, vilja Skotcimir gera
góð kaup - og þú auðvitað líka. Þess vegna eru
verslanir Glasgowborgar sérstaklega vel úr garði
Fáar borgir bjóða fjölbreyttara
skemmtanalíf
Skoska óperan, ríkishljómsveitin og ballettinn eru
auðvitað í Glasgow. Skoski fótboltinn á líka sína
aðdáendur. Skotar eiga Evrópumeistaraliðið 1983
og landsvöllur Skotlands er í Glasgow við Hamp-
den Park. Fimm hörku fótboltalið með Celtic og
Rangers í broddi fylkingar hafa aðstöðu í borginni.
í Glasgow eru nýtísku kvikmyndahús, leikhús og
söngleikjahús. Þar eru fjölleikahús og látbragðs-
leikir, kabarettar, næturklúbbcir, dansstaðir og
diskótek. í Glcisgow er úrval prýðilegra veitinga-
staða með skoskum nautakjötsréttum, ítölskum,
frönskum, indverskum og austurlenskum matseðl-
um.
Flugleiðir
Það tekur tæplega tvær klukkustundir að fljúga
frá Reykjavík til Glasgow með Flugleiðum, sem
fljúga alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
(þriðjudaga og laugardaga frá og með 1. nóvem-
ber) til Glasgow.
FLUGLEIÐIR
Gott fólk hjá traustu félagi
Ókeypis bæklingur á íslensku
Hafðu samband við söluskrifstofu Flugleiða, um-
boðsmann eða ferðciskrifstofu og fáðu ókeypis
eintak af bæklingi breska ferðamálaráðsins um
Glasgow og nágrenni borgarinnar. Hann er stút-
fullur af nytsamlegum upplýsingum og litríkum
ljósmyndum.